Morgunblaðið - 28.12.1986, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.12.1986, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 Okrið er afleiðing pólitískrar stefnu eftir Svavar Gestsson í ágúst 1984 gaf ríkisstjómin vextina fijálsa. Það var afrek sem Þorsteinn Pálsson jafnaði til stærstu tíðinda íslandssögunnar í efnahagsmálum. Afleiðingin blasir við: Okrarar máttu okra á fólki og svipta það öllum eigum margfald- lega og þar með oft sjálfsvirðingu: mannleg reisn var troðin niður í svaðið. Ákvörðun um vaxtafrelsið var pólitísk ákvörðun. Vaxtafrelsi er frelsi fárra fjármagnseigenda en ófrelsi fjöldans. Strax þá um haustið, 1984, lét ég þá skoðun í ljós að Seðlabankinn hefði ekki heimild til þess að inn- leiða hömlulaust vaxtafrelsi. Honum bar skv. lögum að ákveða hæstu heimilaða vexti. Bankaráðs- maður Alþýðubandalagsins mótmælti í bankaráði Seðlabankans og ég flutti síðan frumvarp um haustið um að afturkalla vaxtafrels- ið. Enginn tók undir það nema Alþýðubandalagið: Ekki stjómar- andstöðuflokkarnir hinir, ekki ríkisstjómin — en okraramir léku lausum hala. Og hæstiréttur. Ég er með 14 hæstaréttardóma á bakinu. Ég kann ekki að taka ofan fyrir hæsta- rétti, ekki í meiðyrðamálum, guðlastsmálum og ekki heldur í okurmálum. Ábyrgð þessa máls er: 1. Ríkisstjómarinnar, sérstaklega Þorsteins Pálssonar, sem knúði fram vaxtafrelsið og leyfði okr- ið. (Svo er Steingrímur Her- mannsson að biðja um opinbera rannsókn á sjálfum sér!) 2. Seðlabankans, sem braut lög með því að afhenda markaðnum vaxtaskráningarvaldið, les: Af- henti okrurunum valdið. 3. Meirihluta Alþingis, sem hafnaði tillögum Alþýðubandalagsins haustið 1984. Hvað á að gera? Nú er sagt að löggjafinn hafí ekki sinnt skyldu sinni: Meirihluti alþingis gerði það ekki er hann hafnaði tillögum Alþýðubandalags- ins. Svavar Gestsson Afstaða Alþýðubandalagsins er skýr: 1. Notuð verði heimild sem er í gildandi Seðlabankalögum um að setja hámaksvexti. Það á ríkisstjómin að gera. 2. Sett verði ný okurlög. 3. Fæmstu sérfræðingar verði fengnir til þess að fara yfír dóm hæstaréttar meðal annars með tilliti til þess að kanna hvort hann stenst eignarréttar- ákvæði stjórnarskrárinnar. Fram fari opinber rannsókn á málinu. Alþýðubandalagið mun gera það að skilyrði við stjómarmyndun eftir næstu kosningar: — að sett verði ákvæði um há- marksvexti og öll lánastarf- semi umfram þau mörk verði dæmd okur. — að skipt verði um alla banka- stjóra Seðlabankans og fleiri æðstu starfsmenn opinberra stofnana. Stundum kvarta þingmenn und- an því að þinginu sé ekki sýnd virðing: Það þing sem hafnar tillög- um eins og þeim sem við fluttum gegn okrinu haustið 1984 það þing hefur dæmt sjálft sig til virðingar- leysis, ef ekki fyrirlitningar, meðal almennings í landinu. Það þing of- býður og misbýður réttarvitund og siðgæðiskröfum almennings. Höfundur er þingmaður Alþýðu- bandalagsins íReykjavík. ASEA Cylinda uppþvottavélar ★ sænskar og sérstakar Taka 14 manna borðbúnað og fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, þurrkun, hljóð- leika og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! 3/FOmx HATUNI 6A SlMI (91)24420 FRAMKÖLLUM LITMYNDIR Á ALLT AÐ framköllunarþjónusta framköllunarþjónusta MÍNÚTUM Meö nýrri tölvustýröri tækni frá FUJI framköllum viö litmyndir á mettíma. Ljós og litgreining er algjörlega sjálfvirk, sem tryggir hámarksgæöi á myndunum þínum. Ný tækni — lægra verð — aðeins 17 krónur hver mynd. Stykkishólmur: Jólagjöf til Dvalar- heimilis aldraðra Stykkishólmi. ÞAÐ HEFIR verið venja Lions- klúbbs Stykkishólms að færa Dvalarheimili aldraðra bókagjaf- ir i bókasafn sitt um hver jól. Nú var breytt út af venjunni og slegið í félag með Kvenfélaginu Hringurinn og Dvalarheimilinu fært frá báðum félögunum veg- leg hljómtækjasamstæða með hátalarkerfi og segulbandi í vönduðum umbúðum. Við þetta tækifæri afhentu þau María Bæringsdóttir, formaður kvenfélagsins, og Daði Þór Einars- son, varaformaður Lionsklúbbs Stykkishólms, þessa góðu gjöf Dvalarheimilinu og á móti henni tók Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri, fyrir hönd heimilisins. Við þetta tækifæri minntist sveitarstjórinn þess hve mikið hefði áunnist á þeim 8 árum sem Dvalarheimilið hefði starfað, minntist hann einnig á að frá Dvalarheimilinu væru nú liðs- menn sem aðstoðuðu ellilífeyris- þega sem enn kysu að búa heima, með húsverk og hjálp, þá væru tvær konur sem hefðu umsjón með föndri og öðru eldri borgurum til styrktar og ánægju og væri þessi starfsemi í hröðum vexti. Minntist Sturla áforma um stækkun heimilisins og hvemig mætti auka starfsemina. Minntist hann orða oddvita Stykkis- hólmshrepps við opnunina fyrir 8 árum, þegar hann mælti að ekki mætti minna vera en þeir sem no- tið hefðu verka þeirra sem nú hefðu lokið hinum daglegu störfum, sæju um að þeir fengju lítinn hluta af fyrirhöfn sinni í uppbyggingu þjóð- félagsins með því að búa þeim góðan stað til að njóta efri ára. Þetta væri aðeins lítill þakklætis- vottur. María Bæringsdóttir minntist æskujóla sinna í sveitinni og ávarp- aði viðstadda dvalargesti. Daði Þór setti síðan tækin af stað. Að lokum þakkaði sveitarstjóri góða gjöf, starfsmönnum heimilis- ins og velunnurum gott starf, og bað vistmönnum og heimilinu allrar blessunar. í lokin bauð svo Guðlaug Vigfús- dóttir forstöðukona viðstöddum í kaffí. Þessi stund var bæði hátíðleg og elskuleg, eitt fagurt ljós sem kveikt er á þessum jólum í Stykkis- hólmi. - Árni Hrútafjörður: Aðventukvöld í Staðarkirkju Sóknarpresturinn kveður söfnuð sinn Stað, Hrútafirði. SÉRA Yngvi Þórir Árnason sóknarprestur á Prestsbakka lætur nú af störfum vegna ald- urs. Mánudagskvöldið 15. desember sl. var haldið aðventukvöld í Staðar- kirkju, fjölmenni var á samkom- unni. Kirkjukórinn söng undir stjóm söngstjórans Guðrúnar Kristjáns- dóttur og böm úr bamaskóla Staðarhrepps sungu við undirleik kennara síns Ólafar Pálsdóttur. Séra Yngvi Þórir flutti kveðju- ræðu, þakkaði hann sóknarbömum sínum liðin ár er þau presthjón flytja á brott eftir nær 40 ára veru sína hér. Formaður sóknamefndar Sverri Bjömsson færði presthjónunum kveðjur og þakkir safnaðarins og óskaði þeim velfamaðar í framtíð- inni. Að lokinni athöfninni bauð kirkjukórinn öllum samkomugest- um til veglegs kaffisamsætis í Staðarskála. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Staðarkirkju á sl. þremur árum, nú á yfírstandandi ári hefur kirkjan öll verið máluð að innan. Málningarvinnu annaðist Guðbjart- ur Þ. Oddsson málarmeistari. Unnið hefur verið við frágang á lóðinni kringum kirkjuna, lóðin girt með snyrtilegri girðingu og gengið frá bílastæðum. Allt hefur þetta kostað mikið fé og hefur nú verið hafin fjársöfnun fyrir kirkjuna þess vegna. Spari- sjóðimir á Borðeyri og á Hvamm- stanga veita gjöfum viðtöku ásamt sóknamefnd. Er allur stuðningur vel þeginn. m.g.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.