Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 53

Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 53 Lokatölur fjárlaga að koma í ljós: Heildarútgj öld ríkis- sjóðs 1987 46.000 m.kr. Fjárlagahalli 2.800 m.kr. Nái breytingartillögur fjár- veitinganefndar og meirihluta fjárveitinganefndar við fjárlaga- frumvarp 1987 fram að ganga á Alþingi i dag, sem allar líkur standa til, hækkar gjaldabálkur frumvarpsins um 3,800 m.kr. Áætluð útgjöld ríkissjóðs 1987 verða þá 45,834 m.kr. - Breyting- artillögur meirihluta fjárveit- inganefndar gera hinsvegar ráð fyrir hækkun ríkissjóðstekna sem svarar rúmum 3,000 m.kr., þ.e. að heildartekjur ríkissjóðs verði 43,029 m.kr. - Samkvæmt framansögðu verður rekstrar- halli fjárlaga komandi árs um 2,805 m.kr. Pálmi Jónsson, formaður fjár- veitinganefndar, gerði grein fyrir breytingartillögum nefndarinnar og breytingartillögum meirihluta nefndarinnar [stjómarliða] í Sam- einuðu þingi í gær. Framangreindar upplýsingar, sem og þær sem hér fara á éftir, eru efnislega teknar úr ræðu hans. Atkvæðagreiðsla um fjárlögin og mikinn fjölda breyting- artillagna fer fram í Sameinuðu þingi í dag. Að atkvæðagreiðslum loknum halda þingmenn í jólafrí. Framvinda efnahags- þróunar Formaður fjárveitinganefndar vitnaði fyrst til álits fulltrúa Þjóð- hagsstofnunar um framvindu efnahagsþróunar í landinu: * 1) Ofan á 8% aukningu þjóðar- tekna 1986 er spáð 4% hagvexti 1987. * 2) Kaupmáttur atvinnutekna eykst um 7-8% milli áranna 1986-87 og hefur þá aukist um 30% frá 1984. * 3) Horfið verður frá álagning- ur orkuskatts, 600 m.kr., og kröfu á hendur Pósti og síma um 200 m.kr. arðgreiðslu í ríkissjóð, sem gert var ráð fyrir í frumvarpi að fjárlögum, er það var lagt fram. Hækkanir ríkisútgjalda Hækkanir ráðgerðra ríkisút- gjalda 1987, frá framlagningu fjárlagafrumvarps í haust, eiga þijár meginskýringar. * A) Hækkanir, sem rætur eiga í ákvörðun fjárveitinganefndar, 315 m.kr. * B) Ákvarðanir ríkisstjómar f tenglsum við nýgerða kjarasamn- inga 915 m.kr. * C) Uppfærsla verðlags og launa, samkvæmt nýjum forsendum í kjölfar kjarasamninga 2,569 m.kr. Varðandi lið B ber hæst hækkun lífeyrisbóta, hækkun niðurgreiðslna á rafhitun, framlag til Áburðarverk- smiðju til að draga úr hækkun búvöru, endurgreiðslu ríkissjóðs á greiðslum Alþjóðaflugmálastofnun- arinnar til Pósts og síma. Varðandi lið C vegur þyngst hækkun launa, bæði vegna verð- lagsbreytinga á síðustu mánuðum ársins 1986 og vegna áætlaðra launabreytinga 1987. 1348 m.kr. hækkun má rekja til ákvæða í ný- gerðum kjarasamningum og þess sem líklegt er talið að væntanlegir hliðstæðir samningar við opinbera starfsmenn leiði til. Erlendar lántökur Þrátt fyrir fyrirsjáanlegan halla á fjárlögum 1987 (2,800 m.kr.) er ekki gert ráð fyrir auknum erlend- um lántökum, samkvæmt frum- varpinu, en þær eru 1,700 m.kr. Hinsvegar er gert ráð fyrir auknum lántökum hjá lífeyrissjóðum sem nemur 1,300 m.kr. Lánsijárþörf ríkissjóðs á árinu er áætluð 6,3 milljarðar króna. „Eg tel enga ástæðu til að draga dul á þá skoðun mína“, sagði form- aður fjárveitinganefndar, „að hér er um alvarlegan rekstrarhalla að ræða“. Kjarasamningar og ríkissjóðsútgjöld Formaður fjárveitinganefndar sagði að ríkissjóður hefði orðið að axla byrðar í tengslum við kjara- samninga í febrúarmánuði sl. sem svari til 1,800 m.kr. Þeir kjara- samningar, sem nýlega vóru undir- ritaðir, „hafa neikvæð áhrif á tekjur og gjöld ríkissjóðs á næsta ári um eða yfir 3 milljarði króna“. Þetta kemur fram í því að hverfa frá orku- skatti 600 m.kr., arðgreiðslum frá Pósti og síma 200 m.kr.,auknum útgjöldum sem ríkissjóður tekur á sig 915 m.kr, auk hækkunar út- gjalda í tengslum við verðlag og laun. „Á móti þessu vega þeir kostir kjarasamninganna, sem felast í hófsömum kauphækkunum og auknum launajöfnuði". Bætur almanna- trygginga Samkvæmt hækkunartillögum fjárveitinganefndar, m.a. vegna hækkunar bóta almannatrygginga í kjölfar kauphækkana á almennum vinnumarkaði, verða framlög ríkissjóðs til Tryggingarstofnun- ar ríkisins 1987 10,887 milljónir króna eða um 23,8% af heildarút- gjöldum fjárlaganna. B-hluta stofnanir Lánasjóður íslenzkra náms- manna fær hækkað ráðstöfunarfé, frá upphaflegum tillögum, sem svarar 113 m.kr. Rikisútvarpið fær að halda tekj- um af innflutningsgjöldum, 130-140 m.kr. 1986, sem tryggir sem næst jöfnuð í rekstri þess í ár. Gert er ráð fyrir að afnotagjöld hækki um 20% frá næstu áramót- um. Fjárvoitinganefnd leggur áherzlu á að RÚV dragi úr ráðgerð- um innkaupum á tækjum og búnaði og hagræði rekstri svo spara megi í launakostnaði. Þjóðleikhús fær 27 m.kr. hækk- un á ráðgerður framlagi ríkissjóðs, sem þá verður 110 m.kr. Áburðarverksmiðja ríkisins fær 120 m.kr. framlag úr ríkis- sjóði. Þannig er stefnt að því að áburðarverð hækki aðeins um 7% 1987. Framlag ríkisins til bygingarsjóð- anna tveggja nemur 1,300 m.kr. 1987. Áfengis og tóbaksverzlun rikisins á að skila 2,650 m.kr. í ríkissjóð 1987. Póst- og simamálastofnunin fær 16% hækkun símaþjónustu og 20-25% hækkun póstbúrðargjalda. Skipaútgerð ríkisins fær 147 m.kr. framlag. Sementsverksmiðja ríkisins stendur rekstrarlega vel. Fær 7% verðhækkun á sementi á komandi ári. Ramagnsveitur rikisins fá 10,5% hækkun taxta. Gerð verður grein fyrir málflutn- ingi stjómarandstöðu síðar. TV-VIDEO -86 rilrtsKin mcA HmIm líM c*-n Mj('»nv:ll (fjlrtjþ in ÍIHíð H.-ll:) I jMiuml (mu íinn?:K niVnlv li .-iinliA.-u jníivm | f:lnrs|«. i < mj cm nu InnnlfMj v’ I *' WPmm Verð: 21 tomma 53.982,- 24 tommur 66.404,- 28 tommur 73.516,- Hljómbær tryggir gæði og greiðslukjör HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Umboðsmenn: PortiðAkranesi. Bókaskemmankktanesi. Kaupfélag Borgtirdinga. Ser/oísafirdi, Kauptélag Skagfii Húsavík, Skógar Egilsstöðum, Kaupfélag Héradsbúa Egilsstödum, Myndbandaleiga Reyðarfjordar Reyðarfirði. Hornabœr Hornafirði. Kaupfélag Rangœmga Hvolsvelli. M.M. búðin Selfossi. /
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.