Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 82

Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 82
82P MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 SÖGUSTEINN - bókaforlag - hefur gefið út tveggja binda verk um Knudsensætt. Niðjatalið er rakið frá Lauritz Michaei Knudsen, kaup- manni í Reykjavík, og konu hans, Margrethe Andreu Hölter. L.M. Knudsen, sem fæddur var á Jót- landi, kom hingað til lands um 1800 sem aðstoðarmaður við verslun bróður síns, Adsers Knudsen. Síðar gerðist hann umsvifa- mikill kaupmaður í Reykjavík og „má telja hann einn merkasta borgara bæjarins fyrstu þijá áratugina“. Margrethe var einnig af dönsk- um ættum, fædd í Kaupmannahöfn. Þau eignuð- ust tíu börn og komust níu þeirra til fullorðinsára. Knudsensættin er fyrsta Reykja- víkurættin, sem gefin er út á prenti. Niðjar ættarinnar eru um 3.580 og eru dreifðir víða hér á landi og erlend- is. I verkinu eru birtar ljósmyndir af á fimmta þúsund manns, sem er ítarleg- asta myndskreytta niðjatalið, sem gefið hefur verið út hér á landi. Marta Valgerður Jónsdóttir, Þorsteinn Jónsson og Þóra Asa Guðjohnsen unnu verk- ið. Hér verður birtur inngangur niðjatalsins, þar sem rætt er um upphaf ættarinnar, hjónin Laur- itz Michael Knudsen og Margrethe Andreu Hölter: Lauritz Michael Knudsen Knudsensætt „alinnlend og þjóðleg“ Komið út tveggja binda myndskreytt verk um ættina, sem nú telur um 3.580 manns Lauritz Michael Knudsen fæddist 30. janúar 1779 í Rejsby í Hvid- dingssókn á Jótlandi. Foreldrar hans voru Knud Lauritzen, bóndi í Rejsby, f. um 1728, d. i9. sept. 1812, og k.h. Kirsten Jensdatter, f. 1743, d. 12. okt. 1819. Þau hjón voru bæði af óbreyttum bændaætt- um. Knud Lauritzen var tvígiftur. Með fyrri konu sinni, Mette Anders- datter, átti hann eina dóttur, Kirsten, sem giftist Lauritz Laurit- zen, bónda í Rejsby. Knud og seinni kona hans, Kirsten Jensdatter, áttu Qóra syni. Sá elsti, Anders Laurit- zen Knudsen, f. 1768, tók við búi föður síns í Rejsby og Christen Knudsen, f. 20. nóv. 1773, gerðist kaupmaður og gestgjafi í Rejsby, en þeir yngri sigldu til íslands og gerðust hér kaupmenn. Adser Christian Knudsen, f. um 1776, gerist hér kaupmaður í lok átjándu aldar, og skömmu síðar, eða rétt undir aldamótin, ræðst yngri bróðir hans, Lauritz Michael^ Knudsen, til hans sem assistent. í manntalinu 1801 eru þeir skráðir saman til heimilis, en það ár kvæntist Adser Knudsen Johanne Margrethe Hölt- er, dóttur Diðriks Hölters, kaup- manns í Höfðakaupstað á Skagaströnd. Fyrstu ár sín í Reykjavík starfaði Lauritz Michael 'Knudsen í þjónustu Randersku verslunarinnar undir stjórn bróður síns, en án'ð 1807 flyst Adser með flölskyldu sína aftur til Danmerkur. L.M. Knudsen gerist þá verslunar- stjóri við verslun Westy Petræusar. Petræus hafði hafíð hér verslunar- rekstur um aldamótin í félagi við Peter Ludvig Svane, og rak hann einnig verslun í Hafnarfírði og Vestmannaeyjum. Petræus og Ads- er Knudsen voru svilar, því Petræus var kvæntur annarri dóttur Diðriks Hölters kaupmanns, Cathrine Margrethe Hölter. Bróðurdóttir Diðriks Hölters var Margrethe Andrea Hölter, dóttir Lauritz Johans Peters Hölters, beykis í Stykkishólmi. Hún var faedd í Kaupmannahöfn 4. jan. 1781. Rétt eftir aldamótin býr Margrethe Andrea hjá frænku ajnni, Katrínu Önnu, og Westy Petræusi. Hún hafði þá komist í kynni við Lauritz M. Knudsen og segir sagan að þau hafi litið hvort annað hýru auga, en ættingjar hennar komu málum þannig fyrir að hún giftist 8. okt. 1803 Claus Mohr, efnuðum verslunarstjóra í Reykjavík, sem var t uttugu og tveimur árum eldri en hún. Þau höfðu ekki búið saman nema fáa mánuði er Margrethe Andrea, sem þá gekk undir nafninu Maddama Mohr, hljóp frá manni sínum, og steig hún ekki inn fyrir hans dyr framar. Varð þessi atburður tii að vekja mikið umtal í hinni litlu Reykjavík. Kynni þeirra L.M. Knudsens og Margrethe Andreu urðu nú öllu nánari. Vorið 1807 fer Margrethe Andrea til Noregs og er þá orðin þunguð að sínu fyrsta bami. í Arendal í Noregi eignast hún son, Lauritz Michael, f. 7. des. 1807. Síðan fer hún til Kaup- mannahafnar og dvelur þar um skeið. Meðan Margrethe Andrea dval ytra hafði Lauritz M. Knudsen kor ist í kynni við Bolettu Dyrekií fósturdóttur Hendriks Scheel tugthússráðsmanns í Reykjavík. ( hún honum síðan dóttur suður Keflavík á giftingardegi hans, 2' október 1809. í sumarbyrjun 1809 kemur Ma grethe Andrea með son sinn i landsins og í farteski sínu hefur hú „kóngsleyfí eða Bevilling af 4c Desember 1807 (til) að skilja si' fyrra og innganga aftur nýtt hjón; band“. Lauritz M. Knudsen o Margrethe Andrea Hölter giftas síðan í Reykjavík 29. okt. 1805 Hér ríkti þá Jörundur hundadags konungur. Því hefur verið fleyg að Jörundur hafí veitt þeim ley: til giftingar, og síðan, er hann va oltinn úr sessi. hafí málinu ekl verið hreyft. Það mun nokku krydduð saga, en rétt mun vera s Jörundur afgreiddi leyfið. Þegar Petræus hvarf af lam brott árið 1807 fluttist L.M. Knud- sen í faktorsíbúð Sunchenbergs, sem stóð þar sem nú er Aðalstræti 4. Ári síðar hófu Knudsenshjónin búskap í Brekkmannshúsi, sem stóð þar sem nú er homið á Veltusundi og Hafnarstræti. Þar bjuggu þau meðan L.M. Knudsen lifði. Lauritz Michael Knudsen fær borgararétt- indi 4. mars 1812, kaupir hann þá Bergmannsbúð í Aðalstræti og rek- ur þar verslun fyrir eigin reikning, jafnframt því sem hann stýrir Petræusar-verslun. Tveimur ámm síðar gerist hann svo verslunarfé- lagi Westy Petræusar að þriðjungs hluta. Stóð verslunin þá með svo miklum blóma að haustið 1814 voru eignir hennar metnar á 80.315 ríkisdali. Samvinna þeirra Petræus- ar hélst til ársins 1821. Ári síðar keypti L.M. Knudsen Randersku húsin af Petræusi. Eftir 1822 versl- aði hann síðan m.a. í húsi sínu í Hafnarstræti 4, en það hús stendur enn sem neðri hæð á tvílyftu timb- urhúsi; þar er nú Bókaverslun Snæbjamar. L.M. Knudsen hafði mikið umleikis eins og sjá má á úttekt ári áður en kaupin voru gerð, en þá var eignin talin: 1. Et Vaaningshúús opfört af Múúr og Bindingsværk og belagt med dobbelt Brædetag: 173A A1 langt, 12 A1 breedt, 4 A1 Höit til Taget og 11 A1 höit til Ryg- aasen. Taxeret for Rbd R.S. 1400. 2. En Kramboed, opfört of Tömm- er, beklædt með Bræder og med dobbelt Brædetag, 23 A1 langt og 9 A1 breedt, samme Höyde som det Foregaaende. — Taxer- et for Rbd R.S. 800. 3. Et Saakaldet Fiskerhúús og till- ige Pakhúús ligeledes opfört af Tömmer, Beklædning og Tag af Bræder; 20 A1 langt, 12 A1 bredt, samme Höyde som de Foregaaende, taxeret Rbd R.S. 1100. 4. Et Saakaldet Slagterhúús, og tillige Pakhúús, ligeledes opfört af Tömmer, Beklædning og Tag af Bræder; 20'/2 A1 langt; 11 A1 bredt, samme Höyde som de Foregaaende, taxeret Rbd R.S. 1000. Afkomendur Þórðar Sveinbjörnssonar á ættarmóti Knudsensættarinnar á Broadway nú í desember, Guðjohnsenar. Mynd/Ljósmyndanafnið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.