Morgunblaðið - 28.12.1986, Page 34

Morgunblaðið - 28.12.1986, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 um. Þetta verður heil kvöldsýning í tvo og hálfan tíma með hléi. Ég tek það reyndar nærri mér að hópurinn skuli þurfa að vinna svona án þess að fá grænan eyri. En mér þykir óumræðilega vænt um það. Ég hef verið svo heppin að fá mjög góða leikara í hvert hlutverk, leikarana, sem ég hefði einmitt óskað mér. Hvað er uð þið mörg? — Við erum 17, 13 fullorðnir leikarar og 4 böm. Guðrún hlær og segir að líklega hefði hún átt að skrifa leikritið fyrir miklu færri leikara, kannski bara 3. En hún skrifaði nú leikritið fyrir 17 manns og 17 manns vildu leika í því. Frammi á gangi hanga myndir og auglýsingar um sýninguna. Ég set upp gleraugun og rýni yfir leikarana og skrifa niður nöfnin þeirra þegar Guðrún er setzt inn í kirkjuna til að stjóma æfingunni. Þar stendur: Leikgerð og leikstjórn: Guðrún Ásmunds- dóttir. Leikarar: Amar Jónsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Karl Guð- mundsson, Jón Hjartarson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Andri Öm Clausen, Hallmar Sigurðsson, Edda V. Guðmundsdóttir, Helga Þ. Stephensen, Helena Jóhanns- dóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Ivar Örn og Daði Sverrissynir. Elín Edda Ámadóttir, Ragnar Kjartanson, Unnur Ösp Stefáns- dóttir, Reinhold Richter og Margrét Guðmundsdóttir. Tónlist: Þorkell Sigurbjömsson. Dansar og hreyfingar: Birgitta Hell- erstedt. Og svo em enn fleiri. Leikhús þarf fleira fólk en leik- ara. Og það þarf ekki sízt áhorf- endur. Ég spyr Guðrúnu í lokin hvort þau hyggist ekki fara í fleiri kirkj- ur þegar vorar og vegir verða auðir og nætumar bjartar. Mér finnst liggja svo í augum uppi að þá verði gott fyrir kirkjufólk úti á landi að fá að sjá leikritið um Kaj Munk í kirkjunni sinni. — Það fer eftir því hvemig þessari guðsþjónustu verðurtekið, segir Guðrún. Þetta á nefnilega að vera guðsþjónusta í leikformi. Við vonum að þetta takist allt. Og aftur er ég komin út í rign- inguna. Fólkið gengur þétt saman á gangstéttinni og smeygir sér af þolinmæði á móti umferðinni. Á jólanótt fýllir þetta fólk kirkj- urnar sínar. Og eftir jólin getur það hitzt í Hallgrímskirkju, séð samstilltan leikhóp sýna frábært leikrit um Kaj Munk. Það er gott til þess að vita. Kaj Munk lætur engan ósnortínn - segir Arnar Jónsson, sem leikur Kaj Munk Amar Jónsson leikur Kaj Munk. Ég spurði hann hvað hefði heillað hann við hlutverkið. — Guðrún hringdi til mín fyrir tæpum tveimur ámm og sagðist vilja lesa leikritið fyrir mig. Ég var þá illa á mig kominn eftir slys. Hún las leikritið fyrir okkur hjón- in og það heillaði okkur vemlega. Það var enginn vafi. Fyrstu áhrif- in, sem ég varð fyrir af Kaj Munk, vom þau að ég sá Orðið í kvik- myndagerð Dreyers. Þau áhrif hafa vaxið jafnt og þétt síðan. Kaj Munk lætur engan ósnortinn. Hann neyðir mann til að spyija einhverra spuminga, sem kannski hittu mig á tímabili, sem slíkar spurningar vom mér nærri. Og svo er ég á þeim aldri sem maður fer að spyija og líta yfir veginn. Ég íhuga það stundum hvort þessu hafí ekki verið ætlaður stað- ur. ADROrnNSJWI sem ekki þarf að nota tækin sín í bili. Ég sé að það þarf að sinna fjarskalega mörgu. Én við verðum að treysta á framkvæmdastjór- ann, segir Guðrún, og hann er nú sjálfur Jesús Kristur. Og nú fer ég að velta því fyrir mér hvem- ig hópnum líði þarna í kirkjunni hans, í sambýli við öll hin, sem líka koma til að sinna sínum kirkjustörfum, kóræfingum, Hallmar Sigurðsson og Arnar Jónsson í hlutverkum Viggós með- hjálpara og Kaj Munk. Leikritið um Kaj Munk guðsþjónusta í leikformi rætt við Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu fótsnyrtingu og fundahöldum. Eg fer að velta því fyrir mér hvernig mér fyndist að halda messur niðri í Iðnó með hóp utan úr bæ og hvernig við féllum inn í þann ramma, sem þegar er þar útmæld- ur og sniðinn. Ég ámálga þetta við Guðrúnu. Hún lýkur lofsorði á hitt fólkið, sem starfar í kirkj- unni. Þau komast þarna öll fyrir og hver hliðrar til fyrir öðrum. — En við erum óvön þeim kröf- um, sem það gerir til leikaranna að flytja leikrit í kirkjunni, segir hún. Hvemig? — Það er erfítt að lýsa því. Það er eins og allt í þessu rými í kirkj- unni verði stærra. Hlutir geta ekki orðið léttvægir. Allt fær tvö- faldan dramatfskan kraft. Við verðum að læra þetta. Það þarf svo mikið minna en í leikhúsinu. Þegar ég skrifaði leikritið hugsaði ég mér t.d. að láta leikara fara dansandi út. En þess þarf ekki. Það er nóg að láta hann ganga út. Þegar maður fer að bæta ein- hveiju við einfaldleikann verður það vitlaust. Og þetta er alltaf einfaldara en við höfðum hugsað í upphafi. En kannski skipta fjár- ráðin líka einhveiju. Þau eru nefnilega engin. Þið fáið ekkert kaup meðan þið eruð að æfa? — Nei, enginn fær neitt kaup. En ég verð alltaf sannfærðari um að svona á þetta að vera. En svo seljum við aðgang að sýningun- Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona sagði í viðtali hér á síðunni í febrúar sl. að sr. Sigurbjörn Ein- arsson biskup hafi komið sér á sporið við leikritsskrifín um Kaj Munk. Hann kallaði hana til sín fyrir hönd Listvinafélags Hall- grímskirkju, en þar hafði verið rætt um hugmyndina að leikhúsi innan kirkjunnar. Nú er draumur- inn orðinn að veruleika og leikrit Guðrúnar um Kaj Munk verður frumsýnt í Hallgrímskirkju hinn 4. janúar, á dánardægri Kaj Munk._ Sýningar verða svo á sunnudögum kl. 16 og mánudags- kvöldum kl. 20.30. Það var á mánudaginn. Fínt sumarregn úðaðist yfir Lauga- veginn og fólkið, sem sífellt rakt þar hvert á annað í jólaös- inni. Samt brosti það. Ég var á Ieið upp í Hallgrímskirkju. Þar var líka mikið um að vera. Smiðir smíðuðu í kirkjunni, inni hjá Ástráði í Biblíufélaginu keypti fólk Biblíur og bækur og í suðurálmunni, þar sem guðsþjónustur voru haldnar áður, hljómaði tónlist. Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld og Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona stóðu á miðju gólfi og hlustuðu. Það var tónlist Þor- kels við leikrit Guðrúnar um Kaj Munk, sem ómaði um kirkj- una. Það verður frumsýnt 4. janúar og æfingar standa sem hæzt. Leikarana drífur að. Æfingin er að hefjast en fyrst á að hella upp á könnuna. Mik- ið er ég fegin. Við spjölluðum í lágum hljóðum meðan þau Þorkell og Guðrún bera saman ráð sín. Það er búið að smíða leiksvið kringum altarið svo að sjáist til leikaranna og þeir 160 áhorfendur, sem geta setið í kirkjunni i einu, þurfi ekki að reigja sig og teygja. Sauma- kona hópsins ráðgerir að sauma fána og leikarar tala um tvar Sverrisson leikur Kaj litla búningana. Þeir eru fengnir að láni hér og hvar en sumt þarf að sauma en annað að kaupa. — Fólkið, sem vinnur héma í kirkjunni er svo hissa á því hvað það er mikil vinna að setja upp leikhús, segir Guðrún. „Þið eruð alltaf að,“ segja þau. Og það er satt. Þetta er gífurleg vinna, sem hópurinn hefur lagt á sig. Eruð þið búin að æfa lengi? — Við ætluðum að hafa frum- sýningu við vígslu kirkjunnar í október og byijuðum í september. En svo hættum við við æfíngar í bili og ákváðum að frumsýna á dánardægri Kaj Munk, 4. janúar. Nú erum við búin að æfa stöðugt í einn og hálfan mánuð. Og frumsýningin verður 4. janúar? — Það er nauðsynlegt. Ekkja Kaj Munk og sonur hans, Lisa og Arne Munk, ætla að sýna okkur þann heiður að vera við frumsýn- inguna. Þau koma 4. janúar og þá verðum við að hafa frumsýn- inguna. Einhver er búinn að kaupa kaffí, bollur og vínarbrauð og kveikja á fjórum kertum aðventu- kransins. Samræðurnar snúast enn um leikbúninga, ljósin og hljómflutningstækin. Ljóskastar- arnir vom fengnir að láni uppi á Skaga en hópinn vantar hljóm- flutningstæki. Kannski þau berist einhvern veginn frá einhveijum,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.