Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 15

Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 15 í leit að gulli o g gim- steinum - og gleðinni Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Menn með mönnum eftir Wilbur Smith Ásgeir Ingólfsson þýddi Útg. ísafoldarprentsmiðja h.f 1986. HVAÐ ætii sá draumur manns- ins, að finna fjársjóð, sé gamall. Sennilega jafngamall mannkyni. Maðurinn hefur alltaf verið í fjár- sjóðaleit í einni eða annarri mynd og leitinni linnir varla. Stundum reynist líka fjársjóðurinn forgengi- legur. Var naumast alls þess erfiðis virði sem það kostaði að afla hans. Ellegar honum er sóað gáleysislega og af ábyrgðarleysi. En áfram held- ur maður að leita að gulli og gimsteinum og heldur að þar með séu vandamál hvunndagsins leyst og hamingjan ríði í hlað og sitji þar uppfrá því. Sögur segja frá gull- gröfurum á öldinni sem leið og sögusviðið hér er Afríka um og upp úr miðri síðustu öld. Demantar hafa fundizt í Coles- berg kopje og allir ævintýramenn- imir streyma þangað. í sögubyijun stefnir þangað líka brezkur ævin- týramaður Zouga Ballantyne, ásamt Alettu, veikbyggðri konu sinni og tveimur sonum Ralph og Jordan. Aletta er af veiefnuðu fólki komin, en ástin og tryggðin við eig- inmanninn hafa orðið til að hún fylgir honum á þessu eilífa flandri hans. Hann er stöðugt að búast við að hreppa þann stóra og geta síðan sezt í helgan stein og notið lífsins. Hann hefur skrifað bók, sem á sínum tíma afiaði honum nokkurrar virðingar og gaf slatta í aðra hönd. En það dugði ekki lengi. Enda er Ballantyne annað betur gefið en gæta þess íjár, sem hann aflar, hann leggur venjulega allt undir, með þeim afleiðingum, að hann stendur uppi slyppur og snauður. En hefst von bráðar handa á nýjan leik, tvíefldur eða vel það. Lífíð á þessum demantastað er miskunnarlaust, hver hugsar um sig og náungakærleikanum ekki fyrir að fara, enda er baráttan hörð og óvægin. Aletta deyr úr farsótt, sem kemur upp í búðunum, Ballantyne leggur allt undir eins og fyrri dag- inn og hann dregur fram lífið og elur upp synina. Og loks að liðnum tíu árum finnur hann blástein, sem allir telja verðlausan á þeim tíma. Þá loksins gefst hann upp og færir sig um set. Inn í söguna fléttast litríkar frá- sagnir af blökkumönnunum, sem vinna við demantsleitina undir stjóm hinna hvítu. Og svertingjar Matabelalands og lýsingin á kon- unginum Lobengula er eftirminni- leg. Raunar er þekking höfundar á siðum og venjum og viðbrögðum innfæddra afar góð og hann kemur henni til lesanda, svo að til fyrir- myndar er. Þó að bókin sé náttúr- lega lesin í samfellu get ég þó ekki stillt mig um, að minnast nokkurra kafia, sem voru sérlega eftirminni- legir. Þar ber kannski hæst keppni þeirra Ballantyne og Louise St. John og síðar flótta hennar frá manni sfnum og örvæntingu henn- ar, hvar hún er rammvillt og að dauða komin. Nefna má óvenjulega skemmtilegan kafia, köngulóabar- dagana, sem menn skemmta sér við. Mannlýsingar Wilbur Smith eru afar skýrar, og það sama á við um lýsingu á trúarsiðum svertingjanna, trúarathöfnum, sem hann lýsir af alvöru og virðingu. Svik hvíta mannsins við þá innfæddu koma við sögu, bardagar eru háðir og loks er sýnt, hvað verður: hvíti maðurínn er að ná yfirráðum og það er trúlegt að hann haldi þeim um langa hríð. Það er ógemingur að lýsa sögu- þræði í tæplega sex hundruð síðna bók, í stuttri umsögn. En það er hins vegar alveg óhætt að segja, að þessi bók er bæði fróðleg og læsileg. Það hefði hins vegar verið mjög gott að hafa í bókinni landa- kort, eða einhveijar teikningar af þeim svæðum, sem um er að ræða, til að gefa enn gleggri mynd af því, um hvaða svæði sagan berst. Þýðing Ásgeirs Ingólfssonar hefúr varla verið áhlaupaverk, en ég gat ekki annað séð en verkið væri ágæt- lega af hendi leyst. Þýðingin er eðlileg og vönduð, talmáli komið til skila svo að til sóma er. JÓLABÆKUR DYNGJU Úr lífi verkamanns. Rímur, Ijóð og lausavísur eftir Sigurð Óla Sigurðsson verkamann og sjó- mann frá Vigur við Djúp. GÓÐAR BÆKUR FRÁ DYNGJU Ferskeytlur. Úr safni Jakobínu Johnson skáldkonu í Seattle. Tilvalin gjöf til vina og frœnda í Vesturheimi. I Ð 11\ N, S 0 G U II I T um Ymsa menn on viðiiuhdi, uYsiso LAKDA OC WÓDA 00 S.ÍTTL'EItNNAU. SAl'K&D, {SUINZKAD 00 K03TAD HKra SIGl’RÐUR GUNNARSSON. AKUKEYRI 1860. KUUITCD i mtMSMlDJO KOBÐL'B - 00 AliSTfBLH- D.WUSINí, HJA H. HELOASYKL Iðunn. Sögurit um ýmsa menn og viðburði, lýsing landa ogþjóða og náttúrunnar. Þetta er Ijósprentuð útgáfa af elstu Iðunni sem kom út 1860 og var kostuð af Sigurði Gunnarssyni presti og alþingis- manni á Hallormsstað og Desjamýri. Aóalheiöur Tómasdóttir DRAUMAR OG ÆÐRI HANDLEIÐSLA Skrásett al Ingvari Agnarssyni Draumar og æðri handleiðsla. Ingvar Agnarsson skráir í þessa bók af hógvœrð og vandvirkni frásagnir Aðal- heiðar Tómasdóttur eiginkonu sinnar. , bókaútgáfa, Borgartúni 23,105 Reykjavík, box 5143,125 Reykjavík. S 91-28177,91-36638 og 91-30913 Dyngja Super1500 hárblásari. . Verð kr. 2.995, Útvarpsklukk- urfrá Philips. Verð kr. 4.200. Vasadiskó frá Philips. Verð kr. 2.275. Stereo-ferða- tæki frá Philips. Verð kr. 7.900, 3ja kamba raf- magnsrakvél frá Philips. Verð frá kr. 5.280. Gufustraujárn frá Philips. Verð kr. 2.867, Hitabursti frá Philips. Verð kr. 1.490. Ryksuga frá Philips. Verð frá kr. 5.840. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8- S. 27500
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.