Morgunblaðið - 20.12.1986, Side 4

Morgunblaðið - 20.12.1986, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 Jólaleikrit sjónvarpsins orðið nýárs- leikrit JÓLALEIKRIT sjónvarpsins að þessu sinni, „Líf til einhvers", eftir Nínu Björk Arnadóttur, verður nú sýnt á nýársdagskvöld, en undanfarin ár hafa jólaleikrit- in verið á dagskrá sjónvarpsins á annan dag jóla. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri verksins sagðist í samtali við Morg- unblaðið hafa farið fram á það við forráðamenn sjónvarpsins að leik- ritið yrði flutt fram á nýársdag þar sem henni hafí þótt efni leikritsins óhentugt fyrir jólahátíðina. „Þetta er það harkaleg dramatík að ég sjálf myndi ekki vilja sjá þetta í sjónvarpinu yfír hátíðina. Verkið er mjög nærgöngult og hef ég full- an skilning á því að fólk vilji halda ró sinni yfír jólin,“ sagði Kristín. Hluti Sæbólslands, þar sem nú er búið að úthluta 60 fjölbýlis- og einbýlishúsalóðum Morgunbiaðið/Juiíus Samningur Kópavogsbæjar og Þórðar Þorsteinssonar um Sæbólsland ógiltur í undirrétti: Málinu er ekki lokið VEÐUR Meðal leikara eru Amór Benón- ýsson, Hanna María Karlsdóttir, Kolbrún Pétursdóttir, Guðlaug Bjamadóttir og Bríet Héðinsdóttir. - segir Kristján Guðmundsson, bæjarsljóri Kópavogs Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá td. 16.15 í gær) SAMNINGUR sá er Þórður heit- hans, Guðmundur Marinó Þórð- inn Þorsteinsson og tengdasonur arson, gerðu við Kópavogskaup- stað í september 1980 um sölu á landi Þórðar, Sæbólslandi í Kópavogi, hefur verið ógiltur í Bæjarþingi Kópavogs. Arið 1981 höfðaði Þórður, ásamt syni sínum Sveini Þórðarsyni og tengdadóttur Sigríði Lúthers- dóttur, mál á hendur Guðmundi Marinó og Kópavogskaupstað, sem dæmd voru til að greiða 463.000 krónur í málskostnað. Um er að ræða sjö hektara land, sem markast úr norðri frá læknum við Kópavogsbrúna, Hafnarfjarðar- vegi að austan og Kársnesbraut að sunnan. Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa fengið dómsorðin í hendur og að bæjarráð hefði ekki tekið ákvörðun ennþá um að áfrýja málinu. Þó bjóst hann ekki við að málinu væri Iokið. „Samningurinn er ógiltur þar sem heilsufar Þórðar er véfengt, en það furðulegasta í þessu öllu er að hér- aðslæknirinn í Kópavogi þá, Kjart- an Jóhannsson, vottaði um heilsufar Þórðar þann sama dag og hann skrifaði undir samninginn," sagði Kristján. Gunnar Guðmundsson, héraðs- dómslögmaður, var sækjandi í málinu fyrir hönd þeirra Þórðar, Sveins og Sigríðar. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki geta tjáð sig um efnislega niðurstöðu málsins þar sem að dómurinn lægi ekki fyrir í prentuðu máli. Guðu- mundur sagði að því hefði meðal annars verið haldið fram að Guð- mundur Marinó hefði hlunnfarið Þórð, tengdaföður sinn og hefði Guðmundur fengið meira en honum bar samkvæmt samningnum á kostnað annarra bama Þórðar og Þórðar sjálfs. „Samkvæmt samn- ingnum átti Þórður að láta af hendi erfðafestuland sitt, Sæbólsland, gegn því að fá lóðir sem endur- gjald.“ Gunnar sagði að í Sæbólsl- andi væri nú búið að úthluta 60 lóðum. Gunnar sagði að dómkvaddir hefðu verið tveir sérfræðingar, þeir Ásgeir Karlsson, tauga- oggeðsjúk- dómalæknir, og Ársæll Jónsson, sérfræðingur í öldrunarlækningum og hefðu þeir komist að þeirri niður- stöðu að Þórður Þorsteinsson hafí ekki verið hæfur til að skilja þýð- ingu samningsins við Kópavogs- kaupstað þrátt fyrir vottorð hérðaslæknis hans. Veijandi fyrir hönd Kópavogs- bæjar var Þórólfur Kristján Beck hæstaréttarlögmaður og fyrir hönd Guðmundar Marinós var veijandinn Sigurður Helgi Guðjónsson. Dómari í málinu var Olafur Steinn Sigurðs- son og meðdómendur voru þeir Hannes Pétursson yfírlæknir og Stefán Már Stefánsson prófessor. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gœr: Austur við Noreg er 970 millibara hæg- fara lægð, en 1015 millibara hæð yfir Grænlandi. Kólna mun áfram í veöri. SPÁ: ( dag veröur hæg vestan- og norðvestanátt á landinu. Smá él við vestur- og norðurströndina en að mestu úrkomulaust annars staðar. Frost verður á bilinu -3 til -7 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR: Fremur hæg vestanátt og vægt frost um land allt. Dálítil él vestanlands og á annesjum fyrir norðan, en léttskýjað á austur- og suðausturlandi. MÁNUDAGUR: Sunnan- og suðvestanátt og hlýnandi veður. Slydda eða rigning um vestanvert landið en úrkomulaust um landið austan- vert. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius V * V Skúrir Él — Þoka = Þokumóða * / * r * / * Slydda / * / * # * * * * * Snjókoma ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gœr að ísl. tíma hlti veður Akureyri -1 úrk.fgr. Reykjsvflc -1 léttskýjaó Bergen 2 slydduél Helslnki -13 snjókoma Jan Mayen -1 léttskýjað Kaupmannah. vantar Narssarssuaq -7 skýjað Nuuk -3 skafrenn. Osló -2 snjókoma Stokkhólmur -2 þokumóða Þórshöfn vantar Algarve 15 léttskýjað Amsterdam 5 skúr Aþena 12 skýjað Barcelona 14 skýjað Berlin 2 slydda Chicago -3 léttskýjað Glasgow 3 slydduél Feneyjar 8 þokumóða Frankfurt S slydduél Hamborg 3 rigning Les Palmas 21 léttskýjað London 6 léttskýjað Los Angeles 10 þokumóða Lúxemborg 2 skýjað Madrfd 2 þoka Malaga 18 léttskýjað Mallorca 19 léttskýjað Miami 18 þokumóða Montreal 0 þokumóða NewVork 2 rigning París 5 skýjað Róm 17 sandfok Vín S skýjað Washington 4 skýjaö Winnipeg -9 léttskýjað Byggingarkostnaðiir hefur hækkað um 17,2% VÍSITALA byggingarkostnaðar mánuðum. hækkaði um 17,2% frá desember 1985 til jafnlengdar á þessu ári. Hagstofa íslands hefur reiknað út vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í yfirstandandi mánuði og reyndist hún vera 293 stig og gildir fyrir mánuðina jan- úar til mars 1987. I frétt frá Hagstofunni segir að frá því að byggingarvísitaian var reiknuð lögformlega út síðast í sept- ember hafi hún hækkað um 4,24%, sem jafngildir 18,1% hækkun á 12 Byggingarvísitalan hefur hækk- að um 2,64% frá því í. nóvember en þá reyndist hún vera 285 stig. Af þessari hækkun stafa 2,1% af almennum launahækkunum 1. des- ember síðastliðinn, 0,1% af hækkun gatnagerðargjalda og 0,4% af hækkun á verði ýmiss byggingar- efnis bæði innlends og innflutts. Meðalvísitala þessa árs er 171,96 en var á síðasta ári 218,36 stig og hefur vísitalan því hækkað um 24,5% frá árinu 1985 til 1986. Tillögur þingflokks Alþýðuflokksins: Stórhækkuð gjöld á atvinnuvegina Jón Baldvin Hannibalsson og átta aðrir þingmenn Alþýðu- flokks lögðu í gær fram á AJþingi breytingartillögur við fjárlaga- frumvarp komandi árs, sem fela m.a. í sér 1,760 m.kr. viðbótará- lögur á atvinnuvegina á komandi ári. Tiliögur þingflokksins um aukin gjöld á atvinnuvegina eru þríþætt- ar: breytilegur eignarskattsauki á félög, samtals að fjárhæð 400 m.kr. * 2) 860 m.kr. hækkun tekju- skatts á félög. * 3) 500 m.kr. hækkun launa- skatts, úr kr. 1,500 í 2,000 m.kr. Launaskattur var lækkaður í tengslum við kjarsátt í febrúarmán- uðu síðast liðnum um 250 m.kr., til að auðvelda heildarsamkomulag aðila vinnumarkaðarins. * 1) Nýr skattur, sérstakur stig-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.