Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 Jólagleði ábama deild FSA JÓLAGLEÐI var haldin á bama- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í vikunni. Þangað var boðið starfsfólki og börnum þeirra, bömum sem verið hafa á deildinni nú í desember, auk þess böraiun sem mest hafa ver- ið á deildinni á árinu, foreldrum þeirra og systkinum. Að sögn Valgerðar Valgarðsdóttur mættu um 50 böm á jólagleðina. Jólasveinar mættu að sjálfsögðu einnig, Hurðaskellir og Kjöt- krókur og reyndi sá síðaraefndi hvað hann gat að fá börain til að bragða á hangikjötslæri sem hann hafði meðferðis! Nú eru 10 ár síðan barnadeildin flutti í Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson núverandi húsnæði og 25 ár síðan vísir að barnadeild varð til á sjúkrahúsinu. Þá kom Bald- ur Jónsson barnasérfræðingur til starfa hjá Fjórðungssjúkra- húsinu og vísir að fyrstu barnadeild utan Reykjavíkur varð að veruleika. Meðfylgjandi myndir voru teknar á jólagleð- inni. AKUREYRI Bragi Siguijónsson sendir frá sér smásagnasafn: Hvíld frá öðrum ritstörfum að setja saman ljóð og sögur LEIÐIN til Dýrafjarðar nefnist smásagnasafn sem Bragi Sigurjóns- son fyrrum bankastjóri og ráðherra á Akureyri hefur sent frá sér. Skjaldborg gefur út. í bókinni eru 19 sögur og ber bókin nafn þeirrar fyrstu. Sögumar eru svo til allar nýjar skrifaðar í ár og í fyrra en tvær eru svolítið komnar til ára sinna, að sögn Braga. Þetta er annað smásagnasafn Braga - hið fyrra kom út fynr 29 árum, 1957. Þijátíu og níu ár eru nú síðan fyrsta bók Braga kom út, ljóðabók- in Hver er kominn úti? sem gefín var út í bókaflokknum Nýir pennar hjá Helgafelli. Bragi hefur mest fengist við ljóðagerð - hefur sent frá sér átta ljóðabækur, en einnig ritsafnið Göngur og réttir, sem nú er einmitt verið að endurútgefa, auk þess frásagnir og ferðaþætti og í fyrra var gefín út eftir hann athafnasögu Skapta Askelssonar, skipasmiðs: Skapti í Slippnum. Bragi var spurður hvers konar sögur væru í nýju bókinni. „Þetta eru ekki neinar lífsreynslusögur. Þarna er týnt saman ýmislegt sem maður hefur séð og heyrt jg orxið fyrir en þeir atburðir sem sagt er frá hafa ef til vill gerst við allt önnur atvik. Og það sem kemur fyrir þennan mann hefur komið fyrir einhvem allt annan í raunveruleikanum." Hvað kemur til að þú snýrð þér að smásögunni aftur eftir 29 ár? „Mér fannst ég vera farinn að endurtaka mig alltof mikið í ljóða- gerðinni svo ég, að gamni mínu, breytti til.“ Kristján frá Djúpalæk segir í umsögn sinni um bók Braga í vi- kunni í Degi að hann sé ekki að velta sér upp úr vandræðum ann- arra, sé kíminn, lýsi venjulegu fólki þó án þess að sögumar verði hvers- dagslegar. Bragi segir þetta einmitt þau atriði sem hafi vakið fyrir honum þegar hann var að skrifa bókina. „Mér finnst yngri skáldin vera óþarflega gefin fyrir að lýsa því sem miður fer hjá fólki,“ segir Bragi. Mér fínnst það svolítið ríkt hjá ungu fólki að gera það í verkum sínum en það er alls ekki samkvæmt því sem mín reynsla er í lífínu." Er þessu ef til vill eins farið í ljóðinu? „Já, ég sé betur fyrir mér bjart- ari hliðamar á lífínu þannig að í heildina þá snúa björtu hliðamar upp í mínum skáldskap þó ekki sé það alfarið." Bragi sagðist lítið hafa fengist við skáldskap þau ár sem hann var bankastjóri Útvegsbankans á Ak- ureyri, árin 1964-1978, en samt komu þijár ljóðabækur út á þeim árum. Ein 1965 önnur 1972 og sú þriðja 1975. Ég hafði mikið að gera meðan ég var í bankanum en þó hefur mér alltaf gengið ósköp vel að fara ekki heim með störf. En auðvitað hef ég aldrei haft meiri tíma fyrir tómstundir en eftir að ég varð löggilt gamalmenni en Bragi Siguijónsson það varð ég 1980. Og síðan hef ég fengist mest við það að skrifa. Það hefur farið mikill tími í það hjá mér að endurútgefa Göngur og réttir og svo fór býsna mikill tími um Skapta - við tókum þetta með gætni," sagði Bragi. „Já, ég hef unnið alveg eins mikið eftir að hætti í föstu starfí. Ég geng að þessu nokkuð skipulega - mér leið- ist ef ég hef ekkert fyrir stafni." Þrátt fyrir að hafa snúið sér að smásögunni í bili sagðist Bragi alls ekki vera hættur að yrkja ljóð. „En ljóð yrki ég ekki nema með sprett- um. Aldrei. Allt i einu langar mig til þess en svo getur liðið lngur tími sem það hvarflar ekki að mér. Og eins er með sagnagerðina. Það er eins og þetta sé eitthvað sem að manni svífur. Þetta gerist ekki af ásettu ráði. Ég skipulegg það ekki þegar ég yrki ljóð eða smásögur n það geri ég hins vegar þegar ég er við önnur ritstörf - þegar ég safna heimildum og svoleiðis. Eins og við göngur og réttir. Og nú er ég að svolítið að skoða síldarútveg hér við Eyjaíjörð í gamla daga. Þá þarf maður að liggja á safni, en ljóðin og sögumar koma bara upp úr huga manns. Það er því hvíld frá öðrum ritstörfum að setja sam- an ljóð og sögur." Fjárveiting til Borgarspítalans hækkuð: Launaliður vanreikn- aður um 22 milljónir — Aðrar tölur kannast ég ekki við, segir Pálmi Jónsson formaður fjárveitingarnefndar „VIÐ FÓRUM ofan i rekstur Borgarspítalans í þessu fjárlaga- dæmi og það kom í ljós að launaliður hefur verið vanreikn- aður að okkar mati um 22 miljónir króna og fjárveitinga- nefnd mun flylja breytingartil- lögu við framlag til spítalans sem þessu nemur við þriðju umræðu fjárlagafrumvarpsins. Hitt eru tölur sem ég kannast ekki við,“ sagði Pálmi Jónsson formaður fjárveitingaraefndar Alþingis þegar Morgunblaðið bar undir hann þau ummæli Davíðs Odds- sonar borgarstjóra á borgar- stjórnarfundi á fimmtudags- kvöld að fyrirhuguð fjárveiting til Borgarspítalans á næsta ári væri vanreiknuð um 170-200 milljónir króna. Pálmi sagði að nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins hefði í sumar kannað alla rekstrarliði þeirra sjúkrahúsa sem eiga að fara á föst fjárlög og leitast við að sam- ræma þá að einhveiju marki. Fjárveitingin væri í samræmi við þær niðurstöður nefndarinnar og tillögur sem fluttar voru þar um. Þegar Morgunblaðið spurði Pálma hvort áætlað framlag til Borgarspítalans væri í samræmi við framlag til annara spítala svaraði hann að auðvitað væri starfsemi þessara sjúkrahúsa misjafnlega dýr og vafalaust væri starfsemi Borg- arspítalans að sumu leyti kostnað- arsamari en annara sjúkrahúsa. „En það var farið mjög ofan í þetta Pálmi Jónsson formaður fjárveitinga- nefndar. í sumar og síðan tókum við þetta til athugunar eftir að komu fram ábendingar um að það kynni að vera skekkja í launaútreikningi og niðurstaða okkar varð að þama væri þörf á leiðréttingu um 22 milj- ónir króna,“ sagði Pálmi Jónsson. Framsókn og stjórnarandstaðan: Vilja hækka styrk- inn til blaðanna FORMENN þingflokka Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags vilja að blaðastyrkur til stjórnmálaflokkanna verði hækkaður talsvert frá því sem ráð er fyrir gert i fjárlagafrum- varpinu. Þeir Páll Pétursson, Eiður Guðnason og Ragnar Amalds hafa lagt fram breytingartillögu við fjár- lagafrumvarpið, sem felur í sér að styrkur úr ríkissjóði til blaðanna hækki úr 16,4 milljónum króna í rúmlega 21,8 millj. kr. eða um 5,4 millj. kr. , Blaðastyrkurinn til stjómmála- flokkanna er umdeildur á Alþingi og eru flestir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins andvígir honum. Þegar fjárlög vom afgreidd til 3. umræðu fyrir viku var haft nafnakall um þennan lið frumvarpsins og hann samþykktur með 30 atkvæðum gegn 21. Atkvæðagreiðsla um fjár- lagafrumvarpið verður fyrir hádegi í dag. „Ætla að belgja sig út á blóði bænda þessi jól“ - segir Olafur Hannibalsson um lög- fræðinga og kerfismenn ÓLAFUR Hannibalsson bóndi í Selárdal hefur sent Jóni Helga- syni landbúnaðarráðherra skeyti þar sem hann átelur ríkisvaldið fyrir að standa ekki við lög- boðnar eða umsamdar greiðslur til bænda. „Bændur hafa gert ráð fyrir að geta greitt skuldir sínar þann 15. desember og samið þannig við lána- drottna sína“ sagði Ólafur. „í fyrra voru samþykkt lög á Alþingi þess efnis að sláturleyfishafar gerðu upp við bændur fyrir 15. desember. Til að gera þeim þetta kleift áttu að koma til afurðalán og staðgreiðslul- án í gegnum Framleiðsluráð land- búnaðarins. Það hafa ekki verið staðin skil á þessu. Auk þess hefur Framleiðnisjóður boðið greiðslur til bænda fyrir 15. desember ef keypt- ur yrði af þeim bústofninn. Það dynja því yfir okkur hótanir frá lánadrottnum og því sendi ég Jóni Helgasyni eftirfarandi skeyti: „Eg hef lofað lánadrottnum greiðslum 15. desember. Vanefndir þínar og kerfisins sem þú átt að stjóma framkalla t.d. svohljóðandi viðbrögð; „Skuld yðar krónur 24.093 verð- ur afhend lögfræðingum vomm til innheimtu á yðar kostnað 18. des- ember n.k. Innheimtudeild SÍS“ Held þig ábyrgan og heila mó- verkið í kringum þig fyrir kostnaði við lögfræðinga og aðrar blóðsugur sem hyggjast belgja sig út á blóði bænda þessi jól í skjóli svika þinna og kerfisins á lögboðnum eða um- sömdum greiðslum til bænda. Ólafur Hannibalsson, Selárdal“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.