Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987
Verksmiðjuhús Völundar hf. við Klapparstig í smíðum árið 1905. Að teikningu þess stóðu Sigurjón
Ólafsson trésmiður og Jens Eyjólfsson húsameistari.
uðust, en það gerðist ekki á Noregi
á landnámsöld heldur mun síðar,
og hér varð það ekki fyrr en á 19.
öld. Smiði lærðu menn á þessum
tíma með því að nota hvert tæki-
færi sem gafst til þess að læra af
þeim, er betur kunnu, og þroska
með sér eigin hæfileika. Talið er
að flestir smiðimir hafi lifað við
svipuð kjör og alþýða manna.
Bændur höfðu — og hafa reyndar
enn — þörf fyrir það í búskap sínum
að geta lagað og smíðað tæki sín,
enda hafa fundizt merki þess, að
jámvinnsla (rauðablástur) átti sér
stað strax á landnámstíma. Þessa
kunnáttu fluttu fommenn með sér
frá Noregi og notuðu mýrarrauða
sem hráefni í smíðajámið auk viðar-
kola. Þannig voru fommenn sér
nógir um smíðaefni lengi vel.
Smíðakunnátta þótti virðulegt
handverk og nytsamt frá fyrstu tíð,
jafnvel einskonar íþrótt. Skalla-
grímur hlaut sóma af að vera bæði
góður skipasmiður og jámsmiður
(Egla). Og ýmsir höfðingjar fengust
við smíðar. Þess er getið, að sumir
af biskupum okkar voru miklir hag-
leiksmenn, t.d. Guðbrandur Þor-
láksson og Þórður Þorláksson. Var
það venja á þessum tíma bæði í
Noregi og á íslandi, að smiðir höfðu
Framfaraspor — fyrr og nú:
Hugleiðíngar um húsa-
gerð og aðrar smíðar
Húsavíkurkirkja. Eitt af kirkjuhúsum Rögnvalds Ólafssonar, byggð
árið 1907.
eftír Aðalstein
Jóhannsson
Þessi þáttur mun aðallega fjalla
um húsasmíðar og byggingarmál í
framhaldi af fyrri greinum mínum
um skylt efni, en þetta eru viðamik-
il mál og verða þeim ekki gerð
rækileg skil í stuttum pistli. 'iíðar
verður kannski aukið nokkru við.
Að þessu sinni skal einkum leit-
ast við að gera nokkurt sögulegt
yfírlit um húsasmíðar fyrri tíma og
getið nokkurra manna, sem staðið
hafa framarle_ga í þessari grein.
í Iðnsögu Islands eftir dr. Guð-
mund Finnbogason, útgefinni 1943,
segir í formála: „íslenzkur iðnaður
hefur fengið mikinn vöxt og við-
gang síðustu áratugi. Á slíkum
tímum er hollt að nema staðar, líta
yfir farinn veg og átta sig.“ Og dr.
Guðmundur segir líka að þar sem
rit sitt sé frumsmíð á þessu sviði
hafí oft verið erfítt um efnisaðföng.
En seinna í formálanum segir dr.
Guðmundur að nafni sinn, Guð-
mundur Hannesson prófessor, hafi
gert sér þann mikla vinargreiða að
taka að sér stærsta verkefnið að
rita um húsagerð á íslandi og hann
leyst það af hendi með þeim ágæt-
um, sem raun beri vitni.
Guðmundur Hannesson prófess-
or segir í formála fyrir skrifum
sínum: „Mér voru að sjálfsögðu
kunnug algengustu heimildarritin
um þetta efni, hin ágæta bók dr.
Valtýs .puðmundssonar um húsa-
kynni íslendinga á söguöld, rit
Daníels Bruuns og íslenzkir þjóð-
hættir eftir séra Jónas Jónasson,
en ég rak mig fljótlega á, að þau
voru fjarri því að vera einhlít. Fjöldi
annarra heimilda var víðsvegar í
útlendum og innlendum bókum,
blöðum og tímaritum, jafnvel í
skáldsögum og þjóðsögum. Til þess
að safna öllu þessu saman og meta
það rétt þurfti auðsjáanlega stál-
sleginn mann í íslenzkum fræðum,
sögufróðan og þar á ofan góðan,
glöggskyggnan smið. Mér var þetta
í raun og veru ofvaxið.
Annar erfiðleiki var sá, að strax
er frásögn Sturlungu lýkur um
þetta efni er fátt til af gagnlegum
prentuðum heimildum allt fram á
18. öld. Til að ráða bót á þessu
hefði þurft að safna efni ofviða
þessu riti. Ég hef leitað upplýsinga
um húsasmíðina o.fl. hjá mörgum
góðum mönnum og kann þeim
beztu þakkir fyrir góðfúslega hjálp
og leiðbeininar. Mest hef ég þó far-
ið eftir leiðbeiningum Sigurðar
Halldórssonar húsasmíðameistara í
Reykjavík. En hann veit ég allra
manna fróðastan um húsasmíði og
húsagerð í Rvík. Þá hef ég oft og
einatt leitað til Einars Erlendsonar
húsasmíðameistara og Matthíasar
Þórðarsonar prófessors, sem hefur
bent mér á ýmislegt og sýnt mér
þá miklu velvild að leyfa mér að
nota uppdrætti sína af Skeljastöð-
um, en þeir hafa ekki áður verið
birtir.
Þá hefur Kristján Eldjám fom-
fræðingur litið yfír lýsingu mína á
Þjórsárdalsbænum. Jón Sigurðsson
skrifstofustjóri Alþingis hefur verið
mér hinn mesti bjargvættur við
prófarkalestur og fært margt til
betra máls.“
Af þessu sést að margir leggja
efni í Iðnsögu íslands. Er gaman
að glöggva sig á því, að nafnamir
tveir, þeir merku menn, sem þar
stóðu aðallega að verki, vom ein-
ungis áhugamenn um byggingar-
mál en hins vegar sérfræðingur á
öðmm sviðum, dr. Guðmundur
Finnbogason í heimspeki og sálar-
fræði og Guðmundur Hannesson
prófessor í læknavísindum. Af eftir-
farandi orðum Guðmundar prófess-
ors sést, hve hæverskir þessir menn
vom í skrifum sínum:
„Það er hægara að styðja en
reisa. Ef fróðir menn vildu leiðrétta
það, sem hér kann að vera mis-
sagt, ef safnað væri til byggingar-
sögu hvers héraðs um land allt, og
ekki sízt ef kapp væri lagt á rann-
sókn fombæja, — þá myndi þess
ekki langt að bíða, að rituð yrði
ágæt og áreiðanleg bók um húsa-
gerð og húsasmíði á íslandi."
Mun ég nú í þessum hugleiðing-
um leyfa mér að styðjast við nokkur
áhugaverð efnisatriði í þessari bók.
Svo má heita, að húsagerð hér á
landi hafí verið heimilisiðnaður
fram á sfðari hluta 19. aldar og
yfírleitt engin iðnaðarmannastétt
með þeim hætti, sem nú gerist.
Eigi að síður er enginn vafí á því,
að víðsvegar um landið hafa verið
menn, sem stóðu öðmm framar um
allskonar hagleik og verkhyggni,
og hafa þeir menn þá mest fengizt
við smíðar og byggingar, því að
eins og margir vita er hagleikur
arfgengur eiginleiki, menn oft og
einatt fæddir smiðir að segja má.
Byggingarstörfín hafa þá mest fall-
ið þessum mönnum í skaut og
jafnvel öll forsögn um húsaskipan,
að svo miklu leyti sem landsvenja,
efni og áhöld ieyfðu. í flestum
byggðarlögum hefur einhver skarað
fram úr öðmm að þessu leyti og
nágrannamir þá leitað til hans í
slíkum málum og hann þá orðið
sveitarsmiður.
í Laxdælu er þess getið, að Ólaf-
ur pá hafði þrjá smiði á heimili sínu.
í íslendingasögum er sjaldan getið
um farandsmiði, sem fóm úr einni
sveit í aðra og lifðu aðallega á
smíðum, en það átti sér stað í Nor-
egi á þeim tímum. Regluleg iðnað-
armannastétt og iðnmenntun
verður hvergi til fyrr en bæir mynd-
betri kjör en almennir verkamenn.
í Búalögum er kaup húsasmiðs, sem
er „alfær að reisa kirkjur og önnur
hús og smíða alla húsasmíði" talið
eitt hundrað í landauram á mán-
uði, en það samsvaraði einu kýr-
verði. Smiðir vora og lausir við
vistarband. Smiðir, sem fluttu hing-
að á landnámsöld, munu að öllum
líkindum hafa haft svipaða aðstöðu
hér og í Noregi. Skal nú tekinn upp
orðréttur kafli, sem Guðmundur
Hannesson prófessor skrifar um
þetta efni, því að betur og skil-
merkilegar verður það varla sagt:
„En þegar frá leið vom íslenzku
smiðimir hálfu verr settir, því þá
fóm bæir að vaxa upp í Noregi og
margskonar bæjarmenning. Þar
vom þá byggðar kirkjur og ýmis
stórhýsi, fyrst úr timbri og síðan
úr steini, svo að mörg vom verkefn-
in fyrir húsasmiði. Þá vom og
samgöngur við útlönd greiðari, og
útlendir smiðir unnu þar að ýmsum
byggingum. Þeir hafa vafalaust
komið með nýja kunnáttu og áhöld
með sér. í Noregi var og víða hent-
ugt gijót til bygginga. Á íslandi
var engin bæjarmenning, nálega
engin stórhýsi reist, mesti skortur
á efnivið, gijótið víða óvinnandi blá-
grýti og torfíð helzta byggingarefn-
ið. Við þetta bættist langvinn
einangmn, því að fæstir smiðir
höfðu tækifæri til þess að kynnast
framfömm í húsagerð erlendis. Þá
var og fátækt almennings mesta
niðurdrep fyrir alla vandaða húsa-
gerð. Við alla þessa erfíðleika áttu
íslenzku smiðimir að stríða öldum
saman, en þrátt fyrir það tókst
þeim að gera lífvænleg húsakynni
fyrir landslýðinn og jafnvel að bæta
mörgu við kunnáttu fomu smið-
anna.
Nú má segja að á öllum öldum
hafí þó íslenzkir hagleiksmenn farið
utan og fengið tækifæri til þess að
sjá margfalt fullkomnari húsagerð
en hér tíðkaðist, allstórar borgir og
skrautbyggingar úr steini, eins og
sjá má af því, að gotnesk bygging-
arlist hófst þegar á 11. öld, og um
miðja 13. öld var smíði Kölnar-
kirkju hafin. Þetta gat þó tæpast
komið húsasmiðunum eða þjóðinni
að vemlegu haldi, að nokkm leyti
vegna skorts á byggingarefnum,
að nokkm vegna fátæktar lands-
manna. Múrsteina var ekki að fá,
ekki kalk og ekki einu sinni hent-
ugt byggingargijót. Þó að sögur
vorar geti oft um byggingar og
smíði, em fáar heimildir af þeim
flestum á þessum öldum. Allir kann-
ast við Skallagrím, Gísla Súrsson
og Þórð hreðu, en annars em það
einkum kirkjusmiðir, sem getið er
um og vom þá venjulega afreks-
menn. Þannig er frá því sagt, að
þegar Jón biskup Ogmundsson
byggði „mikla, virðuliga" kirkju á
Hólum 1107, þá valdi hann „þann
mann til kirkjugjörðarinnar, er þá
þótti einhverr hagastr vera“ og
galt honum mikið og gott kaup.
Hann hét Þóroddur Gamlason.
Hann var svo næmur, að hann Iærði
latneska málmyndafræði af því að
hlusta á kennslu í henni meðan var
við smíðar og gjörðist einn mesti
íþróttamaðr í þesskonar námi.“
Honum hefur verið fleira vel getið
en hagleikurinn.
Þá byggði og Klængur biskup
mikla kirkju í Skálhojti 1153 og
segir í Hungurvöku: „Ámi, er kall-
aður var höfuðsmiður, ok Bjöm
hinn hagi Þorvaldsson; Illugi Leifs-
son telgdi ok viði." Þá hefur líklega
Kolli Helgason smiður byggt Jör-
undarkirkju á Hólum (1294). Allt
vom þetta íslenzkir smiðir. Þótt
íslenzku smiðunum væri ókleift að
fylgjast með framfömm í húsagerð
erlendis, þá er lítill vafí á því, að
ýmsar framfarir áttu sér stað á
þessum öldum. Ef dæma má eftir
elztu rústunum, t.d. á Bólstað, virð-
ist veggjagerð hafa verið lítt vönduð
og staðið langt að baki því, sem
bezt gerðist á 11.—12. öld, t.d. á
Stöng í íjórsárdal. Þá em ölí líkindi
til þess að landnámssmiðunum hefði
verið það ofætlun að byggja stærstu
timburkirkjumar, sem vom byggð-
ar hér á 12. öld. Smíðakunnáttan
. hefur vaxið með verkefnunum, og
víst er um það, að vér vorum sjálf-
bjarga í húsagerð á þessum
öldum.
Þeim, sem vilja gera sér grein
fyrir húsagerð á liðnum öldum er
nauðsynlegt að gera sér svo ljóst
sem unnt er, hvaða tól og tæki
smiðimir höfðu. Þekkist þau, má
fara nærri um, hvað helzt menn
unnu og hvemig. Að sjálfsögðu
verður einnig að styðjast við margt
annað, svo sem rannsókn hústótta,
fomrit, fombréf og fommenjar, en
eigi að síður er tækni hvers tíma
eitt af gmndvallaratriðunum. Nú
er það svo, að flestar tegundir
smíðatóla vom þekktar í Miðjarðar-
hafslöndum löngu fyrir Krists
fæðingu. Ófullkomnar sagir þekkt-
ust þegar á steinöld og einskonar
hefla með jám- eða tréstokk notuðu
Rómveijar. En þekking á þessum