Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 83

Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 83
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 Maddömu Knudsensliús (við Austurstræti 8). Húsið var rifið 1886 og ísafoldarhúsið reist á grunni þess. 5. Et Pakhúús, ligeledes opfört af Tömmer, Beklædning og Tag af Bræder; 25 A1 langt, 11 A1 bredt, samme Höyde som de Foregaaende — taxeret for Rbd R.S. 1000. 6. Et Bödkerhúús, ligeledes opfört af Tömmer, Beklædning og Tag af Bræder; 13 A1 langt, 11 A1 bredt, samme Höyde som de Foregaaende, taxeret for 300. Disse sex húúse ligge samlede i Strandgaden og vende imod nordsiden til Söen, med östresid- en til Byen, men ingen Bygning, hvilke er af samme Beskaffen- hed som de forommte nærmere end 40 Al. — mod Sydersiden ingen Bygning nærmere end 40 Al., og mod Vestersiden ligge Bygninger fra 20 til 30 Al. Af- stand. 7. Et Vaaningshúús, í Hovedgad- en, ligeledes of Tömmer, Beklædning og Tag af Bræder; 20 A1 langt, 11 'AAl bredt, samme Höyde som de foregaa- ende. — Frit imod Vestersiden, og ingen Bygning nærmere end 5 Al. paa de andre Sider — taxer- et for 600.“ Þær eignir sem Knudsen átti um lengri eða skemmri tíma voru: 1. Brekkmanshús, sem stóð þar sem nú er horn Veltusunds og Hafnarstrætis. 2. Hafnarstræti 4, sem stendur enn sem neðri hæð á tvílyftu timburhúsi, þar sem nú er Bóka- verslun Snæbjamar. 3. Fálkahúsið, stóð þar sem nú er Hafnarstræti 1—2. 4. Biskupsstofan, þ.e. Aðalstræti 10, stendur enn. 5. Vefnaðarhús, síðar Aðalstræti 12, löngu horfið. 6. Spunahús, Aðalstræti 14, löngu horfið. 7. Suðurbær, stóð suður af Her- kastalanum, löngu horfínn. 8. Bergmannskrambúð, upphaf- lega forstjórahús Innréttinga, síðar landsprentsmiðja, stóð í Aðalstræti 9. 9. Landakot. 10. Götuhús, stóð þar sem nú er Túngata 20. 11. Hálfur Hólavöllur. L.M. Knudsen er orðinn með umsvifameiri kaupmönnum Reykjavíkur er hér er komið sögu. Á árinu 1827 bætir hann enn við sig eignum er hann gengur í versl- unarfélag við P.C. Knudtzon, sjálf- an „grósserinn", og Th. Thomsen. Það verslunarfélag stóð þó ekki lengi, þvi Lauritz Michael Knudsen andaðist í Reykjavík 4. ágúst 1828. L.M. Knudsen var „talinn mætur maður og nýtur borgari" og „má telja hann einn merkasta borgara bæjarins fyrstu þijá áratugina". Margrethe Andrea hélt áfram verslunarrekstri í Randersku hús- unum eftir lát manns síns, þar til hún seldi P.C. Knudtzon verslunina og húsin árið 1830. Þó svo að L.M. Knudsen hafi haft mikið umleikis lét hann ekki eftir sig mikinn veraldarauð. Hann hafði keypt Landakot árið 1820 og þangað flyst ekkja hans, Maddama Knudsen, eins og hún var ávallt nefnd, árið 1830 og býr þar til 1837, er hún seldi Helga G. Thord- ersen eignina. í Landakoti bjó hún með bömum sínum og hafði kindur og kýr. „Landakotsrósimar" þóttu af- bragð ungra kvenna í Reykjavík, fríðar sýnum og gáfaðar. Jón Helgason ritstjóri hefur ritað mikið um Knudsenssystumar í Landakoti og ástalíf þeirra í riti sínu, íslenskt mannlíf. Síðar bjó Maddama Knud- sen í skjóli dóttur sinnar, Jóhönnu, og tengdasonar, Þórðar Guðmunds- sonar, í svonefndu Maddömu Knudsenshúsi. Það stóð þar sem nú er Austurstræti 8, ísafoldar- húsið. Maddama Knudsen var talin „hin mesta merkiskona". Hún lést 3. maí 1849. Prófastinum í Görðum. Áma Helgasyni, farast svo orð um Margrethe Andreu í húskveðju: „Já, góðsemi hennar sýndi sig ekki aðeins með gjöfum við nauð- stadda, sem er sú auðveldasta góðsemi fyrir þann sem hefur nokk- ur efni, heldur og í merkilegum kærleiksverkum, sem fáar konur í hennar röð og kringumstæðum munu hafa í té látið við þá, sem þau komu fram við. En þegar hún var nú svona góð- söm við þá sem henni vom ekki vandabundnir og við hvetja þess vegna auðvitað er að hún hefur skilið í ástsemi, þá má nærri geta með hveijum tilfinningum hún hafí skilið við þá, sem henni vora ná- komnastir, við sinn afkvæmaíjölda, einkum þareð hún var framúrskar- andi móðir og hafði elskulega annast þau meðan þurftu og hún gat.“ Ásmundur Jónsson, dómkirkju- prestur og prófastur, sagði m.a. í ræðu í dómkirkjunni, er Margrethe Andrea var jarðsungin: „ — Því í 83 iótt hafði hún aldrei fyrr legið, þó hún seinasta vetur síns lífs væri venju fremur lasburða. Hún vann meðan dagur var og hún vann, ekki með hangandi hendi, heldur með elju og atorku og það mun óhætt að fullyrða að hún, sem maki, móðir, húsmóðir hafí átt fáa sína líka. Hve stórt og örðugt heim- ili hún átti um að sjá meðan maður hennar lifði og hve mikinn þátt hún átti í því að veita því heiðarlega forstöðu, er alkunnugt. Umsjón heimilisins — og það var stórt — mörg böm, mörg hjú, mikil aðsókn hvíldi að miklu leyti á henni og enginn sem til þekkti mun segja né geta sagt, að hún í því efni hafí látið nokkuð það vanta sem af henni var krafíst, því allt var hjá henni hvað eftir öðra ráðdeild, dugnaður, reglusemi, vinnusemi, umsjónar- semi úti og inni og því jafnframt' gestrisni, rausn, hjálpsemi, góð- gjörðasemi; þaram gat hver sá gengið úr skugga, sem kom á henn- ar góðfræga heimili. Með hvílíkri elsku hún hékk við mann sinn, með hvílíkri lempni, nákvæmni og elsku- semi hún styrkti hann og stoðaði í meðlæti og mótlæti á heilum sem vanheilum dögum, með hvílíkri alúð og árvekni hún annaðist uppfræð- ing og uppeldi sinna mörgu bama; með hvílíkri greind og góðsemi hún breytti við sín mörgu hjú, það er alkunnugt. Og þegar hann var frá henni tekinn, hvetjum hún hafði gefíð hjarta sitt, með hvílíkri karl-. mennsku barðist hún, þá sem hetja í sínu ekkjustandi, með hvílíkri alúð og árvekni annaðist hún þá böm sín og þeirra menningu. Því þó að svið hennar verknaðar yrði minna eftir fráfall elskhuga hennar, þá minnkaði samt ekki löngunin til að starfa, ekki kjarkur- inn, ekki tápið til þess. Já, einnig á hennar seinustu ævistundum, þegar hag hennar var orðið svo varið, að hún þurfti þess ekki með og gat dregið sig frá lífsins umsvif-, um þá lagði hún samt ekki hendur í skaut sér, heldur varði ævinni til nytsamra starfa og var það þá ein- hver hennar kærasta iðja að fræða böm sín og annarra. Hver sem hefði þekkt öll hennar ævikjör, hann mundi best geta bor- ið um, hvort ekki oft og margvíslega reyndi á þrek hennar og sálarstyrk, en hennar tápmikla sál sigraði það allt og hún lærði af því sem hún leið.“ íslenska Knudsensættin er talin frá þeim hjónum, Lauritz Michael Knudsen og Margrethe Andreu, f. Hölter. Klemens Jónsson segir um Knudsensættina: „Varð Knudsens- ætt fljótt alinnlend og þjóðleg." Morgungjöf ættföðurins til ættmóðurinnar Iniðjatali þeirra Lauritz Mic- haels Knudsens og konu hans Margrethe Andreu er sagt frá allsérstæðu meni, sem hann gaf henni í morgungjöf brúðkaupsdag þeirra 29. október 1809 og lagði svo á að það skyldi bera fyrsta dóttir þeirra, sem gift- ist „af fúsum og fijálsum vilja“. Segir svo í niðjatalinu: „Þegar Margrethe Andrea Hölter flyst til Reykjavíkur um aldamótin 1800 býr hún hjá frænku sinni, Cathrine Margrethe Hölter, og manni hennar, Westy Petræusi, kaupmanni. Skyldfólk hennar hefur viljað tryggja henni fjárhagslegt öryggi í hjónabandi. Gegn vilja sínum gengur hún, þann 8. október 1803, í hjónaband með Claus Mohr, verslunarstjóra í Reykjavík, sem var tuttugu og tveimur áram eldri en hún. Það hefur þótt betri ráðahagur en að hún fengi að eiga þann mann sem hún unni, hinn unga og eigna- til minningar um mann sinn. Nú hafa sjö kynslóðir kvenna, sem gifst hafa af fúsum og fijáls- um vilja, borið þetta fallega hálsmen. 1. Margrethe Andrea Knudsen, f. 1781, gift 1809 Lauritz Mic- hael Knudsen. 2. Ane Margrethe Knudsen, f. 1815, gift 1838 sínum fyrri manni, Jess Nicolaj Knudtzon. 3. Lára Williamine Margrethe Thomsen, f. 1843, gift 1863 sínum fyrri manni, Brynjólfí Guðmundssyni. 4. Guðrún Sigríður Brynjólfs- dóttir, f. 1867, gift 1889 Áma Sveinssyni. 5. Lára Margrét Ámadóttir, f. 1893, gift 1918 Steingrími Jónssyni. 6. Sigríður Ólöf Steingrímsdóttir, f. 1922, gift 1945 Othari Ed- vin Ellingsen. 7. Lára María Ellingsen, f. 1949, gift 1972 Erlingi Friðriki Aðal- steinssyni. Hálsmenið hefur líklega í upp- hafí verið með flauelsbandi þétt um hálsinn, en þegar Guðrún Sigríður Brynjólfsdóttir átti það, var búin til ný festi úr hári hennar. lausa verslunarþjón hjá Petræusi, Lauritz Michael. Sambúð Margr- ethe og Claus Mohr var stutt, því hún gekk úr vistinni eftir fímm mánaða sambúð og sté aldrei inn fyrir hans dyr framar. Það er síðan ekki fyrr en sex áram síðar, að fengnu konungsleyfi, að þau Margrethe og Lauritz Michael fengu að eigast. Að vonum hefur ráðdeildarsem- in í hjúskaparmáli Margrethe Andreu verið hinum ungu elsk- endum mikill þymir í augum. Sú saga skyldi ekki endurtekin. Þegar þau vora gefín saman í hjónaband þann 29. október 1809, gaf Lauritz Michael konu sinni forkunnarfagurt hálsmen í morg- ungjöf, með þeim ummælum að fyrsta dóttir þeirra, sem giftist af fúsum og fijálsum vilja, fengi menið. Þá var á annarri hlið mens- ins hárlokkur og upphafsstafír Lauritz Michaels — L.M.K. — en á hinni mynd af honum. Eftir lát hans lét Margrethe Andrea setja í stað myndarinnar einskonar leg- stað, líkkistu, hörpu og pálmatré, Morgungjöfin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.