Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 72

Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 72
GOTT FÖÍK / SÍA 72 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 GJOFIN HENNAR gjajakort Pósthússtræti 13, sími 22477, í hjarta Reykjavíkur á horni Pósthússtrætis og Kirkjustrætis. Metsölublað á hverjum degi! * Aslaug Þorkels- dottir - í dag; fostudaginn 19. desember, verður Aslaug Þorkelsdóttir jarðsett og fer kveðjuathöfn fram frá Lága- fellskirkju. Fyrir skömmu komu þau Áslaug og Valdi í heimsókn á heim- ili okkar hjóna. Það var þá ljóst að Áslaug átti við vanheilsu að stríða en hún bar sig vel og var hress og kát eins og jafnan og það hvarflaði ekki að neinum að endalokin væru svo skammt undan. Veikindi hennar ágerðust hratt og laugardaginn 13. desember fékk hún hvíld frá þraut- um sínum. Nú ríkir söknuður eftir góðan vin og skörulega húsmóður og mikið skarð hefur verið höggvið í heimili þeirra hjóna. Við þessi tímamót leita á hugann minningar liðins tíma og ekki hvað síst frá fyrstu fundum, sem ávallt skilja eftir minningar, sem eru öðr- um minnisstæðari. Fyrir um það bil flörutíu árum lágu leiðir okkar sam- an í fyrsta sinn. Kom ég ásamt konu minni, sem var systir húsbóndans, í heimsókn á tiltölulega ungt heimili Áslaugar og Valda. Prá þessum fyrsta fundi geymi ég í hugskoti mínu mynd af ungri konu óvenjulega glæsilegri með reisn og fas, sem vakti jafnan eftirtekt. Hún var hlé- dræg við fyrstu kynni en að baki þeirri mynd var lífsgleði, glaðværð og einlægni. Viðhorf hennar til lífsins var fastmótað úr föðurhúsum. Hún hafði mótaða skoðun um rétt og rangt svo og skyldur einstaklings- ins við samfélagið. Lífsstarf hennar, sem nú er að baki, var gætt persónu- leika, hógværð og viljanum til að vera gefandi frekar en þiggjandi. Áslaug skilaði dijúgu lífsstarfi. Hún var húsmóðir og móðir í orðsins fyllstu merkingu. Hún bjó manni sínum og bömum fagurt heimili og var ávallt vakandi yfir velferð þeirra. Hún gekk að öllum störfum í anda viðhorfa sinna, skyldurækin og ósér- hlífín. Áslaug taldi það skyldu sína að annast sjálf uppeldi bama sinna. Það verk vann hún með miklum ágætum, en gerði ekki kröfur þar um til samfélagsins. Hún var sjálf- stæð í hugsun og gjörðum og hún var ávallt fús til að rétta hjálpandi hönd. Heimili Áslaugar bar persónuleg- an blæ og vott um að þar stjómaði dugmikil húsmóðir er hafði listræn- an smekk. Á heimili hennar má líta Mmmng mikið af hannyrðum, sem hún hafði unnið af kostgæfni og vandvirkni. Þá eru þar margir fagrir munir, sem Ásiaug hafði eignast á ferðum er- lendis með manni sínum. Áslaug var gestrisin og hún undi sér vel í hópi góðra vina. Áslaug fæddist í Pálshúsum á Bráðræðisholti í vesturbænum í Reykjavík 13. september 1923. For- eldrar hennar vom hjónin Þorkell Guðmundsson og Kristín Jónsdóttir. Var hún yngst níu systkina. Síðar flutti fjölskyldan í Skerjaförðinn og á Grímstaðarholtið þar sem æsku- og unglingsár Áslaugar liðu í leik og starfí. Þann 17. maí á lýðveldisár- inu 1944 giftist Áslaug eftirlifandi manni sínum Valdimar R. Jónssyni fyrrverandi verksmiðjustjóra í máln- ingarverksmiðjunni Hörpu. Voru þau hjón ákaflega samrýnd og sam- hent. Þau eignuðust 5 böm, sem öll eru komin til manns og auk þess hafa þau alið upp eitt bamabam sitt, sem nú er 10 ára og sakar það nú sárt ömmu sinnar. Áslaug hefur nú yfírgefíð sfna jarðnesku vist og lagt á móðuna miklu, fylgja henni bænir um góða heimkomu. Eftir situr söknuður og minning um eftirminnilega konu, sem mun seint fymast. Sárastur er missirinn fyrir eiginmanninn, bömin og bamabömin, sendi ég og fjöl- skylda mín þeim samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja þau. Steinar JÞeir sem forðast þjónustu ættu ekki að versla í SSbúðunum fyrir þessi jól. Því SS-búðirnar eru sniðnar að þörfum þeirra sem gera miklar kröfur. Jólin eru á næsta leiti og í SS- búðunum er þér nú boðið glæsilegt úrval af girnilegum kjötvörum með öllu tilheyrandi, úrvals ávexti, óviðjafnanlegt sælgæti og allt sem þú hugsanlega þarft í jólabaksturinn. gott alls
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.