Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 78
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
Indiana S. Sigurd-
son, Betel, Minning
irm
nufærðu hjá okkur
Gul|ska
Dúán
Aðalstræti 4 — Fischerssundi.
Sími: 11757.
ur rættist ekki fyrr en árið 1960,
þegar hún kom hingað með manni
sínum Kristjóni, sem aldrei hafði
komið til gamla landsins, en tal-
aði samt mjög fallega íslensku.
Hér urðu fagnaðarfundir með
Indiönu og alsystur hennar
Kristínu Sveinsdóttur og þremur
hálfsystkinum og öðru skyldfólki.
Indiana missti mann sinn
skömmu áður en hún kom til ís-
lands öðru sinni 1966, þá í fylgd
dóttur sinnar Borgu og tengda-
sonar dr. Böðvars Bjarka Jakob-
son, sem var einnig íslenskur í
báðar ættir. í þriðja sinn kom
Indiana til íslands 1976 þá í fylgd
þriggja dætra Borgu og tengda-
sonar. Þau ferðuðust um ísland
með skyldfólki. Fóru meðal annars
hringveginn. Þá var Indiana 85
ára og vel em. Sýndi hún ótrúleg-
an dugnað í þeirri ferð og vildi
alls staðar stoppa og allt sjá. „Ég
á ekki eftir að sjá þetta aftur, svo
það má ekki fara fram hjá mér,“
sagði hún.
Við skyldmenni hennar á ís-
landi erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast henni í ferðum
hennar hingað og ferðum okkar
til Kanada. Það er henni að þakka
að nú er mjög gott og ástríkt
samband á milli ættingjanna á
íslandi og í Kanada. Og það var
einmitt það sem hún óskaði heit-
ast og vann svo ötullega að.
Blessuð veri minning hennar.
Ættingjar
Indiana Sveinsdóttir Sigurdson
lést í Betel, Gimli, Manitoba í
Kanada þann 2. okt. 1986.
Hún fæddist á Ytri-Kotum í
Norðurárdal í Skagafirði, þann
21. marz 1891. Dóttir hjónanna
Sólborgar Pétursdóttur og Sveins
Friðrikssonar. Hún fór til Kanada
í hópi vesturfara árið 1906 til
skyldfólks síns. Dvaldi hún fyrst
á heimili Hallgríms Friðrikssonar
föðurbróður síns í Geysisbyggð í
Manitoba, en sfðar hjá Kristínu
Pétursdóttur móðursystur sinni í
sama byggðarlagi. Indiana lærði
hjúkrun í Winnipeg og síðar hár-
greiðslu og snyrtingu. Hún giftist
Kristjóni Sigurðssyni 14. júlí 1924
og gerðust þau landnemar á
Hellulandi í Geysisbyggð. Þau
eignuðust fjögur böm sem öll eru
á lífí og búa í Manitoba. Þau eru:
Ólafur Páll, f. 2. maí 1925, Sigrún
Borga, f. 14. jan. 1928, Vigdís
Ingibjörg, f. 8. marz 1932, Sveinn
Jóhannes, f. 12. febr. 1934.
Á þessum ámm var ekki auð-
velt að ná í læknishjálp í sveitinni,
svo hjúkrunarmenntun Indiönu
kom sér vel, enda var oft til henn-
ar leitað og ekki lét hún á sér
standa, því hún var hjálpfús, blíð
og göfug kona. Indiana var alla
tíð mikill íslendingur. Hún elskaði
ísland og allt sem íslenskt var,
einkum íslensk ljóð, en af þeim
kunni hún mikið. Hún þráði að
sjá landið sitt aftur, en sá draum-
Pöntunarsímar: 621934 • 28470 • 621631
VERSLUNARFÓLK!
„MINI - KALT BORГ
Veislumatur á vægu verði — borðið ekki heita matinn kaldan.
í dag, laugardaginn 20. desember, bjóðum við vinsæla
kabarett-bakkann okkar á aðeins 540 kr.
í bakkanum er forréttur, þrír gómsætir kjötréttir og
eftirréttur. Sparið ykkur fyrirhöfnina.
Við sendum án endurgjalds.
Pantið tímanlega, okkar vegna og ykkar.
.
SNÚRULAUSI
HANDÞEYTARINN
er framtídartækid
i nútímaeldhúsid
Tilvalin jólagjöf
verd med hleðslutæki
og veggfestingu: Kr. 1820
Raftækja- og heimilisdeild
Laugavegi 170-172 Síml 695550