Morgunblaðið - 24.01.1987, Síða 3

Morgunblaðið - 24.01.1987, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 3 > Þjóðleikhúsið: Fj árveiting hækk- uð um 28 milljónir Búist við inflúensu- faraldri EKKI hefur inflúensa greinst hér á landi það sem af er vetri, en hún er komin tal- svert á kreik í nálægum löndum. Inflúensa er sjúk- dómur kaldasta tímans á árinu svo búast má við henni hér á landi fljótlega, að sögn Mar- grétar Guðnadóttur, prófess- ors í veirufræðum. „Eg veit um fólk, sem er veikt og með ýmis einkenni inflúens- unnar, en það eru þá aðrar kvefsóttir, sem líkjast inflúensu, enda nóg um slíka sjúkdóma. Inflúensa er árviss gestur hér á landi, en nokkuð mismunandi er hvaða mánuði hún velur sér, des- ember, janúar, febrúar eða mars,“ sagði Margrét. Inflúensa er bráðsmitandi og getur lagt marga á sama heimilinu í rúmið á einum degi þótt smittími sé ekki nema einn til tveir sólar- hringar. Fyrstu einkenni sjúk- dómsins eru hár hiti, beinverkir, hausverkur og hrollur. Síðan hverfur hitinn á þremur til fimm dögum. Inflúensan er vel þekkjan- leg þegar hún hefur á annað borð skotið rótum. Fimm ný um- ferðarljós í Reykjavík BORGARRÁÐ hefur að tillögu yfirverkfræðings umferðar- deildar samþykkt að sett verði upp umferðarljós á fimm gatnamótum í Reykjavík. Umferðarljósin verða á mótum Suðurlandsbrautar og Vegmúla, Bústaðavegar og Suðurhlíðar, Álfabakka og Stekkjarbakka og Stekkjarbakka og Höfðabakka. Þá verða einnig sett upp ljós á vestari gatnamótum Listabrautar og Kringlunnar. UPPHÆÐ sú sem Þjóðleikhúsinu er úthlutað á fjárlögum 1987 hefur verið hækkuð um 28 millj- ónir. Er þessi hækkun ákveðin vegna rekstrarörðugleika Þjóð- leikhússins. Að sögn Þjóðleikhússtjóra, Gísla Alfreðssonar, er fjárveiting vegna endurbóta og viðgerða hin sama og áætluð var í upphafi, 7 xh milljón- ir. „Sú upphæð nýtist okkur mjög vel,“ sagði Gísli, „og ég vil koma því á framfæri að það hefur ekki endilega verið stefna hjá okkur að lagfæra allt húsið á einu og sama árinu. Við erum með 5—10 ára áætlun um viðgerðir og vissulega er hægt að dreifa kostnaðinum á þann tírna." „Við höfum verið að vinna hér með ágætum mönnum sem mennta- málaráðherra hefur skipað til þess að gera úttekt á málum Þjóðleik- hússins og ég get ekki sagt annað en hér ríki mikil bjartsýni eftir það samstarf. Menntamálaráðherra hefur sýnt mikinn skilning á vanda okkar. Við vorum orðin svo svartsýn hér í lok síðasta árs því fjárlagafrum- varpið var okkur mjög óhagstætt. En eftir að Sverrir Hermannsson lét málið til sín taka fóru hlutimir að taka nýja stefnu og voru komnir í ágætar skorður í desember," sagði Gísli Alfreðsson ennfremur. USA KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ ÞEIM NÝJU AMERÍSKU MERCURY TOPAZ GS FRAMHJÓLADRIFINN LUXUSBÍLL MEÐ SJÁLFSKIPTINGU, VÖKVASTÝRI, RAFMAGNSRÚÐUM OG LÆSINGUM, LUXUS INNRÉTTINGU, ÚTVARPI OG ÝMSUM AUKABÚNAÐIÁ AÐEINS kr. 695.000.- FORD BRONCOII ÓSKABÍLL ALLRA JEPPAÁHUGAMANNA, 140HÖVÉL, VÖKVASTÝRI, MIKILL AUKABÚNAÐUR OG VERÐIÐ AÐEINS kr. 995.000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.