Morgunblaðið - 28.12.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
45
Ríkissjónvarpið:
Elías o g örninn
Elías og örninn er stutt og fal-
lega gerð sjónvarpsmynd fyrir
börn um hreyfihamlaðan strák,
sem tekur ástfóstri við flugdreka
skiýddan erni og sér í honum það
óhefta frelsi, sem hann getur ekki
búið við. Með aðalhlutverk í mynd-
inni, sem sýnd verður í kvöld, fer
Valgeir Ólafsson, 12 ára gamall
hreyfihamlaður strákur úr Laug-
arnesskóla, en leikstjóri og
sögumaður er Þórhallur Sigurðs-
son.
Myndin um Elías og örninn er
framlag íslands til samnorrænnar
barnamyndagerðar fyrir yngstu
aldurshópana en þetta samstarf
gengur undir heitinu „Góð saga
handa litlu börnunum“. Myndin
er gerð eftir sögu Guðrúnar Helgu
Sederholm, kennara, sem hún
sendi inn í hugmyndasamkeppni
ríkissjónvarpsins seipnipart
síðasta vetrar og var verkið síðan
boðið út og fyrirtækið Isfilm hf.
tók framleiðslu þess að sér.
Myndin er augnablikslýsing á
stráknum Elíasi, sem, vegna fötl-
unar sinnar, kemst ekki eins
greiðlega um og félagar hans og
getur ekki tekið þátt í mörgum
þeim leikjum sem þeir stunda
nema sem áhorfandi. Eftir ferð á
náttúrugripasafnið verður örninn
það tákn um frelsi sem fatlaður
líkami Elíasar býr ekki yfír og
ennfrekar svo þegar pabbi hans
gefur honum flugdreka með arn-
armynd á og Elías tekur miklu
ástfóstri við.
Í samtali sagði Guðrún Helga
Sederholm, er sjálf á sjö ára gaml-
an spastískan dreng sem á
flugdreka eins og Elías í mynd-
inni, að hún hafi viljað setja niður
á blað það sem gei-st hefði í lífi
hans í stórum dráttum. Hún skrif-
aði söguna fyrir tveimur árum og
sagði að hún væri helmingi lengri
en fram' kæmi í myndinni, sem
er aðeins 20 mínútna löng. Guð-
rún Helga skrifaði áður bókina
Tvær sögur af Stefáni í tilefni
barnaárs 1978.
„Það sem vakir fyrir mér,“
sagði Guðrún Helga, „er að berj-
ast fyrir bættum kjörum fatlaðra.
Heimur fatlaðra er lokaður fyrir
krökkum. Þeir eiga ekki beinan
aðgang að upplýsingum og hafa
ekki mikið samneyti við fatlaða.
Tilgangurinn með sögunni er að
auka skilning á því að það er til
fólk í þessu þjóðfélagi sem kemst
ekki hjálparlaust ferða sinni en
hefur samt væntingar og tilfinn-
ingar og sama tilverurétt og aðrir.
En það er oft eins og þjóðfélagið
sé aðeins sniðið fyrir 30 ára vinn-
andi karlmenn."
Guðrún Helga sagðist vera
ánægð með hvernig til hefur tek-
ist við að filma söguna. Myndin
var tekin upp á rúmum tveimur
vikum í ágúst sl. að langmestu
leyti í Breiðholtinu. „Ég vildi nota
Breiðholtið í mynd. Það er ekki
mikið gert af því en Breiðholtið
er fallegt á fallegum dögum. Það
skiptast á stór fjölbýlishús og
minni byggðir, jafnvel sveitalegar,
sem henta sögunni vel,“ sagði
Þórhallur Sigurðsson leikstjóri og
bar lof á Valgeir Ólafsson fyrir
frammistöðu hans í myndinni.
Með hlutverk mömmu og pabba
Elíasar fara Guðrún Gísladóttir
og Jón Gunnarsson, kvikmynda-
taka var í höndum Sigurðar
Jakobssonar, Viðar Víkingsson
skrifaði sjónvarpshandritið og
Eðvarð Marx sá um hljóð.
— ai.