Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 96
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Hæstirétturlækkar sekt í okurmáli:
Ekkert vaxtahámark
er til frá ágrist 1984
HÆSTIRÉTTUR hefur lækkað
sekt, sem sakadómur Reykjavík-
ur dæmdi lögfræðing í Reykjavík
í sumar til að greiða vegna ok-
urs, úr 1,4 milljónum króna í
60.000 krónur.
Hæstiréttur hefur komist að
tsirri niðurstöðu að Seðlabanki
lands hafi ekki gefið nein gild
fyrirmæli um hámarksvexti allt
frá 2. ágúst 1984, og þvi sé ekki
hægt að dæma samkvæmt okur-
lögunum fyrir oftekna vexti af
lánum á þessum tíma.
Lögfræðingur þessi var ákærður
fyrir að hafa tekið okurvexti af lán-
um til Hermanns Gunnars Björg-
vinssonar. í héraðsdómi var hann
fundinn sekur um að hafa tekið
-okurvexti af lánum frá tímabilinu
16. júlí 1984 til 24. október, að
undanskildu tímabilinu frá ágúst
1984 til loka þess árs, vegna þess
að talið var að Seðlabankinn hefði
ekki auglýst hámarksvexti á þess-
um tíma með réttum hætti.
Lögfræðingurinn var í sakadómi
dæmdur til að greiða 1,4 milljónir
króna í sekt, og þar af var ein millj-
ón króna skilorðsbundin. Ákæru-
valdið áfrýjaði dómnum til
þyngingar en lögfræðingurinn vildi
hlíta héraðsdómnum. Hæstiréttur
staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um
að hámarksvextir hefðu ekki verið
til lögformlega frá ágúst 1984 til
ársloka, en komst ennfremur að
þeirri niðurstöðu að sama gilti um
árið 1985. Því var lögfræðingurinn
aðeins fundinn sekur um að hafa
tekið okurvexti af einu láni sem
hann veitti Hermanni fyrir þennan
tíma.
Sjá miðopnu
Kjarasamningarnir:
Flest félög samþykkja
FLEST verkalýðsfélög, sem aðild
áttu að samfloti Alþýðusambands
íslands um kjarasamninga við
’Vinnuveitendasamband ísland
hafa samþykkt þá, en frestur til
þess að skila inn tilkynningu um
afstöðu til samningana rann út i
gær. Alls eru það tæplega 80 félög
sem hafa samþykkt samninganna
og nokkur hafa fengið frest til
þess að taka afstöðu. Fimm félög
hafa fellt samningana.
Þessi félög felldu samningana:
Verslunarmannafélag Vestmanna-
eyja, Rafvirkjafélag Akureyrar,
verkalýðsfélagið Afturelding, Hellis-
sandi, verkalýðsfélagið Jökull,
Homafirði og verkakvennafélagið
Snót, Vestmannaeyjum.
Þessi félög hafa fengið frest til að
taka afstöðu: Bakarasveinafélag ís-
lands, Landssamband vörubifreiða-
stjóra, Félag málmiðnaðarmanna,
Akureyri, verkalýðsfélagið Hörður,
Hvalfirði og verkalýðsfélag Vopna-
fjarðar.
Morgunblaðið/Bjami
Bráðum koma blessuð jólin
UM JÓLIN koma jólasveinarnir til byggða að vanda og syngja
og skemmta börnunum. Það er greinilegt að Stekkjastaur hefur
ýmislegt áhugavert að segja börnunum í Breiðagerðisskóla.
Samningnm um Borgarspítalann frestað fram yfir áramót:
Fullur vilji ríkisstjómar að
verða við ósk borgarstjóra
Fallist á grundvallarsjónarmið borgarinnar, segir Davíð Oddsson, borgarstjóri
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta
fram yfir áramótin samnings-
gerð um yfirtöku ríkissjóðs á
hluta af eign Reykjavíkurborgar
í Borgarspítalanum. í bréfi sem
forsætisráðherra, fjármálaráð-
herra og heilbrigðisráðherra,
sendu borgarstjóra í gær, segir
að það sé fullur vilji ríkissljóm-
arinnar að verða við málaleitan
borgarinnar og ganga frá samn-
ingum þegar eftir áramót. Davíð
Oddsson, borgarstjóri, kveðst
fagna þessari niðurstöðu, enda
felist í henni að fallist sé á gmnd-
4DAGAR
TIL JÓLA
vallarsjónarmið borgarinnar í
málinu.
Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð-
herra, skýrði frá efni bréfsins við
umræður um fjárlög á Alþingi í
gær. í bréfínu, sem Steingrímur
Hermannsson og Ragnhildur
Helgadóttir undirrita auk hans, seg-
ir orðrétt: „Að undanfömu hafa
verið til umfjöllunar á vegum ríkis-
stjómarinnar og Reykjavíkurborg-
ar, að fmmkvæði borgarinnar,
hugsanleg yfirtaka ríkissjóðs á
eignarhluta borgarinnar í Borg-
arspítalanum umfram þau 15% sem
lögboðin em. í tímaþröng undanfar-
inna daga hefur ekki verið unnt að
ganga frá samkomulagi um þetta
mál eða afla nauðsynlegra heimilda
Aiþingis. Á hinn bóginn liggur fyr-
ir vilji ríkisstjómarinnar til þess að
verða við þeirri málaleitan, að ríkið
taki yfír umræddan eignarhluta og
hafa drög að samningi legið fyrir,
enda leiði það til hagræðingar í
rekstri spítalans."
Síðan segir: „Með bréfí þessu
viljum við ítreka, að það er fullur
vilji og ásetningur ríkisstjómarinn-
ar að reyna til þrautar þegar eftir
áramót að ganga frá samningi um
þetta mál við Reykjavíkurborg.
Náist samkomulag mun nauðsyn-
iegra lagaheimilda til þess að
tryggja framgang þess verða aflað,
þegar eftir að Alþingi kemur saman
á nýju ári.“
Davíð Oddsson, borgarstjóri,
sagði þegar Morgunblaðið leitaði
álits hans á bréfi þessu: „í rauninni
er málið afráðið með þessum hætti
en það þarf að ganga frá tæknileg-
um atriðum og umræður síðustu
daga hafa sýnt, að það ætti ekki
að þurfa að vefjast fyrir mönnum.
Ég fagna því, að með þessum hætti
sé fallist á gmndvallarsjónarmið
borgarinnar í málinu."
Tólf milljónir í hönnun nýs þinghúss:
Samstaða um málið
- segir forseti sameinaðs þings - engin sam-
staða, segir Eyjólfur Konráð Jónsson
FORSETAR Alþingis og formenn þriggja þingflokka vilja að á næsta
ári verði tólf milljónum króna varið í hönnunarkostnað vegna nýbygg-
ingar Alþingis.
Tillaga þessa efnis er borin upp
af Þorvaldi Garðari Kristjánssyni,
Salome Þorkelsdóttur, Ingvari Gísla-
syni, Helga Seljan, Eiði Guðnasyni,
Páli Péturssyni og Ólafí G. Einars-
syni. Hún er breytingartillaga við
fjárlagafrumvarpið og verða atkvæði
því greidd um hana í sameinuðu þingi
í dag.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
fylgdi tillögunni úr hlaði á Alþingi í
gær og lýsti því þá yfír, að um hana
væri full samstaða í öllum þingflokk-
um að Kvennalistanum undanskild-
um. Eyjólfur Konráð Jónsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kall-
aði þá fram í og sagði, að engin
samstaða væri um málið.
Evrópumeistara-
mót unglinga:
i
Þröstur í
1. til4. sæti
ÞRÖSTUR Þórhallsson sigraði
Rune Djurhuus frá Noregi í gær
í 36 leikjum í 2. umferð á Evrópu-
meistaramóti unglinga í skák,
sem fram fer um hátiðarnar í
Groeningen í Hollandi. Norðmað-
urinn var með svart og tefldi
Franska vörn.
Þröstur hefur því unnið "báðar
skákir sínar til þessa og er í efsta
sæti ásamt þremur öðrum. Alþjóð-
legu meistaramir Manor frá Israel
og Ivanchuk frá Sovétríkjunum eru
einnig með 2 vinninga, svo og
Brenninkmeijer frá Hollandi, sem
verður andstæðingur Þrastar í
þriðju umferð. Frammistaða Hol-
lendingsins hefur vakið mikla
athygli, en hann var svo til óþekkt-
ur skákmaður áður. Þröstur hefur
hvítt gegn Benninkmeijer.
Þijátíu skákmenn taka þátt í
mótinu og verða tefldar þrettán
umferðir. Mótinu lýkur 2. janúar.
Vestmannaeyjar:
Stúdentshúf-
ur urðu eld-
inum að bráð
Vestmannaeyjum.
VIÐ LÁ að fresta yrði útskrift
nýstúdenta við framhaldsskól-
ann í Vestmannaeyjum í gær
vegna þess að stúdentshúfurnar
hvítu lentu óvart í sorpbrennslu-
stöðinni og brunnu þar til ösku.
Með snarræði og góðra manna
hjálp tókst að útvega nýjar húfur
rétt tímanlega fyrir útskriftina
og þannig bjarga deginum hjá
ungmennunum.
Það voru 13 ungmenni sem í gær
upplifðu sína stóru stund á náms-
ferlinum, stúdentsprófið í höfn og
tími kominn til að setja upp hvítu
kollana við hátíðlega athöfn. í
fyrradag komu 13 húfur í pappa-
kassa frá Reykjavík og tók einn
nemendanna kassann í sína vörslu
þar sem hann var við vinnu í einni
verslun bæjarins. Kassinn var sett-
ur á góðan stað og daginn eftir
átti að útdeila húfunum til stúdents-
efnanna.
En svo vildi til 'að verslunareig-
andinn tók sig til og fór að þrífa í
búðinni og ákvað að henda pappa-
kössum og öðru dóti sem þar hafði
safnast upp. Öllu þessu ók hann í
sorpbrennslustöðina og þar var húf-
unum góðu í ógáti kastað á eldinn.
Uppi varð fótur og fit þegar þetta
uppgötvaðist og maður gekk undir
manns hönd að útvega nýjar húfur
svo hátíðarstundin í framhaldskól-
anum mætti ganga fram sem til
var ætlast.
Þetta tókst giftusamlega og
þrettán stoltir nýstúdentar settu
upp hvítu kollana eins og til stóð.
- hkj.
Auglýsendur
athugið
AUGLÝSINGAR í Morgun-
blaðið sunnudaginn 28.
desember þurfa að berast
auglýsingadeild eigi síðar en
kl. 14 þriðjudaginn 23. des-
ember.