Morgunblaðið - 28.12.1986, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
Sjóslysið við Skrúð
Framhluti flaks Synetu marar í hálfu kafi síðdegis á föstudag við Skrúð. í baksýn sést inn í Fáskrúðsfjörð.
Morgunblaðið/Rax.
Tólf menn fórust er breska skipið
Syneta strandaði og sökk við Skrúð
ÖLL áhöfn breska tankskipsins Syneta, 12 manns, drukknaði að-
faranótt annars dags jóla eftir að skipið strandaði við klettinn Skrúð
í mynni Fáskrúðsfjarðar laust fyrir miðnætti á jóladagskvöld. Níu
menn fundust á floti í sjónum og náðust sjö þeirra um borð í skip
og báta, sem stefnt var á strandstað. Einn skipverjanna var með
lífsmarki en meðvitundarlaus er hann fannst. Hann lést skömmu
síðar. Sex mannanna voru látnir þegar þeir náðust. Syneta strand-
aði við norðausturhorn Skrúðs er það var á leið til Eskifjarðar frá
Liverpool á Englandi til að lesta loðnulýsi, sem sigla átti með til
Rotterdam í Hollandi og Dunkirk í Belgíu.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins átti skipið að koma fyrst
við í Vestmannaeyjum en breytti
áætlun er komið var að landinu og
sigldi því meðfram Austfjörðum í
stað þess að koma beint úr hafi til
Eskifjarðar. Óljóst er hvað olli
strandinu en svo virtist sem Syneta
hafi siglt beint á Skrúð og að skip-
veijar hefðu ekki vitað hvert stefndi
fyrr en skipið tók niðri.
Töldu sig hafa strandað
við Seley
Það var klukkan 23:20 á jóladag
að skipveijar Synetu sendu út neyð-
arkall og sögðust hafa strandað við
Seley í mynni Reyðarfjarðar. Óskað
var eftir tafarlausri aðstoð. Strax
voru björgunarsveitir á Neskaup-
stað, Eskifírði og Fáskrúðsfirði
ræstar út og haft samband við for-
menn allra tiltækra fiskibáta og
togara. Fóru fyrstu skipin af stað
um miðnætti.
Nesradíó var í fjarskiptasam-
bandi við Syneta og síðustu samtöl
við skipið fóru fram rétt fyrir klukk-
an 01:00 aðfaranótt annars dag
jóla. í ljós kom að skipveijar voru
ekki vissir um hvar skip þeirra var
strandað og þegar á leið sögðust
þeir ýmist vera í Seley eða í Skrúð.
Um ^lukkan hálf eitt höfðu þeir
samband við Nesradíó og sögðu 35
gráðu slagsíðu komna á skipið en
að það væri samt nokkuð stöðugt
á strandstaðnum, sem væri þétt upp
við þverhnípt bjarg. Aðalvélarnar
höfðu stöðvast nokkru áður en
neyðarlýsing á skipinu virkaði og
fjarskiptatæki voru þá í lagi. Varð
að samkomulagi að þeir skytu upp
neyðarflaug á slaginu 01.00 til að
auðvelda staðsetningu skipsins,
sem enn var óljós. Bátar yrðu þá
komnir út í fjarðamynnin og gætu
því gengið úr skugga um hvar skip-
ið væri í raun strandað.
Klukkan 00:50 fundu skipveijar
á togaranum Hólmatindi frá Eski-
firði út að Syneta hefði strandað í
Skrúð með því að stefnumæla fjar-
skipti skipsins við land. Aðeins 5
mínútum síðar var neyðarflaug sko-
tið frá Synetu, eða 5 mínútum áður
en ætlað var. Var það talin vera
vísbending um að skipið hafi þá
verið að leggjast alveg á hliðina og
skipveijar að búa sig undir að fara
frá borði.
Klukkan hálftvö um nóttina kom
fyrsta björgunarskipið á vettvang.
Var það fiskibáturinn Þorri frá
Fáskrúðsfirði, en skömmu seinna
kom Hólmatindur að Skrúð og brátt
voru skipin orðin tólf, þ.á. m. varð-
skipið Týr. Skipveijar á Þorra töldu
sig hafa séð uppblásinn gúmbjörg-
unarbát við hlið Syneta, sem lá þá
alveg á hliðinni í brimrótinu. Hins
vegar sást ekkert til skipveija en
talið var að þeir væru þá jafnvel
farnir frá borði. Éljagangur var á
standstaðnum og fljótlega hvarf
Syneta sjónum skipveija á Þorra.
Þegar næst rofaði til var björgunar-
báturinn horfinn.
Síðar um nóttina fannst sundur-
tættur björgunarbátur á reki norður
af Skrúð. Einnig fannst brak úr
trefjaglersbát af skipinu, en björg-
unarmenn töldu frekar að hann
hefði brotnað meðan hann var um
borð. Einnig fundust tveir björgun-
arbátar úr áli. Skipið virtist hafa
brotnað talsvert á strandstað því
mikið brak rak úr því, aðallega þó
innanstokksmuni, s.s. stólar, borð
og arnað tréverk. Skip og bátar,
sem sigldu á strandstað reyndu að
girða af svæðið norður af Skrúð til
að komast fyrir allan reka frá Sy-
netu en vindur stóð af suðvestri
þegar skipið strandaði og færðist
síðan í suðrið. Talið er að eitthvað
af braki hafi þó komist framhjá
skipagirðingunni og fann togarinn
Snorri Sturluson t.d. bjarghring á
reki um 2 sjómílur frá Seley.
Einn fannst meö
lífsmarki
Lík fyrsta skipveijans fannst
klukkan 02.40 en nokkrum mínút-
um síðar fundu skipveijar á Sæljón-
inu frá Eskifirði þriðja stýrimann
Syneta. Hann reyndist með
lífsmarki en var meðvitunarlaus og
helblárog reyndust lífgunartilraun-
ir árangurslausar. Læknir var
kvaddur á vettvang og sigldi Sæl-
jónið upp að Vattamesi, sem er
milli Eskifjarðar og Fáskrúðsfjarð-
ar, en koma átti lækni þaðan um
borð. Hérðaslæknirinn á Fáskrús-
firði hugðist vera um borð í Ljósa-
fellinu frá Búðum við strandstað,
en ekki reyndist unnt að sigla því
vegna bilunar. Þegar boðin komu
frá Sæljóninu var ekið með lækninn
út á Vattarnes og var hann kominn
um borð á fjórða tímanum. Var
skipveijinn þá enn með lífsmarki
en úrskurðaður látinn stuttu síðar.
Líkin fundust síðan eitt af öðm
og vom öll í björgunarvestum. Alls
em fundinb lík 9 skipveija en í gær
hafði ekkert spurtst til þriggja
manna úr áhöfn Syneta. Þeir em
hins vegar taldir af. Lík sjö skip-
veija náðust um borð í skip á
strandstað, tvö um borð i Geisla frá
Eskifirði og fjögur um borð í Esk-
firðing, auk skipveijans, sem náðist
um borð í Sæljónið. Lík tveggja
skipveija sluppu úr vestunum og
sukku í sæ er verið var að draga
þau um borð í skipin. Siglt var með
lík sjömenninganna til Eskiíjarðar.
Flugvél Landhelgisgæslunnar,
TF—SÝN, sótti þau síðan til Egils-
staða á föstudagskvöld og flaug
með þau til Reykjavíkur. Tókst að
bera kennsl á flest líkanna þar sem
skilríki skipveijanna fundust á
þeim. Fulltrúi útgerðar skipsins,
Gordon Haggerstone, sagði hins
vegar að nöfn hinna látnu yrðu
ekki gefin upp að ósk aðstandenda
þeirra. Fimm líkanna vom af Bret-
um og tvö af mönnum frá Græn-
höfðaeyjum. Fimm yfirmenn
skipsins og kokkur vom breskir en
undirmennimir 6 vom frá Græn-
höfðaeyjum.
Bréf g-efur til kynna að
ekki haf i allt veriö með
felldu um borð
í bijóstvasa stýrimannsins, sem
náðist um borð í Sæljónið, fannst
bréf, sem stílað var til konu í Eng-
landi. Það var skrifað á aðfangadag
jóla og í því var m.a. kvartað yfir
hversu ganglítið skipið hafi verið,
því væri ekki hægt að sigla nema
á fimm mílna hraða, og að sjálfstýr-
ingin væri í ólagi.
Þyrla varnarliðsins kom austur
og var yfir flaki Syneta klukkan
fjögur að morgni annars í jólum.
Skipið var þá komið á hvolf og stóð
aðeins stefni þess upp úr. Þyrlan
tók þátt í leit að skipveijum en flaug
til Hornaíjarðar klukkan 07 til elds-
neytistöku og þar biðu flugmennirn-
ir þess að birti. Héldu þeir síðan á
ný að Skrúð og leituðu m.a. í eynni
en sáu þar hvergi lífsmark. Einnig
flaug þyrlan yfir íjömrn, sem erfitt
var að komast í úr landi, en í gær-
dag gengu félagar í björgunarsveit-
um frá Fáskrúðsfirði, Eskifirði,
Reyðarfirði, Seyðisfirði og Egils-
stöðum ijömr. Leit var hætt síðdeg-
is á sjó og landi en í birtingu í
gærmorgun stóð til að halda henni
áfram. Björgunarstörfum var
lengst af stjórnað úr stjórnstöð, sem
komið var upp í Vattarnesskriðum.
Þaðan stjórnuðu félagar úr björgun-
arsveitinni Geisla á Fáskrúðsfirði
leit á sjó og landi.
1.260 tonna tankskip
Syneta var 1.260 tonna og 86
metra langt tankskip, skráð eign
Syndicate Tankships Ltd. í Gíbralt-
ar, sem keypti það í október 1985,
en gert út af Haggerstone Marine
Ltd. í Homchurch í Englandi. Sam-
kvæmt upplýsingum AP-fréttastof-
unnar lagði Syneta upp í íslands-
siglinguna frá Liverpool á Englandi
20. desember sl. Skipið var tómt
en átti að lesta 1.100 lestir af lýsi
á íslandi og sigla með það til Rott-
erdam í Hollandi og Dunkirk í
Belgíu. Að sögn fréttastofunnar
hugðist John Taylor, fulltrúi eig-
enda Syneta, koma til íslands í gær
vegna strandsins.