Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 65

Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 65
White Nights. Skyggni 0 Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÚSIÐ - VITASKIPIÐ - THE LIGHTSHIP ★ ★ Leikstjóri: Jerzy Skolim- owski. Handrit: Siegfried Lenz. Framleiðendur: Moritz Borman og BIll Beneson. Að- alleikendur: Robert Duvall, Klaus Maria Brandauer, Tom Bower, Robert Constanzo, Badja Djola, William Forsyth, Arliss Howard. Þýsk- Bandarísk. CBS Films 1985. Ca. 90 mín. Enn verðum við vitni að eilífri baráttu góðs og ills, að þessu sinni um borð í vitaskipi, undir u handleiðslu Pólveijans Skol- imowski, (Moonlightning). Kafteinn Brandauer hefur nýverið bjargað syni sínum úr höndum lögreglunnar er hann verður að koma þrem mönnum til hjálpar er bátur þeirra lendir í hafnauð. í ljós kemur að þetta eru glæpamenn á flótta, örg fúlmenni sem fljótlega taka vita- skipið á sitt vald. Brandauer er friðsemdarmað- ur og reynir að komast hjá átökum í lengstu lög og verður sú afstaða ekki til að auka hróð- i ur hans í augum sonarins. En þegar illþýðið hyggst létta akk- erum snýst skipstjórinn til vamar. Vitaskipið snýst semsagt um mannkærleik og mannvonsku, spuminguna um hvar draga skal línuna á milli hetjuskapar og heigulsháttar, mannúðar og miskunnarleysis. Efnistökin em yfirborðskennd, viðfangsefnið hvergi nærri kmfið til mergjar heldur slæmt framan í mann fullyrðingum á fullyrðingar ofan og spekin ríkir í þögninni. Og niðurstaðan, endalokin, áhrif- alítil. Skyggnið yfir höfuð lélegt þama í ládeyðunni. Kvikmyndargerðarmönnum tekst ekki nema rétt bærilega að skapa ógnþmngið andrúms- loft þó aðstæðumar — dmnga- legt, sæbarið vitaskip í kólguveðri — séu fyrir hendi. Og ekki haggast það frekar en önnur fley í illviðmm kvikmynd- anna. Helsta lífsmarkið er að fínna í leiknum og þá einkum hjá kamelljóninu Duvall, sem skapar andstyggilega persónu með lágstilltum, lævísum leik f hlutverki ómennisins og heim- spekingsins Caspary. Brogað en bæði forvitnilegt og óvenjulegt verk frá hendi Skolimowskis sem átti mun betri stundir fram- an við kvikmyndatökuvélamar í MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 A'tr'iirtii.T,': .- «'> U' ‘ :'Tfr * Dj r i - .ri'ft't •* •*' Mj ög franskt allt saman Kvikmyndir Amaldur Indriðason Lögreglumaðurinn (Police). Sýnd í Regnboganum. Stjörnu- gjöf: ☆☆ Frönsk. Leikstjóri: Maurice Pialat. Handrit: Catherine Breillat, Sylvie Danton, Jacqu- es Fieschi og Maurice Pialat eftir frumsamdri sögu Breillat. Framleiðandi: Emmanuel Schlumberger. Kvikmynda- taka: Luciano Tovoli. Helstu hlutverk: Gerard Depardieu, Sophie Marceau, Richard Anc- onina, Pascale Rocard og Sandrine Bonnaire. Það ætti svosem ekki að koma á óvart að franska Mánudags- myndin, Lögreglumaðurinn (Police), sem sýnd er í Regn- boganum, er talsvert ólík þeim lögreglumyndum sem við eigum að venjast úr Ameríku að því leyti að í henni eru engir skotbardagar eða bílaeltingaleikir, hetjudáðir eða sírenuvæl. Hún lýsir þó að stórum hluta starfí lögreglu- manna og er að miklu leyti tekin á lögreglustöð. En það ætti heldur ekki að koma neinum á óvart að í stað skotbardaganna kemur ást- in og í stað bílaeltingaleikjanna kemur ástríðan. Sumsé, trés franskt allt saman. Gerard Depardieu leikur lög- reglumanninn Mangin, ofsafengið og hrottalegt karlrembusvín, sem blandast heldur rækilega í saka- mál sem hann rannsakar þegar hann verður verður ástfanginn eins og smástrákur í vinkonu dópsmyglara. Noria (Sophie Marceau) heitir hún og notar karl- menn af sjáfselskum geðþótta og Mangin er engin undantekning á því. En þegar hann kemst að raun um það er það orðið of seint. Eins og títt mun vera með myndir fransmannsins Maurice Pialat, var la^gur og stormasam- ur aðdragam, að Police. í fyrstu var tilkynnt að um væri að ræða mynd eftir leynilögreglusögu Bandaríkjamannsins, P. J. Wolf- son en Pialat hætti við þá hugmynd og bað rithöfundinn Catherine L-eillat um frumsamið handrit. En honum féll það hand- rit ekki í geð og lagði megnið af því til hliðar, sem næstum kostaði málsókn á hendur honum af hálfu Breillat. Tökur hófust loksins með hliðsjón af aðeins grófri beina- grind að handriti og með aðstoð fáeinna höfunda bjó Pialat söguna að miklu leyti til við suðið í myndavélunum. Frásögnin er af ofangreindri ástæðu heldur laus í reipunum. Pialat er ekki maður hraðra klipp- inga og hasarleikja og ekki heldur mikilla plotta. Myndin skiptist eig- inlega í tvennt þar sem annars- vegar er sagt frá lögreglumannin- um og hinsvegar ástarfuglinum Mangin og er fyrri helmingurinn, sem gerist að mestu í hávaðas- amri kaos og siqannabirtu lög- reglustöðvarinnar, mun heil- steyptari. I þeim hluta dregur Depardieu upp hryssingslega mynd af lög- reglumanninum Mangin, sem gengur ótrauður til verks í nafni laga og réttar, er óbilgjam, harð- ur og miskunnarlaus og haldinn óhemjumiklum karlmennsku- rembingi sem hann nýtur að sýna. En ekki með Noriu. Hann bráðnar eins og ís á heitum ofni í návist hennar. Engin grein er gerð fyrir því af hveiju Mangin, þessi óbil- gjami laganna vörður, verður skotinn í stelpu úr undirheimaver- öldinni, sem hann veit að er ótrú (eða ætti að vita ef hann er eins góð lögga og hann er látinn líta út fyrir að vera). Áður en jrfir lýkur hefur hann hugsanlega glat- að sínum besta vini og auðmýkt sig fyrir framan dópsmyglarana með því að skila þeim dópi og peningum fyrir Noriu sem hún hafði stolið af þeim. Það, sem eftir situr, er leikurinn í myndinni. Fyrir utan Depardieu sýna þau Sophie Marceau, sem leikur Noriu, og Richard Ancon- ina, sem leikur vin Mangin og óprúttinn lögfræðing, afbragðs- leik. Veitingahöllinn býðurtil meiriháttarveislu öll kvöldfram á aðfangadag fyrir alla þá, sem eru í starfsönnum og jóla- undirbúningi heima. 1. Roastbeef 2. Hangikjöt 3. Grísapaté 4. Hreindýrapaté 5. Fiskipaté 6. Grafinn lax og heilagfiski 7. Reyktur karfi 8. Gómsætir heitir fiskréttir 9. Heitur pottréttur 10. Siávarréttahlaup 11. Síldarborð 12. OG EN EKKI SÍST REYKT GRÍSALÆRI SEM KOKKARNIR SKERA FRAM í SAL MEÐ RAUÐVÍNSSÓSU OG BÖKUÐ- UM KARTÖFLUM. Auðvitað gieymum við ekki börnunum ÞAU FÁ ÓKEYPIS djúpsteikta kjúklingabita. Og til að kóróna veisluna!!! Innifalið í verðinu eru okkar lands- frægu rjúkandi rjómasúpur, 20 tegunda salatbarog splunku- nýr desertbar með meiriháttar góðgæti. BLACK PLATB BLACK PLATF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.