Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 11 Helgi Steinar Karlsson, formaður Múrarafélags Reykjavíkur, i ræðupúlti á afmælisdegi félagsins. Múrarafélag Reykjavíkur 70 ára: Við leggjum mesta áherslu á aðbún- að á vinnustöðum - segir Helgi Steinar Karlsson, formaður félagsins MÚRARAFÉLAG Reykjavíkur varð 70 ára 2. febrúar sl., en það var stofnað árið 1917 í Bárufélagshúsinu. Aðalhvatamenn að félagsstofnuninni voru þeir Óli Ásmundsson, Kornelíus Sig- mundsson og Ólafur Jónsson. Fyrsti formaður félagsins var Einar Finnsson. Frumkvöðlarnir höfðu allir unnið við nýbygg- ingu Nathans og Olsens, þar sem nú er Reykjavíkurapótek, og byggt var á árunum 1916 til 1918. Félagar nú eru um 330 manns. Starfsemin er með ýmsu móti, að sögn Helga Steinars Karls- sonar, formanns félagsins. Mælingar eru viðamesta verkef- nið. Einnig sér félagið um inn- og útborgun vinnulauna, mót- töku orlofs og ávöxtunar. Þá eiu haldin eftirmenntunamámskeið í samvinnu við Fræðslumiðstöð iðnaðarins og Iðnskólann í Reykjavík og náið samstarf er við Vinnueftirlit ríkisins út af aðbúnaði á vinnustöðum. Helgi Steinar sagði að félagið legði nú mesta áherslu á bætt kjör, bættan aðbúnað á vinnustöðum og endurmenntun. „Aðbúnaður á vinnustöðum er í miklum ólestri. Múrarar starfa oft við mjög slæm skilyrði, húsin eru iðulega galopin og þau eru án vatns- og salemisaðstöðu. Mikil ryk- og loftmengun á sér stað og léleg lýsing er yfírleitt og til undantekninga heyrir ef gert er ráð fyrir kaffistofu. Næg verkefni hafa verið í múrverkinu frá 1984 til þessa dags, en það hafa aftur á móti komið upp tfmar sem minna er um vinnu. Til dæmis í febrúar 1983 en þá urðu 52 múrarar atvinnulausir í sömu vikunni. Múrarar utan af landi hafa flust til Reykjavíkur í miklum mæli undanfarin ár vegna atvinnu- leysis og ljóst er að margir hveijir munu ekki snúa aftur. Um leið hefur landsbyggðin misst frá sér ákveðna fagþekk- ingu, sem erfítt er að bæta upp,“ sagði Helgi Steinar. Hann sagði að gildistími síðustu samninga hefði runnið út um áramótin og stæðu við- ræður yfír við vinnuveitendur um nýja samninga. Átta félög em í Múrarasambandi íslands, þar á meðal Múrarafélag Reykjavíkur, og eru þau í sam- floti með málurum, pfpulagn- ingamönnum og veggfóðrurum hvað samninga snertir. „Það hefur átt sér stað 17-50% launa- skrið í þjóðfélaginu hjá vissum hópum, en iðnaðarmenn, sem vinna í ákvæðisvinnu, hafa ekki notið þess á neinn hátt. Þá má á það benda að vísitala kaup- taxta iðnaðarmanna breyttist á sl. ári og höfum við ekki heldur notið þeirra breytinga. Hún fór 3,5% umfram almennar kaup- hækkanir iðnaðarmanna á árinu.“ Múrarafélag Reykjavíkur heldur upp á afmæli sitt þann 13. febrúar nk. að Hótel Sögu, Súlnasal, en á afmælisdaginn sjálfan, þann 2. febrúar sl. bauð félagið félagsmönnum og gest- um til móttöku í félagsheimili Múrarafélagsins í Síðumúla 25. Ráðstefna sjálfstæðismanna: Framtíðarstefna í menntamálum Á MORGUN, laugardaginn 7. febrúar, efna skóla- og fræðslunefnd Sjálfstæðis- flokksins og Samband ungra sjálfstæðismanna tíl ráðstefnu um framtiðarstefnu íslendinga í menntamálum. Ráðstefnan verður haldin í Valhöll, Háaleit- isbraut 1, og hefst kl. 13.00. Allir áhugamenn eru velkomnir. Á ráðstefnunni flytur Sverrir Hermannsson, menntamálaráð- herra, ávarp, en síðan verða flutt erindi um grunnskólann, fram- haldsskólann og háskólann. Framsögumenn eru Páll Dag- bjartsson, skólastjóri, Margrét Theodórsdóttir, skólastjóri, Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismað- ur, Þorvarður Elfasson, skóla- stjóri, Sig- mundur Guðbjamason, háskólarektor, Þórólfur Þórlinds- son, prófessor, og Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari. Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður. Stefnt er að því, að ráðstefnunni ljúki kl. 17.00. Iðunn: Endurútgáfa tveggja bóka TVÆR bækur sem komu út fyrir jólin hafa verið ófáanlegar um tíma en eru nú komnar út í end- urútgáfu. Þetta eru bækumar Tímaþjófur- inn eftir Steinunni Sigurðardóttur og Heilbrigði og vellíðan eftir dr. Paavo Airola. Tímaþjófurinn er fyrsta skáld- saga Steinunnar Sigurðardóttur en hún hefur áður sent frá sér smásög- ur og ljóð. Heilbrigði og vellíðan er handbók um lífrænar lækningar í þýðingu Amgríms Amgrímssonar. Höfund- ur bókarinnar er næringarfræðing- ur og sérfræðingur í lífrænum lækningum. Akranes: Harkalega deilt á stjórnvöld vegna vanda hitaveitunnar Akranesi. Á FUNDI fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi laugardaginn 31. janúar sl., þar sem Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins var gestur, varð óvenjuhörð umræða um Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar og dýrt orkuverð frá henni. Bent var á að þegar hitaveitan var stofnsett hefði það verið valkost- ur stjómvalda á móti háu oliuverði, en nú væri svo komið að hitaveitukostnaður væri 40% meiri en sambærilegur olíukostnaður. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum vom stjómarmenn hita- veitunnar. Deildu þeir hart á ríkis- valdið í þessu máli og sögðu að þrátt fyrir mikil fundarhöld hefði ekkert gerst og ferðir til ráðherra verið samfelld píslarganga. Hér væri á ferðinni himinhrópandi rang- læti, því á svæðinu væm menn að greiða dýrasta kyndingarkostnað á landinu á sama tíma sem þeir greiddu verðjöfnunargj ald af raf- magni sem notað væri til að greiða niður rafmagnskostnað í öðmm landshlutum. Bjöm Arason í Borgamesi og stjómarmaður í Hitaveitunni sagði að þetta mál ætti eftir að verða aðalmál kosninganna í kjördæminu. Hér hefði orðið mikil byggðaröskun af afleiðingum orkuverðsins. Hann sagði Qármálaráðherra helst ekki mega yfirgefa fundinn nema með loforði um úrlausn og þetta mál yrði að vera hans veganesti að fundi loknum, eða eins og hann orðaði það: „Okkur hefur ekkert orðið ágengt á móti því erfíði sem við höfum haft af ferðum okkar til ráð- herra á löngum tíma og nú er svo komið að fí ármál aráðherra verður að taka á þessum málurn." Á málum manna var það að heyra að erfítt yrði að halda í harða kosn- ingabaráttu í kjördæminu ef ekki væri hægt að taka á þessu hags- munamáli fólksins, því víst væri að aðrir flokkar lofuðu á þessu bót og betrun. Þorsteinn Pálsson sagði í svari til fundarmanna að' hér væri um vandasamt og erfítt mál að ræða sem yrði að fínna úrlausn á. Að því væri unnið af krafti og vonaðist hann til að lausn fyndist á næstu vikum.- JG spurt og svarað I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Skattamál HÉR Á eftir fara spurningar sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skattamál og svör við þeim. Þjónusta þessi er í því fólgin að lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 10 til 12 virka daga og borið upp spurningar um skattamál. Morgunblaðið leit- ar svara hjá starfsmönnum embættis ríkisskattstjóra og birtast þau síðan í þessum þætti. 1. Dagrún spyr: Þegar annað hjónanna vinnur fyrir öllum tekjum heimilisins hvemig reiknast þá álagningin? Svar: Ef annar makinn aflar allra teknanna koma til ýmsar milli- færslur frá tekjulausa makanum til hins makans. a) Millifæra skal ónýtta frádrátt- arliði frá tekjulausa makanum til hins makans. Sem dæma má nefna námsfrádrátt. b) Vegna millifærslu frá tekju- lausa makanum hækkar fyrsta þrepið (18% þrepið) í skattstig- anum um kr. 206.100 eða úr kr. 412.200 í kr. 618.300. c) Þar sem tekjulausi makinn nýtir ekki persónuafslátt sinn (kr. 58.370) millifærist hann að fullu til hins makans og dregst frá reiknuðum tekju- skatti. d) Lækkun útsvars vegna fjöl- skyldu millifærist einnig frá tekjulausa makanum til hins makans. 2. Aðalheiður spyr: Fá ellilífeyrisþegar niðurfell- ingu á sköttum? Ef svo er, við hvaða aðstæður? Svar: Ellilífeyrisþegar fá ekki lækkun eða niðurfellingu á tekjuskatti og eignarskatti nema til komi þau ákvæði sem um er rætt í 66. gr. og 80. gr. skattalaganna. í þess- um greinum kemur fram að skattstjóri skal taka til greina umsókn manns um lækkun tekju- skattsstofns og eignarskatts- stofns þegar svo stendur á að ellihrörleiki, veikindi eða slys hafí skert gjaldþol hans verulega. Sé óskað eftir ívilnun í sköttum vegna þessa þarf að sækja sér- staklega um það til skattstjóra á þar til gerðu eyðublaði. Eyðublað- ið er merkt R3.05 og fæst hjá skattyfírvöldum. Rétt er að fram komi að ekki er lagt útsvar á ellilífeyri. 3. Erla spyr: í upplýsingum um skattamál sem birtist í Morgunblaðinu 4. febrúar segir að persónuafsláttur sé kr. 58.370 en í leiðbeiningum með skattskýrslunni er hann sagður vera kr. 64.260. Hvor tal- an er rétt? Svar: Eins og fram kemur á skatt- framtalseyðublaðinu (T5 á 2. síðu) er lágmarksfrádráttur einhleyp- ings frá tekjum kr. 64.260. Þessi frádráttur kemur í stað 10% frá- dráttar. Hjá einstæðu foreldri er þessi lágmarksfrádráttur kr. 112.455. Persónuafsláttur, kr. 58.370, kemur til frádráttar reiknuðum tekjuskatti. 4. Guðrún spyr: Hver er skatt % ef tekjur eru neðan við 412 þús. sem er lægsta þrep? Svar: Ef tekjuskattsstofn er kr. 412.200 eða lægri er skatthlut- fallið 18%. Frá útreiknuðum tekjuskatti dregst síðan persónu- afsláttur, kr. 58.370.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.