Morgunblaðið - 24.01.1987, Page 59
I
I
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987
Þessir hringdu . . .
Ókurteisi
Einn fúll hringdi:
Um daginn hringdi ég í Tennis
og badmintonfélag Reykjavíkur.
Það var svarað:,, Tennis-og bad-
mintonfélag Reykjavíkur“
röddin var þvogluleg og ég heyrði
ekki rétt vel, sagði því „ha“. Mér
var þá svarað að bragði: „Heyr-
irðu ekki neitt mannfjandi,
Tennis- og badmintonfélag
Reykjavíkur."
Ég spurði þá hvort ég gæti
innritað mig á námskeið hjá félag-
inu en það var ekki að tala um.
Röddin sagði: „Þetta kemur mér
ekkert við hringdu á morgun
kl.9.“
Tímaritið Smell-
ur, hvar er það?
Hrafnhildur Erlingsdóttir
hringdi:
í júní á síðasta ári gerðist ég
áskrifandi að tímaritinu Smellum.
Ég borgaði fyrirfram fyrir 5 blöð
en enn hef ég aðeins fengið eitt
þeirra. Og það þrátt fyrir að hafa
fengið loforð útgefandans fyrir
því að hin blöðin yrðu send mér
ekki síðar en um mánaðarmótin
nóv/des..
Nú vil ég fá að vita hvort blað-
ið er dáið út af, má ég þá eiga
von á endurgreiðslu, eða má ég
enn eiga von á því að fá blöðin?
„Að breyttu
breytanda“
Þorsteinn Guðjónsson
hringdi:
Fimmtudaginn 22.jan. fékk ég
birta grein eftir mig á síðum Vel-
vakanda. Fyrirsögnin, sem ég
gerði sjálfur, hafði verið brengluð.
Þar stóð „Að breyttum breyt-
anda“. Þetta tel ég alrangt og
ekki stætt á því að orða þetta
öðruvísi en svona: „Að breyttu
breytanda" (þ.e. að breyttu því
sem á að breyta). Og þannig vil
ég hafa þetta.
Týndi seðla-
veski-hringdu
aftur Sigurður
Bjarni hringdi:
í bytjun nóvember tapaði ég
seðlaveski. Skömmu síðar hringdi
maður í mig og kvaðst hafa fund-
ið veskið, sagðist hann heita
Sigurður. Nú vildi svo illa til að
ég týndi símanúmeri mannsins.
Nú vil ég biðja hann að hringja í
mig aftur í s.72039.
Ekki okkar
að dæma
Kristinn hringdi:
Réttilega hefur verið bent á það
að S.R. Haralds hefur farið rangt
með orð Biblíunnar. En þar stend-
ur einnig:„Dæmið ekki til þess að
þér verðið ekki dæmdir."
Það er einnig rétt að kynvilla
er röng samkvæmt orði guðs. En
það er ekki okkar að dæma þetta
fólk því allir höfum við syndgað.
Guð elskar syndaran jafnt og aðra
og vill að þeir iðrist gerða sinna
og snúi sér frá syndinni til hans.
„Hann hefur
haldið vel á
málum“
Ég get ekki látið hjá líða að
senda Sverri Hermannssyni ráð-
herra kveðju og vil ég lýsa aðdáun
minni á því hversu vel hann hefur
haldið á máli embættis síns í þessu
margfræga deilumáli sem geisað
hefur á Norðurlandi eystra. Ég
hef fylgst með málflutningi hans
á alþingi og í blöðum. Sverrir set-
ur mál sitt og skoðanir mjög vel
fram og er ekki tvísaga í neinu.
Hann er kunnáttumaður mikill og
skemmtilegur málflytjandi. Þátt-
urinn „Einvígi á Stöð 2 var alveg
afbragð þar sem Sverrir sat fyrir
svörum. Skemmtilegri þáttur hef-
ur varla birst á skjánum áður.
Á NÝÁRSDAG1987
„Komið og fylgið mér, og ég mun
gjörayður að mannaveiðurum." Matt.
4:20. Þannig talaði Jesús til físki-
mannanna við Galfleuvatnið forðum,
Símon og Andrés hlýddu kalli hans
og fylgdu honum. Þeir hlýddu á orð
hans, sem voru „andi og líf“. Jóh.
6:63. Hann sagði: „Ég er ljós heims-
ins, hver sem fylgir mér, mun ekki
ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós
lífsins." Jóh. 8.12. Lærisveinar hans
hafa í gegnum aldir haldið þessu ljósi
uppi, svo aðrir mættu sjá það og njóta
leiðsagnar þess. „Hver sem elskar
mig, mun varðveita mitt orð.“ Jóh.
14:23. Davíð konungur í ísrael sagði:
„Þitt orð er lampi fóta minna, og ljós
á vegi rnínum." Sálm. 119:105. Sjó-
menn vita hvers virði vitar eru og
öll umferðarljós, hvort þau eru á sjó
og landi. Það þarf allt að vera í lagi,
og þess er krafist að farið sé eftir
þeim í öllu, annars er voðinn vís.
Salem-sjómannastarfið hefir leit-
ast við að beina þessu ljósi til
sjómanna og annarra sem á vegi
hafa orðið um 40 ára skeið. Guðsorð
hefir ævinlega blessun í för með sér,
til þeirra sem vilja tileinka sér þau
fyrirheit, sem Guð gefur. Guð bregst
aldrei orði sínu. Þitt orð er Guðs,
vort erfðafé. Þann arf vér bestan
fengum. (H.H.) „Sælir eru þeir, sem
heyra Guðsorð og varðveita það.“
Lúk. 11:28.
Starfið hefír gengið með svipuðum
hætti og un .anfarin ár. Orði Guðs
hefír verið ð til fólks af 40 þjóðern-
um, svo c því sést að akurinn er
nokkuð stór. Gefnar voru 40 Biblíur,
60 Nýjatestamenti og 40 Passíusálm-
ar og 40 snældur með söng og
vitnisburði um Jesú. Aðrir fengu
smærri Biblíuhluta hver á sínu máli.
Farið var um borð f um 300 íslensk
skip og báta og 130 erlend. Nokkrum
sinnum voru hafðar guðræknisstund-
ir um borð og sýnd kristileg mjmd-
bönd. Jólapakkar urðu að þessu sinni
305, liðlega helmingur var til er-
lendra sjómanna. Auk þess voru
sendar jólakveðjur og blöð til 27 skipa
og vitavarðanna á Homi og Galtar-
vita. Einnig voru á árinu send blöð
á hvert sveitaheimili í sýslunni.
Ég er þakklátur öllum, sem á einn
eða anna hátt hafa stutt starfíð eða
sýnt því viðurkenningu. Ég bið Guð
að launa ríkulega þeirra kærleika og
fómfýsi. Ég get ekki annað en nefnt
færeyska skipafélagið Smyril Line,
sem í þriðja sinn bauð okkur hjónun-
um far með skipi sínu „Norröna" til
Færeyja og Noregs. Var það mjög
ánægjuleg ferð, sem gaf okkur tæki-
færi til að vera á sumarmóti hvíta-
sunnumanna í Hamar í Noregi, þar
sem fleiri þúsundir voru saman kom-
in í viku til að lofa Drottin og
uppbyggjast í samfélaginu við hann.
Þama vom m.a. kristniboðar frá 30
löndum. Þaðan fómm við svo til
Svíþjóðar og heimsóttum í annað
skipti vini okkar á trúðboðsskipinu
ELIDA, þar sem við vomm í 4 daga.
Það er sérstök upplifun að kynnast
þessari starfsgrein í víngarði Drott-
ins. Í allri ferðinni var útbýtt kristi-
legum smárítum í þúsundatali á
mörgum tungumálum. í þessum lönd-
um nutum við svo gestrisni og vináttu
margra góðra vina.
Það er mikil náð að fá að gegna
þessari þjónustu meðan Guð gefur
mér heilsu og krafta til þess. Þörfin
er mikil og viðtökumar hjá sjómönn-
Eldri borgari skrifar:
Fyrir skömmu var tekin fyrsta
skóflustungan að þjónustumiðstöð
fyrir aldraða á homi Aðalstrætis
og Vesturgötu. Þessu ber að sjálf-
sögðu að fagna - sérstaklega af
okkur, sem komnir eru yfír miðjan
aldur. Vonandi verður ekki látið
staðar numið við þessa framkvæmd
heldur þetta stórelft þar sem þörfín
er gífurleg enda vel skiljanlegt þar
sem stór hópur ellilífeyrisþega af
öllu landinu streymir til Reykjavík-
ur. í nýlegri könnun var sagt, að
mig minnir, að þessi hópur væri
17% af þjóðinni. Það gæti þýtt að
í Reykjavík væri hlutfallið orðið eða
yrði um 25%, þ.e. kalla mætti
Reykjavík bráðum borg hinna „öldr-
uðu“.
Mikilvægt er því fyrir þennan
stóra minnihluta að standa vörð um
sérhagsmunamál og styðja þá sem
vinna að þessum málum. Til dæmis
um eru frábærar, svo ég er viss um
að orðið ber ávöxt í hjörtum margra,
og hefí reyndar sannanir fyrir því.
Hinar mörgu vinarkveðjur víðsvegar
að bera líka vitni um það. „Guði séu
þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir
Drottin vorn Jesúm Krist." 1. Kor.
15:57. Orð Jesú, „komið og fylgið'
mér,“ hljóma enn í dag. Hann kallar
á mig, hann kallar á þig. Guð gefi
hverjum þeim sem heyrir náð til að
hlýða kallinu. „Hver sem eyra hefír,
hann heyri." Op. 3:6.
Eins og skínandi ljós, eins og ljúf-
asta rós er hans lífsorð á braut vorri
hér. Hver fær útmálað slíkt, hversu
ununarríkt hann að elska og tilbiðja
er. Hlýð þú hans raust. Og til hans
ber þitt traust. Þú munt gleðjast í
Guði ef þú gegnir hans raust.
Guðs náð og blessun hvfli yfír sér-
hveijum sæfarenda, landi okkar og
þjóð. „Ó, land, land, land, heyr orð
Drottins." Jer. 22:29. „Sæl er sú þjóð,
sem á Drottin að Guði.“ Sálm. 33:12.
í Guðs friði.
má nefna svokallað „Borgarspítala-
mál“. Með því að selja ríkinu
spítalann þá getur borgin losnað
við að greiða hallan af honum og
notað þá peninga í þjónustumið-
stöðvar fyrir aldraða. Þetta eru
rökin hjá bæði Davíð Oddssyni
borgarstjóra og Ragnhildi Helgad-
óttur fyrir sölu spítalans til ríkisins,
þ.e. með þessu móti gæti borgin
snúið sér að málum okkar eldri
borgara. Allt þetta tal starfsfólks
spítalans móti sölunni sýnist mér
bera keim af eigin hagsmunum.
Alltént ber það ekki hagsmuni okk-
ar fyrir brjósti.
Þessvegna tel ég mikilvægt fyrir
okkar samtökum eldri borgara að
styðja þá sem mest, sem okkur
styðja í þessum málum en snúast
á móti þeim stjómmálamönnum
Reylq'avíkur, sem em á móti þess-
ari sölu og þar með leggja stein í
götu okkar vitandi eða óafvitandi.
Sigfús B. Valdimarsson
Stöndum saman
eldri borgarar!
stórkostleg
húsgögnum
i
húsgagna-
deild
ö o
&
Gerið góð kaup
Opið kl. 10-16.
J«C
I það hefur alltaf borgaö sig
að versla á Vörumarkaðinum
m ; i
Vörumarkaöurinn hf.
^ W 1 Nýjabæ-Eiðistorgi Sími 622-2001