Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 45

Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 45 Tæpar 15 milljónir manna búa í Kazakhstan þar af um ein milljón í Alma-Ata. Oeirðirnar í Alma-Ata: Mótmælin voru misskilningur - segir háttsettur sovéskur embættismaður Moskvu, AP, Reuter. HÁTTSETTUR sovéskur embættismaður sagði í gær að nokkur hundruð náms- menn hefðu flykkst út á götur Alma-Ata, höfuð- borgar Kazakhstan, á miðvikudagskvöldið. Kvað hann fólkið hafa mótmælt því að rússi hefði verið skipaður flokksformaður þar. V.F. Petrovsky, aðstoðarut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði „mótmæli" fólksins hafa stafað af misskilningi vegna þeirr- ar ákvörðunar miðnefndar kommúnistaflokksins í Kazakhst- an að skipa nýjan formann þar. Lagði hann áherslu á að lýðræðis- lega hefði verið staðið að kjöri hans. Petrovsky sagði allt vera með kyrrum kjörum í Alma-Ata og sag’ði að „mómælin" hefðu ekki verið alvarleg fyrr en „villimenn" nokkrir hefðu gripið tækifærið til að skapa ringulreið í borginni. Óstaðfestar fréttir herma að 20 bifreiðar hafi verið eyðilagðar og að slys hafi orðið á mönnum. Á þriðjudag var Dinmukhamed Kunayev vikið úr embætti flokks- formanns í Kazakhstan og rússi skipaður í hans stað. Kunayev hafði lengi verið gagnrýndur fyrir slælega stjórnun en svo virðist sem stjómvöld hafi ekki viljað reka hann fyrr en nú af ótta við uppþot og óeirðir. Líbanon; Harðir bardagar í Tripoli Beirút, Reuter. SYRLENZKIR hermenn áttu í gær í hörðum bardögum við sunnita í hafnarborginni Tri- poli í Líbanon og beittu þar bæði fallbyssum og vélbyssum. Fer andstaðan við Sýrlendinga vaxandi á meðal íbúanna í borginni, en Sýrlendingar hafa að undanförnu safnað þar sam- an fjölmennu herliði. Að minnsta kosti fímm manns hafa verið drepnir og fjöldi særzt í þessum bardögum, sem margir telja einhveija þá hörðustu í Tri- poli í meira en heilt ár. Sýrlenzkar hersveitir komu sér fyrst fyrir í Tripoli fyrir um 15 mánuðum, en þá höfðu geisað þar bardagar vikum saman milli hersveita, sem hlynntar vom írönum og her- skárra sveita vinstri manna. Bardagamir í Tripoli nú og áframhaldandi bardagar í Beirút milli palestínskra skæruliða og amal-shíta í flóttamannabúðun- um þar eru taldir tefla í hættu valdastöðu Sýrlendinga í Líban- on. Um 700 manns hafa verið drepnir frá því í septemberlok í baráttunni um yfírráð í fímm flótamannabúðum í Beirut og borgunum Sídon og Tyros. Walsh skipaður rannsóknardómari ERLENT Washington, Reuter. LAWRENCE Walsh, virtur lög- fræðingur og fyrrum dómari og stjórnarerindreki, var í gær skip- aður rannsóknardómari í vopna- sölumálinu. Reagan krafðist þess að skipaður yrði rannsóknardómari til að kom- ast að því hvort lög hefðu verið brotin þegar Bandaríkjamenn seldu írönum vopn og greiðslur runnu í vasa skæruliða í Nicaragua og stefna lögbijótum. Walsh fær víðtækt vald til að rannsaka málið. ANJOHA iÉi Sendum áritaðar plötur í póstkröfu samdægurs, sími 29544. fjölda áskorana áritar hina frábæru hljómplötu sína, Með kveðju heim, í verslunum Skífunnar Laugavegi 33 laugardaginn 20. desember kl. 18.00—19.00 og að Borgartúni 24 kl. 21.00—22.00. Laugavegi 33, sími 11508 . Borgartúni 24, sími 29544 Skifan opnar i Kringlunni 1987

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.