Morgunblaðið - 24.01.1987, Page 4

Morgunblaðið - 24.01.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 Árfari lendir heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli. MorKunbiaðið/Bjöm Biðndai ’Wi r W . VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 8 skýjaö Reykjavik 7 þokumóða Bergen 4 skýjað Helsinki -9 skýjað Jan Mayan -2 alskýjað Kaupmannah. 0 slydda Narssarssuaq -8 snjókoma Nuuk -10 alskýjað Osió -5 léttskýjað Stokkhólmur -6 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Algarve 13 þokumóða Amsterdam 6 rlgning Aþena 11 hálfskýjað Barcelona 12 léttskýjað Berifn 2 súld Chicago -19 heiðskfrt Glasgow 5 mistur Feneyjar 2 þoka Frankfurt -1 frostúði Hamborg 2 þoka Las Palmas 20 skýjað London 6 súld Los Angeles 10 skýjað Lúxemborg 0 þoka Madríd 7 skýjað Malaga 15 léttskýjað Mallorca 13 skýjað Miami 14 léttskýjað Montreal -8 snjókoma NewYork -2 léttskýjað París 0 þokumóða Róm 11 þokumóða Vfn 1 alskýjað Washlngton -4 láttakýjað Winnipeg -33 helðskfrt Nefhjól í Fokkerflugvél bilaði í flugtaki: Hjólíð small í rétta stöðu í lendingu á Keflavíkurvelli BILUN kom fram í nefhjóli Ár- fara, Fokkervélar Flugleiða í gærmorgun, þegar vélin var í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli með 47 farþega á leið til ísafjarð- ar. Almannavarnir ríkisins settu í gang hópslysaáætlun á Reykjavikurflugvelli, og síðan á Keflavikurflugvelli þegar ákveð- ið var að lenda vélinni þar. Flugvélin lenti síðan heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli og kom bilunin ekki að sök við lend- inguna. Árfari fór í loftið frá Reykjavík- urflugvelli klukkan 10.06 í gærmorgun og rétt seinna kom í ljós að nefhjólið lagðist ekki upp að vélinni og var auk þess skakkt að sjá. Fyrst í stað var lending undirbúin á Reykjavíkurflugvelli aftur, þar sem aðstæður á Keflavík- urflugvelli voru ekki nægilega góðar vegna veðurs. Flugvélin hringsólaði yfir flugvellinum til að eyða eldsneyti og á meðan var nauð- Iendingin undirbúin á jörðu niðri. Klukkan 11.10 var síðan ákveðið að láta vélina lenda í Keflavík og var nauðlending undirbúin þar í skyndi. Flugvélin lenti síðan heilu og höldnu klukkan 11.27 og við lendinguna small nefhjólið aftur á sinn stað og tók eðlilega við vélinni þegar hún lenti. Ónnur Fokkervél var send til Keflavíkur og flutti hún farþegana úr Arfara til ísafjarðar skömmu eftir hádegið. Að sögn Margrétar Hauksdóttur í kynningardeild Flug- leiða var Árfari rannsakaður í Keflavík en ekki var ljóst hvað hafði bilað. Nýbúið var að skipta um nef- hjólið og allan búnað sem því fylgdi en flugvélin'var öll endumýjuð, og þar með þessi búnaður, eftir að hún rann út á Suðurgötu í Reykjavík í flugtaki um mitt síðasta ár. I samtali við Guðjón Petersen framkvæmdastjóra Almannavama ríkisins kom fram að þegar tilkynn- ing baret um erfiðleika flugvélar- innar hefði hópslysaáætlun almannavama verið sett af stað og allt gengið snurðulaust fyrir sig. Áætlunin felst í stómm dráttum í því að slökkvilið Reykjavíkurflug- vallar fer í viðbragðsstöðu á ákveðnum stað eftir því hvaða flug- braut á að nota við lendinguna, greiningarsveit frá Borgarspítalan- um fer í viðbragðsstöðu í neyðarbíl, sjúkrahúsum er gert viðvart og þar hafinn undirbúningur samkvæmt hópslysaáætlun spítala, lögreglan setur af stað ákveðna áætlun og sendir em menn með fjarskiptatæki í flugturn til að stjóma aðgerðum. Lögreglan sér síðan um að halda hreinum götum, bæði til að hindra að almenningur komist á flugvöllinn og eins er viðbúnaður við fyrir- hugaðar akstursleiðir milli flugvall- ar og sjúkrahúsa. Þá em björgunarsveitir kallaðar út í bæki- stöðvar sínar. Þegar ákveðið var að lenda í Keflavík fór svipuð áætlun af stað þar, á vegum almannavarnamefnda Suðumesja og Keflavíkurflugvallar. Einnig var undirbúin för greining- arsveitarinnar með þyrlu til Keflavíkurflugvallar, og björgunar- sveitir vom sendar af stað, en þessara sveita varð ekki þörf þar sem lendingin gekk að óskum. Farþegar stíga úr úr flugvélinni eftir lendinguna á Keflavíkur- flugvelli. Hugað að nefhjóli Árfara eftir lendinguna. Flugleiðir: Ameríkuflug féll niður vegna snjókomu vestra FLUG á vegum Flugieiða til New York og Baltimore féll niður á fimmtudag vegna fannfergis og mikillar snjókomu á austur- strönd Bandaríkjanna. Flugvellir í New York og Baltin- more Iokuðust vegna snjókomunnar en í síðamefndu borginni var eitt fet af jafnföllnum snjó á fimmtu- dag. Þykir mönnum þetta tíðindum sæta í samanburði við sumarveðrið sem ríkt hefur á íslandi undanfama daga. Farþegar sem áttu bókað far til Bandaríkjanna á fimmtudag ko- must vestur um haf á föstudag, en þá var áætlunarflug til Banda- ríkjanna með eðlilegum hætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.