Morgunblaðið - 20.12.1986, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986
hann mjög óheppilegur, að ekki sé meira
sagt, til þess að leiða kosningabaráttuna í
Reykjavík."
Einn forystumaður flokksins í Reykjavík
segir um þetta: „Ef Albert verður vikið af
framboðslistanum í Reykjavík, þá færi hann
væntanlega í sérframboð. Ég teldi mikla
flokks- og landhreinsun af því, ef svo yrði.
Albert hefur áður verið hafnað af þjóðinni
í forsetaframboði og honum var hafnað af
flokknum þegar hann bauð sig fram til for-
manns á móti Geir Hallgrímssyni. Hann
hefur ávallt grafið undan Geir á allan mögu-
legan hátt og menn skulu ekki gleyma því
að Albert var lykillinn að því að Gunnar
Thoroddsen gat myndað ríkisstjóm sína.
Menn skulu ekki heldur gleyma því hvemig
Albert breytti er hann sat í borgarstjórn,
en þá lagðist hann í spillta fyrirgreiðslu-
pólitík, sem hann hélt síðan áfram sem
fjármálaráðherra. Hann rekst illa í Sjálf-
stæðisflokknum og hefur alltaf gert. Mín
skoðun er sú, að flokkurinn hafí fyrir löngu
átt að láta til skarar skríða gegn honum,
því ef það hefði verið gert, þá væri ekki í
þessi óefni komið nú.“
Albert verður sjálfur
að hafa frumkvæðið
Víglundur Þorsteinsson er ekki á sömu
skoðun, þó að hann hafí aldrei verið talinn
í hópi stuðningsmanna Alberts Guðmunds-
sonar í Sjálfstæðisflokknum: „Ég held að
það sé lífsspursmál, að Albert Guðmundsson
hafí frumkvæði í þéssu máli og horfíst í
augu við það, að deilumar um sæti hans á
listanum skaða flokkinn. Það er eina ieiðin
til þess að tryggja frið að Albert semji þann
frið sem semja þarf með því að draga sig
sjálfur í hlé. Slíkan frið þarf flokkurinn og
Albert getur einn samið þann frið. Ég tel
það vera tvíeggjað að víkja honum nauðug-
um af lista og líklegt að það skapi fleiri
vandamál en það leysir."
Miðstjómarmaður úr forystu Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík tekur undir þetta
sjónarmið: „Ég tel að það eigi ekki að breyta
listanum í Reykjavík, nema Albert óski eft-
ir því sjálfur. Vissulega stöndum við frammi
fyrir erfíðri og þungri umræðu, en það er
enginn í stakk búinn að breyta þessum lista,
svo vel fari, nema Albert sjálfur."
Heimildamenn mínir telja að kjömefnd
muni ekki hrófla við 10 efstu sætunum í
Reykjavík og er miðað við að nefndin skili
tillögu sinni til fulltrúaráðsins í lok janúar.
Það er svo fulltrúaráðsfundur sem ákveður
framboðslistann endanlega, og hefur hann
vald til þess að breyta listanum, en á þessu
stigi er ekki talið líklegt að ráðið muni not-
færa sér það vald.
Stuðningsmenn
Alberts uggandi
Stuðningsmenn Alberts em greinilega
uggandi um hans hag og hafa jafnframt
áhyggjur af því hversu miklum deilum vera
hans í fyrsta sætinu hefur valdið. Ég hef
heimildir fyrir því að einn dyggur stuðnings-
maður Alberts og vinur hafí beðið hann að
taka til endurskoðunar veru sína í fyrsta
sæti listans í Reykjavík. Albert mun ekki
hafa í hyggju að verða við þessum tilmælum.
Rétt er að geta þess að Albert Guðmunds-
son vildi ekki reifa sín sjónarmið í samtölum
við mig, þegar ég undirbjó þessa umfjöllun,
þannig að hans sjónarmið eru hér einungis
reifuð fyrir milligöngu stuðningsmanna
hans.
Sjálfstæðisflokkurinn þolir
ekki sterka menn
Vinur Alberts um áratuga skeið og stuðn-
ingsmaður, segir: „Ég verð nú að segja það
alveg eins og er að það hefur gripið um sig
stórkostleg „hystería" í sambandi við Al-
bert, Hafskip og Útvegsbankann. Ég held
einfaldlega að Sjálfstæðisflokkurinn, sem
ég hef þó alltaf stutt, þoli ekki sterka menn.
Flokkurinn hefur ríka tilhneigingu til að
móta menn, þannig að þeir séu eins og all-
ir steyptir í sama mót.“
Þessi maður bendir á að Albert hafi unn-
ið fyrsta sætið í prófkjörinu hér í Reykjavík,
mitt í öllum hamaganginum og rógnum sem
beint var gegn honum, vegna meintra
tengsla hans við Hafskip og Útvegsbank-
ann. „Þá var verið að gera könnun innan
Sjálfstæðisflokksins," segir hann, „en fylgi
Alberts nær langt út fyrir raðir Sjálfstæðis-
flokksins. Þrátt fyrir það fór hann með sigur
af hólmi. Mér sýnist sem vinnubrögð kjör-
nefndar séu með þeim hætti, að það sé reynt
a.ð bíða með að ganga frá framboðslistanum
í Reykjavík, í þeirri von að Albert verði
ákærður. Það sama er upp á teningnum
með störf fulltrúaráðsins, því venjulega er
reynt að halda fulltrúaráðsfundinn snemma
til að ganga frá listanum þegar kosningar
eru framundan. Það er eins og beðið sé
með að ganga frá listanum í þeirri von að
Albert Guðmundsson verði ákærður fyrir
eitthvað, en ákærðan mann er náttúrlega
ekki hægt að hafa á framboðslista.
Nú fínnur Albert enga sök hjá sér og á
meðan svo er, þá eiga þessir blessaðir for-
ráðamenn flokksins að láta lönd og leið öll
áform um að breyta framboðslistanum í
Reykjavík. Ég geri mér fulia grein fyrir því
að margir þeirra sem vilja koma Albert út
af framboðslista, eða færa hann neðar á
lista, telja sig í góðri trú vera að beijast
fyrir heill flokksins. Þeir telja að það hljóti
að skaða flokkinn að hafa Albert í fyrsta
sæti. En þá spyr ég á móti — hvers vegna
fær hann þá flest atkvæði í fyrsta sætið?
Það verður flokknum ekki til framdráttar
ef ákvörðun veróur tekin um að víkja honum
úr fyrsta sætinu. Ég bendi nú bara á stöðu
flokksins í Reykjaneskjördæmi, sem virðist
ekki vera hótinu betri en í Reykjavík. Ekki
er hægt að klína fylgistapinu í því kjördæmi
á Albert Guðmundsson.
Ég held að forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins ættu að líta sér nær þegar þeir
leita skýringa á fylgistapi flokksins. Þessi
svokallaða fijálshyggja, sem nú ríður húsum
í Sjálfstæðisflokknum, er mjög hættulegt
fyrirbæri í landi, þar sem félagshyggjan á
mjög sterk ítök. Ætli fylgistapið verði ekki
að stórum hluta skýrt með fijálshyggjurödd-
unum sem gerast æ háværari?"
Annar úr hópi stuðningsmanna Alberts
sagði: „Það hefur aldrei tíðkast að vikið
væri frá niðurstöðum prófkjörs og röð efstu
manna breytt. Leikreglumar í prófkjörinu
voru cefnar fvrirfram og gengið var út frá
„BIONDAU
WILKENS
BSF
.
» *<S
i ». -»i
%
uavinT' ,*e * • c .
SILFURBUÐIN
LAUGAVEG 55 SÍMI 11066
SÉRVERSLUN MEÐ BORÐBÚNAÐ í 29 ÁR
SÍÐARI HLUTI
BIRTIST
Á MORGUN,
SUNNUDAG
því sem vísu að þessum reglum yrði fylgt.
Það eru auðvitað einhveijir óánægðir með
niðurstöðuna í prófkjörinu, en það liggur
alveg ljóst fyrir að Albert var sigurvegari
þessa prófkjörs."
Engu að síður er svo að heyra sem stuðn-
ingsmenn Alberts geri sér grein fyrir vanda
sjálfstæðismanna í Reykjavík þó að þeir
hafí aðrar skýringar á orsökum vandans.
Einn sagðist meta listann í Reykjavík þann-
ig að hann væri veikur, það er að segja,
ef honum verður stillt upp eins og niður-
staða prófkjörsins segir til um. Hann segir
að höfuðástæða þess að listinn sé veikur,
sé ekki sú að Albert skipar fyrsta sætið,
heldur hitt, að svo til engin endumýjun
hafí átt sér stað og listinn sé gamall og
þreyttur, með þeim undantekningum að
Geir H. Haarde og Sólveig Pétursdóttir skipi
7. og 8. sæti. Það sé einfaldlega ekki nóg
— það vanti mun meiri endurnýjun og fersk-
leika.
Þeir telja að þó að Albert taki þá ákvörð-
un að halda fast við það að skipa fyrsta
sæti listans í Reykjavík, þá verði staða hans
ekki sterk eftir kosningar. Formaðurinn
hafí nánast lýst því yfír í sjónvarpsviðtali á
Stöð 2 að Albert yrði ekki ráðherra í næstu
ríkisstjóm og hann sé illa í sveit settur að
vera með einhveija kröfugerð í þá átt, því
hann hafí nánast engan stuðning í þing-
flokknum.
Segja þeir að Albert haldi í dag fast við
þann ásetning sinn að gefa ekki eftir efsta
sætið og færa sig ekki niður framboðslist-
ann og að hugmyndin um að hann bjóðist
til þess að víkja af lista sé með öllu fráleit.
Hann hafí tekið þá ákvörðun að ef honum
verði vikið af lista með valdi, þá muni hann
fara í sérframboð. Einn þingmaður flokksins
segir að slíkt væri tvímælalaust heppileg-
asti kosturinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þó
svo að flokkurinn tapaði manni við það.
Stuðningsmenn Alberts eru margir ugg-
andi um hag hans og flokksheildarinnar.
Einn sagðist vita að einhveijir stuðnings-
manna hans væru jafnframt svo miklir
flokksmenn í eðli sínu, að þeir myndu ekki
fylgja Albert, ef hann ákvæði sérframboð,
jafnvel þótt hann væri í mörgum tilvikum
vinur þeirra og velgjörðarmaður.
Ljóst er að Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur einnig áhyggjur
af því að Albert hlaut fyrsta sætið í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann
greindi frá því í sjónvarpsviðtali nýlega að
hann hefði rætt þessi mál við Albert, en
hann sagði ekki frá því hver niðurstaða
þeirra viðræðna hefði verið. Mínar heimildir
herma að enn liggi engin niðurstaða fyrir,
þar sem Albert sé að hugleiða málaleitan
formannsins.
Ut er komin hljómplata með 24 sönglög-
um eftir Selmu Kaldalóns. Flytjendur
eru eftirtaldir bióðkunnir listamenn.
Elín Júlíus Vífill Jónas Elísabet F.
Sigurvinsdóttir Ingvarsson Ingimundarson Eiríksdóttir
Dreifingu
annast
Öm og
Öriygur.
Guðrún
Tómasdóttir
Ólafur Vignir
Albertsson
Kristinn
Sigmundsson