Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 1

Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 1
96 SIÐUR STOFNAÐ 1913 288. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tjaldur ÍS 116 fórst í Jökulfjörðum: Þriggja manna saknað Báðir björgnnarbátar Tjaids ÍS 116, sem fundust mann- lausir á reki í ísafjarðardjúpi. Ólafur A. Ólafsson, lögreglu- varðstjóri, stendur við björg- unarbátana, þar sem þeir eru geymdir i lögreglustöðinni á Isafirði. Símamynd/Bjami Ísafirði. Frá Helga Bjamasyni, blaðamanni ÞRIGGJA manna er saknað eft- ir að vélbáturinn Tjaldur ÍS 116 Afganistan: Skæruliðar segjast ráða landinu London, Reuter. AFGANSKUR skæruliðaforingi sagði í gær að frelsissveitum Afgana hefði tekist að ná 90 prósentum landsins á sitt vald. Sagði hann stöðu skæruliða aldr- ei hafa verið styrkari á þeim sjö árum sem liðin eru frá því Sovét- menn gerðu innrás í landið. Gulbuddin Hekmatyar, sem nú er staddur í London, sagði á frétta- mannafundi í gær að frelsissveitim- ar hefðu skotið niður 50 sovéskar flugvélar og þyrlur á þessu ári. Hann fullyrti jafnframt að stríðsreksturinn í Afganistan væri að sliga efnahag Sovétríkjanna þar eð hann kostaði 70 milljónir dollara á dag. Morgunblaðsins. fórst í mynni Jökulfjarða í ísa- fjarðardjúpi að kvöldi fimmtu- dagsins. Víðtæk leit hefur staðið yfir síðan snemma í fyrrinótt, en hún hefur verið árangurslaus til þessa. Leitinni er stjórnað frá varðskipinu Óðni. Sæmilegt veður var á þessum slóðum á fimmtudaginn og er ókunnugt um orsakir slyssins. Mennimir sem saknað er heita Hermann Sigurðsson, 60 ára, vél- stjóri, fæddur 12. júlí 1926, til heimilis á Hlíðarvegi 31, ísafirði. Hann er kvæntur og á sjö uppkom- in böm. Guðmundur Víkingur Hermannsson, 29 ára, skipstjóri, fæddur 21. janúar 1957, til heimil- is í Hafraholti 8, ísafirði. Hann er kvæntur og á þrjú böm. Guðmund- ur er sonur Hermanns. Kolbeinn Sumarliði Gunnarsson, 27 ára, háseti, fæddur 20. október 1959, til heimilis á Hjallavegi 12, ísafírði. Hann á eiginkonu og tvö böm. Sjá frásögn og myndir á bls. 42-43. Útlegð Sakharov og Bonner í Gorkí lokið: Óljóst hvort hj ónin fá full borgararéttindi í Moskvu Gorbachev flutti Sakharov fréttirnar Moskvu, Washington, London, AP. SOVÉSKA stjórnin ákvað í gær Hekmatyar bar til baka fréttir um að frelsissveitimar hefðu fengið bandarísk lofvamarflugskeyti af Stinger-gerð í hendur og sagði þær áróðursbragð af hálfu stjómvalda í Moskvu. Fréttir frá Pakistan herma að tíu óbreyttir borgarar hafi látið lífið í gær er flugvélar afganska stjórnar- hersins gerðu loftárás á þorp eitt á landamæmm Pakistan og Afganist- an. í Pakistan dveljast nú tæpar þijár milljónir flóttamanna frá Afg- anistan. Grikkir ogTyrkir takast á Evros, Grikklandi, AP. TVEIR tyrkneskir hr menn og einn grískur létu lífiö í gær er átök blossuðu upp á landamær- um ríkjanna tveggja. Að sögn talsmanns grísku stjóm- arinnar hófust átökin er fimm tyrkneskir hermenn sem farið höfðu yfír landamærin hundsuðu fyrir- mæli grískra landamæravarða og hófu skothríð. Tyrkir sögðu hins vegar að grískir landamæraverðir hefðu hafið skothríðina. Þrátt fyrir að bæði ríkin eigi aðild að NATO hafa ráðamenn í Grikklandi sagt að landi þeirra standi meiri ógn af Tyrkjum en af ríkjum Varsjárbandalagsins. að sleppa kjarneðlisfræðingnum Andrei Sakharov úr útlegð i borginni Gorkí og náða konu hans, Yelenu Bonner. Hjónin fá nú að snúa til Moskvu. Vladimir Petrovsky, aðstoðarutanríkis- ráðherra, greindi frá þessari ákvörðun í gær. Stjórnir vest- rænna ríkja fögnuðu almennt þessari ákvörðun, en þó var bent á að sovésk yfirvöld þyrftu að leysa mál margra annarra and- ófsmanna ef þau ætluðu að snúa við blaðinu i mannréttindamál- um. Petrovsky sagði að Sakharov, sem hefur verið í útlegð í Gorkí síðan í janúar 1984, hefði sent Mik- hail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna, bréf og beðið um leyfi til að snúa til höfuðborgar Sovétríkjanna og það leyfi hefði verið veitt. Tatyana Yankelevich, dóttir Yel- enu Bonner, sagði í viðtali við franska útvarpsstöð í gær að Mik- ha.il Gorbachev, leiðtogi Sovétríkj- anna, hefði sjálfur hringt í Sakharov á þriðjudag og verið fyrst- ur til að segja honum að útlegð hans væri lokið. A mánudagskvöld hefði komið maður í íbúð Sakharovs í Gorkí og sett upp síma. Klukkan þijú daginn eftir hefði síminn hringt og þá hefði Gorbachev verið á línunni. Yankelevich sagði að hjónin hefðu hringt í sig frá Gorkí á mið- vikudag: „Þau voru mjög glöð . . . hvað á ég að segja: þau voru í sjöunda himni." Yankelevich býr ásamt manni sínum í Newton í Massachusetts-fylki í Banda- ríkjunum. Vinur Sakharovs, sem búsettur er í Moskvu, kvaðst í gær hafa tal- að við Sakharov og hafði eftir vísindamanninum að hann myndi snúa til Moskvu í upphafi eða um miðja næstu viku. Vinurinn kvaðst ekki vita hvort skilyrði hefðu verið sett fyrir því að hjónin fengju að fara frá Gorkí. Bonner var dæmd til útlegðar árið 1984 fyrir „and-sovéskan“ áróður. Að sögn Petrovskys ákvað æðsta ráð Sovétríkjanna að náða Bonner til þess að hún gæti fylgt manni sínum. Sakharov fékk hins vegar aldrei að veija hendur sínar fyrir rétti, þótt hann hafi þráfald- lega farið fram á réttarhöld í máli sínu. Aðstoðarráðherrann sagði ekki hvers vegna stjórnin í Kreml hefði ákveðið að aflétta útlegð Sak- harovs, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1975 og hefur verið einn helsti andófsmaður í Sovétríkj- unum í einn og hálfan áratug. Leonid Zamiatyn, sendiherra Sovétríkjanna í London, sagði í við- tali við breska útvarpið (BBC) að Sakharov yrði ekki leyft að fara frá Sovétrílqunum, en hann fengi líkast til að ræða við vestræna blaðamenn þegar hann kæmi til Moskvu. Zamyatin sagði, þegar hann var spurður hvers vegna Sakharov væri látinn laus nú, að vísindamaðurinn hefði farið fram á að fá að taka aftur til starfa í Moskvu. Yuri Dubinin, sendiherra Sovét- ríkjanna í Washington, sagði í gær að Sakharov myndi fá öll réttindi almenns sovésks borgara þegar hann sneri aftur og gaf í skyn að honum yrði bæði leyft að ferðast og gefa út verk sín. Sjá leiðara og grein á miðopnu og fréttir á síðu 44. Andrei Sakharov og Yelena Bonner. Á myndinni stendur: í bænum Gorkí árið 1985.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.