Morgunblaðið - 24.01.1987, Qupperneq 34
34
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987
Mikill verðmunur á þjónustu lík-
amsræktarstöðva o g sólbaðsstofa
VERÐLAGSSTOFNUN hefur birt niður-
stöður á þjónustu hjá 21 líkamsræktarstöð
og 59 sólbaðsstofum. Könnunin náði til
flestra stofa á höfuðborgarsvæðinu,
ísafirði, Sauðárkóki, Akureyri, Egilsstöð-
um, Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði
og var gerði fyrri hluta janúarmánaðar.
Helstu niðurstöður voru eftirfarandi að því
er segir í frétt frá Verðlagsstofnun:
Sólbaðsstofur
Verðmunur getur verið mikill milli sólbaðs-
stofa. Verð á stökum tíma kostar frá 85
kr. og upp í 300 kr.
Ef greitt er fyrir 10 skipti í einu er
lægsta verðið 750 kr. fyrir hver 10 skipti
en hæsta verðið 2.500 kr. Er það rúmlega
þrefalt hærra verð.
Lægsta verð á mínútu var 2,22 kr. og
það hæsta 10,74 kr. Verðmunur var því
nærri fimmfaldur. í fyrmefnda tilvikinu
var hver tími 45 mín., en 27 mín. í hinu.
Miklu getur munað á verði á stökum
tíma og korti. Þannig kostaði hver stakur
miði á einni stofu 150 kr., 110 kr. tíminn
ef keypt var 10 tíma kort og 75 kr. ef
keypt var 20 tíma kort eða helmingi minna
en stakur miði.
Taka verður tillit til að tímamir eru mis-
langir (stystur 18 mín. og lengstur 45 mín.),
sólbekkir em af mismunandi gerðum og fleira.
1 ŒFINGAR 1 TÍEKJASAL Verð hver! skipti Manaöar- Leigaa kort handklæöi Athugasemdir Líkamsræktarstöðvar
1 Ódýrasti staki tíminn í eróbikleikfimi var 240 kr. og sá dýrasti 300 kr. Mánaðarkort var ódýrast á 1.700 kr. og dýrast á 2.390 kr. eða 690 kr. dýrara. í leikfimi var ódýrasti staki tíminn seld- ur á 200 kr., en sá dýrasti á 300 kr. Mánaðarkortið var ódýrast á 1.700 kr. og hæst á 2.200 kr., eða 500 kr. meira. A Sauðárkróki er sex vikna námskeið selt á 2.000 kr. eða rúmlega 1.300 kr. á mánuði. Stakur tími í æfingar í tækjasal var ódýrastur á 200 kr. og dýrastur á 250 kr. A mánaðarkorti munaði mest 310 kr., ódýr- ast á 1.690 kr. og dýrast á 2.000 kr. Þess skal getið að innifalið í verði á sólbaðs- stofum og líkamsræktarstöðvum er mismun- andi þjónusta og aðstaða. Þar má nefna sundlaug, gufubað, nuddpott, kaffi og fleira. Neytendum er bent á að kynna sér þetta miðað við óskir hvers og eins.
Endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar, Hátúni 10. R. 220 2000' Nýtt kort i framhaldi af fyrsta kostar 1750 kr.
Gáski, Álftamýri 9, R. 240 2000 40 Kortið gildir fyrir 10 skipti. 30 skipti kosta 5000 kr.
Líkamsræktarstöðin, Borgartúni 29, R. 250 1900' 35
Líkamsræktin, Laugavegi 59, R. 250 1950 40 3 mánaða kort kostar 4390 kr.. 6 mánaöa 7800 kr. og 1 ár 14000 kr.
Orkubót, Grensásvegi 7, R. 220 1700 40 Kortiö gildir fyrir 14 skipti.
Orkulind, Brautarholti 22, R. 200 1690' 60
Ræktin Ánanaustum 15. R. 250 1950' 40
World Class - heilsustúdíó, Skeifunni 3c. R. 250 1950' 40 3 mánaða kort kostar 4680 kr.. 6 mánaða 8190 kr. og 1 ár 14040 kr.
Prek, Dalshrauni 4, Hafnarfirði 200 1750' 50 Hámark 4 klst. í hvert skipti. Innifalið er tveir tímar í leikfimi.
Æfingastöðin, Engihjalla 8, Kóp. 240 1750' 50
ÍSAFJÖfíÐUR Heilsugæslustöðin 1500 Kortið gildir fyrir 8 skipti. 12 skipti kosta 2200 kr.
AKUfíEYfíl Endurhæfingastöð Sjálfsbjargar, Bugðusiöu t 1500 40 Kortiö gildir í 8 skipti og eina klst. í senn. 12 skipti kosta 2100 kr.
1) Selt er mánaðarkort sem gefur móguleíka á að mætt sé eins oft og viðskiptavinurinn vill og er lengd hvers tíma ótakmörkuð.
LEIKFIMI Verðhvert Manaðar- skipti kort Fjöldi tima t viku Lengd tima Leiga a hand- klæöi Athugasemdir ■
Dansstúdió Sóieyjar, Engjateigi 9, R. 250 1925 2 60 mín. 50
Eróbikkstúdió Jónínu og Ágústu, Borgartúni 31, R. 300 1850 2 50mín. 50 Leikfimi fyrir barnshafandi konur.
Jazzbatlettskóli Báru, Stigahlið45. R. 250 2000 2 50 mín. 50
Jazz-sporið, Hverfisgötu 105, R. 285 2200 2 50min. Innifalið er allt að 6 tímar í viku í eróbikk.
Júdódeild Ármanns, Ármúla 32, R. 240 1920 2 45 min. 30
Kramhúsið, Skólavörðustíg 12, R. 250 2000 2 60 min.
Ræktin, Ánanaustum 15, R. 250 1950 2 60 mín. 40 Innifalið er aðgangur að tækjasal.
Þrek, Dalshrauni 4, Hafnarfirði 200 1750 2 90mín. 40 Inmfalið er aðgangur að tækjasal.
Þrekkjallarinn, Hamraborg 20a, Kóp 240 1700 2 45-50 min. 60 Þrir tímar í viku kosta 1900 kr. á mánuði.
Æfingastöðin, Engihjalla 8, Kóp. 240 1950 3 60min. 50 Auk þriggja fastra tíma í viku má mæta tvo tima að auki. Einnig er innífalinn aðgangur að tækjasal.
ÍSAFJÖfíDUR Iþrottahusiö 300 45mín.
SAUÐARKRÓKUR Líkamsrækt Eddu, Áðalgötu 20b 1333 2 55mín. 30 Sex vikna námskeið á 2000 kr
EROBIKKLEIKFIMI Veröhvert skipti Manaðar- kort Fjoldi tima i viku Lengd tima Leigaa hand- klæöi ■ Athugasemdir ,
Dansstúdíó Sóleyjar, Engjatelgi 9, R. 250 1925 2 60mín. 50 r~
Eróbikkstúdíó Jóninu og Ágústu, Borgarlúni 31, R. 300 2390 2 60-90 mín. 50 Auk tveqqja fastra tima i viku, ma mæta i 3 tima að auki um helgar Endurnýjun kostar 2000 V' w þr r " vuð r 5550
Jazz-sporiö, Hverfisgölu 105, R. 285 2000 allt að 6 60min.
Likamsræktin Laugavegi 59, R. 250 1950 3 60 mín. 40 Auk þriggja fastra tíma i viku má mæta i 1 tima að auki.
Ræktin, Ánanaustum 15. R. 250 1950 2 60mín 40 Auk tveggja fastra tíma á viku má mæta í 1 tima að auki á laugardögum. Einmg er inmfalinn aðgangur aðtækjasai
World Class- heilsustúdíó, Skeifunm 3c. R. 250 1950 2 60-80 min. 40 Auk tveggja fastra tíma á viku má mæta i 1 tíma að auki um helgar. Einnig er innifalmn aðgangur að tækjasal
Æfingastöðin, Engihjalla 8, Kóp. 240 1950 3 60 mín. 50 Auk þriggja fastra tima i viku má mæta í 2 tima að auki. Einnig er mmfalinn aðgangur að tækjasal.
Þrekkjallarinn, Hamraborg 20a, Kóp. 240 1700 2 50-60mín 60 Þrír timar í viku kosta 1900 kr. á mánuði.
Fyrsta vísna-
kvöld ársins
FYRSTA vísnakvöld Vísnavina á
nýbyrjuðu ári verður haldið
mánudagiim 26. janúar kl. 20.30
á Hótel Borg.
Verður þar flutt tónlist. af ýmsu
tagi og úr ýmsum áttum. Helsti
skemmtikraftur kvöldsins er Stuð-
maðurinn Egill Ólafsson, sem
skemmtir ásamt félaga sínum As-
geiri Óskarssyni.
Af öðmm atriðum má nefna
söngkonuna Sif Ragnhildardóttir,
en hún ásamt Tómasar R. Einars-
syni og Jóhanni Kristinssyni munu
flytja nokkur gömul lög Marlenar
Dietrich frá ámnum 1930-1940.
Sif Ragnhildardóttir sem „Lola“ úr kvikmyndinni „Der blaue Engel'
Góð tíð í Miklaholtshreppi:
Fé heimtist í
haustholdum
Borg í Miklaholtshreppi.
NÚ er þegar miður vetur, þorri
heilsaði á föstudaginn. Undan-
farnir dagar hafa verið hlýir
og mildir miðað við árstima.
Það sem af er þessum vetri
hefur tíðarfar verið hagstætt
þótt umhleypingasamt hafi ve-
rið á timabili. Samgöngur hafa
haldist ótruflaðar.
Heilsufar fólks og fénaðar er í
þokkalegu ástandi. I þessari góðu
tíð hafa verið að heimtast kindur,
sem hafa haft nægilega haga og
em, í haustholdum. í Miklaholts-
hreppi hafa náðst sjö kindur, eitt
lamb sást við túnið á Ytra-Lága-
felli þann 12. janúar en náðist
ekki og hvarf til fjalls. Þá hafa
heimst fimm kindur í Kolbeins-
staðahreppi og ekki er grunlaust
um að fleiri geti fundist.
Næstkomandi laugardag, þann
24. janúar verður fyrsta þorrablót
vetrarins hér í sveitum sunnan
fjalls. Það verður í Lindartungu í
Kolbeinsstaðahreppi og er ekki
að efa að þar verður gómsætur
þorramatur á borðum.
Páll.