Morgunblaðið - 28.12.1986, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
pltruiM Útgefandi tlrlafrfö Árvakur, Reykjavík
Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Skuggi
yfir jólahelgi
Hvernig sem högum
íslensku þjóðarinnar hef-
ur verið háttað síðan kristni
var lögleidd í landinu fyrir
tæpum eitt þúsund árum, hef-
ur fæðingar frelsarans verið
minnst með þeim hætti, að
tendruð eru ljós í skammdegis-
myrkrinu. Boðskapur jólanna
kallar okkur að jötunni, þar
sem nýfætt barnið liggur í frið-
sæld og síðan út til fjárhirð-
anna. Þeir gæta hjarða sinna
í kyrrð nætur, þegar engill
drottins birtist með þeim orð-
um, að frelsari mannkyns sé
fæddur. Hvarvetna ríkir fögn-
uður, birta og ró.
Ekkert er fjær þeirri mynd,
sem dregin er upp í jólaguð-
spjallinu, en heljarátök við
grimm náttúruöfl í myrkri og
stórsjó í helkulda norðurhafa.
En jafn lengi og ísland hefur
verið byggt hafa menn siglt
um þetta haf í fullri vissu um
hættumar, sem því fylgja.
Ættum við ekki sjómenn, sem
hafa þrek til að bjóða þeim
byrginn og leggja líf sitt í söl-
urnar, ef því er að skipta, héldi
enginn jól á íslandi. Á jólaföst-
unni og um jóladagana höfum
við verið rækilega á það minnt,
hve lífið er hverfult og and-
stæðurnar miklar.
Fyrir rúmri viku fórst vél-
báturinn Tjaldur frá Isafirði í
mynni Jökulfjarða í Isafjarðar-
djúpi, þar sem hann var á
rækjuveiðum. Með honum voru
þrír menn. Á aðfangadags-
kvöld fékk flutningaskipið
Suðurland á sig brotsjó, þegar
það var statt tæpar þrjú
hundruð sjómílur aust-norð-
austur af Langanesi á leið með
saltsíld frá Reyðarfirði til
Murmansk í Sovétríkjunum.
11 manna áhöfn var um borð
í skipinu. Fimm eru lifandi,
þrír eru Játnir og þriggja er
saknað. Á jóladagskvöld fórst
tankskipið Syneta við Skrúð í
mynni Fáskrúðsfjarðar. Það
var á leið frá Liverpool á Eng-
landi til Eskifjarðar til að
sækja loðnulýsi. Skipið var
skráð í Gíbraltar en af 12
manna áhöfn voru sex Bretar
og sex frá Grænhöfðaeyjum;
fórust þeir allir. Á skömmum
tíma rétt fyrir jól og þegar
jólahald stendur sem hæst
hafa 26 menn við ísland eða
á íslenskum skipum lent í sjáv-
arháska. Aðeins er vitað um
fímm á lífí.
í birtu og yl jólanna hefur
því sorgin knúið dyra hjá
mörgum hér á landi og erlend-
is. Þeir, sem í suðlægari
löndum búa, eiga erfitt að átta
sig á aðstæðum við brotthvarf
ástvina sinna. Okkur hinum
er ljóst, að í vetrarkuldum á
norðurhöfum gengur það
kraftaverki næst að nokkur
skuli lifa það af að lenda í
faðmi sjávar.
Þessi þijú hörmulegu slys
hafa borið að hvert með sínum
hætti. Ekki er vitað hvað gerð-
ist, þegar rækjubáturinn fórst
í mynni Jökulfjarða. Suður-
landið fékk á sig brotsjó.
Syneta sigldi upp í landsteina.
Gegn hættum af þessu tagi
eru engin óbrigðul ráð. Þær
eru hluti af sjómennskunni.
Öryggisráðstafanir til verndar
lífi sjómanna eru það einnig.
Stundum verður engri björg
við komið; árangurslaust hefur
mannanna þriggja verið leitað
í ísafjarðardjúpi og hugrakkir
björgunarmenn máttu sín
einskis við Synetu. Bæði þá
og eins þegar Slysavarnafélagi
íslands barst neyðarkallið frá
Suðurlandi um Nesradíó var
brugðist fljótt og skipulega
við. Haft var samband við
björgunarstjórnstöðvar í Nor-
egi, Skotlandi, Færeyjum,
varnarliðið á Keflavíkurflug-
velli og Landhelgisgæsluna.
PC-3 Orion kafbátaleitarvél
var send frá Keflavíkurflug-
velli og breski herinn sendi
sambærilega vél af Nimrod-
gerð á vettvang; úr vélunum
sást björgunarbáturinn úr
Suðurlandi tæpum fimm
tímum eftir að neyðarkallið
barst. Danska herskipið
Vædderen hélt frá Færeyjum
og varð fyrst á vettvang með
þyrlu og var mönnunum fimm
bjargað um borð í hana úr
gúmbátnum um fjórtán tímum
eftir að þeir yfirgáfu skip sitt.
Eins og áður sagði gengur það
kraftaverki næst, að nokkur
komst lífs af.
Sjóslysin hafa varpað
skugga yfir jólahelgina. Þau
eru okkur öllum sár áminning
um hverfulleika þessa lífs. Þau
minna okkur á, hve mikið við
eigum þeim mönnum að
þakka, sem leggja líf sitt í
sölurnar með sjósókn og sigl-
ingum.
Jólin eru hátíð birtunnar og
kærleikans. Til barnsins, sem
þá fæddist, sækjum við öll
styrk, þegar á reynir. Megi
Jesús Kristur veita . ekkjum,
föðurlausum börnum og öðrum
ástvinum þennan styrk.
Stundum finnst okkur, sem
nú lifum, að sá tími, sem
liðinn er frá aldamótunum,
síðustu sé svo langur, að
milli okkar og þeirra, sem
þá voru í blóma lífsins, séu
ekki áratugir heldur aldir.
En við og við gerast þó atburðir í nútíman-
um, sem færa okkur svo nálægt aldamóta-
kynslóðinni, að hún sprettur ljóslifandi
fram á sjónarsviðið. Höfundur Reykjavík-
urbréfs minnist í því efni fundar, sem
haldinn var í Stúdentafélagi Reykjavíkur
fyrir rúmum tveimur áratugum í tilefni
nýútkominnar bókar eftir Kristján Alberts-
son um Hannes Hafstein. Þá kviknnðu
stjórnmáladeilur aldamótaáranna á ný með
svo miklum krafti, að eftirminnilegt verður
öllum þeim, sem á hlýddu, ekki sízt vegna
þess, að þar tókust á m.a. afkomendur
þeirra, sem einna mest létu til sín taka á
þeim árum.
Nú færir Kristján Albertsson þennan
tíma til okkar aftur og raunar fyrri hluta
aldarinnar með skemmtilegum hætti. Fyr-
ir jólin kom út bók, sem hefur að geyma
minningar hans frá langri ævi, en hann
er nú háaldraður maður. Þetta er bók, sem
fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara.
Það er óvenjulegt að lesa frásögn núlif-
andi manns af kynnum við stórskáld á
borð við Matthías Jochumsson og Einar
Benediktsson auk fjölmargra annarra.
Þeir, sem kynnzt hafa Kristjáni Alberts-
syni vita, að frásagnarhæfileiki hans er
sérstakur. Ungur rithöfundur, Jakob F.
Ásgeirsson, hefur skráð þessi minninga-
brot Kristjáns Albertssonar og gert það
svo frábærlega vel, að frásagnarmáti hans
skilar sér til fulls. Bókin hefur að geyma
upplýsingar um menn og málefni þessara
tíma, sem eru með þeim hætti, að ýmsir
kaflar hennar ættu að vera hluti af
kennsluefni í framhaldsskólum, þegar fjall-
að er t.d. um þá Matthías og Einar.
Kynnum sínum af Matthíasi Jochums-
syni lýsir Kristján Albertsson m.a. með
þessum hætti: „Hann talaði margt og
meðal annars sagði hann mér frá endur-
minningum sínum af Ibsen, Björnson og
H.C. Andersen, sem hann hafði ungur hitt.
Ég horfði hugfanginn á hann segja frá.
Ég hafði aldrei séð neitt jafn-stórfenglegt
og þetta andlit, né fundist stafa viðlíka
yl og krafti af persónu nokkurs manns.
Mér átti eftir að finnast alla ævi að tvo
menn hafi ég þekkt tilkomumesta, fyrst
Matthías Jochumsson og síðar Einar Bene-
diktsson.
Matthías var fremur lágur vexti en þrek-
inn og mikilfenglegur á allan hátt. Andlitið
var stórskorið og gat minnt á hrikalegt
fjalllendi og var jafn tilkomumikið hvort
heldur var bros hans eða alvöru-svipur.
Ástúðin í brosi Matthíasar Jochumssonar
var eitthvað, sem ekki átti sinn líka; mér
fannst ekkert nema sólin ein hafa nokkru
sinni á mig skinið með sterkari hlýju en
þetta bros. Og þegar hann talaði af alvöru
var hver dráttur í andliti hans andagift
og stórmannlegur kraftur. Hvenær, sem
ég hafði verið í návist Matthíasar, þótt
ekki væri nema stutta stund, var ég allur
annar þann dag.“
Nokkru síðar segir Kristján Albertsson:
„Matthías bað mig að skrifa sér og á
næstu árum fóru nokkur bréf á milli okk-
ar. Það er fallegt að slíkur maður skuli
hafa gefið sér tíma til að skrifast á við
ungan skólapilt en svona var Matthías.
Bréf hans til mín voru eins og vænta
mátti honum lík um vinarhug og uppörvun
í garð ungs manns, en merkilegast finnst
mér að eiga í bréfí til mín þau ummæli
Matthíasar að af okkar skáldum sé engan
vert að elska nema Jónas Hallgrímsson
einan.“
í lok kaflans um Matthías Jochumsson
segir Kristján: „Ég er þeirrar skoðunar,
að Matthías Jochumsson hafi verið mestur
andans maður Islendinga á 19. öld að
máttugu vængjataki og djúpri og auðugri
hugsun. Hann er eini ljóðsnillingur lands-
ins, sem jafnframt skrifaði bragðmeiri stíl
en nokkur annar. Úr penna hans flugu
gullkorn í ljóði og lausu máli, orð speki
og snilldar sem safna ætti í sérstaka bók
og verða mundi einn af kjörgripum
íslenzkra bókmennta.
Einar Benediktsson
Sá kafli bókar Kristjáns Albertssonar,
sem fjallar um Einar Benediktsson, er ein-
stakur. í upphafi getur hann þess, að það
hafi líklega verið í kringum 1910, sem
hann man fyrst eftir Einari Benedikts-
syni. Síðan segir Kristján: „Á þeim árum,
sem nú fara í hönd, mun mönnum hafa
þótt mestur hádegisljómi yfir lífi og per-
sónu Einars Benediktssonar. Hann er
manna fallegastur og mikilfenglegastur
ásýndum, er af sívaxandi fjölda aðdáenda
talinn mesta skáld landsins og jafnframt
aðsópsmesti og stórbrotnasti athafna- og
ævintýramaður í íslenzku þjóðlífi. Mikið
og margvíslega er um hann talað og líkast
því, sem menn eigj von á jarðhræringum,
hvenær, sem hann hefur stigið fæti á
ættjörð sína. Hann lætur mikið til sín spyij-
ast um fyrirhugaðar stórframkvæmdir,
mikla verzlunarmiðstöð í höfuðstaðnum,
höfn við Skerjafjörð, virkjanir á fossum í
samvinnu við norska framtaksmenn í þeim
efnum ... Ekkert varð af því, að hann
gæti fært þjóð sinni þessa gjöf — en því
skyldi honum takast allt, sem hann hefur
viljað reyna? Þótt sumt gæti ekki lánast
var hann allt um það til alls vís um stór-
hug og framkvæmd. Auðmaður, sem bjó
og starfaði í stærstu borg heimsins, Lund-
únum og jafnframt hugsjónamaður, sem
bar hag og heiður Islands fyrir bijósti af
brennandi áhuga.“
Frásögn Kristjáns af því, hvemig Einar
Benediktsson missti í einu vetfangi þau
áhrif í íslenzkum stjómmálum, sem hann
hafði haft, er sérstæð. Þar segir: „Ég fékk
á skólapiltaárum leyfí til að sitja fund í
Stúdentafélagi Reykjavíkur þar sem Einar
Benediktsson var málshefjandi um stjóm-
mál. Hann hafði manna fallegastan
málróm og talaði flestum fremur eins og
sá, sem valdið hafði, orðfærið snjallt og
tignarbragur á hrynjandi málsins. Ræðu
Einars svipaði til blaðaskrifa hans að svo
miklu leyti, sem ég gat áttað mig á inni-
haldi hennar, en víða fannst mér framsetn-
ingin glundroðakennd. Þorrinn af
menntamönnum borgarinnar sat fundinn,
en enginn þeirra kvaddi sér hljóðs eftir
ræðu Einars. Gert var fundarhlé og kaffí
drukkið og að því loknu skyldi fundi hald-
ið áfram, en aftur fór svo að enginn tók
til máls. Var fundi þá slitið. Nokkrum
dögum seinna sagði mér Sigurður Guð-
mundsson síðar skólameistari, að hann
vissi til þess, að Einari Benediktssyni sviði,
að enginn skyldi framar svara neinu, sem
hann skrifaði um stjórnmál.
Hvað hafði gerzt til að svona væri kom-
ið? Ég var þá of ungur til þess að ég
gæti reynt að skilja það af eigin reynslu.
En svo getur virst, sem orðið hafí snögg
þáttaskil í pólitískum ferli Einars Bened-
iktssonar á ógiftusamlegu augnabliki
ógætilegra ummæla."
Kristján Albertsson segir síðan frá því,
að Einar Benediktsson hafi átt viðtal við
„eitt af áhrifamestu blöðum Danmerkur,
ræðir þar um stjórnmál heima í landi sínu,
minnir á að hann sé foringi Landvamar-
flokksins, og segir það skoðun sína, að
allt íslenzkt skilnaðartal sé aðeins „hjal
marklausra manna“ og spyr hvaða lands-
yfírráð Island eigi fremur að kjósa yfir sig
en Danmerkur. Hann telur æskilegt að
danskur prins verði skipaður landstjóri á
íslandi. Þetta mun þykja undarlegasta
ósk, sem fram hefur komið í sjálfstæðis-
baráttu íslendinga."
Kristján Albertsson vitnar í bréf, sem
Jón Sigurðsson frá Kaldaðamesi skrifaði
föður sínum á árinu 1907 til frekari skýr-
ingar á því, sem gerzt hafði vegna við-
talsins við Einar, sem birtist í Politiken:
„Greinin vakti gremju mikla hér meðal
stúdenta, því að meiri hluti þeirra em ein-
dregnir skilnaðarmenn; og jafnvel þótt það
sé nú undan tekið, þá hlýtur flestum að
gremjast þó að ekkert væri annað en
ummæli hans um danska prinsinn. Síðan
var fundur haldinn í Stúdentafélaginu og
hóf Einar þar máls um stjómmálahorfur
heima á Islandi. Varð honum þar skraf-
dijúgt um samþykkt blaðanna (þ.e.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
29
REYKJAVÍKURBRÉF
við það. Athygli vakti hversu fjölmenn
Kammersveitin var á þessum tónleikum
og þá ekki síður hitt, að hún var að mikl-
um meiri hluta til skipuð konum. Að hluta
til voru þar á ferð ungar tónlistarkonur,
sem em við nám erlendis en komu heim
í jólaleyfi og tóku þátt í þessum tónleikum.
Tónleikar Kammersveitarinnar em enn
eitt dæmi um það hvað tónlistarflutningur
hér á íslandi er oft í háum gæðaflokki.
Nokkru áður hafði Pólýfónkórinn ásamt
Sinfóníuhljómsveit íslands flutt Messías
eftir Hándel í Hallgrímskirkju, tvisvar
sinnum fyrir nánast fullu húsi, en á fyrstu
tónleikunum, sem haldnir vom í kirkjunni
eftir vígslu hennar flutti Mótettukórinn
Sálumessu Mozarts. í tengslum við þessa
þrenna tónleika hafa spunnizt nokkrar
umræður um hljómburðinn í kirkjunni og
sýnist sitt hverjum í þeim efnum.
Það ríkir sérstök stemmning yfir tón-
leikum í Hallgrímskirkju. Þau verk, sem
flutt vom á þessum tónleikum öllum, nutu
sín með allt öðrum hætti í þessari kirkju
en ef þau hefðu verið flutt í Háskólabíói
eða öðmm tónleikasölum. Þau vandamál,
sem upp hafa komið í sambandi við hljóm-
burðinn, verður að leysa og þar má
töluverðu kosta til því að Hallgrímskirkja
á eftir að þjóna mikilsverðu hlutverki að
þessu leyti í framtíðinni.Annars segir það
nokkra sögu um þann sess, sem Hallgríms-
kirkja skipar í hugum fólks að á aðfanga-
dagskvöld sóttu um 3000 manns
guðsþjónustur í kirkjunni.
Sjálf stæðisflokkurinn
Skömmu fyrir jól birtust hér í Morgun-
blaðinu tvær greinar, fréttaskýringar um
málefni Sjálfstæðisflokksins, sem unnar
vom af einum blaðamanna Morgunblaðs-
ins. Nokkrar umræður hafa spunnizt um
þessar greinar, bæði í öðram fjölmiðlum
og manna á meðal og þá ekki sízt á vett-
vangi Sjálfstæðisflokksins.
Þess verður vart, að menn velta því
fyrir sér, hvað vaki fyrir Morgunblaðinu
með birtingu greina af þessu tagi og telja
þá gjaman, að einhver djúphugsuð pólitísk
áform liggi þar að baki! Slíkar hugleiðing-
ar em á miklufn misskilningi byggðar. Frá
því að skoðanakannanir fóm að gefa það
til kynna seint í haust, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði tapað umtalsverðu fylgi,
hafa farið fram töluverðar umræður innan
flokksins um það, hvað valdi þessu fylgis-
tapi. Markmið Morgunblaðsins með því að
vinna og birta fréttaskýringar um Sjálf-
stæðisflokkinn einmitt nú er einfaldlega
það að sinna því sjálfsagða hlutverki dag-
blaðs að endurspegla þær umræður og þær
hreyfíngar, sem átt hafa sér stað undan-
famar vikur innan stærsta stjórnmála-
flokks þjóðarinnar.
Greinar af þessu tagi þar sem fjallað
er um innri málefni Sjálfstæðisflokksins
em ekki nýmæli í Morgunblaðinu. Sumar-
ið 1978 birtust í blaðinu fréttaskýringar
m.a. um Sjálfstæðisflokkinn í kjölfar þess
mikla ósigurs, sem flokkurinn beið þá í
sveitarstjórnakosningum og alþingiskosn-
ingum. Þá var ekki síður en nú gengið
býsna nærri sumum af þáverandi forystu-
mönnum Sjálfstæðisflokksins.
Sumir sjálfstæðismenn em þeirrar skoð-
unar, að Morgunblaðið eigi ekki að birta
greinar um innri málefni Sjálfstæðisflokks-
ins. Sú afstaða lýsir gamaldags hugsunar-
hætti bæði að því er varðar hlutverk
dagblaðs á borð við Morgunblaðið og þá
ekki síður á því, hvemig stjórnmálaflokkur
á nú á tímum að taka á vandamálum
sínum. Versti kosturinn er sá að reyna að
þegja þau í hel eða reyna að láta eins og
þau séu ekki til.
Fréttaskýringar þær, sem Morgunblaðið
birti á dögunum em byggðar á samtölum
við mikinn fjölda almennra flokksmanna.
Við vinnslu þeirra var lögð áherzla á að
tala við starfandi flokksmenn á vettvangi
flokksfélaganna en ekki eingöngu við for-
ystulið á Alþingi eða í sveitarstjórnum.
Greinamar lýsa fyrst og fremst viðhorfum
þess fólks, sem talað var við. Þær endur-
spegla að nokkm marki ríkjandi viðhorf
innan stærsta stjómmálaflokks þjóðarinn-
ar. Allar vangaveltur um einhvern dýpri
tilgang með birtingu þeirra em út í hött.
Laugardagur 27. desember
Þessi mynd var tekin á Strikinu í Kaupmannahöfn 1942. Frá v.: Vilhjálmur Finsen, Guðmundur Kamban og Kristján Albertsson.
Áma á eintal við sig út í homi og sagði
við hann:
Segðu mér, heldur þú að ég hafi fremur
haft sóma en hitt af því, sem ég hef verið
að ríma um dagana?"
„Það er óhætt um það Einar að þú hef-
ur haft mikinn sóma af því,“ svarði Árni.
„Það þykir mér gott að heyra,“ sagði
Einar og gekk svo til okkar hinna og við
kvöddum hann.
Ég átti ekki eftir að hitta Einar Bene-
diktsson framar og þegar ég hugsa til
þessara síðustu orða, sem ég heyrði hann
segja, finnst mér að þau hefðu mátt verða
hans andlátsorð. Hvað lá honum mest á
hjarta, þegar hann gamall maður spyr
fomvin sinn Áma Pálsson í trúnaði og
nærri bamslegri einlægni hvort hann hafi
haft sóma af því, sem hann hefur ort?
Hann þurfti sízt að bera kvíðboga fyrir
dvínandi lofgjörð manna um kvæði sín,
en hefur aðeins fundið til óvissu um sinn
eigin dóm, hvort verk sitt hefði lánast eins
vel og hann hefði viljað. Sá efí hlaut að
vera eðlilegur skáldi sem alltaf hafði gert
ströngustu kröfur til listar sinnar í einu
og öllu. Ég heyrði hann eitt sinn tala um
nauðsyn skálda á kröfuhörku við sjálfa sig
og segja:
“Fátt í skáldskap er nógu gott og ekk-
ert getur nokkm sinni orðið of gott.“
Einar Benediktsson átti sér veröld ofar
mannheimum þar sem hann var einn og
vildi vera einn og varðaði ekki um neitt
nema aðeins almáttugan Guð — og sjálfan
sig.“
Hallgrímskirkja
Frá því að Hallgrímskirkja var vígð
hafa verið haldnir þar þrennir meiriháttar
tónleikar. Nú síðast á sunnudag fyrir viku
efndi Kammersveit Reykjavíkur til jólatón-
leika í kirkjunni, sem viðstaddir höfðu
mikla ánægju af. Tónleikar þessir vom
einstaklega vandaðir á allan hátt. Auglóst
var, að listamennirnir gerðu miklar kröfur
til sjálfra sín og var árangur í samræmi
4 W ■. V • "‘i. " VÆ;
Matthías Jochumsson
I
ur um borð. Einar varði allrösklega jafn-
tvísýnan og veikan málstað en sannast að
segja var þar meira um „slagorðin" en
! röksemdirnar og engin áhrif höfðu ræður
hans á aðalskoðanir manna.“
Eftir þessa tilvitnun í bréf Jóns frá
Kaldaðarnesi segir Kristján: „En þótt
stjarna stjómmálamannsins sé á þessum
tíma að hrapa, þá hélt stjarna skáldsins
áfram að hækka hærra og hærra — og
er enn að hækka.
Sumt bendir til að Einar kunni á stund-
um að hafa látið sig dreyma um mikil
völd á íslandi. En ekkert er vitað til sann-
indamerkis um að svo hafí verið. Þó taldi
Einar sig alla tíð eiga meira erindi við
þjóð sína en það eitt að auðga bókmennt-
ir hennar."
Kristján Albertsson lýsir síðasta fundi
sínum með Einari Benediktssyni í Herdís-
arvík á þennan veg: „Við vomm staðnir
upp til að kveðja, þegar Einar kallaði á
Einar Benediktsson
Blaðamannaávarpið) er hann hefði staðið
fyrir. Sagði hann að innan skamms mundi
aðeins einn stjórnmálaflokkur verða til á
Islandi, Landvamarflokkurinn. (Margir
geta sér til, að Einar muni hvorki ætla sér
meira né minna en ráðherra- eða land-
stjóratign á íslandi.) Hann leitaðist við að
skýra, hvað það væri, sem blöðin fæm
fram á með því að svo er ávarpið óljóst
orðað, að hér vissi enginn, hvað átt var
við með „fijálst sambandsland" eða hvers
konar fyrirkomulag það átti að vera. Og
aldrei gat Einar gefið fullnægjandi skýr-
ingu á því. Sigurður Guðmundsson og
Láms H. Bjarnason drógu upp úr vasa
sínum „Politiken" og tóku til máls. Vom
þeir allþungorðir í garð Einars út af grein-
inni og veittu honum allharðar ákúmr . . .
Einar varði sig og allt sem í greininni stóð.
Yrði alltof langt að fara nákvæmlega út
í þá sálma. En allmargar hnippingar og
hnýfilyrði urðu á báða bóga og flugu hnút-
„Nú færir Krist-
ján Albertsson
þennan tíma til
okkar aftur og
raunar fyrri hluta
aldarinnar með
skemmtilegnm
hætti. Fyrir jólin
kom út bók, sem
hefur að geyma
minningar hans
frá langri ævi, en
hann er nú há-
aldraður maður.
Þetta er bók, sem
fólk ætti ekki að
láta fram hjá sér
fara. Það er
óvenjulegt að lesa
frásögn núlifandi
manns af kynnum
við stórskáld á
borð við Matthías
Jochumsson og
Einar Benedikts-
son auk fjöl-
margra annarra.“