Morgunblaðið - 24.01.1987, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987
11
andstæðingum og þá getur hrein
hending ráðið úrslitum. Keppend-
urnir voru heldur ekki öfundsverðir
fyrir þá sök að fyrir fram var ekki
vitað hvaða árangri þyrfti að ná til
að komast áfram. Allt þetta olli því
að aðeins helmingur norrænna stór-
meistara mætti til leiks, hinir vildu
ýmist tefla annars staðar eða gátu
ekki sætt sig við fyrirkomulagið.
í dönsku pressunni sendi Bent
Larsen þeim tóhinn sem hann taldi
ábyrga fyrir mótinu og það er
líklegt að hann muni nú endanlega
snúa bakinu við Danmörku og tefli
framvegis undir merki Argentínu,
en þar hefur hann sest að.
Fyrirfram var heimamaðurinn
Simen Agdestein talinn sigur-
stranglegastur, eftir góða frammi-
stöðu að undanfömu. Hann var
einnig stigahæstur þátttakenda.
Hann fór hins vegar hægt af stað
á meðan Jóhann Hjartarson vann
þtjár fyrstu skákimar. Þá fór Jó-
hann að taka hlutunum fullrólega,
hann gerði fjórar næstu jafntefli
og með afar mikilvægum sigri yfir
Agdestein tók Emst ömgga for-
ystu. Eftir slæmt tap Jóhanns fyrir
komungum og efnilegum Svía,
Hellers, í næstsíðustu umferð varð
baráttan um annað sætið gífurlega
spennandi. Jóhanni tókst að halda
því með því að sigra Guðmund Sig-
urjónsson í síðustu umferðinni og
ljóst var að hann myndi verða efst-
ur á stigum. Jón L. Ámason byrjaði
svo illa að hann átti ekki möguleika
að komast áfram nema úrslit í
mörgum skákum yrðu honum hag-
stæð í síðustu umferðinni. Hann
lagði sitt af mörkum, mátaði Agde-
stein með glæsibrag, en það dugði
aðeins í fjórða sæti, því Jóhann og
Hellers unnu báðir.
Það kemur auðvitað mjög á óvart
að Emst skuli skjóta stórmeisturum
ref fyrir rass, en hann er afskap-
lega hvass skákmaður sem er til
alls vís á góðum degi. Svissneska
kerfið gaf honum einnig vind í bak-
ið, því eftir að Jóhann sigraði hann
örugglega í annarri umferð fékk
hann fremur þægilega andstæðinga
í næstu skákum.
Guðmundur og Sævar vom báðir
langt frá sínu bezta á mótinu.
Æfingarleysi kann að hafa valdið
því að þeir komust aldrei í gang.
Þó Islendingar megi þokkalega
við niðurstöðu þessa móts una verð-
ur það að segjast að það er hálfgerð
óvirðing við heimsmeistarakeppn-
ina að láta úrslit svæðamóts ráðast
af níu skákum tefldum eftir svissn-
esku kerfi. Því miður virðist sem
íslendingar séu eina Norðurlanda-
þjóðin sem kann að halda alþjóðlegt
skákmót á sómasamlegan hátt og
næst er líklega rétt að huga að því
í tíma að fá mótið hingað til lands.
Við skulum að lokum líta á tvær
skákir frá mótinu í Gausdal. Fyrst
er það innbyrðis viðureign þeirra
sem komust áfram.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Thomas Ernst
Kóngsindversk vörn.
I. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rf3
- Bg7, 4. g3 - 0-0, 5. Bg2 - d6,
6. 0-0 - Rc6, 7. Rc3 - a6, 8. h3
- Hb8, 9. Be3
Upp á síðkastið hefur oftast ver-
ið leikið hér 9. e4 — b5, 10. e5 og
baráttan verður mjög tvísýn.
9. - b5, 10. Rd2 - Ra5?!
Teórían mælir með 10. — Bd7
og þessi skák kemur ekki til með
að breyta því mati.
II. cxb5 — axb5, 12. b4 — Rc4,
13. Rxc4 - bxc4, 14. b5 - d5,
15. a4 - Bf5, 16. a5 - Dd7
Hvítur er kominn með stórhættu-
Jóhann Hjartarson
legt frípeð á a-línunni og svartur
getur aðeins treyst á óvisst mótspil
á miðborði og kóngsvæng.
17. h4 - Rg4, 18. Bf4 - e5, 19.
dxe5 — d4
20. Bc6 - dd8, 21. Bg5! - f6,
22. exf6 - Bxf6, 23. Bxf6 -
Rxf6, 24. Ra2
Tilraunir Emst til að grugga
vatnið hafa kostað hann peð og þó
þessi riddari lendi úti á kanti reyn-
ist það ekki koma að sök.
24. - d3, 25. Da4! - Dd4, 26. e3
- Dg4?
Eftir þetta kemur hvíta frípeðið
til með að kosta svart liðstap, án
þess að hann fái fullnægjandi gagn-
færi á kóngsvæng. Nauðsynlegt var
því að leika 26. — Dc5 til að drottn-
ing svarts geti haft auga með
frípeðinu.
27. a6 - Be6, 28. a7 - Ha8, 29.
Rc3 — Rh5, 30. b6! - Rxg3
örvænting, en svartur gat ekki
beðið eftir 31. Bxa8 — Hxa8, 32.
Dc6.
31. fxg3 — Dxg3+, 32. Bg2 —
Dxe3, 33. Khl - Dg3, 34. Re4 -
Dxh4+, 35. Kgl - Bd5, 36. Dd7
- Hfd8, 37. Dxc7 - Hac8, 38.
Rf6+ — Kh8, 39. De5 og svartur
gafst upp.
Sú þjóðhollusta Agdesteins að
tefla norska afbrigðið í spánska
leiknum reyndist honum dýrkeypt,
því hann beitti þvi í báðum skákun-
um sem hann tapaði. Fyrst tapaði
hann illa gegn Emst, en meðferðin
sem hann og afbrigðið fengu í
síðustu umferð var vægast sagt
hroðaleg:
Hvítt: Jón L. Arnason
Svart: Simen Agdestein
Spánski leikurinn
1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5
- a6,4. Ba4 - b5, 5. Bb3 - Ra5
Helsti tilgangurinn með þessu
afbrigði virðist vera að mana hvítan
út í fómina 6. Bxf7*!?
6. 0-0 - d6, 7. d4 - Rxb3, 8.
axb3 - f6, 9. Rh4
Emst lék hér 9. c4 — b4, 10.
Rh4 - Re7, 11. Be3.
9. - Re7, 10. f4! - Bb7, 11. d5
— c6,12. c4 — exf4,13. Hxf4 — g5
Ef svartur tekur ekki manns-
fómina situr hann uppi með alveg
óvirka stöðu.
14. Dh5+ - Kd7, 15. Hxf6 -
Db6+, 16. Khl - gxh4, 17. Df7
- Hd8
18. Hxd6+! - Kc8, 19. De6+ -
Kb8, 20. Hxd8+ - Dxd8, 21.
De5+ - Ka8, 22. Dxh8 - Rg6,
23. Dd4
Hvítur er nú orðinn skiptamun
og tveimur peðum yfir og á því
gjömnna stöðu.
23. - c5, 24. Df2 - Bd6, 25. Rc3
- bxc4, 26. Rb5 - Bb8, 27. Dxc5
- h3, 28. Be3 - hxg2+, 29. Kxg2
Mun einfaldara var 29. Kgl, því
þá má svara 29. — Re5, 30. Db6
- Dc8 með 31. Rd6! og svartur
getur gefíst upp.
29. - Re5, 30. Db6 - Dc8, 31.
h3 - Rd7, 32. Dd4 - Dg8+, 33.
Kfl - Dg3, 34. d6! - Dxh3+, 35.
Kel - Dhl+, 36. Kd2 - Dg2+,
37. Kc3 - Bxe4, 38. Hxa6+ -
Kb7, 39. Ha7+ - Kc8, 40. Dh8+
- Rf8, 41. Dxf8 mát.
essemm sIa