Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 30. tbl. 75. árg.__________________________________FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunbiaðsins Kosningar í Finnlandi í næsta mánuði: Alnæmi og saurkast meðal hitamálanna Reuter Sakharov fagnaði KÍBslnger innilega þegar sá síðarnefndi sótti hann heim i Moskvu. Báðir hafa þeir fengið friðarverðlaun Nóbels og Kissinger var ötull við að vekja athygli á Sakharov meðan hann var í útlegð í Gorkí. Andrei Sakharov og Henry Kissinger á fundi í Moskvu: Þakkaði Kissinger fyrir stuðmnginn Helainld. Reuter. ALNÆMI og saurkast af leik- hússviði verða e.t.v. meiriháttar Vestur-Þýskaland: Lafontaine ekki and- vígur NATO Bonn. Reuter. OSKAR Lafontaine, sem þykir liklegur til að verða næsti for- maður Jafnaðarmannaflokksins i Vestur-Þýskalandi, hefur tekið nokkrum sinnaskiptum hvað varðar afstöðuna til Atlantshafs- bandalagsins og Iftur það nú mildari augum en áður. í viðtali, sem birtist i gær í dag- biaði f Saarbriicken, segir Lafont- aine, að hann sé andvígur því að draga Vestur-Þýskaland út úr hem- aðarlegu samstarfí NATO-ríkjanna. Vegna Iegu Iandsins geti það ekki haft sömu stöðu ( bandalaginu og Frakkland og Spánn. Hingað til hefur mönnum skilist, að Lafont- aine vildi einmitt hætta samstarfínu en i viðtalinu sagðist hann ekki hafa skipt um skoðun, „aðeins út- listað hana nánar". Fréttir af Teny Waite stangast á Hamborg. AP. VESTUR-þýska daghlaðið Bild segir, að Terry Waite, sendi- maður ensku biskupakirkjunn- ar, sem er á valdi mannræn- ingja í Líbanon, hafi verið særður alvarlega þegar hann hafi reynt að sleppa úr klóm þeirra. í frétt, sem birtist í blaðinu í dag, föstudag, en var send frétta- stofum f gær, hefur blaðið það eftir heimildamönnum sínum í Beirut, að Terry Waite hafí reynt að flýja en mannræningjamir sært hann alvarlega með vél- byssuskothríð. Var ekkert um það sagt hvar honum væri haldið en fréttir hafa verið um, að mann- ræningjamir ætli að efna til „leynilegra réttarhalda" yfír hon- um. í gær bárust svo þær fréttir frá Beirut, að Terry Waite hefði sést á götu f einu úthverfa borgarinnar í fylgd með 10 vopnuðum mönnum og fjórum öðrum með túrban á höfði en hann bera frammámenn meðal shíta. Var þetta haft eftir nokkrum vitnum, sem sögðu, að Waite hefði virst áhyggjulaus og brosað og veifað til fólks. deilumál f þingkosningunum f Finnlandi 15.—16. mars nk. Hafa þessi tvö mál sett mikinn svip á þjóðmálaumræðuna að undan- förnu. Yfirleitt hefur kosningabarátta í Finnlandi þótt heldur bragðdauf, aðaláherslan á einstök innanlands- mál og óbreytta utanrfkisstefnu, en nú þýtur öðruvísi f flöllunum. Til að spoma við útbreiðslu alnæmis hafa stjómvöld ákveðið að útvega öllu ungu fólki ókeypis smokka en það hefur valdið mikilli reiði innan Kristilega flokksins, sem er í stjóm- arandstöðu. Eeva Kuuskoski-Vik- atmaa, félagsmálaráðherra, hefur skorað á forystumenn flokksins að gera alnæmi ekki að kosningamáli en þeir þverskallast við og segja að ókeypis smokkar til allra á aldr- inum 16-21 muni ýta undir siðleysi og verða til að auka útbreiðslu sjúk- dómsins, ekki vinna gegn honum. Innan annarra flokka em einnig mjög skiptar skoðanir um smokka. Hitt deilumálið er það framferði nokkurra leiklistamema við Þjóð- leikhúsið f síðasta mánuði að koma fram naktir á sviðinu og kasta það- an mannssaur f áhorfendu.. Var þetta mikil framúrstefna í þeirra huga en almenningur virðist líta uppátækið öðmm augum. Hefur það verið gagnrýnt harðlegá í ýms- um blöðum, einkum þeim, sem styðja Hægriflokkinn, og hefur nú verið skipuð til að rannsaka at- burðinn. Er búist við, að nemamir verði reknir úr leiklistarskólanum. Skoðanakannanir benda til, að stærstu sljómarflokkamir, jafíiað- armenn og miðflokksmenn, haldi sfnu f kosningunum, fái 25% og 19%, en hins vegar hefur Hægri- flokkurinn verið að sækja í sig veðrið og er nú spáð 20%. Ekki er því ólíklegt, að hann muni eiga aðild að næstu stjóm. Moskvu. AP, Reuter. SOVÉSKI andófsmaðurinn Andrei Sakharov átti í gær fund með Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sem nú er staddur í Moskvu ásamt nokkrum öðrum kunnum löndum sinum. Talsmaður sov- éska utanríkisráðuneytisins sagði í gær, að verið værí að endurskoða umsóknir þúsunda manna um brottfararleyfi og að 500 manns hefðu fengið vega- bréfsárítun í síðasta mánuði. Sakharov beið Kissingers fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem hann býr og eftir að þeir höfðu heilsast innilega þakkaði hann Kissinger fyrir þann stuðning, sem hann hefði veitt sér öll árin, sem hann var í útlegð f Gorkí. Sömu þakkir bar hann fram við Jeane Kirkpatrick, fyrrum sendiherra Bandarílqanna hjá SÞ, en hún var með í förinni og einnig Cyrus Vance, fyrrum ut- anríkisráðherra, og Harold Brown, áður vamarmálaráðherra. Áður en formlegur fundur Sakh- arovs og Bandarfkjamannanna hófst sagði Sakharov við frétta- menn, að hann ætlaði að snúa aftur til Gorkí um stundarsakir eftir að fundur sovésku vísindaakadem- funnar hefði verið haldinn f mars. Þar hefði hann gott næði til að stunda rannsóknir. Fyrr í gær skýrði Sakharov frá því, að ýmsir andófsmenn, sem væru í haldi f Sovétríkjunum, hefðu verið fluttir úr fjarlægum fangeisum og í fang- elsi í sinni heimabyggð. Kvaðst hann ekki vita hvers vegna en sagð- ist vona, að það boðaði, að þeim yrði brátt sleppt. Gennady Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær, að nú væri verið að endurskoða þúsundir umsókna um brottfararleyfí og að komist yrði að niðurstöðu f því máli innan skamms. Þá sagði hann, að f sfðasta mánuði hefðu 500 manns fengið leyfí til að fara úr landi samkvæmt nýjum lögum um brottflutning fólks. Allt sfðasta ár fengu 943 gyðingar að fara frá Sovétrfkjunum en flestir voru þeir árið 1979, 51.330. Noregur: Hart deilt um varnarmálin Ósló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara MIKIL deila er komin upp milli Johan Jörgen Holst, varnar- málaráðherra, og Fredrik Bull-Hansen, yfirmanns norska hersins. Hefur Holst bannað BuU-Hansen að tjá sig opin- berlega um varnarmál og kann það að leiða til þess, að hann segi af sér. Ef svo fer má bú- ast við miklum átökum á þingi og hugsanlega stjómarkreppu. Deilumar hafa staðið lengi og hófust með því, að Bull-Hansen sagði í sjónvarpsþætti, að veija ætti meira fé til landvama og gagnrýndi stjómmálamenn fyrir sinnuleysi. Holst brá hart við og sagði, að afskipti yfírmanna f hemum af þessum málum gætu leitt til suður-amerfsks ástands f Noregi. í fyrradag barst svo Bull- Morgunblaðftins. Johan Jörgen Fredrik Bull- Holst Hansen Hansen bréf frá Holst þar sem honum er í raun bannað að segja eitt eða neitt. Sérstaklega vakti þessi setning athygli: „Ef yfír- maður hersins vill birta opinber- lega einhveijar greinargerðir skal hann fyrst bera þær undir vamar- málaráðherrann.“ Káre Willoch, fyrrum forsætis- ráðherra, hefur gengið harðast fram f að gagnrýna vamarmála- ráðherrann og stjóm Verka- mannaflokksins í þessu máli. Segir hann, að af bréfinu megi ráða, að Holst ætli að rítskoða allar greinargerðir frá hemum og takmarka með því opnar umræður um norskar landvamir. Hafa aðr- ir þingmenn borgaraflokkanna tekið undir þá gagnrýni. Borgaraflokkamir hafa hótað að bera fram vantraust á stjómina ef Fredrik Bull-Hansen segir af sér en um það hefur hann ekki tekið ákvörðun enn. Ef til þess kemur og stjómin stendur með Holst f þessu máli kann það að verða henni að falli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.