Morgunblaðið - 24.01.1987, Síða 43

Morgunblaðið - 24.01.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1987 43 Minning: IngibjörgJ. Bjama- dóttir, Stykkishólmi „Trúr skaltu vera og tryggur í lund.“ Eftir þessum orðum skáldsins finnst mér hún hafa lifað, eins og frekast er hægt. Þegar ég fluttist til Stykkishólms vorið 1974 varð hún fljótlega trúr og tryggur heim- ilisvinur okkar hjónanna. Konan mín var heilsulaus. Alltaf var Inga boðin og búin að rétta hjálparhönd. Þegar féll úr dagur að hún kom ekki, fannst okkur tómlegt. Með þessum fáu kveðjuorðum rek ég ekki æviferil hennar. Starfsdagar hennar voru flestir hér í Stykkis- hólmi. Lengst í versluninni Hólm- kjöri og hjá sömu eigendum nokkuð áður. Hvar sem hún vann sýndi hún sömu trúmennskuna. Þegar konan mín sá að hennar ævi var á þrotum, bað hún Ingu að hlynna að mér eftir sinn dag, sem hún lofaði og efndi trúlega. Tók hún þá að sér heimilishjálp á mínu heimili. Hneigðust hugir okkar saman við aukin kynni. Svo gerðist það sumar- ið 1982 að ég tók fótarmein og var fluttur á Landspítalann 14. júlí. Þá lá Inga á Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi. Þegar hún komst af spítalanum kom hún fljótlega til mín að hlynna að mér og hressa. Hún fékk leyfi hjá vinnuveitendum sínum að mega taka sér frí frá störfum til að geta fórnað mér tíma sínum. Um mánaðamótin ágúst— september var fóturinn tekinn af mér. 22. sept. kom hún eina ferðina enn til mín. Þá var bati minn á því stigi að ég mátti flytjast á Fransis- kusspítalann í Stykkishólmi. Hún lét sig ekki muna um það að bíða eftir mér og taka mig heim með sér 29. sept. Þessa samverudaga okkar á spítalanum fann ég skjótan bata hjá mér. Hún var mér lífs- og heilsugjafi. 13. okt. kom ég alkom- inn heim. Þá um leið flutti hún til mín á mitt og síðan okkar heimili. Þetta hafa verið samfelld sæluár. Umönnun hennar og ástúð er ekki hægt að lýsa með orðum. Trú- mennskan svo fullkomin, umsjón hennar varð með þeim ágætum að ég fól henni öll viðskipti og heimilis- halii. Reglusemin og trúmennskan voru svo sterkir eiginleikar í fari hennar að leitun finnst mér vera á öðru eins. Hún fómaði sér fyrir mig. Hún var ekki að hlaupa frá þegar hættan steðjaði að. Það getur ekki talist eftirsóknarvert að taka að sér einfættan mann og búa með honum. „Ég lofaði þessu þegar konan þín dó,“ sagði hún oft. Oft hafa leiðir skilið hjá karli og konu fyrir minna tilefni en þetta. Það gerði hún ekki. Þess vegna tileinka ég henni orð skáldsins sem ég hefi að upphafs- orðum mínum. Hún var góð húsmóðir, heimilisstörfin unnin svo snyrtilega að unun var á að horfa. Heimilið var svo bjart og hlýtt. Gestrisin var hún mér til mikillar ánægju. Hún vildi öllum gott gera. Hún var búin að vera einbúi síðan hún fór úr foreldrahúsum. Undarleg var leiðin. Þrátt fyrir þær ástæður sem ég hefi lýst, naut hún þess að eiga félagsskap og halda heimili með mér. Maðurinn með ljáinn kom fyrr en nokkurn gat grunað og var skjót- ur að verki. Guðs vilji er öðru æðri. Hans vegir eru órannsakanlegir. Mig brestur orð til að þakka henni alla ástúð og umhyggju eins og verðugt er. Fel anda hennar í guðs föður hendur. Bið hann að launa fyrir mig. Hún var mikil og einlæg trú- kona. Móður hennar, bræðrum og tengdafólki votta ég hjartanlega samúð mína. Bið guð að hugga það og styrkja. „Far þú í friði. Friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Br.) Agúst Lárusson Hver gleymir brosinu hennar Ingu? Hver gleymir þeirri stund þar sem hún var og lagði eitthvað til málanna með sínu léttlyndi og góðu sál. Aldrei sá ég hana öðru vísi en glaða á brá. Utanaðkomandi ástæð- ur gátu ekki haggað því. Hún var lítil telpa þegar við sáumst fyrst. Þá var hún í foreldragarði með mörgum systkinum. Þar var hvorki hátt til lofts eða vítt til veggja, en því tók enginn eftir, því seiðmagnað andrúmsloftið beindi gestinum á allt annað stig. Þessi góða og sam- rýmda fjölskylda gerði svo mikið úr litlu að þar var sannarlega skóli, þessi alþýðuskóli, sem gefur svo fagurt veganesti í lífsgöngunni. I hópi leiksystkina fór ekki framhjá neinum að alltaf benti Inga á það besta og verðmætasta og það sem hún lagði til málanna kom beint frá hjartanu. Hvar sem Inga vann og hveijum sem hún þjónaði var alúð lögð í verkið og ég vissi að henni þótti hún aldrei gera nógu mikið og nógu vel. Þetta kunnu hús- bændur hennar að meta. Á góðum stað í bænum keypti hún sér íbúð og þar stóð hennar hreinlega og smekklega heimili um skeið og síðar, þegar hún flutti heimili sitt á Skúlagötuna, til að geta sem best hlúð að góðum vini, lagði hún svo mikla alúð við allt að það var hreinasta unun að koma þangað og þangað átti ég margar ferðimar, fróðleikur og vinsemd Ágústar Lárussonar og svo alúð og umhyggja og gestrisni Ingu var þannig að ekki varð á betra kosið. Á þetta heimili komu margir og allir fengu ágætan beina. Þrátt fýr- ir að Inga starfaði í verslun á daginn, virtist hún hafa nægan tíma til að taka til og baka og ég held að þetta léttlyndi sem hún átti svo mikið af ásamt góðu hjartalagi hafí unnið sitt verk í þessum umsvifum. Inga átti alla ævi heima í Hólmin- um. Það var henni nóg. Ég held að áhuginn á öðmm löndum hafí verið takmarkaður. Það mátti segja um hana eins og Guðmundur á Sandi kvað um ekkjuna við ána: Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett. Það var henni nóg og er tærri ættjarðarást til? Eins og áður segir átti ég margt sporið heim á Skúlagötuna. Eg hrökk líka við þegar ég heyrði að Inga hefði kvatt. Þessi kæri staður, þar sem ég hafði bæði fengið and- lega og líkamlega næringu, hafði misst allt of mikið. En góðar minningar omar maður sér við. Og nú þegar ég kveð Ingu er hugur minn heill af þakklæti fýrir öll brosin, öll gæðin, allt æðru- leysið. Hún sýni með lifí sínu að hún tók orð frelsarans alvarlega. Þau voru henni haldreipið. Það fann ég. Um leið og ég bið guð að varðveita og styrkja ástvini alla og vini bið ég hann einnig að blessa minningu góðrar konu. Árni Helgason Á undanförnum vikum hafa óvenju margir Hólmarar kvatt þennan heim, en að hún Inga okkar hér á Skúlagötu 1 yrði næst, óraði okkur síst fyrir. Svona snögg um- skipti koma sem reiðarslag og eins gott að sjá það ekki fyrir. Ég veit að Ingibjargar Bjamadóttur verður minnst af öðrum, en mig langar þó til að festa á blað fáein kveðju- og þakklætisorð. Líf okkar í þessu húsi var svo samofið, þó að mikill aldursmunur væri á íbúunum. Það er erfítt að hugsa sér breytinguna og of seint að þakka henni Ingu með orðum. En í huganum eru henni færðar hjartans þakkir fyrir alla góðvild og mannbætandi fram- komu. Þegar ég hugsa um Ingu Bjama sé ég að allt hennar líf var þjónusta við aðra. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur hún verið við afgreiðslustörf hjá sama fyrir- tæki, verið til þjónustu reiðubúin með bros á vör og þægileg í við- móti þegar viðskiptavinurinn þurfti á að halda. Einnig á ég góðar minn- ingar um Ingu hjá ömmu minni og afa sem ég var heimagangur hjá. Þá varð allt svo glatt og skemmti- legt, eins og Inga hefði gleðina í för með sér til gamla vinnufélaga síns, sem var hættur að geta farið út á meðal fólks. Þau hlógu svo innilega saman, því Inga hafði svo dillandi og smitandi hlátur og afi hresstist, þó að fátt yrði til að gleðja hann, eftir að ellin fór að leika hann grátt. Þessar stundir eru geymdar en ekki gleymdar. Þegar ég fór að eiga heimili hér að Skúla- götu 1 var Inga komin hér á neðri hæðina og tekin við því hlutverki sem hún hefur haft í nokkur ár, að annast fatlaðan afa mannsins míns. Þetta hefur hún rækt á þann hátt að hún átti allra aðdáun fyrir og ætla ég ekki að lýsa því nánar. Sennilega hefur það einnig verið henni mikil lífsfylling, því það var eðli hennar samkvæmt að hjálpa og hugsa um annarra þarfir á und- an sínum eigin. Inga eignaðist ekki böm, en þau vom mörg bömin sem hún átti sem góða vini og fögnuðu henni. Og skemmtu sér í návist hennar. Lára María dóttir okkar er ein af þeim sem nutu ástar hennar í ríkum mæli, það var ekki vandi að víkja sér frá ef hún fékk að vera hjá „Ingu sinni" og afa. Nokkmm dögum áður en Inga dó komum við heim eftir nokkurra daga flarvem. Samfundir þeirra í það skipti verða ein af góðu minn- ingunum sem geymast. Inga fékk að heyra ferðasöguna þegar þessi tveggja ára stúlka fór í stórmarkað með mömmu sinni og ömmu, þá leit hún í kringum sig við kjöt- borðið og sagði: „Er Inga mín hér?“ Hún hafði svo oft glaðst við að sjá hana við borðið í Hólmkjöri. Eg vona að litla dóttir mín eigi áfram mynd hennar í huganum, við reyn- um að hjálpa henni til þess. Ég hef valið sem kveðjuorð vers úr sálmi sem ömmu og afa þótti svo fallegur útfararsálmur. „Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson.) Við Hörður og Lára María kveðj- um svo Ingu okkar um leið og við sendum móður hennar, bræðrum, Ágústi afa og öllum sem þótti vænt um hana, innilegar samúðarkveðj- ur. Sigurborg Leifsdóttir Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Ingersoll-Rand loftþjöppur Afköst: 110—320 l/mín. Þrýstingur: 8—10 BAR. Verð frá kr. 11 .000,- IhIhekiahf Lz_G-B Laugavegi 170-172 Simi: 695500. Véladeild símar: 695730 — 695750. „ EFMA UT5AIA í heilum ströngum -bútar frá FATAVERKSMIÐJUnm QEFJUh | 5KÓ MARWBUR - húsið AUÐBREKKU-KOPAVOGI Opió: 10-19 virkadaga/10-lóá laugardögum MEÐ EINU SfMTALI er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir argjöldin sku viðkomandi greiðslukortareikn- ■PirTT.n SÍMINNER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.