Morgunblaðið - 24.01.1987, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987
Athugasemd vegna
greinar um hvalveiðar
eftir Jóhann
Sigurjónsson
I Morgunblaðinu þann 15. janúar
sl. birtist. grein eftir Kristján Lilli-
endahl líffræðing undir yfirskrift-
inni „Um hvalveiðar". Flest það,
sem sagt er í greininni snertir fyrst
og fremst pólitíska sögu hins svo-
nefnda hvalamáls. Höfundur víkur
samt nokkuð að hlut Hafrann-
sóknastofnunar að málinu. Athygli
vekja ómaklegar aðdróttanir í garð
stofnunarinnar og verður ekki kom-
ist hjá að gera við þær nokkrar
athugasemdir.
Engum dylst að saga hvalveiða
er saga ofveiði og rányrkju. Þar eru
fyrri alda veiðar við Island ekki
undanskildar, þó hófsemi hafi verið
gætt á síðastliðnum áratugum.
Þessi saga er auðvitað til þess fall-
in að draga af lærdóm um hversu
viðkvæmar og vandmeðfarnar auð-
lindir hafsins eru. Enginn vafi er
t.d. á, að sóknartakmarkanir í hval-
veiðum Islendinga undanfarna fjóra
áratugi hafa orðið til þess, að hér
hefur tekist að halda uppi blómleg-
um rekstri hvalveiðiútgerðar senni-
lega um lengri tíma en þekkist
annars staðar.
Á undanförnum 10 árum hefur
veiðistjórnunin hins vegar færst að
mestu í hendur Alþjóðahvalveiði-
ráðsins og vísindanefndar þess.
Nefndina skipa fulltrúar hvað-
anæva úr heiminum. Öllu jafna fer
ráðið eftir ráðleggingum vísinda-
manna, þó þar séu undantekningar
á, t.d. var ákvörðun ráðsins um
veiðistöðvun ekki samkvæmt ráð-
leggingu vísindanefndarinnar.
Hlutverk okkar á stofnuninni hefur
því verið að afia gagna, sem ráðið
hefur óskað eftir, og að taka þátt
í árlegri úttekt vísindanefndarinnar
á hvalastofnunum, þar sem lagðar
eru til grundvallar bestu fáanlegu
upplýsingar á hverjum tíma. Það
er því regin misskilningur að halda
að veiðikvótar á langreyð hafi ein-
ungis verið háðir duttlungum okkar
á Hafrannsóknastofnuninni.
Það er hins vegar rétt hjá grein-
arhöfundi, að allri rannsóknarstarf-
semi í landinu er mjög þröngur
stakkur búinn og e.t.v. er vandinn
mestur hjá þeim er starfa við Há-
skóla íslands. En að tengja fjár-
hagsvanda rannsókna okkar og
viðbrögð við óskum sjávarútvegs-
ráðherra um að samin yrði ítarleg
áætlun um hvalrannsóknir, er í
hæsta máta ósmekklegt. í raun var
Hafrannsóknastofnunin hér ein-
ungis að sinna skyldum sínum sem
lögbundinn rannsóknaraðili að lif-
andi auðlindum íslenska hafsvæðis-
ins, en hvalir eru vitaskuld ein
þessara auðlinda.
Ekki eru dylgjur um óeðlileg
tengsl Hafrannsóknastofnunar og
Hvals hf. heldur svara verðar. En
Kristján telur einnig við hæfi að
efast um lögmæti hvalveiða í
vísindaskyni.
Mér fróðari menn hafa ijallað
um þennan þátt og komist að sam-
dóma áliti um lögmæti veiðanna
samkvæmt alþjóðlegum lögum og
reglum. En að efna til veiða af
þessu tagi krefst þess, að alvarlega
sé að öllum þáttum rannsóknanna
staðið. Ekki hygg ég að nokkur
hafi í alvöru ásakað okkur á Haf-
rannsóknastofnuninni um að hafa
slegið af faglegum kröfum okkar í
þessu tilliti. Áætlun stofnunarinnar
um eflingu hvalrannsókna árin
1986—1989 var enda samin með
það eitt í huga, að bæta þekkingu
okkar á ástandi hvalastofnanna og
tryggja þar með sem skynsamleg-
asta nýtingu þessarar auðlindar í
framtíðinni.
Jóhann Sigurjónsson
„Engnm dylst að saga
hvalveiða er saga of-
veiði og rányrkju. Þar
eru fyrri alda veiðar við
Island ekki undanskild-
ar, þó hófsemi hafi
verið gætt á síðastliðn-
um áratugum. Þessi
saga er auðvitað til þess
fallin að draga af lær-
dóm um hversu við-
kvæmar og vandmeð-
farnar auðlindir
hafsins eru.“
Það er einnig rétt að geta þess
að áætlun okkar er fyrsta heild-
stæða langftímaáætlun um hval-
rannsóknir, sem fram hefur komið
í tengslum við yfirlýsta stefnu Al-
þjóðahvalveiðiráðsins um gagngera
úttekt á hvalastofnum heims. Sýni
aðrar þjóðir álíka vilja til eflingar
hvalrannsókna og hér er gert, verð-
ur vandi verndunar og skynsam-
legrar nýtingar hvalastofna heims
annar og minni. Að halda því fram,
að áætlun okkar geti að einhveiju
leyti talist geta skapað slæmt for-
dæmi öðrum þjóðum, er því með
öllu marklaus fullyrðing.
Það er hins vegar aldrei svo, að
okkar mannanna verk séu það full-
komin, að þau séu með öllu
óumdeilanleg. Og eflaust má deila
um framkvæmd eða væntanlega
gagnsemi einstakra þátta rann-
sóknaráætlunar stofnunarinnar.
Staðreyndin er hins vegar sú, að
enginn vísindamaður, innlendur eða
erlendur, hefur sýnt fram á annað
en að rannsóknirnar séu afar líkleg-
ar til að gefa mikilsverðar upplýs-
ingar um ástand stofnanna. Það er
auðvitað kjarni málsins. Og þar
breyta engu háðslegar glósur
Kristjáns um að enginn sé þessu
sammála nema „dýralæknir hjá
Hval hf., Lambertsen að nafni“.
Umræddur Dr. Richard Lambert-
sen, aðstoðarprófessor við Flórída-
háskóla, er reyndar einn af tugum
vísindamanna, sem hér hafa starfað
undanfarin ár. Hann telur eins og
margir aðrir sem vel til þekkja, að
með áframhaldandi rannsóknum
hér verði mikilsverðum upplýsing-
um safnað, sem ekki fást á annan
hátt. En það vegur ekki þungt hjá
greinarhöfundi, heldur er sá kostur-
inn valinn að gera viðkomandi
vísindamenn tortryggilega í sem
flestu. Slík skrif dæma sig auðvitað
sjálf, en torvelda óneitanlega heil-
brigð skoðanaskipti.
Höfundur er sjá varlíffræðingur
og sérfræðingvr á Hafrannsókna-
stofnuninni í hvairannsóknunt.
Talmeina-
fræðingur í
læknastöð-
inni í Glæsibæ
BRYNDÍS Guðmundsdóttir tal-
meinafræðingur liefur opnað
stofu í Læknamiðstöðinni hf. í
Glæsibæ þar sem hún mun taka
til greiningar og meðferðar börn
og fullorðna sem eiga við tal-
mein eða málörðugleika að
stríða.
Bryndís lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
vorið 1978 og B.Ed.-prófi frá Kenn-
araháskóla Islands vorið 1981.
Hún er nýkominn úr masters-
námi í heymar- og talmeinafræðum
við University of Tennessee, Knox-
ville í Bandaríkjunum. Námið við
skólann er viðurkennt af hinum
amerísku samtökum heyrnar- og
talmeinfræðinga (American Speech
and Hearing Association) og fylgir
þeirra kröfum varðandi bæði fræði-
lega þáttinn í náminu svo og
verklega þjálfun.
Námið var fólgið í þjálfun varð-
andi greiningu og meðferð tal-
ineina, meðfæddra sem áunninna,
s.s. þjálfun einstaklinga með klofinn
góm, endurhæfingu einstaklinga
sem hlotið hafa sköddun á talsvæð-
um heilans, meðferð einstaklinga
sem eiga við ýmiss konar radd-
vandamál að stríða, s.s. barkasjúkl-
inga, þjálfun einstaklinga með
framburðarvandamál, seinkaðan
málþroska og stam.
Heyrnarfræðiþátturinn var fólg-
inn í greiningu (heyrnarmælingu),
meðferð og endurhæfíngu heymar-
skertra, bæði barna og fullorðinna,
s.s. heymar- og talþjálfun, þjálfun
í notkun og meðferð heyrnartækja,
varalestri o.s.frv. Einnig hlaut hún
sérstaka þjálfun í Verbo-Tonal-
aðferð sem er oral/aural-aðferð í
kennslu heyrnarskerta.
Viðtalstímar verða fyrst um sinn
á þriðjudögum og föstudögum í
Læknastöðinni hf. Bryndís starfar
einnig við Heyrnleysingjaskólann.
(Úr fréttatilkynningu.)
MI/l3MAL33l/lflUOUð -*
DÓMKIRKJAN: Laugardaginn
17. janúar. Barnasamkoma í
kirkjunni kl. 10.30. Egill og Ól-
afía. Sunriudag: Messa kl. 11.
Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa
Guðspjall dagsins:
Matt. 8: Jesús gekk ofan
af fjallinu.
kl. 14. Gunnar Eyjólfsson leikari
prédikar. Fermingarbörn lesa
bænir og ritningartexta. Sr. Þórir
Stephensen. Dómkórinn syngur
við báðar messurnar. Organisti
Marteinn H. Friðriksson. Hann
leikur á orgelið í 20 mín. fyrir
messuna kl. 11.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna-
samkoma í Foldaskóla í Grafar-
vogshverfi laugardaginn 24.
janúar kl. 11 árdegis. Barnasam-
koma í safnaðarheimili Árbæjar-
sóknar sunnudag kl. 10.30
árdegis. Guðsþjónusta í safnað-
arheimilinu kl. 14. Organisti Jón
Mýrdal. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson.
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Barnaguðsþjónusta í Breiðholts-
skóla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti Daníel Jónasson. Sr.
Gísli Jónasson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Gestir frá Kristileg-
um skólasamtökum koma í
heimsókn. Viðbótarmöppur til-
búnar. Guðrún Ebba Ólafsdóttir
og Elín Anna Antonsdóttir. Guðs-
þjónusta kl. 14. Lokasamvera
samkirkjulegs starfs 1987. Óskar
Jónsson frá Hjálpræöishernum
prédikar og fulltrúar annarra trú-
arsamfélaga taka þátt í messu-
flutningnum. Organisti Guðni Þ.
Guðmundsson. Æskulýðsfélags-
fundur þriðjudagskvöld. Félags-
starf aldraðra miðvikudagseftir-
miðdag. Sr. Ólafur Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðarheimil-
inu við Bjarnhólastíg kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Guös-
þjónusta kl. 10. Sr. Jón Kr. ísfeld.
FELLA- og Hólakirkja: Laugar-
dag: Barnasamkoma í Hóla-
brekkuskóla kl. 14. Sunnudag:
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Ragnheiður Sverrisdóttir mess-
ar. Organisti Guðný Margrét
Magnúsdóttir. Fundur í æsku-
lýðsfélaginu mánudagskvöld kl.
20.30. Sr. Hreinn Hjartarson.
FRÍKIRKJAN í Reykjavik: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðspjallið
í myndum. Barnasálmar og smá-
barnasöngvar. Afmælisbörn
boðin sérstaklega velkomin.
Framhaldssaga. Við píanóið Pav-
el Smid. Sr. Gunnar Björnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Messa kl. 14.
Fyrirbænir eftir messu. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór
S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam-
koma og messa kl. 11. Sr. Karl
Sigurbjörnsson. Þriðjudag 27.
jan.: Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
10.30. Beðið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr.
Tómas Sveinsson. Messa kl. 14.
Sr. Arngrímur Jónsson. Organ-
leikari Orthulf Prunner.
KÁRSNESPRESTAKALL: Fjöl-
skylduguðsþjónusta í Kópavogs-
kirkju kl. 11. Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Óskastund
barnanna kl. 11. Söngur, sögur,
myndir. Þórhallur Heimisson og
Jón Stefánsson sjá um stundina.
Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr.
Sigurður Haukur Guðjónsson.
Organisti Jón Stefánsson. Ferm-
ingarbörn og foreldrar þeirra
hvattir til þess að mæta. Sóknar-
nefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Barna-
guðsþjónsta kl. 11. Messa kl.
14.00. Altarisganga. Kirkjukaffi
eftir messu á vegum Kvenfélags
Laugarnessóknar. Þriðjudag 27.
jan.: Bænaguðsþjónusta kl. 18.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Laugardag: Sam-
verustund aldraðra kl. 15—17.
Myndasýning úr hálendisferðun-
um síðastliðið sumar. Sr. Frank
M. Halldórsson. Sunnudag:
Barnasamkoma kl. 11. Munið
kirkjubílinn. Sr. Guðmundur
Óskar Ólafsson. Guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson.
Þriðjudag og fimmtudag: Opið
hús fyrir aldraða kl. 13—17. Mið-
vikudag: Fyrirbænamessa kl.
18.20. Sr. Frank M. Halldórsson.
Fimmtudag: Biblíulestur kl.
18.30. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson.
SELJASÓKN: Barnaguðsþjón-
usta í Seljaskóla kl. 10.30.
Barnaguðsþjónusta í Öldusels-
skóla kl. 10.30. Guðsþjónusta í
Ölduselsskóla kl. 14. Altaris-
ganga. Þriðjudag: Æskulýðsfé-
lagsfundur íTindaseli 3 kl. 20.00.
Sóknarprestur.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Eirný og Solveig Lára tala við
börnin og stjórna söng. Guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Sig-
hvatur Jónasson. Opið hús fyrir
unglingana mánudagskvöld kl.
20.30. Sr. Solveig Lára Guð-
mundsdóttir.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila-
delfía: Sunnudagaskóli kl. 11.
Safnaðarguðsþjónusta kl. 14.
Ræðumaður Einar Gíslason
yngri. Almenn guðsþjónusta kl.
20.
DÓMKIRKJA Krists Konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa
kl. 14. Rúmhelga daga er lág-
messa kl. 18 nema á laugardög-
um þá kl. 14.
MARÍKUKIRKJA Breiðholti: Há-
messa kl. 11.
KFUM & KFUK, Amtmannsstig.:
Hátíðarsamkoma kl. 20.30 á veg-
um KSS og KSF í tilefni af því að
á síðasta ári urðu félögin tvö
samtals 90 ára. Upphafsorð:
Hrund Þórarinsdóttir. Litið um
öxl: Sr. Ólafur Jóhannsson. Ein-
leikur: Gítar Hannes Guðrúnar-
son. Hugleiðing: Sr. Guðni
Gunnarsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 14. Almenn
samkoma kl. 20.30. Deildarstjór-
arnir major Dóra og Ernst
Olofsson stjórna og tala.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Barnasamkoma í Lágafellskirkju
kl. 11. Messa á Mosfelli kl. 14.
Sr. Birgir Ásgeirsson.
GARÐASÓKN: Barnasamkoma i
Kirkjuhvoli kl. 11. Stjórnandi:
Halldóra Ásgeirsdóttir.
BESSASTAÐAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Sigurður
Helgi Guðmundsson messar.
Álftaneskórinn syngur, stjórn-
andi John Speight. Organisti:
Þorvaldur Björnsson.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Hámessa kl. 14.
VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta í
Bessastaðakirkju kl. 14. Sr. Sig-
urður Helgi Guðmundsson.
H AFN ARFJ ARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 10.30. Munið
skólabílinn. Samkirkjuleg guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Húbert
Ormeus prestur kaþólskra préd-
ikar. Organisti Helgi Bragason.
Sr. Gunnþór Ingason.
FRÍKIRKJAN í Hafnarf.: Barna-
samkoma kl. 11. Sr. Einar Eyj-
ólfsson.
KAPELLAN St. Jósefsspítala:
Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga
lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Barnastarf kl. 11. Messa kl. 14.
Eftir messu bjóða fermingarbörn
kirkjugestum í kaffi í safnaðar-
salnum. Sr. Þorvaldur Karl
Helgason.
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Barnastarf kl. 11. Sr. Þorvaldur
Karl Helgason.
KEFLAVIKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Munið skóla-
bílinn. Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti: Þorvarður Björnsson.
Sóknarprestur.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl. 11. Sp Hjörtur Magni
Jóhannsson.
HVALSNESSÖFNUÐUR: Sunnu-
dagaskóli kl. 14 í grunnskólanum
í Sandgerði. Sr. Hjörtur Magni
Jóhannsson.
ÞORLÁKSKIRKJA: Barnamessa
kl. 11. Sr. Tómas Guðmundsson.
KOTSTRANDARKIRKJA: Messa
kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson.
AKRANESKIRKJA: Kirkjuskólinn
í safnaðarheimilinu Vinaminni í
dag, laugardag, kl. 13.30. Bama-
samkoma sunnudag kl. 10.30 í
kirkjunni og messa kl. 14. Mess-
að í dvalarheimilinu Höfða kl.
15.15. Organisti Jón Ól. Sigurðs-
son. Sr. Björn Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Messað
í Borgarneskirkju kl. 11. Sóknar-
prestur.
ALÞJÓÐA bænavikan. Samkoma
í kvöld kl. 20.30 í Fíladelfíukirkj-
unni.
MM3MAl8aHflUaU3 - WI/13MA1831/IÍ1UQU2 - l/IM3MAl83l/MUaU8~ i/li/l3MAL83l/MUaU8