Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 46

Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 I Enda þótt vitað hafi verið i áratugi, að reykingar eru aðalorsök lungnakrabbameins, fer sjúkdómstilfellunum stöðugt fjölgandi. Lungnakrabbamein í Danmörku: Sex dauðsföll á dag Fjölgun tilfella m.a. vegna aukinna reykinga kvenna 5—10% fá bata TÆPLEGA 3000 ný lungna- krabbameinstilfelli greinast í Danmörku á ári hveiju — þrátt fyrir að vitað hafi verið um áratuga skeið að tóbaks- reykingar eru langsamlega algengasta orsök þessa mann- skæða sjúkdóms, segir dr. Heine Hai Hansen á Finsens- stofnuninni í Kaupmannahöfn í grein, sem hann ritar i tíma- rit dönsku læknasamtakanna nýlega. Telur hann mjög brýnt að efla forvarnarstarf á þessu sviði. Þessi mikli fjöldi krabbameins- tilfella á að mati læknisins m.a. rót að rekja til þess, hve konum hefur íjölgað í sjúklingahópnum vegna aukinna reykinga meðal kvenna. Hins vegar hefur ungum körlum fækkað í hópnum. Svipuð þróun hefur átt sér stað í öðrum iðnaðarsamfélögum, en í þróunarlöndunum fjölgar tilfell- unum ört með báðum kynjum. Betri meðferð Um 800.000 ný tilfelli af lungnakrabbameini greinast ár- lega í heiminum öllum, og 2000 dauðsföll verða af þess völdum á degi hverjum. Heine Hoi Hansen telur, að leggja verði mikla áherslu á að betrumbæta aðferðir við meðferð sjúkdómsins, þar til árangur af fyrirbyggjandi ráðstöfunum fari að skila sér — bæði vegna hins mikla fjölda sjúklinga og vegna þess hve treglega gengur að lækna sjúkdóminn. Þijár aðalgerðir lungnakrabba- meins, eða um 75% sjúkdómstil- fellanna, er aðeins unnt að lækna, sé gripið í taumana tímanlega. Því er hins vegar svo farið með þá gerð krabbameins, sem kennt er við „litlu frumurnar" í þekjuvef lungnanna, að það breiðist oft á tíðum mjög fljótt út og er yfirleitt komið í líffæri utan lungnanna, þegar það uppgötvast. Sé lyfjameðferð beitt í barátt- unni við það, lifa sjúklingarnir í eitt ár að meðaltali. Aðeins 5—10% fá bata, þ.e. lifa í fimm ár eða lengur, auk þess sem mikl- ar aukaverkanir fylgja þessari meðferð. Vísindamenn eru nú á höttun- um eftir nýjum efnum í því skyni að lengja líftíma sjúklinganna og draga úr aukaverkunum. Er ekki búist við árangri af þeirri leit fyrr en eftir þijú til fjögur ár, að sögn Heine Hoi Hansens. Nytsamar gjafireni nóðar njaBi Mikið úrval:___________________________________ Borvélar, margar gerðir .........frá kr. 6.243.- Pússkubbar.......................frá kr. 9.600.- Stingsagir ................... frákr. 10.515.- Verkfærakistur .....................kr. 866.- Lóðboltar og sprautukönnur á mjög góðu verði. Baðvogir .......................frákr. 675.- Baðmottusett.....................frá kr. 2.600.- Teppamottur......................frákr. 750.- Opið laugardag kl. 10-18 BYGGINGAVÖRUR 2 góðar byggingavöiuverslanir. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 671100- v/Hringbraut, sími 28600 Bandaríkin: Útrýmingarbúðir nasista ekki til? Los Angeles. AP. MAÐUR, sem lifði af vist í fanga- búðum nasista í heimsstyrjöld- inni síðari, hefur höfðað skaðabótamál á hendur samtök- um, sem halda fram, að útrým- ingarherferð nasista gegn gyðingum hafi aldrei átt sér stað. Mel Mermelstein, en svo heitir maðurinn, höfðaði málið gegn sagn- fræðistofnun, sem samtökin reka í útborg Los Angeles í því skyni að endurskoða söguna. í stefnu sinni sagði Mermelstein, að í tímariti stofnunarinnar í sept- ember 1985 hefði verið farið um sig niðrandi orðum, þar sem sagt hefði verið, að hann væri „ber að svikum“. Hann krefst 10.000 doll- ara skaðabóta og að stofnunin verði látin greiða fimm milljóna dollara í sekt. Árið 1985 hét stofnunin hveijum þeim, sem sannað gæti, að útiým- ingarherferð nasista gegn gyðing- um hefði átt sér stað, 50.000 dollara verðlaunum. Mermelstein tók áskoruninni, en þegar stofnunin neitað að greiða verðlaunin, hóf hann mál. Sátt tókst milli málsaðila og greiddi stofnunin Mermelstein 90.000 dollara í skaðabætur og baðst opinberlega afsökunar á að hafa valdið þeim, sem lifðu af vist- ina í búðunum, sársauka með tiltæki sínu. Mermelstein höfðaði svo mál að nýju eftir útkomu tímaritsins í sept- ember síðastliðnum og heldur fram, að ummælin um hann þar séu nið- randi og ríði í bága við samkomu- lagið, sem gert var. KLM gerir tilboð í Hilton-hótelin Arasterdam, AP. HOLLENZKA flugíélagið KLM staðfesti í gær að það Grikkland: Sorphreins- unarmenn úr verkfalli Aþenu. AP. YFIR 20.000 sorphreinsunar- menn í Aþenu og fleiri grískum borgum sneru aftur til vinnu sinnar í gær, og lauk þar með 11 daga verkfalli þeirra. Þúsund- ir tonna af sorpi höfðu hlaðist upp á götum úti. „Við teljum, að orðið hafi verið við flestum af kröfum okkar," sagði formaður félags sorphreinsunar- manna og bætti við, að það mundi taka a.m.k. tíu daga að hreinsa upp haugana, sem söfnuðust fyrir verk- fallsdagana. hefði gert kauptilboð í Hil- ton-hótelkeðjuna. Eigendur hótelanna sögðust í gær hafa tekið tilboði í þau en neituðu að segja annað en að væntanlegir eigendur væm stórt evrópskt fyrir- tæki. Talsmaður KLM neitaði að segja hversu hátt tilboðið hefði verið eða hvort því hefði verið tekið. Fulltrúi Transworld Corporation, sem á Hil- ton-hótelkeðjuna, sagði hins vegar í gær í New York að tilboðið, sem tekið hefði verið, hefði hljóðað upp á 975 milljónir dollara. Ákveðið var að leysa upp Trans- world-samsteypuna og er sala hótelanna liður í því. Samsteypan á einnig fyrirtæki, sem rekur á fjórða hundrað Hardee’s-veitinga- hús í Bandaríkjunum og á þriðja hundrað Quincy’s-steikarhús. Enn- fremur á Transworld fyrirtæki, sem selt hefur matarbakka í fyrirtæki, skóla og sjúkrahús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.