Morgunblaðið - 24.01.1987, Síða 44

Morgunblaðið - 24.01.1987, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 Sigurður Siguijóns son — Minning Fæddur 7. ágúst 1924 " Dáinn 25. desember 1986 í dag fer fram minningarathöfn um góðan félaga og samstarfs- mann, Sigurð Siguijónsson, skip- stjóra, sem fórst með skipi sínu ms. Suðurlandi síðastliðna jólanótt langt norður í hafí. Sigurður fæddist 7. ágúst 1924 í Traðarkoti á Vatnsleysuströnd. Foreldrar hans eru hjónin Sigurjón Sigurðsson og Margrét Ásgeirs- dóttir sem búa ennþá í Traðarkoti. Hann ólst upp við sjóinn og byij- aði bamungur að vinna fyrir sér, eins og algengt var í þá daga. Sigurður hóf sjómennsku á vél- bátum frá Keflavík 15 ára gamall. Hann lauk fískimannaprófí frá Stýrimannaskóla íslands 1949 og frá þeim tíma var hann stýrimaður og skipstjóri á ýmsum vélbátum frá Suðumesjum. Árið 1974 söðlar Sigurður um og ræður sig sem stýrimann á flutn- ingaskipið Sæborgu til reynslu. Það kom fljótt í ljós að sjómannshæfí- leikar hans og fyrri reynsla komu honum vel að notum í hinu nýja starfí — farmennskunni. Það var á þessum tíma sem ég kynntist Sig- urði. Við hittumst í fyrsta sinn á "^•sunnudagsmorgni. Ég var í bíltúr um höfnina og brá mér um borð í Sæborgu til að fá mér kaffibolla og spjalla við þá sem voru á vakt um borð í skipinu. Ég minnist þess alltaf hvað Sigurður hafði góð áhrif á mig strax þegar við hittumst. Hann var hraustlegur glaðlegur, áhugasamur og talaði hispurslaust um hvert málefni sem um var rætt. Árið 1976 sótti Sigurðurum starf sem stýrimaður hjá Nesskip hf. Það var auðsótt og var hann ráðinn 1. -*“stýrimaður á ms Vesturland hjá Hafliða Baldurssyni skipstjóra. Þar sem Sigurður hafði einungis skip- stjóraheimild fýrir hann til að sigla með skipið sem skipstjóri í afleys- ingum. Við Sigurður ræddum þetta og komum okkur saman um að ef hann vildi gefa sig að farmennsk- unni yrði hann að fara í Stýri- mannaskólann og taka farmanna- próf. Árið 1978, eða þegar Sigurður er 54 ára, leggur hann land undir fót og sest í Stýrimannaskólann. Þetta segir okkur meira en mörg orð hvað Sigurður var ákveðinn, einbeittur og ósérhlífínn ef svo bar undir. Hann lauk síðan farmanna- prófí vorið 1979. Stuttu seinna varð Sigurður fast- ur skipstjóri á ms. Vesturlandi og í desember 1983 tók Sigurður við nýju Vesturlandi og síðastliðið hálft annað ár var hann skipstjóri á ms. Suðurlandi. Sigurður var farsæll skipstjóri — honum hélst vel á fólki og var ætíð mjög annt um skip sitt og áhöfn. Það væri hægt að minnast margra atvika á skipstjóraferli Sig- urðar. í febrúar 1985 fór Sigurður með ms. Vesturlandi til Finnlands með mjöl. Mikill ís og kuldi var á leiðinni og útlitið oft tvísýnt. En Sigurði tókst að troða sér inn á ísbijót og fylgja honum til hafnar án nokkurra tafa. Við þetta urðum við á skrifstofunni hugrakkari og leigðum skipið frá Finnlandi til Líbýu með ýmsar byggingarvörur. Lestun gekk vel miðað við aðstæður og Sigurður kom skipi sínu klakk- laust og án tafa út úr ísnum og áleiðis til Líbýu. Við komu til Líbýu mátti t.d. ekki hafa um borð daga- töl eða myndir með kvenfólki. Auk þess var ekki talið þorandi að hafa vínflöskur um borð eða nokkuð sem gat talist vera tengt ísrael. Nokkrum klukkustundum áður en skipið kom til Líbýu hringdi Sig- urður og sagðist hafa farið um allt skipið og kannað sjálfur að ekkert væri um borð sem tollverðir gætu hengt hatt sinn á til að sekta skip- ið eða seinka eins og algengt var. Síðan heyrðum við ekkert meira frá skipinu. Við á skrifstofunni sendum telex til Líbýu og spurðumst fyrir um skipið en fengum ekkert svar. Við vissum að skipið var í góðum höndum hjá Sigurði og við yrðum eins og ofí að treysta á hans áræði og útsjónasemi. Tæpum fímm sólar- hringum síðar hringdi Sigurður og tiikynnir að hann sé á fríum sjó — tollskoðun svo og öll afgreiðsla á skipinu hafí gengið snurðulaust. Skipið var bundið þannig að það var 2—3 metra frá bryggjunni og enginn landgangur tengdur í land. Verkamennimir voru hífðir um borð og frá borði. Enginn skipveiji fékk að fara í land. Við vorum fegnir að heyra þessar fréttir og þökkuð- um Sigurði í huga okkar fyrir útsjónasemi og dugnað. Pour mon Amoim Tælandi ilmur Útsölu- staðir: Oculus, Reykjavík. Sandra, Hafnarfirði. Eva, Akureyri. Árið 1946 giftist Sigurður eftir- lifandi konu sinni, Heru Gísladóttur frá Hafnarfirði. Þau voru mjög samrýnd og tóku sameiginlega á sínum málum. Þau áttu saman þijú böm. Sigurð skipstjóra 30 ára, kvæntur Steineyju Halldórsdóttur, og Hrönn 28 ára, gift Guðmundi Þorleifssyni og eiga þau 3 böm Siguijón Gísla 25 ára, sambýliskona hans er Jóhanna Pétursdóttir. Við samstarfsfólk Sigurðar hjá Nesskip minnumst hans sem ósér- hlífins, áræðins og góðs drengs sem talaði ætíð tæpitungulaust og af áhuga um hlutina. Hann var alltaf tilbúinn að takast á við þau verk- efni sem honum vom falin af lífí og sál og með jákvæðu hugarfari. Það var ekki ónýtt fyrir byijendur að fá að vera í skipsrúmi hjá Sig- urði — þar sem menn lærðu að ganga vel um skip sitt og sýna því og farmi ávallt virðingu. Við leiðar- lok er þakklæti efst í huga. Kæra Hera — böm, tengdabörn og bamaböm, ég bið algóðan guð að styrkja ykkur um alla framtíð. Ættingjum og vinum sendi ég sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu góðs drengs. Guðmundur Ásgeirsson Jólin eru gengin í garð, hátíð friðar og kærleika. Við fögnum komu frelsarans í hlýjum stofum, njótum samvista við fjölskyldu og vini. Við sem heima emm, vitum af sjómönnum á hafi úti við störf sín. Við biðjum þeim blessunar, vonumst til að allt gangi vel hjá þeim og að þeir megi koma heilir heim til ástvina sinna. Svo kemur fréttin um að ms. Suðurland hafí farist á aðfanga- dagskvöld jóla á hafínu milli Íslands og Noregs. Fyrstu fréttir segja að skipshöfn hafí komist í björgunar- bát, allt sé gert til að koma þeim til bjargar sem fyrst. Síðan kemur frétt, sem segir að þriggja sé sakn- að, þrír séu látnir sem í björgunar- bátinn komust en fímm hafi verið bjargað. Einn þeirra sem saknað sé og þar með talinn af sé skip- stjóri Suðurlandsins, Sigurður Sigutjónsson. Sigurður fæddist 7. ágúst 1924, sonur hjónanna Margrétar Ásgeirs- dóttur og Siguijóns Sigurðssonar bónda í Traðarkoti á Vatnsleysu- strönd. Sigurður var elstur bama þeirra en systkinin voru þrír bræður og tvær dætur. Það var glaður hóp- ur ungmenna sem ólst upp í Brunnastaðahverfinu á þessum tíma við leik og störf. Oft var margt um manninn á vetrarkvöldum á tjöminni í hverfinu. Gleðin ríkti, engar áhyggjur hjá okkur sem þama vom saman, enginn vandi að láta tímann líða. En síðan kom alvara lífsins, allir urðu að fara ungir til vinnu og lét Sigurður sitt ekki eftir liggja. Strax eftir fermingu fór hann til sjós, fyrst með Kristni Ágústsyni á mb. Búa, þá á dragnót, og var hann síðan með Kristni í nokkur úthöld. Fór síðan á báta í Hafnarfirði og var þar með góðum og fengsælum skipstjómm því Sigurður átti ekki í neinum vandræðum að fá góð skipsrúm. Vera hans með þessum úrvals mönnum hefur eflaust komið í góðar þarfír síðar, er hann var sjálfur orðinn skipstjóri. En hann hafði náð sér í tilskilinn siglinga- tíma fór hann í sjómannaskólann og lauk þar prófum sem veittu hon- um skipstjómarréttindi á öllum stærðum fískiskipa við ísland. Sigurður tók við skipstjóm mjög fljótt eftir að hann hafði lokið sjó- mannaskólanum. Fyrst var hann skipstjóri á mb. Hafnfirðingi, síðar var hann einnig skipstjóri á öðmm bátum frá Hafnarfírði og öðmm verstöðvum. Hann var dugandi skipstjóri, famaðist vel á sjó, var góður fiskimaður, aðgætinn og at- hugull. Hann hafði mannahylli og vom sömu mennimir með honum í mörg ár. Hann hóf útgerð með Minning: Ingibergur Gísla- son - Sandfelli Fæddur 16. janúar 1897 Dáinn 15. janúar 1987 Þegar mér barst andlátsfregn bróður míns, Ingibergs Gíslasonar, kom það mér ekki á óvart, eftir langvarandi veikindi hans. Ingibergur Gíslason fæddist á Sjávargötu í Stokkseyrarhreppi, 16. janúar 1897, foreldrar hans vom hjónin Jónína Margrét Þórðardóttir og Gísli Karelsson. Faðir Ingibergs fórst í sjóróðri frá Stokkseyri í marzmánuði árið 1908, var það mikið áfall fyrir Jónínu, sem var með 7 böm á framfæri. Ingibergur ólst upp í Flóanum. Hann byijaði sjómennsku við Faxa- flóa, á bát frá Eyrarbakka, en fluttisttil Vestmannaeyja 1919, var vélstjóri á ýinsum bátum til 1927 er hann varð formaður á mb. Frans og síðan með mb. Helgu og ýmsa aðra báta, síðast með mb. Auði. Hann hætti formennsku 1971 og hafði þá verið formaður í 44 ár. Snemma fór orð af Ingibergi fyr- ir hve mikill hafsjór hann var á sögur og kvæði og mikill húmoristi hann var. Hændist fólk mjög að honum vegna frábærrar frásagnar- gleði hans og skemmtilegheita, sem bæði ungir og eldri kunnu að meta. Ég sem skrifa þessi fátæklegu orð, átti því láni að fagna að vera með honum á bát þegar ég var unglingspiltur og var það mér góð reynsla. Ingibergur var tvíkvæntur og var fyrri kona hans Árný Guðjónsdóttir frá Sandfelli, eignuðust þau 5 böm, allt myndarfólk. Síðar kona hans er Lovísa Guðrún Guðmundsdóttir, ættuð úr Flóanum, og lifír hún mann sinn, þau eignuðust tvær myndardætur. Ingibergur var eins og fyrr er getið hrókur alls fagnaðar og glað- vær í góðra vina hópi, óska ég aðstandendum til hamingju með að hann er nú laus við þjáningar og bið ég alla góða vætti að fylgja honum á óþekktar slóðir. Við Ingibergur vorum góðir vinir Leifs Haraldssonar, og leyfí ég mér að gefnu tilefni að láta hér fylgja með vísu eftir hann, bæði vel orta og sanna að efni til. En vér sem lifum, störfum aðeins nokkur ár að æviskeiði loknu er holdið grafið, uns stritsins sviti og öll vor tregatár um tímans eilífð renna í mikla hafið. (LH. Ort 1939) Að endingu óskum ég og mitt fólk þess að hann fái góðan byr á hinztu siglingu. Arni Ogmundsson Við systumar viljum senda pabba okkar örfá þakkarorð fyrir sam- verustundimar. Margar sögur var hann búinn að segja okkur, sem ætíð voru vel þegnar, þó nokkrar frumsamdar. Það var hreinn hafsjór er hann kunni, því mikið var hann búinn að lesa. Já, og margt upplifði hann. Það var margt ótrúlegt sem 7—8 ára og 9 ára drengur þurfti bræðrum sínum á 50 tonna bát frá Hafnarfirði og héldu þeir því sam- starfi í nokkur ár. Sigurður var vel gefínn, las mik- ið og menntaði sig þannig sjálfur, því að bamaskólaganga hans var aðeins fjórir vetur. Hann tók virkan þátt í félagsmálum sjómanna, var í stjóm skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Kára í Hafnarfírði og gegndi þar formannsstöðu um tíma. Einnig sat hann í sjómannadagsráði. Þá lét hann sig bæjarmál í Hafnarfírði varða, þó ijarvistir þeirra manna sem em á sjó gefí ekki mikinn tíma til félagsmálastarfa í landi. Árið 1979 sest Sigurður í far- mannadeild Sjómannaskólans og nær sér f réttindi sem yfirmaður á farskipum. Strax að því loknu ger- ist hann stýrimaður á skipum Nesskips. Hjá því skipafélagi er Sigurður upp frá því, ýmist sem stýrimaður eða skipstjóri og nú síðast skipstjóri á ms. Suðurlandi sem hann var búinn að vera með í nokkur ár. Það hafa sagt mér skipsfélagar hans á þessum skipum að betri yfír- mann gætu þeir ekki hugsað sér, góður félagi, aðgætinn og prúður, hugsaði vel um skip og skipshöfn. I einkalífí var Sigurður lánsmað- ur, hann kvæntist 20. september 1946 Heru Gísladóttir úr Hafnar- fírði, hinni ágætustu konu er studdi hann bæði í blíðu og stríðu. Þau eignuðust þijú böm, tvo syni og eina dóttur, Sigurð skipstjóra, Sig- uijón Gísla þungavinnuvélstjóra og Hrönn húsmóður. Öll em þau gift, synirnir búsettir í Kópavogi og Hrönn í Hafnarfírði. Foreldrar Sigurðar búa enn í Traðarkoti, háöldmð. Þeim er mik- ill missir að Sigurði syni sínum. Fáa eða enga hef ég vitað sem fylgdust eins náið með ferðum sjómanna á hafínu eins og Margréti móður Sig- urðar. Það er skammt stórra högga á milli í þessari fjölskyldu. Vona ég og bið að almættið veiti þeim styrk til að sigrast á þeirri miklu sorg sem að þeim hefur steðjað. Sigurði vini mínum bið ég bless- unar á þeirri vegferð sem hann hefur lagt í. Eiginkonu, börnum svo og allri fjölskyldunni votta ég mína innileg- ustu samúð. Fari góður vinur og frændi í friði. Magnús Ágústsson að gera í þá daga, ótrúlegt þætti það nú í dag. Þó er okkur minnistæðust gos- nóttin 23. janúar 1973. Ekki ætlaði pabbi að yfírgefa eyjuna okkar fyrr en í nauðimar rak. Það held ég hafi verið honum erfið stund. En alltaf var hann vongóður um að komast fljótt heim aftur, eins og reyndar varð. Og nú er pabbi búinn að kveðja okkur öll. Sama dag fyrir ári and- aðist bróðurdóttir okkar, Árný Matthíasdóttir í Grindavík, langt fyrir aldur fram, aðeins 27 ára göm- ul. En eftir lifa minningarnar um þau bæði. Bömin okkar senda afa sínum innilegustu kveðjur fyrir allt það er hann var þeim og biðjum við algóðan Guð að geyma pabba og hana Árnýju okkar. Við kveðjum með sálminum er var pabba svo kær. Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber. Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér. Guðrún og Guðmunda Ingibergsdætur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.