Morgunblaðið - 30.01.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987
23
Franskt blað:
Akvörðim um mynd-
birtingu vekur
nokkrar umræður
NOKKRAR umræður hafa spunnist um það í Bandaríkjunum, hvort
fjölmiðlar hafi farið út fyrir velsæmismörk í fréttaflutningi af þvi, er
féhirðir Pennsylvaníurikis stytti sér aldur í siðustu viku. í því sam-
bandi hafa myndbirtingar af atburðinum í blöðum og sjónvarpi sérstak-
lega nefndar.
Það var hinn 22. janúar s.l., að
Budd Dwyer, ríkisféhirðir í Pennsylv-
aníu, boðaði blaðamenn á sinn fund
til að bera af sér sakir um að hafa
þegið mútur. Á fundinum flutti hann
ruglingslega ræðu, seildist síðan eft-
ir skammbyssu og skaut sig til bana
fyrir framan stóran hóp fréttamanna
og útvarps- og sjónvarpsmanna. Blöð
víða um heim birtu myndir af þessu
atviki, en misjafnt var eftir fjölmiðl-
um, hvað sýnt var. í grein frá AP í
Intemational Herald Tribune um
síðustu helgi segir, að ein sjónvarps-
stöð í Pittsburgh í Pennsylvaníu hafí
sýnt sjálfsmorðið í heild og Dwyer
hníga niður örendan. Flestar aðrar
stöðvar hafi aðeins sýnt aðdraganda
harmleiksins. í blaðinu er haft eftir
By Williams, fréttastjóra sjónvarps-
stöðvarinnar: „Við höfum séð JFK
[John F. Kennedy] skotinn til bana
200 sinnum. Við höfum séð_ Bobby
Kennedy skotinn til bana. Á sama
hátt var hér sýnt, hvað kom fyrir
mikinn áhrifamann í Pennsylvaníu."
Sjónvarpstöð í Philadelphiu sýndi
sjálfsmorð Dwyer einnig í heild. „Það
er enginn munur á þessu og því,
þegar skotið var á Reagan eða Sad-
at. Sjónvarpið er, það sem myndavél-
amar sjá. Fréttastjóri okkar taldi
nauðsynlegt, að sýna þetta í heild
til að koma fréttinni til skila," sagði
talsmaður stöðvarinnar. Hann kvað
200-300 manns hafa hringt og flest-
ir kvartað vegna myndanna.
Sjónvarpsstöðin KYW-TV í Penn-
sylvaníu og margar aðrar stöðvar í
ríkinu ákváðu, að sýna sjálfsmorðið
ekki. Sumar sýndu Dwyer með byssu
í hönd, en aðrar ekki. „Fólki hér
varð flökurt af að sjá þetta," sagði
Randy Covington, forstjóri KYW-TV.
„Við erum eindregið þeirrar skoðun-
ar, að það hafí ekki átt að sýna
sjálfsmorðið í heild. Eg á tvö böm
heima og ég hefði orðið mjög reiður,
ef þau hefðu orðið vitni að þessu í
sjónvarpinu," sagði hann.
Stóru sjónvarpsstöðvamar ABC
og CBS sýndu engar myndir frá hin-
um örlagaríka blaðamannafundi
Dwyers. NBC sýndi myndir af honum
með byssu í hönd, en annað ekki.
Sama gerði kapalsjónvarpið CNN.
„Það var hægt, að segja fréttina án
þess að sýna þetta í heild. Hitt þjón-
aði engum tilgangi," sagði talsmaður
stöðvarinnar.
Geðheilbrigðissamtök í Suður-
Pennsylvaníu hvöttu sjónvarpsstöðv-
ar, sem ætluðu að sýna myndir af
sjálfsmorðinu, til að vara áhorfendur
við fyrirfram. Þau sögðu, að atvikið
gæti hvatt aðra til að fylgja í fóit-
spor Dwyers.
AP-fréttastofan sendi frá sér
margar myndir af fundi Dwyers og
sjálfsmorðinu, en varaði jafnframt
við myndunum á fjarritum sínum.
Meðal mynda AP var ein, þar sem
Dwyer hafði stungið byssuhlaupinu
í munninn, önnur skömmu eftir að
hann hafði hleypt af og sú þriðja þar
sem hann lá í blóði sínu á gólfinu.
James F. Weseley, ritstjóri í
Bandaríkjunum, sem hefur haft for-
ystu fyrir hópi ritstjóra við rannsókn-
ir á meðferð blaða á ógnvekjandi
ljósmyndum, sagði í tilefni umræðn-
anna um myndimar af sjálfsmorði
Dwyers, að ritstjórar sýndu nú meiri
aðgát í ákvörðunum um notkun
slíkra mynda en nokkru sinni á seinni
tímum. Þeim væri í mun að ganga
ekki of nærri lesendum sínum án
augljósra ástæðna.
Þess má geta, að Morgunblaðið
birti Reuters-myndir af blaðamanna-
fundi Dwyers 23. janúar s.s. með-
fylgjandi úrklippa ber með sér.
/ Háskólabíói, laugardaginn 31. janúar,kl. 17.00.
eftir Giuseppe Verdi
með Placido Domingo í adalhlutverki.
Alíur ágóði af frumsýningunni rennur tíl starfsmannafélags
Sinfóníuhljómsveitar íslands og verður honum varið óskiptum
tíl að bæta lýsinguna á sviði Háskólabíós.
TÓNLISTARUNNENDUR!
Styðjum gott málefni.
LlFANDl TÓNLIST í ANDDYRI OG Á SVIÐINU
í HÁLFTÍMA ÁÐUR EN SÝNING HEFST.
Miðaverð er kr. 300.
ISLANDS
HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS • ALMENNAR TRYGGINGAR
Stalín vildi tryggja sér
yfírráð yfir Eyrarsundi
FRUMSÝNING
fyrir nasista. Gilbert þessi hafði ver-
ið kennari hjá Rauða hemum á þriðja
áratugnum og hafði góð sambönd
hjá Sovétmönnum. Meðan hann
dvaldist í Sovétríkjunum, hitti hann
í eigin persónu fólk eins og Lenin,
Dzersjinskij, föður sovésku leyni-
þjónustunnar, og Zukov hershöfð-
ingja. Gilbert var skotinn til bana á
götu í Kaupmannahöfn í október
árið 1944.
Um Jane Homey segir blaðið, að
það sé enn óráðin gáta, hvort hún
var tvöföld í roðinu og starfaði bæði
fyrir Þjóðverja og Englendinga, eða
hvort hún þjónaði enn fleiri herrum,
t.d. Svíum og Sovétmönnum. Blaðið
hallast að þeirri kenningu, að þetta
hættuspil fyrir frelsun Danmerkur í
maí 1945 hafi kostað hana lífið.
Lifir Jane
Horney enn?
Blaðið nefnir orðróm, sem gengið
hefur, um að önnur kona hafi verið
skotin á Eyrarsundi 1945 — í stað
Jane Homey, og að hin eina og
sanna Jane Horney búi nú í ná-
grenni Leningrad. Philippe Bernert,
höfundur greinarinnar, sem vakið
hefur miklá athygli í Frakklandi,
hefur orð á sér fyrir að hafa traust
sambönd við leyniþjónustuaðila.
Stalin var talinn af því að her-
nema Danmörku fyrir töku
Berlínar.
Aleksandra Kollontaj, „eina kon-
an sem Stalin virti“.
SENDIHERRA Sovétríkjanna í Stokkhólmi i síðari heimsstyrjöldinni,
Aleksandra Kollontaj, taldi Stalín á að hætta við að hrinda í fram-
kvæmd áætlun um að láta Rauða herinn hernema Danmörku árið
1945, áður en reynt yrði að taka Berlín, að þvi er fram kemur í
franska dagblaðinu VSD nýlega.
Að sögn blaðsins var það ætlun
Stalíns að koma ár sinni vel fyrir
borð á Eyrarsundi til þess að styrkja
pólitíska stöðu sína gagnvart Eng-
lendingum og Bandaríkjamönnum.
„Gerorgij Zukov hershöfðingi,
yfirmaður sovésku heijanna í bar-
áttunni um Þýskaland nasismans,
taldi, að fyrmefnd áætlun væri
dæmd til að mistakast, og óttaðist,
að framkvæmd hennar kæmi í veg
fyrir sigur hans yfir Berlín. Þess
vegna fékk hann Aleksöndru Koll-
ontaj til að telja Stalín af því að
taka Danmörku, áður en lagt yrði
til atlögu gegn höfuðvígi nasista..
Aleksandra Kollontaj var eina kon-
an, sem Stalín virti," segir blaðið.
Þýskur hershöfð-
ingi milliliður
„Sem milligöngumann milli sín og
Aleksöndru," bætir blaðið við, „not-
aði Zukov þýska hershöfðingjann
Gilbert, sem var vinveittur Sovét-
mönnum og hafði komið á fót
njósnakerfi fyrir leyniþjónustu þýska
hersins, Abwehr, í Skandinavíu —
undir merkjum fréttastofunnar
Skandinavia Bildburo.
Aleksandra sagði við Stalín, að
það væri tímaeyðsla að freista þess
að ná yfirráðum yfir dönsku sundun-
um. Svíþjóð, sagði hún, yrði áfram
hlutlaust að styrjöldinni lokinni og
mundi heimila sovéskum skipum að
sigla þar um. „Gætið að því, að þetta
er á yðar ábyrgð," á Stalín þá að
hafa svarað," segir í VSD.
Þessi staðhæfíng blaðsins — að
það hafi fyrst og fremst verið fyrir
áhrif Aleksöndru Kollontaj, að Stalín
lét undir höfuð leggjast að „frelsa
Danmörku“ á undan bandamönnum
sínum á Vesturlöndum — kemur
fram í langri grein um hinn fræga
kvennjósnara, Jane Homey, undir
titlinum: „Mata-Hari norðursins“.
Ráðin njósn-
ari nasista
Hlutur Jane Horney í því hernað-
arlega og pólitíska sjónarspili, sem
blaðið getur um, var sá, að Gilbert
hershöfðingi réð hana sem njósnara