Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986
Svar til Þjóðhagsstofnimar
eftir Stefán Svavarsson
Að tilmælum Þjóðhagsstofnun-
unar vil ég gera grein fyrir sjónar-
miðum mínum varðandi nokkur
atriði í umsögn stofnunarinnar um
hækkunaráform Landsvirkjunar.
Strax í upphafi skal tekið fram,
að umsögn mín var skrifuð til fjár-
málastjóra Landsvirkjunar og ber
hún vissulega merki þess, að ætlan
mín var að hér væri um iníian-
hússskjai að ræða. Af strákskap
mínum hagaði ég orðum ínum óvar-
lega, sem ég hefði að sjálfsögðu
aldrei gert, ef ég hefi vitað, að ég
ætti eftir að lesa hugleiðingar mínar
á miðopnu Morgunblaðsins. Hvem-
ig það gerðist, að mér forspurðum,
hef ég ekkert um að segja. Mér var
að vísu kunnugt um hvaða umfjöll-
un skjalið mundi fá innan fyrirtæk-
isins, en ég taldi aldeilis fráleitt að
það fengi þá dreifíngu sem úr varð.
I niðurlagi umsagnar minnar, sem
ég undirstrika að var ætluð sem
innanhússskjal, gerði ég góðlátlegt
grín að kunnáttu hagfræðinga í
reikningshaldi; það kom út eins og
skætingur í þeirra garð og þykir
mér það mjög miður, eins mikla
virðingu og ég ber fyrir hagfræði
og hagfræðingum yfirleitt.
En nú vil ég snúa mér að þeim
atriðum, sem ég gerði ágreining við
í umsögn Þjóðhagsstofnunar. í
fyrsta lagi gerir stofnunin því
skóna, að Landsvirkjun greiði
skuldir sínar of hratt niður. I öðru
lagi er því haldið fram, að reikn-
ingsskilavenjur fyrirtækisins séu
gallaðar að því er tekur til fjár-
magnskostnaðar, og í því sambandi
er tillaga gerð um reiknireglu, sem
stofnunin hefur notað við afkomu-
mælingar í sjávarútvegi. í þriðja
lagi eru tengsl talin vera á milli
greiðsluafkomu fyrirtækisins og
afskrifta. Það heftjr stofnunin að
vísu leiðrétt í athugasemd, sem birt-
ist í Morgunblaðinu 18. des. sl.
Loks tel ég útreikning stofnunar-
Bókaúfgáfa
/UENNING4RSJÓÐS
SKALHOLTSSTlG 7. REYKJAVlK • SlMI 621822
Bók þessi er gefin út í tilefni nítugasta afmælisdags
höfundar, Jóhanns Jónssonar. Hann var fæddur á
Snæfellsnesi 12. sept. 1896 og lést í Þýskalandi í
sept. 1932. Á Jóhanni Jónssyni höfðu vinir hans og
félagar meiri vonir festar til skáldskaparafreka en
flestum mönnum er í þann tíma óxu upp, segir vinur
hans Halldór Laxness en hann ritar um höfundinn í
þessari bók. Halldór segir einnig að frægasta Ijóð
Jóhanns „Söknuð“ megi telja einn fegursta gim-
stein í íslenskum Ijóðakveðskap síðustu áratuga.
innar á þróun eigin fjár fyrirtækis-
ins ófullnægjandi, en með honum
telur stofnunin sig styðja enn frek-
ari rökum, að núgildandi reiknings-
skilareglum skuli hafnað. Skal nú
vikið að hveijum þessara liða fyrir
sig.
í umsögn sinni heldur Þjóðhags-
stofnun því fram, að löng lán
Landsvirkjunar mætti greiða niður
á lengri tíma en hún gerir. Það
hefur auðvitað veruleg áhrif á
tekjustefnu fyrirtækisins. í bréfi
mínu benti ég á, að stefna fyrirtæk-
isins er að greiða lán niður á um
20 árum. Þetta tímamark mun upp-
haflega hafa verið ákveðið í samráði
við Alþjóðabankann. Fyrir því má
að mínu mati færa gild rök. Óráð-
legt hlýtur að vera, að fyrirtækið
hafi aðra stefnu í þessu efni en
fyrirtæki í svipuðum atvinnu-
rekstri. Það hefði án efa veruleg
áhrif á lánskjör fyrirtækisins og
lánstraust að breyta um stefnu í
þessu efni. Þá hlýtur að vera skyn-
samlegt að sýna rekstrarlega varúð
í þessu sambandi þannig að af-
borgunartími lána sé eins lágt
hlutfall af endingartíma fjármuna
og kostur er.
Þjóðhagsstofnun lætur að því
liggja, að fjármagnskostnaður fyr-
irtækisins, þ.e. afskriftir og vextir,
sé ekki áreiðanlegur. Af þeim sök-
um gerir stofnunin tillögu um, að
hann sé metinn með reiknireglu,
sem stofnunin hefur búið til og
beitir við mat á afkomu fyrirtækja
í sjávarútvegi. Það skal skýrt tekið
fram, að ég hef ekkert við þá að-
ferð að athuga. Hún er raunar
lofsvert framtak.
Tilefni þess að Þjóðhagsstofnun
hefur notað árgreiðsluaðferð sína,
en svo mun hún vera nefnd, er að
uppgjör fyrirtækja í sjávarútvegi,
eins og reyndar flestra fyrirtækja
í landinu, byggja á ákvæðum
skattalaga. Fýrirmæli skattalaga
um útrsikning á áhrifum verðbólgu
á reikningsskil eru því miður mjög
gölluð, og niðurstöður reiknings-
skila, byggðar á þeim geta af þeim
sökum verið ótækar. Það var því
fullkomlega eðlilegt, raunar bráð-
nauðsynlegt, að stofnunin hafnaði
aðferð skattalaga við mat á afkomu
fyrirtækja í undirstöðuatvinnuveg-
inum.
Þegar ákveðið var á árinu 1982,
að Landsvirkjun breytti reiknings-
skilareglum fyrirtækisins, kom
aldrei til greina að notast við fyrir-
mæli skattalaga. Aðferðin, sem
tekin var upp, byggir að verulegu
leyti á erlendum fyrirmyndum í
þessu efni. I stuttu máli er aðferð
fyrirtækisins þannig, að hagnaður
kemur ekki fram í rekstri nema
eigið sé í árslok sé hærra eh eigið
fé í ársbyijun, þegar það hefur ver-
ið fært til verðlags ári síðar. Við
endurmat eigna og útreikning svo-
nefndrar verðbreytingafærslu er
stuðst við stuðul, sem tekur bæði
til breytinga á verðlagi á innlendum
byggingarkostnaði virkjana og er-
lendum. Þessi stuðull mælir ekki
breytingar á almennu verðlagi hér
á landi. Afkomuhugtak fyrirtækis-
ins er byggt á þeirri hugmynd, að
fyrirtækið geti viðhaldið kaupmætti
eigin fjárins, að teknu tilliti til
breytinga á sértæku verðlagi fjár-
muna, sem notaðir eru í rekstri
raforkufyrirtækja. Þannig er kapp-
kostað að ekki komi fram hagnaður
í rekstri nema starfsmætti fyrirtæk-
isins sé viðhaldið. Þessi aðferð er
að mínu mati ábyggileg um afkomu
fyrirtækisins og allan fjármagns-
kostnað í rekstri þess.
Ég tel, að Þjóðhagsstofnun hafi
ekki fært gild rök fyrir breytingum
á reikningsskilareglum Landsvirkj-
unar, hvorki í ársreikningi þess né
áætlanagerð. Alþjóðabankinn hefur
samþykkt aðferð fyrirtækisins og
reyndar hefur Þjóðhagsstofnun
sjálf, í fyrri skrifum sínum um
málefni fyrirtækisins, samþykkt
aðferðina.
í þriðja lagi var nefnt, að í um-
sögn Þjóðhagsstofnunar var skrif-
að, að afskriftir hefðu veruleg áhrif
á greiðsluafkomu (átti að vera
rekstrarafkomu) fyrirtækisins, en
þar á milli eru auðvitað engin
tengsl. Á hinn bóginn hefur það
mikil áhrif á greiðsluflæði fyrirtæk-
is hversu háar afskriftir eru, ef
tekjum þess er hagað til samræmis,
þannig að arður sé af rekstrinum
í heild. í bréfi mínu gerði ég ekki
ráð fyrir því, að hér væri um penna-
glöp Þjóðhagsstofnunar að ræða.
Skrif mín voru því afdráttarlaus og
harður dómur felldur um þetta at-
riði. Að athuguðu máli hefði ég
mátt sjá þessi mistök en gerði því
miður ekki. Velvirðingar er beðist
á því.
Síðasta atriðið sem nefnt var hér
að framan og ég gerði athugasemd
við, var umræða stofnunarinnar um
þróun á breytingu eigin fjár Lands-
virkjunar í samhengi við afkomu
fyrirtækisins. Að því er tæknina
varðar, þá vil ég nefna, að stofninn
sem gengið er út frá, þ.e. eigið fé
í árslok 1971 er ekki sambærilegur
við eigið fé í árslok 1985. Eðlilegra
hefði verið að reyna að endurmeta
eigið fé í árslok 1971 með sama
hætti og í árslok 1985, áður en til
framreiknings kom. Hækkun
stofnsins þarf ekki að vera mikil
til að hún hafi veruleg áhrif á mis-
vægið, sem Þjóðhagsstofnun nefndi
í umsögn sinni. I annan stað er
ekki að sjá, að tekið hafí verið tillit
til sameiningar Landsvirkjunar og
Laxárvirkjunar á árinu 1983. Það
hefur jafnframt áhrif til að draga
úr misvæginu. Loks má nefna, að
endurmat eiginfjárins, að hætti
Þjóðhagsstofnunar, var byggt á al-
mennum verðlagsbreytingum, en
eins og áður hefur komið fram er
endurmat fyrirtækisins ekki fram-
kvæmt á þann hátt. Að vísu er
ekki gott að segja hvaða áhrif þetta
hefði, en í samanburðinum var
þessa ekki getið.
Á árunum 1971 til 1982 má
ætla að vegna vanmats á afskriftum
hafí birtur hagnaður yerið sýndur
meiri en í reynd var. í þessu sam-
bandi má nefna, að sú arðgjafa-
María Lovísa í nýju versluninni.
krafa fyrirtækisins, sem samið var
um í lánasamningum við Alþjóða-
bankann á sínum tíma, dugði ekki
til að fram kæmi hagnaður í rekstri
vegna vanmats eigna. Á þessum
árum var sá háttur hafður á, að
einungis vextir voru færðir á rekst-
ur, en ekki gengis- eða verðbóta-
endurmat lána, ásamt verðbreyt-
ingafærslu, eins og nú er gert.
Vafalaust hefði það haft nokkur
áhrif á sýnda afkomu fyrirtækisins,
ef það hefði verið gert. Ég tel þó
vafasamt, að það skýri mikinn hluta
misvægisins, sem Þjóðhagsstofnun
nefnir.
Nú má spyija í hvaða tiigangi
Þjóðhagsstofnun eyðir svo miklu í
meinta brenglun í reikningsskilum
fyrirtæksins, sérstaklega eftir að
fyrir liggur, að þær aðferðir, sem
nú eru notaðar eru vel nothæíar.
Því get ég ekki svarað. Ég tel
ábyggjlegt, að reikningsskil fyrir-
tækisins megi nota við þær rekstr-
arákvarðanir sem nú þarf að taka.
Það er að því er mig varðar kjami
málsins. Söguleg skoðun hefur í því
sambandi ekkert gildi að mínu mati.
Eitt af því sem sérstaklega þarf
að athuga vegna þeirra reiknings-
skilaaðferða, sem notaðar hafa
verið síðan 1982, er að aðferðir
fyrirtækisins leiði ekki til ofmats á
eignum þess. Þetta er bæði vegna
áhrifa á eigið fé og ekki síður vegna
áhrifa á afskriftir og þar með tekj-
ur, enda á fyrirtækið lögum
samkvæmt að hafa arð af starfsemi
sinni. Þar sem ég hef ekki þá tilfínn-
ingu fyrir tölum í milljörðum, sem
æskilegt væri, óskaði ég eftir því á
síðasta ári, að verkfræðingar fyrir-
tækisins gerðu úttekt á endumýjun-
arverði eignanna. Niðurstaðan af
þeirri athugun leiddi í ljós, að af-
skrifað endumýjunarverð nýrra
sambærilegra eigna var mjög sam-
bærilegt við bókfært verð þeirra,
þegar á heildina er litið. Þetta tel
ég mjög mikilvægt.
Það má vel vera að orðalag í
bréfí mínu hafí mótast af sárindum
vegna aðdróttana um, að reiknings-
haldsreglur fyrirtækisins væm
ófullnægjandi, sem égtaldi mig lesa
úr umsögn Þjóðhagsstofnunar, en
ég er einn af aðalhöfundum þeirra.
Það var auðvitað óþarfi að bregðast
þannig við, því ég er sannfærður
um, að reglumar séu á traustum
gmnni reistar og gefí skýra mynd
af afkomu og efnahag fyrirtækis-
ins.
Það er mín meginniðurstaða að
efnisrök hafí verið færð fyrir hækk-
unaráformum Landsvirkjunar, og
er þá miðað við þær forsendur, sem
að framan er getið og varða rekst-
ur fyrirtækisins, en þær gmndvall-
ast á reikningsskilareglum þess,
sem ég ítreka að em ábyggilegar.
Að lokum vil ég taka fram, að
almennt er það ekki viðeigandi að
endurskoðendur ijalli opinberlega
um málefni umbjóðenda sinna; það
væri raunar brot á þagnarskyldu
þeirra. í þessu sambandi skal upp-
lýst, að það sem fram kemur hér
um rekstur fyrirtækisins er birt
með vitund og samþykki forráða-
manna þess.
Höfundur er löggiltur endurakoð-
andi.
Opnar nýja
verslun við
Laugaveginn
MARÍA Lovísa Ragnarsdóttir
eigandi verslunarinnar Maríurn-
ar hefur opnað nýja verslun að
Laugavegi 8.
María lauk prófí í fatahönnun frá
Margreteskolen í Kaupmannahöfn
og opnaði verslun við Klapparstíg
í desember 1982. María framleiðir
allan fatnað sjálf sem á boðstólum
er og nýtur við það aðstoð 4 sauma-
kvenna. Þær hafa sérhæft sig í
samkvæmisklæðnaði og sérsaum
fyrir konur með sérþarfir.
Einnig er að fínna í verslununum
alls konar skartgripi og fleiri teg-
undir glysvamings. Nú fyrir jólin
er mikið úrval af kjólum, pilsum
og blússum fyrir konur á öllum
aldri.