Morgunblaðið - 28.12.1986, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
- segir Júlíus Guðnason háseti
JÚLÍUS Guðnason, 23 ára Akurnesingfur og nemi í Stýrimanna-
skólanum, var í afleysingatúr sem háseti á Suðurlandinu þegar
skipið fórst. Biaðamaður Morgunblaðsins rædddi við hann á
sjúkarhúsinu í Þórshöfn í býtið í gærmorgun.
„Þegar skipið fór á hliðina þá
losnaði björgunarbátur sem hafði
verið fastur og ég ætlaði að kom-
ast í hann en sjórinn þeytti mér
þá þannig að ég kastaðist niður á
milli fastabátsins og skipsins. Ég
fór á bólakaf og það eina sem ég
hugsaði var að nú væri þetta búið.
En ég var í vesti og mér skaut
því upp aftur og strax þá var ég
staðráðinn í því að þetta væri ekki
búið;“ hefur Júlíus frásögn sína.
„Ég vissi ekki af mér aftur fyrr
en ég var kominn hinum megin
við bátinn og ég hef það ekki á
hreinu hversu langur tími leið. Það
rakst einhver tréfleki í mig sem
ég gat haldið mér í og svo sá ég
að björgunarbátinn rak í áttina til
mín og mér tókst að komast um
borð.“
Júlíus segist aldrei hafa gefið
upp vonina og að hann hefði alltaf
haft það í huga eftir að Nimrod-
vélin fann bátinn um nóttina að
nú gæti ekki verið nema um ein
klukkustund í björgun. Þannig
hefði hann hugsað alla nóttina og
allt þangað til björgun átti sér
stað.
„Auðvitað var manni kalt en við
reyndum að passa okkur á því að
standa uppréttir í bátnum svo að
sjór gengi ekki yfir okkur alla.
Nú, svo hjálpaði það til hvemig
við studdum við bakið hver á öðr-
um, kölluðumst á og töldum í
hvom annan kjark. Vitanlega er
þetta mesta lífsraun sem ég hef
ratað í en á svona stundu þá hugs-
aði ég heim til foreldra minna,
svstkina og syskinabama. Fjöl-
skylda mín var mér efst í huga
og svo tilhugsunin um það að týn-
ast. Hún fannst mér vera skelfi-
legust."
Júlíus rifjar upp þegar þyrlan
kom á vettvang: „Bara það að
heyra í þyrlunni er besta hljóð sem
ég hef heyrt, þessu hljóði á ég
aldrei eftir að gleyma. Ég var orð-
inn kaldur og hrakinn, en mér
hlýnaði ótrúlega fljótt eftir að ég
var kominn í heitt bað um borð í
Vædderen. Danirnir um borð vom unnar eiga heiður skilið hversu
einstaklega elskulegir í okkar garð fljótt og rétt þeir brugðust við.“
og þeir ásamt frábærri áhöfn þyrl- AB
Fimm bjargað, en sex manns fórust er flutningaskipið Suðurland fórst
Skelfilegasta tilhugs
unin sú að týnast
Flutningaskipið Suðurland
var með saltsíldarfarm á
leið til Rússlands. Myndin
er tekin í Grindavík fyrir
10 dögum er skipið lestaði
þar.
„Samstaða okkar og sam-
hugnr bjargaði okkur“
- segir Kristinn Harðarson háseti
KRISTINN Harðarson, 38 ára,
hefur verið háseti á Suður-
landinu í rúm tvö ár. Blaðamað-
ur Morgunblaðsins ræddi við
hann um björgunina á sjúkra-
húsinu í Þórshöfn í gærmorg-
un.
„Við vomm allir stjórnborðs-
megin í skipinu þegar það hallaðist
yfir á bakborða og fylltist þeim
megin af sjó. Við börðumst við að
blása upp gúmbátinn jafnframt
því sem við börðumst fyrir því að
missa hann ekki, því hinn báturinn
var farinn. Við náðum að blása
hann upp en hann festist einhvem
veginn og hefur að öllum líkindum
rifnað við það. Við komum honum
í sjóinn en sjóamir gengu yfir
skipið og þeyttu okkur hist og
her. Sumir lentu meira að segja
undir skipinu. Þá voram við allir
komnir í sjóinn nema skipstjórinn,
það sá hann enginn. Ég heyrði í
þeim tveimur sem saknað er auk
skipstjórans nærri mér í sjónum
þegar ég var að reyna að komast
í bátinn. Við reyndum strax að
svipast um eftir þeim þegar við
vomm komnir í bátinn en árang-
urslaust, enda kolniðamyrkur,
hávaðarok og mikill sjór.
Ég geri mér ekki glögga grein
fyrir því hversu lengi ég var að
velkjast í sjónum en það var ekki
mjög langur tími. Líklega 15 til
20 mínútur. Ég var ekki orðinn
gegn kaldur þegar ég komst í
bátinn, kannski ég hafí verið svo
ofboðslega hræddur að það hafi
haldið á mér h'ita. Við lágum fyrst
ofan á bátnum en reyndum svo
að troða okkur undir þakið sem
var allt rifið. Báturinn hálf fylltist
af sjó og við reyndum að ausa
eftir megni en það virtist aldrei
grynnka í bátnum. Svo ætlaði ég
að færa mig til í bátnum en sökk
í kaf því það var svo stórt gat á
botninum að fóturinn gekk niður
í gegnum bæði lögin. Þá sáum við
að það var tilgangslaust að ausa.
Við stóðum því í sjó ýmist í
læri eða upp fyrir klof en reyndum
að gæta þess að blotna ekki að
ofan því þá hefðum við verið bún-
ir að vera. Við vomm allir illa
búnir og yfírhafnarlausir þar sem
þetta gerðist svo snöggt og fata-
geymslumar fylltust af vatni á
augabragði og lokuðust."
„Hvað ég hugsaði á meðan ég
beið,“ segir Kristinn og starir út
um glúggann. „Ég held ég hafi
hugsað mest lítið, maður beið bara
í voninni um að fínnast. Við studd-
um hvor annan mjög vel. Við
kölluðumst á af mætti til þess að
raddir okkar heyrðust í gegn um
veðurgnýinn og öskmðum ýmist
reiði- eða hvatningaróp um leið
og einhver fór að hengja haus.
Svo vomm við með reglubundin
nafnaköll til þess að halda okkur
við efnið.
Það var ömurlegt að hafa lík
félaga sinna fljótandi þarna í bátn-
um í kring um sig en þeir létust
mjög fljótlega. Annar var eigin-
lega dáinn þegar hann kom um
borð en hinn andaðist skömmu
síðar. Við höfðum engan þrótt
aflögu til þess að halda honum
upp úr.
Auðvitað fylltist maður örvænt-
ingu eftir því sem biðin varð lengri
og ég man ég sagði einu sinni um
nóttina að ég öfundaði þá sem
vom látnir því þetta var búið hjá
þeim. Það var snarlega þaggað
niður í mér og kallað á móti að
við mundum allir hafa þetta af.
Samstaða okkar og samhugur
bjargaði okkur, um það er ég sann-
færður."
Kristinn segir að það hafí verið
í birtingu sem
Nimrod-þotan kom og henti niður
öðmm björgunarbát. „Okkar
hugsun þá var að komast í þann
bát sem veitti eitthvert skjól og
væri þurr. Það tók okkur klukku-
tíma að ná honum en við náðum
í línuna í rekakkerinu og drógum
okkur að honum. Það hefði verið
svo erfítt að róa hálf fullum bátn-
um hjá okkur. Á meðan gengu
sjóamir yfír okkur og þá kólnaði
manni nú vemlega.
Halldór var með þijá álpoka sem
við skriðum í eftir að við komum
í hinn bátinn, tveir og tveir í sitt-
hvom pokann og svo einn í þann
þriðja. Okkur var svo kalt á fótun-
um.
Það var ólýsanlega góð tilfinn-
ing þegar þyrlan kom og það gekk
mjög vel að bjarga okkur um borð
í hana. Við gerðum okkur ekki
grein fyrir því fyrr en eftir á hvað
slysið hafði átt sér stað á vondum
stað eða eins og einn danskurinn
orðaði það við okkur að við hefðum
verið „in the middle of nowhere".
Það var svo hugsað um okkur eins
og ungaböm þegar við vomm
komnir um borð í Vædderen og
verður Dönunum seint fullþakkað
fyrir það.
Nei, ég er ekki hættur til sjós
þrátt fyrir þessa eldraun," segir
Kristinn. „En auðvitað get ég ekk-
ert fullyrt um hvert framhald
verður á sjómennsku minni fyrr
en ég er búinn að fara fyrsta túr-
inn.“
AB
Kl.23.17 Aðfanga
dagskvöld barst
neyðarkall frá ms.
Suðurlandiog
hafði þá fengið á
sig slagsíðu.
Hálftíma seinna
barst svo tilkynn-
ing frá skipstjóra
um að menn væru
að fara í björgun-
arbátana því skip-
ið væri að sökkva.
Var ms. Suðurland
þá statt um 290
sjómílur austnorð-
austur af Langa-
nesi.
Sfðdegis á jóladag
bjargaði þyrla frá
danska strand-
gæsluskipinu
Vædderen fimm
skipverjum af ms.
Suðurlandi úr ein-
um björgunarbá-
tanna.
IV1
Murmansk
Sovétríkin