Morgunblaðið - 28.12.1986, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 55
AP/Símamynd
• Frá leik Tottenham og West Ham á White Hart Lane á annan í jólum. Spurs vann þar stórsigur á West Ham, 4:0. Alan Dickens, West Ham,
fellir hér Steve Hodge.
Enska knattspyrnan:
*
Arsenal nádi jaf ntef li
á aldarafmælinu
- Allen skoraði tvö mörk í sigri Tottenham og Everton er í 2. sæti*
Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaðsins á Englandi.
Staðan
1. DEILD Arsenal 21 12 6 3 35:11 42
Everton 21 11 5 5 38:19 38
Nott’m Forest 21 11 3 7 42:29 36
Liverpool 21 10 5 6 39:23 35
Tottenham 21 10 5 6 32:23 35
Norwich 21 9 7 5 30:30 34
Sheff. Wed. 21 8 8 5 36:30 32
West Ham 21 8 7 6 31:36 31
Coventry 20 8 6 6 20:19 30
Watford 21 8 5 8 37:28 29
Wimbledon 21 9 2 10 27:26 29
Oxford 21 6 8 7 25:35 26
Man. Utd. 21 6 7 8 26:25 25
QPR 21 6 6 9 22:27 24
Southampton 20 7 3 10 35:41 24
Aston Villa 21 6 5 10 29:43 23
Man. City 21 5 7 9 22:28 22
Leicester 21 5 6 10 23:33 21
Newcastle 21 5 6 10 23:35 21
Charlton 21 5 5 11 19:32 20
Chelsea 21 4 7 10 21:40 19
Úrslit
1. DEILD
Aston Villa — Charlton 2:0
Leicester — Arsenal 1:1
Liverpool — Man. Utd. 0:1
Luton — Watford 0:2
Man. City — Sheff. Wed. 1:0
Newcastle — Everton 0:4
Norwich — Nott’m Forest 2:1
QPR — Coventry 3:1
Southampton — Chelsea 1:2
Tottenham — West ham 4:0
Wimbledon — Oxford 1:1
2. DEILD
Barnsley — Stoke 0:2
Blackburn — Huddersfield 1:2
Bradford — Derby 0:1
Crystal Palace — Brighton 2:0
Grimsby — Oldham 2:2
Leeds — Sunderland 1:1
Millwall — Ipswich 1:0
Plymouth — Portsmouth 2:3
Reading — Birmingham 2:2
Sheff. Utd.-Hull 4:2
Shrewsbury — West Brom. 1:0
3. DEILD
Blackpool —York 2:1
Bolton — Bury 2:3
Bristol R. — Bournemouth 1:3
Chesterfield — Doncaster 4:1
Fulham — Gillingham 2:2
Middlesbrough — Carlisle 1:0
Notts County — Mansfield 0:0
Port Vale — Bristol City 0:0
Rotherham — Darlington 0:0
Swindon — Brentford 2:0
Walsall — Newport 2:0
Wigan — Chester 2:2
Knattspyrna
Reykjavíkurmótið í innanhúss-
knattspyrnu hófst í gær í Laugar-
dalshöll með keppni í yngri
flokkum. Því heldur áfram í dag
og lýkur með úrslitaleik í meist-
araflokki karla, sem hefst klukkan
21.30.
ÍÞRÓTTARÁÐ Kópavogs heldur
hátíð i íþróttahúsinu Digranesi
þriðjudaginn 30. desember og
hefst hún klukkan 17.
Á hátíðinni verða heiðraðir (s-
landsmeistarar og methafar úr
íþróttafélögunum í Kópavogi. Einn-
ig verður kunngjört kjör bestu
ARSENAL hélt upp á aldaraf-
mælið með jafntefli gegn Leicest-
er. Nottingham Forest og
Liverpool töpuðu, en Everton
hélt uppi heiðri Liverpoolborgar
með stórsigri gegn Newcastle og
skaust í 2. sætið. Miðvallarleik-
menn enska landsliðsins léku í
1. skiptið saman með Tottenham
og liðið átti ekki í erfiðleikum með
West Ham. Steve Hodge skoraði
í sínum fyrsta leik með Spurs og
Clive Allen skoraði tvívegis. Þar
með hefur hann skorað 26 mörk
á ti'mabilinu. Chelsea vann sinn
fyrsta sigur í 10 leikjum á kostnað
Southampton og munar nú að-
eins 7 stigum á neðsta og 10.
neðsta liðinu í 1. deild.
Steve Moran kom Leicester yfir
á 8. mínútu með góðu skalla-
marki. Martin Hayes jafnaði úr
vítaspyrnu mínútu fyrir hlé. lan
Wilson, fyrirliði Leicester, varð að
íþróttamanna í þremur aldursflokk-
um, 12 ára og yngri, 13-16 ára og
17 ára og eldri. Einn þeirra fær
síðan sæmdarheitið afreksmaður
ársins 1986.
Það er íþróttaráð Kópavogs
sem stendur að kjörinu í samvinnu
við félögin og er vonast til að viður-
kenningin verði íþróttafólkinu
fara af velli meiddur um miðjan
fyrri hálfleik og skömmu síðar
tognaði Russell Osman, en hann
varð að leika á annarri út leikinn.
Arsenal tókst ekki að nýta sér
þetta, en liðið hefur nú leikið 13
leiki án taps.
Everton sækir á
Everton skaust í annað sætið
er liðið vann Newcastle 4:0. 35
þúsund áhorfendur sáu Everton
leika eins og liðið gerði best, þeg-
ar það varð Englandsmeistari
1985. Trevor Steven skoraði tvö
mörk, en Paul Power og Adrian
Heath sitt hvort.
16 þúsund áhorfendur voru á
leik Aston Villa og Charlton. Villa
er heldur að sækja í sig veðrið og
sigraði örugglega með mörkum frá
Birch og Daley.
hvatning og verðug umbun erfiðis-
ins.
Skólahljómsveit Kópavogs leik-
ur í Digranesi við upphaf hátíðar-
innar og Kórbrotið (úr skólakór
Kársness) syngur nokkur lög. Há-
tíðinni lýkur síðan með glæsilegri
flugeldasýningu Hjálparsveitar
skáta í Kópavogi.
Clive Allen skoraði tvö
West Ham átti ekkert í Totten-
ham, og fengu 39 þúsund áhorf-
endur að sjá 4 mörk heimamanna.
Clive Allen skoraði tvö og lagði upp
eitt sem Chris Waddle skoraði, en
Steve Hodge skoraði annað mark-
ið. Þetta var fyrsti leikur hans með
Spurs og hann byrjaði vel.
Manchester City vann Sheffield
Wednesday 1:0. Hinn 19 ára Paul
Simpson skoraði eina mark leiks-
ins beint úr aukaspyrnu. Leikmenn
Wednesday reyndu hvað þeir gátu
til að jafna, áttu m.a. tvívegis skot
í slá, en mörkin urðu ekki fleiri.
Chelsea sigraði
Colin Clarke skoraði fyrir Sout-
hampton um miðjan fyrri hálfleik
og var það hans 17. mark á tímabil-
inu. Joe McLaughlin jafnaði á 57.
mínútu og John Bumstead skoraði
sigurmark Chelsea þremur mínút-
um fyrir leikslok. Peter Shilton lék
ekki í marki Southampton vegna
meiðsla, og átti varamaður hans,
Eric Nixon, sök á báðum mörkun-
um.
QPR sigraði loksins eftir 9 leiki.
Johnny Byrne, Michael Robinson
og Martin Allen skoruðu fyrir
heimamenn, en Mickey Gynn skor-
aði mark Coventry.
United með tak á Li-
verpool
42 þúsund áhorfendur voro á
Anfield og enn einu sinni máttu
þeir horfa upp á tap gegn United.
I síðustu sjö leikjum Liverpool og
Manchester United á Anfield hefur
heimamönnum ekki tekist að sigra
og finnst mörgum komið nóg. Un-
ited átti meira í leiknum og
Norman Whiteside skoraði sigur-
markið á 78. mínútu.
Wimbledon og Oxford gerðu 1:1
jafntefli. Hodges skoraði fyrir
heimamenn, en Aldridge jafnaði
84. mínútu.
Luton lá á plastinu
Luton tapaði loks á heimavelli
og það tók Watford aðeins 17
mínútur að skorað bæði mörkin.
Gary Porter skoraði af stuttu færi
á 5. mínútu og Kevin Richardson
bætti öðru við skömmu síðar.
Steve Foster lék ekki með Luton
vegna flensu og Peter Nicholas
misnotaði vítaspyrnu.
Stuart Pearce skoraði fyrir For-
est úr aukaspyrnu á 64. mínútu,
en lan Crook og Robert Rosario
svöruðu fyrir Norwich síðasf#1’
stundarfjórðunginn.
Sund:
Íþróttahátíð íDigranesi
Naumttap hjá KR-ingum
Frá Jóhanni Inga Gunnarasynl, fróttaritara Morgunblaðslns I V-Þýskalandi.
KR-ingar töpuðu fyrsta leik
Stórmót Bylgjunnar
sínum gegn Skota Pilsen frá
Tékkóslóvakíu með eins marks
mun, 26:27, á handknattleiksmót-
inu í Vestur-Þýskalandi á föstu-
daginn.
KR-ingar eru nú æfingabúðum
í Vestur-Þýskalandi og taka þar
þátt í fjögurra liða handknattleiks-
moti. Auk þeirra taka þátt í mótinu
vestur-þýsku meistararnir, Essen,
Skota Pilsen, Tékkóslóvakíu og
Gdansk frá Póllandi, sem mætir
Víkingum í 8-liða úrslitum Evrópu-
keppninnar.
Tékkneska liðið Skota Pilsen
hafði fimm marka forystu gegn KR
í hálfleik, 12:17. En í síðari hálfleik
sóttu KR-ingar í sig veðrið og voru
nærri búnir að jafna undir lokin.
Leikurinn var nokkuð góður og
kom frammistaða KR-inga á óvart.
Hans Guðmundssoii var marka-
hæstur með 9 mörk, en síðan kom
Jóhannes Stefánsson með 8.
Gísli Felix Bjarnason, markvörð-
ur KR-inga, komst ekki með til
Þýskalands, þar sem það kom í
Ijós að hann var með blóðeitrun.
KLUKKAN 3 í dag hefst stórmót
Bylgjunnar í sundi í sundhöll
Reykjavíkur. Þrjátíu til fjörutíu
bestu sundmenn þjóðarinnar
taka þátt og verður keppt í tólf
greinum. Um boðsmót er að
ræða, en aðgangur er ókeypis.
Auk landsliðsfólksins koma
Tryggvi Helgason og Árni Sigurðs-
son frá Bandaríkjunum og Ragnar
Guðmundsson frá Danmörku og
keppa á mótinu og einnig fá efni-
legir unglingar tækifæri til að etja
kappi við þá bestu.
Keppt verður í 50 metra bak-
sundi, bringusundi, skriðsundi og
flugsundi karla og kvenna og aul^
þess i 100 metra baksundi og 100
metra skriðsundi karla og kvenna.
Plastprent gefur verðlaunagripi
fyrir hverja sundgrein og einnig
verða veittir afreksbikarar Bylgj-
unnar því sundfólki, sem nær
bestum árangri í mótinu.