Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 44

Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 ANDREI SAKHAROV LAUS ÚR UTLEGÐINNI I GORKÍ Viðbrögðin víða um heim: Fréttunum fagnað en minnt á hlutskipti annarra fanga New York, London, Bonn og víðar, AP, Reuter. verið leyft að snúa aftur til iii n iuin, lwuuvu, uuuu ug *, RÍKISSTJÓRNIR á Vesturlönd um og sovéskir útlagar fögnuðu í gær fréttunum um, að andófs- manninum Andrei Sakharov og konu hans, Yelenu Bonner, hefði Moskvu frá borginni Gorki þar sem þau hafa verið i útlegð. Kváðust margir vona, að þetta væri góðs viti fyrir framtíðina Stjúpbörn Sakharovs: Vilja bíða eftir frekari fréttum Newton, Maasachusetts, AP. ALEXEI Semyonov, stjúpsonur Sakharovs, sem býr í Bandaríkjunum, sagðist í gær ætla að biða með að segja nokkuð um þá ákvörðun Sovét- stjórnarinnar að leyfa Sakharov og konu hans, Yelenu Bonner, að setjast að í Moskvu. Kvaðst hann fyrst vilja fá nánari fréttir af móður sinni og stjúpföður. „Ég vil vera viss í minni sök áður en ég segi nokkuð," sagði Semyonov en áður hafði systir hans sagt, að fréttimar væru mikið fagnaðarefni því að nú ættu móðir hennar og stjúp- faðir hægara með að leita sér læknis. Andrei Sakharov, sem fékk friðar- verðlaun Nóbels árið 1975, var árið 1980 dæmdur í útlegð innanlands fyrir að hafa mótmælt innrás Sovét- manna í Afganistan. Var hann sendur til borgarinnar Gorki, sem er 380 km austur af Moskvu, en til þessarar borgar má enginn útlendur maður koma. ----~K~ ^ GazÆa Wæðir hvcija konu... Vönduð efni klassísk snið Póstsendum um allt land. KAPCISALAN BORGARTÚNI 22 SÍMI 23509 Opíð í dag frá kl. Q’ 22 Næg bflastæði AKGREYRI HAFMARSTRÆTI88 SÍMI96-25250 en minntu jafnframt á, að Sak- harov og aðrir sovéskir andófs- menn væru löngu gleymdir ef almenningsálitið á Vesturlöndum hefði ekki staðið með þeim. „Við fögnum þessum fréttum, þær eru sigur þessa hugrakka fólks, þessara merkisbera mannréttinda- baráttunnar í Sovétríkjunum," sagði Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, en minnti jafnframt á, að enn færi því fjarri, að almenn mannréttindi væru virt í Sovétríkj- unum. Sir Geoffrey Howe, utanrík- isráðherra Breta, sagði, að fólk um allan heim fagnaði þessum tíðindum en hinu mætti ekki gleyma, að í fangelsum um öll Sovétríkin væru menn, sem hefðu ekki annað til saka unnið en að kreljast lögbund- inna réttinda. Stjómvöld í Vestur- Þýskalandi og Frakklandi hafa tekið í sama streng en utanríkisvið- skiptaráðherra Frakka, Michel Noir, kvaðst telja, að Sovétmenn hafí álitið nauðsynlegt að sýna ein- hvem lit, ekki síst eftir að fréttir bárast um, að andófsmaðurinn Anatoly Marchenko hefði látist í fangelsi. „Þetta er kaldriíjaður og óhugnanlegur útreikningur," sagði Noir. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis- ráðherra Dana, og Gro Harlem Brandtland, forsætisráðherra Nor- egs, hafa lýst ánægju sinni með, að Sakharov og konu hans skuli hafa verið leyft að snúa heim úr útlegðinni í Gorkí og Brandtland ítrekaði fyrra boð Norðmanna um að Sakharov fengi að setjast að í Noregi. Sovéski útlaginn Yuri Orlov sagði í New York, að gagnrýni Vestur- landabúa ætti að sjálfsögðu meginþátt í ákvörðun sovésku stjómarinnar og taldi að fréttimar um lát Marchenkos hefðu riðið baggamuninn. Lev Kopelev, sovésk- ur rithöfundur, sem býr nú í Vestur-Þýskalandi, nefndi þessa ástæðu einnig og minnti á, að enn væra þúsundir pólitískra fanga í sovéskum fangabúðum. Elena Bonner og Andrei Sakharov Michael Vosl- ensky um mál Sakharovs: Margra ára baráttu á Vesturlönd- um að þakka „ÞAÐ er fyrst og fremst að þakka margra ára baráttu á Vesturlöndum, að Andrei Sak- harov hefur nú fengið að fara úr útlegðinni í Gorkí.“ Þannig komst Michael Voslensky að orði í símaviðtali frá Miinchen i gær, en hann er einn hæst setti embættismaður, sem flúið hefur frá Sovétríkjunum. Hann hefur ritað bókina „Nomenklat- ura“ um valdakerfið þar í landi. „Ástseðumar fýrir því að þetta gerist einmitt nú, eru margar," sagði Voslensky ennfremur. „í fyrsta lagi hefur Sovétstjórnin lagt til að haldin verði ráðstefna í Moskvu um mannréttindi og að sjálfsögðu myndi það því hæfa mjög illa að halda slíka ráðstefnu, ef Sakharov væri þá enn í útlegð f Gorkí. í öðru lagi veit Sovétstjórnin vel af því einmitt nú, hve mjög hún liggur undir gagnrýni fyrir mannréttindabrot. í þriðja lagi skiptir það máli, að stutt er síðan að bók Yelenu Bonner birtist á Michael S. Voslensky. Vesturlöndum, þar sem hún lýsir nákvæmlega þeim aðstæðum, sem hún og maður hennar, Sakharov, hafa mátt búa við í Gorkí. Sú mynd, sem þar er dregin upp af hinni stöðugu návist leyni- lögreglunnar KGB, er svo niður- lægjandi, að einhverju varð að breyta til stuðnings því yfírbragði frjálslyndis, sem Gorbachev vill sýna gagnvart Vesturlöndum. Ég tel einnig, að ástæðuna fyr- ir því, að þetta gerizt einmitt nú, megi að einhverju leyti rekja til atburðana í Kazakhstan. Það væri mjög óheppilegt fyrir Sovétstjóm- ina, ef athygli og gagnrýni fólks ætti eftir að beinast í ríkum mæli að Kazakhstan. Þess vegna hefur Sovétstjómin nú komið þvr svo fyrir, að blöðin skrifa um Sak- harov en ekki um Kazakhstan." Hörö gagnrýni á Vínarráð- stefnu hjálpaði Sakharov ZUrich, frá önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR Vesturlanda á Vínarrðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu fögnuðu i gær ákvörðun Sovétmanna að leyfa Andrei Sak- harov og eiginkonu hans að flytja aftur til Moskvu. Fréttin barst þangað á siðasta degi fyrsta hluta ráðstefnunnar. „Þetta er mikil- vægt skref sem Sovétmenn stíga til að uppfylla kröfur Vesturlanda um aukin mannréttindi i Sovétríkjunum," sagði Benedikt Gröndal, sendiherra og fulltrúi Islands á ráðstefnunni í samtali við Morgun- blaðið. „Akvörðun þeirra varðandi Sakharov er mikill ávinningur, en það má ekki gleyma þvi að enn eru margir andófsmenn á bak við lás og slá í Sovétríkjunum." y Benedikt sagði að fulltrúar Vest- urlanda hefðu gagnrýnt Sovétríkin og önnur lönd Austur Evrópu harð- lega fyrir mannréttindabrot það sem af er ráðstefnunni. „Hér hefur verið háð samfelld sókn á hendur Sovétríkjunum og ríkjum Austur Evrópu fyrir að hafa ekki staðið við fyrirheit sem þau gáfu um mannréttindi við undirritun Hels- inki-sáttmála,“ sagði Benedikt. Það er ótrúlegt að stórveldi hafí setið undir öðra eins. Sovétmenn hafa ekki svarað miklu og að mestu sýnt þolinmæði. Þeir segja ekki lengur að umræða um mannrétt- indamál sé afskipti af innanríkis- málum. Það er mikil breyting frá því sem áður var. Þeir era í orði opnari og era tilbúnir að tala um hluti sem þeir töldu áður að ættu ekki heima í alþjóðaumræðu. Stefna þeirra hefur breyst í orði en í raun er enn mikið bil á milli orða þeirra og gerða í mannréttindamálum." Sovétmenn hafa lagt til í Vín að sérstök ráðstefna um mannréttindi verði haldin í Moskvu. Hugmynd- inni hefur verið heldur fálega tekið til þessa en vestrænir fréttaskýr- endur í Sovétríkjunum telja að ákvörðunin um að leyfa Sakharov að flytja til Moskvu sé liður í undir- búningi Sovétmanna að slíkri ráðstefnu. Jörn Ziegler, talsmaður Alþjóð- iegra samtaka um mannréttindi, sem hafa höfuðstöðvar í Frankfurt í Vestur Þýskalandi, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að samtökin fögnuðu ákvörðun Sovétmanna að leyfa Sakharov að fara til Moskvu en varaði gegn því að hún væri tekin sem merki um aukin mann- réttindi í Sovétríkjunum. „Við höfum ekki séð neitt sem bendir til þess að raunveraleg breyting til batnaðar eigi sér stað í mannrétt- indamálum í Sovétríkjunum," sagði hann. „Sálrænum aðferðum er enn beitt gegn andófsmönnum og kristnir menn og gyðingar era of- sóttir. Akvörðunin varðandi Sak- harov er fyrst og fremst tekin til að auka almenningsálit Vestur- landabúa á Sovétríkjunum og vegna stöðugs þrýstings utan frá. Sov- étríkin hafa að undanfömu sætt harðri gagnrýni vegna dauðsfalls Anatoli Martschenkos og mannrétt- indamál hafa verið rædd af meiri alvöra og þunga á Vínarráðstefn- unni en nokkru sinni fyrr. Stöðugur þrýstingur utan frá hefur hjálpað Sakharov en baráttu fyrir auknum mannréttindum fyrir austan tjald er ekki lokið."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.