Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 92
92
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986
Schiesser®
frottesloppar,
Schiesser^
veloursloppar, náttkjólar, náttföt,
nærfatnaður í stærðum 36—46.
lympí
Laugavegi 26, s. 13300 — Glæsibæ, s. 31300
Ný bók
úr snilldarbrunni
Málfríðar Einarsdóttur
Þessi bók er tekin saman úr eftirlátn-
um skrifum Málfríðar Einarsdóttur
en hún lést árið 1983. Af efni bókar-
innar má nefna pistla um list og
skáldskap, aldaranda og samtíma-
menn; og úrval bréfa. Nýjasta efnið
er frá 1983 en hið elsta frá 1940.
ffÞcið er eitt af undrum veraldar hvernig sumt
fólk getur allt í ez'nu sprottið fram ú efstu úrum
lífs síns og ausið yfir okkur geníálíteti slíku að
maður grœtur það eitt að hafa ekki notið þess
fyrr. í ( (Heimir Pálsson)
ífC Ljóðhús
Laufásvegi 4, Reykjavík
Símar 17095 og 18103
Bréfritari er ekki allskostar ánægður með umgengni í miðbæ Reykjavíkurborgar og vitnar í umræð-
ur útlendinga er staddir voru á Hallærisplaninu
Glöggt er gests augað
Reykvíkingur skrifar:
Álitamál er hjá okkur íslending-
um, hvemig bærinn okkar lítur út
í augum okkar sjálfra, hvað þá fyr-
ir utanaðkomandi.
Ég var áheyrandi samtals í mið-
bæ Reykjavíkur, nánar tiltekið á
Haliærisplaninu fyrir framan Morg-
unblaðshöllina. Tveir útlendingar
ræddu saman á ensku. Vakti furðu
þeirra, hvað þessi litli miðbær væri
„sjarmerandi", en um leið hörmuðu
þeir kæruleysi íslendinga, að ganga
ekki betur um borgina. Ég fór að
líta í kringum mig. Mikið rétt, fyrir
augu bar sælgætisbréf á víð og
dreif, tómar Svala-hymur og jafn-
vel tómar gosflöskur. Að sjálfsögðu
varð ég miður mín. Mér var hugsað
til Istanbul, þar sem ég var fyrir
fáeinum mánuðum ásamt eigin-
manni mínum í sumarfríi. Þar tóku
á móti okkur á hafnarbakkanum
fjöldi katta, grindhoraðir. Þetta
vakti furðu okkar hjóna. Síðar var
okkur sagt af fararstjóranum að
forlög fylgdu þessum dýmm sam-
kvæmt þeirra trú, þ.e.a.s. ef köttur
væri drepinn, þá væri hætta á
óhappi. Kettir væm því út um allt
í stórborginni, en bréfsnepla, tómar
flöskur, hymur eða annan úrgang
var ekki að sjá. Við höfum jú úti-
gangsketti en það er ekki hægt að
segja að þeir séu horaðir sem fá
að halda lífi.
Hver er orsök þessa hegðunar-
mynsturs okkar Islendinga? Em
þetta unglingamir eða fullorðna
fólkið eða hvort tveggja? Ekki er
þetta smáfólkið.
Kassar fyrir msl hangandi á
ljósastaurum em víða. Ef til vill em
þeir ekki nógu margir. Stór þáttur
er vafalaust, að almenningur er
orðinn þessu vanur og tekur ekki
eftir því. Þetta er hluti af umhverf-
inu og verður því ekki breytt, fyrr
en einhver utanaðkomandi talar.
Hvað má gera til úrbóta?
Fyrst og fremst hugarfarsbreyt-
ingar. Hin ágæta rás 2 hefur náð
vel til fólksins. Er ekki hugsanlegt
að nota rás 2 til áhrifa og nú hefur
Bylgjan, ný útvarpsstöð, bæst við.
Það mætti ef til vill reyna það.
Þá mætti bæta við mslatunnum
og kössum á ljósastaura með áber-
andi mynd er bendir fólki á hvert
úrgangur eigi að fara. Kópavogs-
búar og Hafnfirðingar hafa verið
duglegir við að halda sínum bæjar-
félögum hreinum seinustu ár,
einmitt með þessu móti.
Ljóst er að það þarf átak til þess
að koma þessum málum í lag, því
fyrr því betra.
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvað-
eina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 17
og 18, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að
skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða-
skiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að
höfundur óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir
liggja hér í dálkunum.
Yíkverji skrifar
Fyrir nokkram ámm vöktu frétt-
ir um, að bandarískur kaup-
iýslumaður, John De Lorean að
nafni hefði verið handtekinn, sakað-
ar um tilraun til stórfellds eitur-
yfjasmygls, heimsathygli. Maður
pessi var á sínum tíma einn æðsti
itjómandi General Motors, stærstu
nflaverksmiðja heims, en hafði
ráðizt í það fyrirtæki að byggja
nflasmiðju á Norður-írlandi, sem
Itti að smíða sérstaka tegund af
sportbílum. Myndir af honum hand-
jámuðum birtust í blöðum og
sjónvarpi um alla heimsbyggðina.
Fyrir tveimur ámm var De Lore-
an sýknaður af ákæm um eitur-
ljfyasmygl og í Morgunblaðinu í
gær birtist frétt, þar sem sagt er
frá því, að hann hafí einnig verið
sýknaður af ákæm frá Bandaríkja-
stjóm um stórfelld fjársvik.
Fréttimar um sýknudóma yfír
manni þessum vekja hins vegar
ekki eins mikla athygli og ákæmat-
riði gegn honum í upphafí. Sú
spuming vaknar, hvort fólk, sem
fær á sig alvarlegar ákæmr í okkar
flölmiðlaveröld, verði nokkum tíma
sýknað í augum almennings, þótt
það fái sýknudóm hjá dómstólum.
Það loðir alltaf eitthvað við — er
það ekki?
XXX
að liggur í loftinu, þegar þetta
er skrifað á föstudagsmorgni,
að ekkert verði af eigendaskiptum
á Borgarspítalanum að sinni. Borg-
arstjóri var greinilega að undirbúa
þá niðurstöðu í ræðu fyrir fjár-
hagsáætlun borgarinnar í borgar-
stjóm í fyrrakvöld, þegar hann
sagði: “Eðlileg og óhjákvæmileg
viðbrögð borgarinnar verða, að
Borgarspítalinn stofnar til eigin
bankaviðskipta og fjárframlög
ríkisins verða lögð inn á reikning
spítalans, sem annast síðan sjálfur
og í eigin nafni launagreiðslur og
öll innkaup á rekstrarvömm, tækj-
um og búnaði. Stjómendur spítal-
ans verða að reka hann innan þess
ramma, sem ijárlög ákveða, en
geta alís ekki vænzt þess, að borg-
arsjóður leggi fram rekstrarfé, svo
sem verið hefur."
í sömu ræðu segir borgarstjóri,
að íjárlagaupphæðin, sem Borg-
arspítalanum sé ætluð sé vanreikn-
uð um 170-220 mflljónir. Þetta
þýðir væntanlega að óbreyttu að
rekstur spítalans stöðvast einhvem
tíma á næsta ári. Spumingin, sem
vaknar er þessi: hver ber ábyrgð á
rekstri Borgarspítalans-eigandinn,
sem er borgin eða sá, sem greiðir
rekstrarkostnaðinn, sem er ríkið?
Það er engin niðurstaða að láta
málefni spítalans hanga svona í
iausu lofti.
XXX
Eiður Guðnason, alþingismaður,
taldi í þingræðu, að „frjáls-
hyggjuöflin" í Sjálfstæðisflokknum
væra andsnúin Ríkisútvarpinu. Er
hugsanlegt, að alþingismaðurinn
eigi fremur að tala við meirihluta
almennings, sem af einhverjum
ástæðum vill fremur hlusta á aðra
útvarpsstöð?