Morgunblaðið - 24.01.1987, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987
Háskólinn XI:
Heimspekideildin
- almenn fræðslu-
og vísindadeild
eftirÞórð
Kristinsson
Heimspekideildin varð til 1911
er háskólinn var stofnaður og voru
kennslugreinar upphaflega íslensk
fræði og forspjallsvísindi (heim-
speki), en deildinni ætlað að verða
almenn fræða- og vísindadeild.
Fyrsta veturinn voru engir nem-
endur skráðir í heimspekideild, en
hálfri öld síðar, eða árið 1960,
voru 278 nemendur í deildinni og
26 kennarar, þar af 8 prófessorar.
Nú eru þar 956 nemendur, yfir
þijú hundruð námskeið á skrá og
15 möguleg lokapróf, auk fram-
haldsnáms til cand.mag.-prófs í 5
greinum; einnig er kostur á tveggja
ára námi í islensku fyrir erlenda
stúdenta sem dregur að æ fleiri
útlendinga; í vetur um fimmtíu
talsins.
Meginaðsetur heimspekideildar
og skrifstofa er í Ámagarði, en
að öðru leyti er ekki unnt að tala
um einn fastan samastað. Kennsl-
an er dreifð um húsnæði háskólans
og svo er einnig um aðsetur kenn-
ara; flestir eru í Ámagarði, en
aðrir í aðalbyggingu, Norræna
húsi, Aragötu 14, Bjarkargötu 6
og víðar.
Við deildina eru 45 fastir kenn-
arar, auk u.þ.b. 60 stundakennara
sem ýmist starfa utan skólans eða
vinna að rannsóknum á einhverri
hinna fimm stofnana deildarinnar
eða á annarri tveggja sem tengjast
henni.
Fyrir þá sem ekki þekkja til er
heiti heimspekideildar engan veg-
inn fræðandi um hvað þar fer fram.
Lengi framan af voru námsgreinar
einungis þær tvær sem að ofan
greinir og vom íslensk fræði í
reynd eina nýmælið í kennslugrein-
um er háskólinn var stofnaður;
hinar greinamar, læknisfræði,
guðfræði og lögfræði höfðu áður
verið kenndar í embættismanna-
skólunum og svo var einnig um
forspjallsvísindin sem kennd voru
í prestaskólanum. En er tímar liðu
voru teknar til kennslu í heipi-
spekideild margs konar óskyldar
fræðigreinar sem sumar hverjar
hafa vaxið upp til að verða nýjar
deildir í háskólanum. Greinar sem
slitu bamsskónum í heimspekideild
og eiga nú heima annars staðar
eru t.a.m. landafræði, jarðfræði,
stærðfræði, efnafræði og eðlis-
fræði, sem fluttust í verkfræðideild
árið 1965 er hafin var þar kennsla
til BA-prófs (síðar BS-prófs) í
raungreinum og tilheyra nú raun-
vísindadeild; og hið sama á við um
sálarfræði, uppeldisfræði og bóka-
safnsfræði, sem fluttust úr heim-
spekideild yfír í félagsvísindadeild
við stofnun hennar 1976.
Hér er ekki vettvangur til að
rekja allar breytingar á námi í
deildinni og fyrirkomulagi þess í
gegnum tíðina, en látið nægja að
nefna að í fyrstu var einungis gert
ráð fyrir meistaraprófi í íslenskum
fræðum, síðar kom kennaraprófíð
í sömu grein, sem fyrst var haldið
1935 og var undanfari kandidats-
prófsins — og loks var BA-nám í
íslensku, ensku, frönsku, þýsku og
latínu tekið upp í deildinni árið
1942. Danska og sænska bættust
við 1946, gríska og norska 1950
og árið 1951 íslandssaga, mann-
kynssaga og ýmsar raungreinar
svo sem að framan getur.
Með reglugerðinni árið 1942 um
BA-námið, sem tekur 3—4 ár, var
í reynd verið að koma fastri skipan
á nám, einkum í erlendum tungu-
málum, sem þegar var til staðar í
Iausum böndum. Kennslu í erlend-
um tungumálum má þannig rekja
allt til stofnunar háskólans er
franskur sendifulltrúi tók sig til
„Heimspekideild og
stofnanir tengdar
henni hafa töluverða
sérstöðu að því leyti
að þar eru tungumál
og menningararfur
okkar Islendinga í
sífeildri endurskoðun.“
og kenndi sem einkakennari við
skólann árin 1911—13. Nú eru á
skrá þar til BA-prófs almenn bók-
menntafræði, almenn málvísindi,
danska, enska, finnska, franska,
gríska, heimspeki, íslenska, latína,
norska, sagnfræði, spænska,
sænska og þýska, auk þess er
rússneska kennd sem aukagrein,
tveggja ára nám er í íslensku fyrir
erlenda stúdenta svo sem fyrr
greinir og heimspekileg forspjalls-
vísindi eru skyldugrein bæði í
heimspekideild og í nokkrum öðr-
um deildum. Kandidatspróf að
BA-prófi loknu eru í íslenskri mál-
fræði, íslenskum bókmenntum,
sagnfræði, dönsku og ensku. Nám
til kandidatsprófs tekur að jafnaði
2—3 ár að loknu BA-prófi.
Heimspekideild og stofnanir
tengdar henni hafa töluverða sér-
stöðu að því leyti að þar eru
tungumál og menningararfur okk-
ar Islendinga í sífelldri endurskoð-
un, rannsókn og samanburði við
mál, menningu og menningararf-
leifð annarra þjóða. Mikilvægi
slíkrar starfsemi verður einungis
mæld á vog tímans — og þá í ljósi
þess hvemig okkur reiðir af í ver-
öldinni, í veröld þar sem sífellt
verður vandasamara að draga
mörk millum þjóðmenninga. En
slík aðgreining skiptir einmitt
miklu um varðveislu og viðgang
sjálfstæðis í andlegum og verald-
legum efnum, einkum ef þjóðir eru
smáar og eiga mikil samskipti við
aðrar þjóðir.
Námið í deildinni er ekki emb-
ættisnám í sama skilningi og t.d.
læknisfræði, guðfræði og lögfræði;
að kennslustörfum frátöldum réði
tilviljun nokkru um það framan
af hvaða atvinna mönnum lagðist
til að námi loknu. En fólk með
menntum úr heimspekideild hefur
smám saman helgað sér vettvang
við ýmjs störf, bæði að lögum og
hefð. í fyrstu var það einkum
kennsla, störf á bókasöfnum og
auðvitað einhver fræðastörf þótt
vísast væru þau að mestu í hjá-
verkum. Með örum vexti og
viðfangi samfélagsins hafa störfin
orðið fjölþættari, t.d. þýðingar,
störf að ferðamálum, bókaútgáfu,
blaðamennsku, auk fræða- og
kennslustarfa, svo einhver séu
nefnd. En ljóst er að skerfur deild-
arinnar, stofnana hennar, starfs-
manna og þeirra sem þar hafa
menntast, til viðhalds sjálfstæðu
mál- og menningarsamfélagi er
miklu víðtækari en unnt er að
henda reiður á í fljótu bragði.
Sem áður getur eru fimm rann-
sóknastofnanir við heimspekideild
og tvær stofnanir sem tengjast
henni; að auki eru enn tvær stofn-
anir sem telja verður tengdar
deildinni, enda þótt tengslin séu
að forminu til ekki bundin heim-
spekideild sérstaklega. Verður
vikið að stofnunum þessum í næsta
pistli.
Höfundur er prófstjóri við
Háskóla íslands.
Reynsluakstur/sunny frá nissan
I sólskínsskapi
í skammdeginu
___________Bílar____________
Þórhallur Jósepsson
Nissan-verksmiðjurnar jap-
önsku færa ótt og títt út kvíarnar
hvað varðar fjölbreytni fram-
leiðslunnar. Sunny er t.d. ekki
lengur ein gerð lítilla fjölskyldu-
bíla með fáeinum lítilsháttar
tilbrigðum. Hann er nú gott
dæmi um þá pólitik fyrirtækisins
að sinna þörfum hinna ólíkustu
kaupendahópa. Þar er sama þró-
un á ferð og gætir í æ ríkari
mæli um flest. byggð ból verald-
arinnar í flestum greinum
iðnaðarframleiðslu. Úrvalið
eykst og nú geta þeir sem hafa
sérþarfir til að uppfylla, fengið
tilbúið það sem þeir þarfnast, í
stað þess að áður þurfti að sér-
panta eða jafnvel sérsmíða
hlutinn.
Nissan Sunny er nú fáanlegur
í flestum staðalútgáfum sem ger-
ast með fólksbíla, og með
mismunandi útfærslum á vélum
og ldæðningu er fjölbreytnin
veruleg. Nú er komin hingað til
lands fjórhjóladrifin gerð og með
nýju ári kemur skrautfjöðrin sem
nýlega var kynnt í fyrsta sinn:
Twin Cam 16. Framleiðsla mun
hefjast í febrúar og hingað gæti
hann þvi verið kominn í apríl.
Mikill seigiubíll
Ég prófaði nú um daginn Sunny
SLX 1.5, reyndar tvo, annar var
fimm dyra án vökvastýris, hinn
þriggja dyra með aflstýrinu. Að
öðru leyti voru þeir sambærilegir
og fjalla ég því hér um þá sem einn
og sama bílinn, þar sem ekki mun-
ar á þeim.
Vélin er rétt tæplega 1.5 lítrar
að slagrúmmáli og telst vera 84
Helsti
búnaður
Eftirgefanlegir stuðarar.
Hlífðarlistar á hliðum.
Útispeglar báðum megin.
Afturrúðuþurrka m. sprautu.
Afturrúðuhitari.
Tímarofi á framþurrkum.
Fullvaxnir hjólkoppar.
Stafræn klukka í mælab.
Snúningshraðamælir.
Stækkanleg farangurs-
geymsla.
Helstu
valkostir
Sjálfskipting.
Aflstýri.
Stuðarar samlitir bO.
Vélar: 1.0,63hö.
1.3, 74 hö.
1.5,84 hö.
1.7D, 58 hö.
Boddý: Sedan4dyra
Hatchback 3 dyra
Hatchback 5 dyra
Sporty Wagon 5 dyra
Coupé 2 dyra
hestöfl að afli. Hún er einstaklega
dijúg að skila þessum hestöflum
niður í götuna og sér í lagi á lág-
snúningi. í venjulegum akstri þar
sem ekki eru brattar brekkur er
auðvelt að aka í fimmta gír allt
niður í tæplega 50 km hraða án
þess að þörf sé á að skipta niður.
Mesta snerpu sýnir þó vélin á snún-
ingshraðabilinu 3.500—5.000.
Kassinn er fimm gíra og lauflétt-
ur skiptirinn lipur. Fjórði og fimmti
eru yfírgírar. Hlutfallið milli gíra
er mjög gott.
Sunny er framdrifinn og að
mestu laus við að toga í stýrið á
inngjöfinni, þótt ekki sé aflstýri.
Aðeins lítillega finnst á mestu gjöf,
áð stýrið leitar til hægri. Undirstýr-
ing er ekki til vandræða, finnst
helst þar sem laust er undir eins og
í hálku eða á mölinni.
Hvert hjól fyrir sig fjaðrar sjálf-
stætt á gormum og af því leiðir að
bíllinn er rásfastur þótt holur séu
í veginum. Þó kom fram tilhneiging
hans til að missa gripið ef ekið var
hratt um þvottabretti í lausamöl og
kemur ekki á óvart, við slíkar að-
stæður er nánast ekkert sem getur
haldið bíl á réttri stefnu.
Gormafjaðrirnar eru mjúkar í
venjulegum akstri, en taka fastar
á móti þegar álagið eykst og því
ber bfllinn sig vel í hvörfum og
þegar hlass er í honum.
Hemlarnir taka undramjúkt og
þétt á, lauflétt ástigið er nákvæmt
og gott að stjórna því hve fast er
hemlað. Að framan eru diskabrems-
ur, skálarnar gömlu að aftan.
Handbremsan er í stíl við aðal-
hemlana, lauflétt og heldur vel.
Eins og fyrr er getið, er val um
aflstýri eða án þess. Án hjálparafls
er það nokkuð stíft, ekki beinlínis
þungt. Vel er frá því gengið og
hefur heppnast bærilega að útiloka
högg frá vegi, þannig að ekki finnst
fyrir ójöfnum í veginum. Þá má
einnig geta þess, að hjólför og rás-
ir eru ekki til ama. Vökvastýrið
hefur alla kosti hins og það um-
fram, að vera léttara og veitir þó
fyrirstöðu, er mun betra til súninga
innanbæjar, en skiptir litlu máli úti
á vegum.
Örygg-ið
Allur hefðbundinn öryggisbúnað-
ur er í Nissan Sunny, þ.e. miðað
við bfla í þessum verðflokki. Það
eina sem mér finnst á skorta þar,
er að aftur í eru beltin tveggja-
punkta.
Útsýni í allar áttir_ er gott og
speglar vel staðsettir. Útispeglarnir
eru stillanlegir innanfrá.
Læsingamar eru handvirkar og
SUNNY COUPE
VÖÐVABÚNT
Já — það er væntanlegt vöðvabúnt í Sunny-fjölskylduna. Framleiðsla
mun hefjast í febrúar og ef að líkum lætur gæti hann verið kominn til
íslands í apríl. Það er Sunny Coupe sem fór í líkamsræktina og kemur
hingað til Vesturlanda, þriggja dyra litlibróðir fór líka, en hann mun
halda sig á heimaslóðum fyrst um sinn. Sá fór að vísu í víðtækari þjálf-
un, hann fékk nefnilega drif á öll hjólin um leið og seigjukúplingu á
milli öxlanna. Báðir hafa sömu vélina: 16 ventla 1.598 sm8 með tveim
ofanáliggjandi knastásum og hún skilar 120 hestöflum.
Fjöðrunin hefur verið aðlöguð auknum kröftum og útlitið fært í stíl
við vaxtarræktina, einnig er innréttingin meira í ætt við það sem gerist
með rallybílum.
Nissan-menn fullyrða að vöðvabúntið þeirra gefi keppinautum ekkert
eftir í afli og aksturseiginleikum. Við verðum víst að bíða vorsins til
að ganga úr skugga um að svo sé.