Morgunblaðið - 24.01.1987, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987
Epli í bakstur
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Eplakökur eru hreint af-
bragð að flestra mati og því
kærkomið bakkelsi með kaff-
inu eða sem eftirréttur. Það er
ekki ólíklegt að svokölluð mat-
arepli (epli sem aðeins hafa
látið á sjá) séu seld á hagstæðu
verði nú eða á næstunni og er
þá tilvalið að kaupa poka og
eiga til síðari nota.
Góð eplakaka 1
2 egg
2 dl sykur
1 dl mjólk
ca. 2 dl hveiti
U/2 tsk. lyftiduft
100 gr bráðið smjörlíki
2 stór epli, hýðislaus og skorin í
báta.
Egg og sykur þeytt vel saman,
mjólkinni bætt í ásamt hveiti með
lyftidufti í og svo bráðnuðu
smjörlíkinu. Deigið rétt hrært
saman (en verður seigt ef hrært
er of lengi) og sett í smurt form
ca. 24 sm í þvermál og eplabátun-
um ýtt niður í deigið. Kakan
bökuð neðst í ofni í ca. 25 mín.
við 175°C og borin fram volg með
þeyttum tjóma, ís eða kaldri van-
illusósu.
Eplakaka Álf hildar
125 gr smjörlíki
125 gr sykur
3 egg
200 gr hveiti
1 tsk. lyftiduft
eplabátar eftir smekk
Smjörlíki og sykur hrært vel,
eggjum bætt í einu í senn og
síðast hveiti með lyftidufti. í deig-
ið eru settir þunnir eplabátar,
magnið haft eftir smekk. Bakað
í 35 mín. við 180° C.
Eplapönnukökur
3 egg
1 tsk. sykur
rifinn börkur af einni sítrónu
115 gr hveiti
1 bolli bráðið smjörlíki
rifín epli
sykur
Eggjarauður hrærðar með
sykrinum, sítrónuberkinum bætt
út í, bráðið smjörlíkið sett út í
ásamt hveiti og lyftidufti. Síðast
er stífþeyttum hvítunum bætt
varlega saman við. Bakaðar eru
4—5 pönnukökur og þær eru lagð-
ar saman með rifnum eplum, sykri
stráð yfir eplin. Á efstu kökuna
er hægt að strá örlitlum flórsykri.
Sparieplakaka
175 gr smjör eða smjörlíki
250 gr hveiti
V4 tsk. salt
100 gr sykur
1 egg
2 msk. ijómi.
Fylling:
1 kg grænt epli
50 gr sykur
75 gr rúsínur
25 gr saxaðar möndlur.
Krem:
50 gr smjör
4 msk. sykur
25 gr saxaðar möndlur
Hveitið sett í skál og smjörlíkið
mulið saman við. Sykri, salti,
rjóma og eggi blandað saman við
og hnoðað saman. Deigið geymt
á köldum stað í 1 klst. Eplin flysj-
uð og skorin í bita (ekki of litla).
Þá er Va af deiginu þrýst ofan
í form og upp með börmunum,
(formið 24 sm í þvermál). Eplabit-
Eplakökur eru hreint afbragð.
unum jafnað ofan á deigið,
rúsínum, söxuðum möndlum og
sykri stráð yfir. Það sem eftir er
af deiginu flatt út og breitt yfír
eplabitana.
Smjöri, sykri og möndlum
blandað saman og smurt yfir kök-
una, pikkað í með pijóni eða
gaffli, kakan bökuð í eina klst.
við 180°C- Kakan borin fram volg
með þeyttum ijóma, en hana má
frysta með góðum árangri og hita
síðan upp í ofni.
Góð eplakaka 2
750 gr epli
25—50 gr möndlur
75 gr rasp
50 gr sykur
75 gr smjör eða smjörlíki
Möndlurnar afhýddar og mal-
aðar, eða saxaðar örsmátt. Saman
við þær er blandað raspi og sykri.
Eplin flysjuð og rifín á grófu
jámi. Epli og raspblanda sett til
skiptis í lög í ofnfasta skál, efsta
lag á að vera rasp. Smjörið bráð-
ið og hellt yfir deigið, kakan sett
í 200° C heitan orn og bakað í
hálfa klst. Kakan borin fram heit
eða volg með þeyttum ijóma. I
ábætisrétt nægir þetta fýrir 4.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Akranes — bæjarmálefni
Fundur um bæjarmálefni verður haldinn í sjálfstæðishúsinu við Heið-
argerði mánudaginn 26. janúar kl. 21.00. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins mæta á fundinn.
Sjálfstæðisfélögin Akranesi.
Sjálfstæðisfélagið
Þjóðólfur Bolungarvík
Almennur félagsfundur verður haldin mánudaginn 26. janúar kl.
20.00 I húsi Verkalýðsfélagsins.
Dagskrá: Fjárhagsáaetlun Bolungarvikurkaupstaðar. Frummælandi
Björgvin Bjarnason bæjarfulltrúi.
Aðalfundur Þjóðólfs verður haldinn að loknum félagsfundi.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf.
- Kjör landsfundarfulltrúa.
- Önnur mál.
Stjórnin.
Aðalfundur Sjálfstæðis-
félags Grindavíkur
verður haldinn sunnudaginn 25. janúar kl. 15.00 i Festi, litla sal.
1. Venjuleg aðaifundarstörf.
2. Kosning landsfundarfulltrúa.
^.3. Önnur mál.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi mæta á
fundinn og ræða kosningabaráttuna.
Kaffiveitingar. Félagar hvattir til að fjölmenna.
Stjórnin.
Þorrablót Sjálfstæðis-
félagsins á Seltjarnarnesi
Sjálfstæðisfélagið á Seltjarnarnesi heldur árlegt þorrablót sitt laugar-
daginn 31. janúar nk. f Félagsheimili Seltjarnarness.
Miðapantanir og allar nánari upplýsingar fást i sima 622353 mánu-
daginn 26. og þriðjudaginn 27. janúar frá kl. 17.00-20.00.
Mætum öll á góða skemmtun.
Þorrablótsnefnd.
Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn,
Akureyri
Aðalfundur
verður haldinn sunnudaginn 1. febrúar kl. 16.30 I Kaupangi við
Mýrarveg.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosnir fulltrúar á landsfund.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Félag sjálfstæðismanna
í Háaleitishverfi
heldur almennan félagsfund mánudaginn
26. janúar kl. 20.30 I Valhöll, kjallara.
Efni fundarins:
1. Kjör fulltrúa á landsfund.
2. Gestur fundarins er Friðrik Sophusson
alþingismaður.
3. Önnur mál.
Félagar hvattir til að mæta.
Stjórnin.
liriMPALIUR
( F U S
HFIMDALI.UR
F U S
Almennur félagsfundur
Heimdallar
Mánudagskvöldið 26. janúar heldur Heim-
dallur almennan félagsfund i neðri deild
Valhallar. Fundurinn hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Ávarp Geirs H. Haarde, 7. manns á
framboðslista flokksins fyrir alþingis-
kosningar.
2. Stefnuskrá Heimdallar — stefnumörkun
fyrir landsfund.
3. Kjör 12 fulltrúa Heimdallar á landsfund.
4. Annað.
Heimdellingar eru eindregið hvattir til að mæta og taka þátt I stefnu-
mörkun félagsins.
Geir
Stjórn Heimdallar.
Sjálfstæðiskvennafélag
Borgarfjarðar
heldur aðalfund þriðjudaginn 27. janúar nk. kl. 21.00 I Sjálfstæðis-
húsinu, Brákabraut 1, Borgarnesi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Aðalfundur Fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í
Kópavogi
verður haldinn mánudaginn 26. janúar nk. kl. 20.30 i Sjálfstæðis-
húsinu i Kópavogi að Hamraborg 1, 3. hæð.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á landsfund.
3. Ræða Matthíasar Á. Matthiesen, utanríkisráðherra.
4. Önnur mál.
Fulltrúar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.
Stjórnin.
Félag sjálfstæðismanna
í Smáíbúða-, Bústaða-
og Fossvogshverfi
heldur almennan félagsfund laugardaginn
24. janúar kl. 14.00 i Valhöll, kjallara.
Efni fundarins:
1. Kjör fulltrúa á landsfund.
2. Gestur fundarins er Geir H. Haarde, sem
ræðir um skattamál.
3. Önnur mál.
Félagar hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Akureyringar
Almennur fundur sjálfstæðismanna um
fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 1987 verð-
ur haldinn í Kaupangi við Mýrarveg þriðju-
daglnn 27. janúar nk. kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Stjórn fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfólaganna á Akureyri.