Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 Helga Möller, Herbert Guðmundsson Meðal þeirra sem fram koma í Hollywood eru Björgvin Halldórsson, Gamlárskvöld - Nyjársfagnaðir Hótel Borg Húsið opnar kl. 00.30 og verður opið til kl. 4. Hattar, knöll og snarl. Broadway Að loknum áramótadansleik sjónvarpsins í Broadway verður húsið opnað almenningi og verður opið til kl. 4. Glen Millerband leikur fyrir dansi. Nýársfagnaður verður að kvöldi nýársdags. Uppselt. Hollywood í Hollywodd verður opið frá kl. 22 á gamlárskvöld til kl. 04 á nýársnótt. Meðal þeirra sem fram koma eru Björgvin Halldórsson, Helga Möller, Herbert Guðmunds- son, Eiríkur Hauksson, Svava Siguijónsdóttir sólarstúlka Pólaris og Guðlaug Jónsdóttir stjama Hollywood 1988. Aðrir gestir verða Björn Leifsson og aerobikkliðið frá Heilsustúdíóinu og einnig dans og sýningarfólk Hollywood-Módels. Hótel Saga - Súlnasalur Á nýjársfagnaðinum í Súlnasal verður árinu fangað með spaug- landsliðinu og hljómseit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi. Spaugjandsliðið skipa: Halli, Laddi, Karl, Öm, Siggi, Eggert og Edda. Húsið verður opnað kl. 19.00 með fordrykk, ijórréttuðum kvöldverði, ásamt drykkjarföngum með mat. Öllum nýársgestum býðst gisting á 1.595 kr. á mann miðað við gist- ingu í tveggja manna herbergi. Evrópa Á gamlárskvöld verður opið frá kl. 10 til kl. 4. Hattar og knöll og snarl. Ætlunin er að sýna áramóta- skaupið á risasjónvarpsskjá húsins. Hljómsveitin Gimsteinn leikur fyrir dansi. Rúmar Julíusson, þórir Bald- ursson og María Baldurs skemmta. HótelÖrk - Nýársfagnaður og gisting’. Nýársfagnður verður í Hótel Örk í Hveragerði. Fagnaðurinn hefst með fordrykk kl. 19.00 í Blómasal. Þá verður glæsilegur íjórrétta há- tíðarmatseðill ásamt borðvínum og veislustjóri er Árni Johnsen. Ómar Ragnarsson skemmtir og hljóm- sveitin Ópera leikur fyrir dansi. Rútuferð fyrir þá sem ekki gista er frá Umferðarmiðstöðinni kl. 17.30 og til baka að loknum dans- leik. Dansleikur og gisting eina nótt kostar 5.600 á mann, miðað við tvö í herbergi. Rúnar Júlíusson verður meðal þeirra er koma fram í Evrópu. Afmæliskveðja: Thorsten Folin Félag íslenskra ferðaskrifstofa: Gagnrýnir ferðaskrif stofurekstur ríkisins Thorsten Folin, ofursti á eftir- launum í sænska hernum, á 75 ára afmæli hinn 27. desember 1986. Fyrir hönd fjöldamargra íslenskra vina hans, bæði á Islandi og í Svíþjóð, langar mig til að minnast þessara tímamóta í ævi hans með nokkrum orðum. Thorsten Folin — eða Þorsteinn eins og íslendingum er tamast að kalla hann — fæddist í París 27. desember 1911. Foreldrar hans voru hjónin Thorild Folin yfirverk- fræðingur og Marguerite de la Moussaye de Kergenano. Faðir hans var á sínum tima umsvifamik- ill athafnamaður í pappírsmassaiðn- aði og byggði m.a. sellulósaverk- smiðjur bæði í Frakklandi og Kanada. Fetaði hann þar í fótspor föðurbróður síns, Victors Folin, sem var brautryðjandi í sænskum sellu- lósaiðnaði. Móðir Þorsteins var af gamalli greifaætt frá Bretaníu- skaga í Frakklandi. Eru til heimildir um að ættin hafí búið þar allar götur síðan á 11.—12. öld. Þorsteinn sleit barnsskónum í Bergvik í Helsingjalandi í Norður- Svíþjóð, en þar var rekin umfangs- mikil sellulósavinnsla. Hann tók stúdentspróf í menntaskóla í ná- grannabænum Söderhamn. Síðan gekk hann í sænska ríkisherinn. Þar stundaði hann fyrst nám í tveimur af háskólum hersins. Að námi loknu þjónaði hann í ýmsum herdeildum á vegum stórskotaliðs og flughers. Síðar, á árunum 1946—1949, starfaði hann í herfor- ingjaráðinu í Stokkhólmi og kenndi þá jafnframt við háskóla flughers- ins þar. Um tíma stjómaði hann ungliðsforingjaskóla flughersins í Linköping. Seinustu árin í hernum var hann m.a. yfirmaður hersvæðis- stjómarinnar í Skövde. Þorsteinn fór á eftirlaun frá hemum árið 1967. Síðan hefur hann lágt sig sérstaklega eftir því að halda sambandi við og tengja ættimar sem að honum standa, en ættingjamir em dreifðir víða, í Svíþjóð, Sviss, Frakklandi og Eng- landi. Þorsteinn er þrígiftur. Með fyrstu konu sinni átti hann dóttur sem býr í London. Þau hjón skildu. Önnur kona hans dó árið 1976. Nokkmm ámm síðar kynntist hann Sigrúnu Jónsdóttur, vefnaðarlistakonu og kennara frá íslandi. Bar kynni þeirra að í tengslum við sýningu sem Sigrún hélt á Sögusafninu í Stokkhólmi í sambandi við opinbera heimsókn forseta íslands til Svíþjóðar. Þau Þorsteinn og Sigrún giftust árið 1983. Búa þau í gömlu, stóm, fallegu húsi á Södra Kungsvágen 250 á Lidingö rétt hjá Stokkhólmi og reka á þeim stað hinn myndarlegasta rausnargarð. Öðm hverju dveljast þau í Reykjavík, á Skólavörðustíg 12. Sá sem kynnist Þorsteini Folin tekur strax eftir tvennu; annars vegar hversu myndarlegur maður- inn er og ber aldur sinn vel, hins vegar velvilja, kurteisi og tillitssemi sem manninum er eiginleg. Það sópar að Þorsteini þar sem hann kemur og jafnframt laðast fólk að honum. Þorsteinn hefur tengst íslandi traustum böndum síðan hann kvæntist Sigrúnu Jónsdóttur fyrir þremur ámm. Náttúra íslands höfð- ar sterkt til hans — sem ekki er kannski að undra um mann sem kynntist vel sem unglingur tijá- snauðu og hrikalegu landslagi sænska Norðurlandsins við útivist og silungsveiðar á sumrin. Þá hefur hann lært þó nokkuð í íslensku máli á þessum skamma tíma. Ég veit að ég tala fyrir munn fjöldamargra íslenskra vina öðlings- ins Thorstens Folin þegar ég óska honum hér með innilega til ham- ingju með 75 ára afmælið og bið hann vel og lengi að lifa. Andri ísaksson Á ALMENNUM félagsfundi í Félagi íslenskra ferðaskrifstofa þann 16. desember sl. var rætt nokkuð um þátt íslenskrar ferða- þjónustu við framkvæmd leið- togafundarins í nóvember sl. Var meðfylgjandi ályktun samþykkt samhljóða: „Félag íslenskra ferðaskrifstofa harmar vanþekkingu íslenskra stjómvalda á almennri ferðaþjón- ustu hér á landi er kom fram í því að talið var nauðsynlegt að fela ferðaskrifstofu í eigu ríkisins nær alla umsjá með þeim framkvæmda- þáttum í tengslum við leiðtogafund- inn sem annars tilheyrir hinum fijálsa ferðamarkaði og íslenskar ferðaskrifstofur hafa langa reynslu í að annast. Telur félagið að eðlilegra hefði verið að nýta alla þá þekkingu og STJÓRN Félags velunnara Borg- arspítalans vill að gefnu tilefni lýsa yfir fullum stuðningi við starfsfólk Borgarspítalans í við- leitni þess til að Borgarspítalinn haldi því sjálfstæði og því frum- kvæði sem hann hefur haft í heilbrigðismálum höfuðborgar- innar og landsins alls. Stjóm félagsins harmar að þessi glæsilegasta stofnun borgarinnar skuli nú orðin að söluvöru, en telur reynslu sem íslensk ferðaþjónusta býr yfir og átelur harðlega að ís- lenskar ferðaskrifstofur vom algerlega sniðgengnar við fram- kvæmd mála sem þær annars hafa sinnt með verulegum árangri í fjölda mörg ár við móttöku erlendra ferðamanna. Af þessu tilefni ítrekar Félag ísl. ferðaskrifstofa þá skoðun sína að óeðlilegt sé að ríkisvaldið sé að sinna ferðaskrifstofurekstri í sam- keppni við fijálsan rekstur og í skjóli ýmissa forréttinda og hvetur félagið ríkisstjómina til að leggja Ferðaskrifstofti ríkisins niður hið allra fyrsta. Rekstur Eddu-hótel- anna, sem hefur verið svo til eina réttlætingin á rekstri ferðaskrif- stofunnar um árabil, væri jafnframt betur kominn hjá sameiginlegri bókunarmiðstöð sem hagsmunaað- ilar ættu hlutdeild að.“ að fyrst svo sé komið verði að tryggja að spítalinn lúti áfram sjálf- stæðri stjórn. Þeirri stjórn beri að tryggja að hæfíleikar lækna og hjúkrunarliðs spítalans fái notið sín í fijálsri samkeppni, er stefni að því marki að veita alltaf bestu og fullkomnustu þjónustu sem völ er á. Stjórn FVB telur að sjálfstæð stjórn Borgarspítalans geti áfram leitað leiða til að bæta reksturinn, eins og gert hafi verið, (Fréttatilkynning) p .urgmnlíl bifcifc Metsölublad á hverjum degi! Félag velunnara Borgarspítalans: Tryggja verður áfram sjálfstæða stjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.