Morgunblaðið - 30.01.1987, Síða 48

Morgunblaðið - 30.01.1987, Síða 48
V^terkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! © BRunnBúí t -Af öfiYGGISAST/tÐUM Nýjungar í 70 árh^ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Sáttatillaga felld af báðum aðilum XJNDIRMENN í Sjómannafélagi Reykjavíkur og kaupskipaút- gerðin felldu í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta í at- kvæðagreiðslu miðlunartillögu, sem ríkissáttasemjari lagði fram í gær tíl lausnar á kjaradeilu aðila. Miðlunartillagan var kynnt á félagsfundi í SFR og greiddu 107 atkvæði gegn henni, en 9 voru meðmæltir. 116 greiddu atkvæði af 165, sem höfðu at- kvæðisrétt. Kaupskipaútgerðin feUdi og tiUöguna einróma. í miðlunartillögunni fólst að laun hækkuðu strax um 7,5%, en skyldu _bó aldrei vera lægri en 26.500 krón- -^ir á mánuði og laun viðvaninga 92% af grunnlaunum. Þessi laun taka sömu áfangahækkunum og samdist um í milli ASÍ og VSÍ í desember. Álag á yfirvinnu verður 73,3% á dagvinnulaun í stað 60% áður og gert er ráð fyrir að gengið verði til samstarfs um breytingar á vinnu- ramma. „Þessi niðurstaða staðfestir það bil sem er á milli aðila og hefúr reynst meira og minna óbrúanlegt," sagði Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- Sittasemjari. Hann vildi ekki tjá sig um hvað nú tæki við. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að miðlun- artillagan hefði verið virðingarverð tilraun hjá ríkissáttasemjara til að finna lausn í deilunni. Hins vegar gengi tillagan of langt í grunn- launabreytingum miðað við það sem samist hefði um í kjarasamningum við önnur aðildarfélög ASÍ og sér virtist að eina lausnin væri að ganga til samninga um breytingar á vinnu- rammanum, sem gætu fært farmönnum umtalsverðar kaup- hækkanir, jafnframt því sem af því yrði hagræðing fyrir skipafélögin. „Það er sama staðan og var fyr- ir þessa miðlunartillögu og það mun færast meiri harka í deiluna," sagði Birgir Björgvinsson, sem sæti á í stjóm SFR. Hann sagði að enginn bilbugur væri á farmönnum og þeir gætu þess vegna haldið áfram til haustsins. Það virtist ekki vera neitt mál fyrir kaupskipaútgerðina að binda skipin við bryggju, þó það kostaði hana 7 milljónir á dag, að því er sagt væri. V araflugvöllur á Sauðárkróki: Morgunblaðið/Einar Falur Ar kanínunnar HÁTT á annað hundrað manns söfnuðust saman í Rauða kross- hótelinu við Rauðarárstíg f gærkvöldi til þess að fagna nýju ári samkvæmt kinversku timatali og gengur það undir heitinu „Ár kanínunnar“. Víetnamamir, sem fluttust hingað til lands árið 1979, stóðu fyrir hátíðarhöldunum í tilefni nýársdagsins. Þann dag ber ár hvert upp á 29. janúar og er hann þá haldinn hátíðlegur. Þijátíu til flömtíu Víetnamar búa hér á landi nú. Hátíðarborðið var hlaðið margvíslegum austurlenskum réttum, eins og sjá má á myndinni. Hugrnynd um forhönn- un á 5 öðrum flugvöllum Rætt um fjármögnun frá mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins VIÐRÆÐUM fulltrúa samgöngu- ráðuneytis, vamarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytis og fulltrúa frá Atlantshafsbanda- laginu um gerð varaflugvallar fyrir Keflavikurflugvöll á Sauð- árkróki lauk i fyrradag. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins lagði Pétur Einarsson flugmálastjóri til að gerð yrði forkönnun og hagkvæmnisat- hugun á fimm öðrum flugvöllum Símamynd/Morgunblaðið/Bjami Sjallinn var þétt setinn i gærkvöldi eins og sjá má á myndinni hér að ofan, en til hliðar er Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, í ræðustól. áður en ákvörðun verður tekin um hvar varaflugvöllur verður staðsettur. Munu fulltrúar NATO hafa greint frá því að ef islensk flugmálayfirvöld teldu slíka könnun nauðsynlega, þá teldu þeir allar líkur á þvi að mann- virkjasjóður Atiantshafsbanda- lagsins væri reiðubúinn að fjármagna slíka könnun, og töldu þeir að kostnaður við hana gæti verið í kringum 14 milljónir króna, eða um 350 þúsund banda- rikjadalir. Eins og kunnugt er gerði flug- málanefnd tillögu um það er frumvarpsdrög að flugmálaáætlun voru kynnt í desembermánuði síðastliðnum, að Sauðárkróksflug- völlur yrði ákveðinn sem varaflug- völlur fyrir Keflavíkurflugvöll. Flugmálastjóri mun telja nauðsyn- legt að gerð sé heildarúttekt á þessu máli, og til þess að slíkt sé mögu- legt, verði að fá til erlent ijármagn. Ef ríkisstjómin fellst á þessa til- högun, væri hægt að heíjast handa við þessa tæknilegu könnun á fímm flugvöllum þegar eftir helgi. Flug- vellimir eru á Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Blönduósi og Höfn í Homafirði. Matthías Bjamason mun hafa skýrt frá þessum hugmyndum á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks- ins í fyrradag, en undirtektir verið misjaftiar. Heimildir Morgunblaðs- ins herma að Eyjólfur Konráð Jónsson formaður utanríkismála- nefndar Alþingis hafi tekið þessum hugmyndum fálega og sagt að það kæmi ekki til greina að nota fjár- magn erlends hemaðarbandalags til slíkra hluta. Þeir sem eru tals- menn þess, að þessi leið verði farin benda hins vegar á að engar skuld- bindingar fylgi því af íslands hálfu, þó að þessi könnun verði fram- kvæmd. Það sé síðari tíma pólitísk ákvörðun hvort íslenska ríkisstjóm- in eigi að leggja það til að byggður verði varaflugvöllur á þeim stað sem kemur best út úr könnuninni, flugtæknilega séð. Símamynd/Gudmiindur Svansson Húsfyllir var á fundi menntamálaráðherra NORÐLENDINGAR fylltu Sjall- ann á Akureyri í gærkvöldi þegar Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, hélt þar ópinn fund vegna fræðslustjóra- málsins. Fundargestir voru farnir að bíða fyrir utan húsið rúmum klukkutima áður en fundurinn átti að hefjast og hátt í tugur manna hafði skráð sig á mælendaskrá um miðjan dag í gær. Sverrir Hermannsson hélt yfir kiukkutíma langa framsöguræðu þar sem hann dró fram ástæður sínar fyrir brottvikningu Sturlu Kristjánssonar úr embætti fræðslu- stjóra Norðurlandsumdæmis eystra í sögulegu Ijósi þess „agaleysis og virðingarleysis" embættismanna- valdsins, sem vaðið hefði uppi í áratugi, eins og Sverrir orðaði það. Sverrir lauk máli sínu með því að lýsa yfir vilja sínum til að leita sann- gjamra sátta í málinu og upplýsti að hann hefði beint þeim tilmæíum til Qármálaráðherra að gengið yrði til samninga við lögfræðing Sturlu um sanngjamar bætur vegna brott- vikningarinnar, en bréf þess éfnis barst til fjármálaráðherra frá lög- manninum í gær. Sverrir Pálsson, skólastjóri á Akureyri, talaði á eftir ráðherra og var þungorður í hans garð. Sagði hann meðal annars að allir skóla- menn í Norðurlandsumdæmi eystra bæm nú þunga ábyrgð eftir að einn af þeim var sviptur atvinnunni fyrir að tala máli þeirra, að þeirra beiðni. Sverrir sagðist kalla Jjað „ógnar- stjóm menntamála á Islandi þegar haft er í hótunum við menn fyrir að vera á annarri skoðun en menntamálaráðherra og dirfast að halda þeirri skoðun fram. Engum skal þó takast að hræða okkur til þagnar," sagði Sverrir Pálsson síðan undir miklu lófataki fundar- gesta. Heilbrigðir koma 1 mót- efnamælingu en smitaðir silja heima ALLS hafa 1.500 manns verið mótefnamældir hérlendis vegna alnæmis og hafa 30 þeirra mælst jákvæðir. Fjórir Islendingar eru nú með al- næmi á lokastigi og tíu með forstigseinkenni. Sextán eru smitaðir af alnæmisveirunni, en eru ekki með einkenni. Af þessum tölum má því ætla að 300 til 400 manns séu smit- aðir — einstaklingar, sem ekki hefur tekist að ná til, að sögn Kristjáns Erlendssonar, ónæm- isfræðings. „Við höfum aðeins áhuga á að ná til þessa hóps. Flestir þeir sem koma í mælingu eru fullftískir, en vilja samt fá staðfestingu á því að þeir séu ekki smitaðir. Smitaðir sitja hinsvegar heima og láta ekki sjá sig,“ sagði Kristján. Sjá nánar um fræðsluher- ferð landlæknisembættis- ins á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.