Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 22

Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 Sjaldan hefur dönsk listhönnun risið hærra en meö Flora Danica skargripunum. Þú færö meistara- verk náttúrunnar steypt 24 karata gullhúöun og þriggja ára ábyrgð á ótrúlega lágu veröi. Og þaö sem er mest um vert. Það eru engir tveir gripir eins. Einkasöluumboö í Reykjavík. FRANCH MICHELSEN ÚRSMÍOAMEISrARI LAUGAVEGI 39, SÍMI 28355 REYKJAVÍK Kertastjakar úr hreinum og tærum kristal frá Kosta. Sendum í póstkröfu Bankastræti 10, sími 13122 Garðakaupum, Garðabæ, sími 651812 Spjallað við veiðimenn Bækur Steinar J. Lúðvíksson Nafn bókar: Stórlaxar. Viðtöl við fimm landsþekkta veiðimenn. Höfundar: Eggert Skúlason, Gunnar Bender. Útgefandi: Hörpuútgáfan 1986. Eins og undirtitill bókar þeirra Eggerts Skúlasonar og Gunnars Bender ber með sér hefur hún að geyma viðtöl við fimm veiðimenn sem sagðir eru landsþekktir veiðimenn. Víst er að fimmmenningamir sem rætt er við í bókinni eru allir lands- þekktir en varla sem veiðimenn enda kemur fram í viðtölunum að sumir viðmælendanna eiga sér ekki langan né tiltakanlega sögulegan feril að baki sem veiðimenn. Eitt eiga þó viðmælendurnir fimm greinilega sameiginlegt, mikinn og einlægan áhuga á veiðiskap og eru greinilega trúir því mannlega eðli sem veiði- skapurinn er. Viðmælendumir í bókinni em þeir Davíð Oddsson borgarstjóri, Páll G. Jónsson forstjóri, Pálmi Gunnarsson söngvari, Sigurður Siguijónsson leik- ari og Össur Skarphéðinsson ritstjóri. Það er vissulega satt sem bókar- höfundar segja í eftirmála bókar sinnar að á milli þessara manna er órabil á einn eða annan hátt, þótt áhugasviðið veiðiskapur tengi þá svo saman að unnt sé að slá þeim saman í eina bók. Sem veiðimenn hafa fimmmenningamir líka frá mis- merkilegu að segja og dregur bókin dám af því. Kaflamir em mjög mis- munandi að gæðum. Stundum er löngu máli eytt í að segja frá því sem varla telst til þeirra stórtíðinda að réttlæti að geymast á bókarblöðum. Einn kafli bókarinnar ber af. Er það viðtalið við Pál G. Jónsson sem er elstur fimmmenninganna, hefur veitt víða og lent í mörgum ævintýr- um eins og laxveiðimenn lenda gjaman f á löngum ferli. Páll segir lipurlega og skemmtilega frá og skrásetjami nær ágætlega til hans. Þá er viðtalið við Davíð Oddsson einnig skemmtilegt aflestrar enda Davíð þekktur fyrir að vera hnittinn og koma vel fyrir sig orði. Lýsing hans á leiðsögn áhorfenda við lax- veiðimenn í Elliðaánum er til að mynda hin skemmtilegasta og geta víst flestir þeir sem þar hafa rennt sett sig í spor borgarstjóra og upplif- að þá tilfinningu að vera algjörlega að missa þolinmæðina en verða samt að halda ró sinni. „Jafnvel er það til í dæminu að bláókunnugir menn ijúka í það að landa fiskinum fyrir mann: Það er alveg óþolandi. Maður verður að láta allt yfír sig ganga á þessum slóðum. Maður getur bara sagt kurteislega. „Mér þætti vænt um að fá að gera þetta sjálfur," seg- ir borgarstjórinn í viðtalinu og hann greinir einnig frá grátbroslegum at- vikum er hafa hent hann í Elliðaár- veiðunum. Viðtölin við Pálma Gunnarsson, Sigurð Siguijónsson og Össur Skarp- héðinsson em snöggtum lakari þótt góðum sprettum bregði fyrir í þeim öllum. Eftir lestur viðtalsins við Öss- ur hefur maður það þó á tilfinning- unni að hann hafi verið lítið spenntur fyrir viðtalinu eða í afskaplega slæmu skapi þegar það var tekið, þar sem hann eyðir dijúgum hluta þess í hnútukast á aðra veiðimenn sem hann telur greinilega að stundi veiðiskap af öðrum hvötum en hann sjálfur. Alhæfir hann að laxveiði- menn séu ríkisbubbar eða drykkju- rútar nema hvorutveggja sé: „Það að veiða fískinn er ekki lengur það sem veiðiferðin snýst um. Heldur er það veiðihúsið, maturinn og allt umstangið í kring, og kannski fyrst og fremst fylleríið," segir Össur m.a. í viðtalinu. Athylisverðast í viðtalinu við Össur er gagnrýni hans á ríkjandi stefnu í fiskiræktarmálum og á Veiðimálastofnunina. Þar sem Össur hefur menntun sem fiskeldisfræðing- ur hlýtur að vera tekið eftir því sem hann hefur að segja í þeim efnum. Ekki er þess þó að vænta að allir séu sammála kenningum hans en athyglisverðar eru þær eigi að síður. Gagnrýni kemur fram hjá öllum viðmælendum bókarhöfunda á þá þróun sem orðið hefur í verðlagningu laxveiðileyfa þótt ekki kveði þeir eins sterkt að orði og Össur. Víst er að gagnrýni þessi á rétt á sér og það er rétt að hátt verð veiðileyfa hindr- ar marga sem áhuga og vilja hafa til að stunda veiðiskapinn. Þama hefur lögmálið um framboð og eftir- spum ráðið ferðinni og erfitt er að sjá hvemig af þeirri braut verður snúið héðan af. Sem fyrr greinir eru kaflar bókar- innar eða viðtölin misjöfii að gæðum. Sum þeirra em skrifuð á of miklu talmáli. Einna líkast því að bókar- höfundar hafí tekið viðtöl við viðmælandann upp á segulband og skrifað það síðan nákvæmlega niður. Dæmi um slíkt má finna í viðtalinu við Sigurð Siguijónsson þar sem hann segir frá veiðiferð í Reyðar- Einn af viðmælendum bókarinn- ar, Sigurður Sigurjónsson. vatni: „Ég setti mig í samband við bóndann á Þverfelli og fékk hjá hon- um leyfi. Hann minntist nú reyndar á það í leiðinni að það væri svolítið mikið af flugu við vatnið. Það væri eiginlega ekkert spennandi að veiða þegar svona mikið væri af flugunni. Borgarbamið í manni mótmæli þessu. Hvaða flugu, eins og það sé ekki hæg^t að veiða þó að það sé svolítil fluga við vatnið. Það var bara betra. Síðan lögðum við af stað upp eftir. Nokkru áður en við vomm komnir að Þverfelli urðum við vör við það að eitthvað var um flugu. Þær spmngu í hundmðum á rúðunni á bílnum. Okkur þótti þetta nú svo- lítið mikið, svona í byggð allavega." Orðfæri sem þetta sem er að finna á nokkmm stöðum í bókinni og er sennilega gott og gilt í tveggja manna spjalli en hefði gjaman mátt lagfæra áður en það var fest á bókar- blað. I viðtalinu við Davíð Oddsson og þó sérstaklega Pál G. Jónsson em efnistök og málnotkun hins vegar allt öðravísi og framsetningin betri. Formála bókarinnar skrifar Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra. Ekki liggur í augum uppi af hveiju ráðherrann stígur fyrstu skrefin á bókarsíðum Stórlaxa, nema ef vera kynni að það hafi þótt við hæfi að láta sannkallaðan „stórlax" he§a ferðina. Fjölmargar Ijósmyndir em í bók- inni og lífga ekki aðeins upp á hana. Þær em kannski helsti styrkur þess- arar bókar þar sem flestar em góðar, sumar afbragðsgóðar eins og í lit- myndasyrpa af Sigurði Siguijónssyni í tvísýnni glímu við lax. Það má ljóst vera að ljósmyndarinn hefur tilfinn- ingu fyrir því sem hann er að gera þegar hann er bak við myndavélina og þekkir einnig vel til veiða og þeirr- ar spennu sem þeim fylgja þar sem hann nær ótrúlega oft með myndum sínum að laða fram sannkallaða veiðimannastemmningu. Niðurstaða um bókinæ Viðmæl- endur hafa verið valdir með tilliti til þess hve þekktir þeir em fremur en af því að þeir hafi frá mörgu að segja sem veiðimenn. Útkoman er sam- kvæmt því og bókin nær ekki þeim styrk sem slík bók þyrfti að hafa. Viðtölin em misjöfn. Sum góð. í öðmm of langt mál um lítið efni. Myndimar em atyrkur bókarinnar, flestar afbragðsgóðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.