Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987
"H
Tölvunefnd:
Réttarstaða gagnvart skoðanakönnunum
VEGNA fréttar í Morgunblað-
inu 23. janúar 1987, þar sem
fram kom að hringt hafi verið
í konur og þær spurðar spurn-
inga um kynlíf þeirra undir því
yfirskyni að verið væri að fram-
kvæma skoðanakönnun vill
Tölvunefnd velga athygli á
nokkrum atriðum varðandi rétt-
arstöðu einstaklinga gagnvart
framkvæmd skoðanakannana:
1. Fyrirspyijandi skal gera grein
fyrir sér.
2. Hann skal skýra þeim sem
spurður er frá því að honum sé
óskylt að svara spumingum þeim
sem fyrir hann eru lagðar.
3. Fyrirspyijanda er óheimilt að
spyija annarra spuminga en þeirra
sem hafa nauðsynlegan tilgang
vegna þess sem verið er að kanna.
Um skoðanakannanir er fjallað
í 5. málsgrein 13. greinar laga um
kerfisbundna skráningu á upplýs-
ingum er varða einkamálefni nr.
39/1985. Sérprentun laganna er
hægt að fá í afgreiðslu dómsmála-
ráðuneytisins í Amarhvoli.
ALER
OKKAR MAL!
FyrírHggjandi í birgðastöð:
AlplÖtur (AiMg3)
Sæ- og seltuþolnar
Hálfhart efni í þykktum frá 0,8mm-10mm
Plötustærðir 1250 mm x 2500 mm
2000 mm x 5000 mm
Rifflaðar álplötur gólfál
(AlMg3)
Þykktir: 3 - 7 mm Plötustærðir: 1250 x 2500 mm
Stangaál
(AiMgSi 0,5) Seltuþolið
Fjölbreyttar stærðir og þykktir
Alprófílar
□ C
]□
SINDRA
Vinkilál
lll
STALHF
Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222.
Morgunblaðið/ól. K.M.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar
unnu að hreinsun meðfram tjarn-
arbakkanum í vikunni. Innan um
bréfarusl og plastpoka fannst
dauður áll. Þeir hafa verið í
tjörninni og skurðum sem tengj-
ast henni svo lengi sem elstu
menn muna þó ekki hafi borið
mikið á þeim undanfarin ár, að
sögn Péturs Hannessonar for-
stöðumanns hreinsunadeildar
Reykjavíkurborgar.
Reykjavík:
Um 700 hund-
ar á skrá
SKÝRSLA um hundahald i
Reykjavík hefur verið lögð fram
í borgarráði. Þar kemur fram
að borgarráð veitti 120 undan-
þágur frá banni við hundahaldi
á síðasta ári og voru 692 hundar
á skrá í Reykjavík um áramótin.
Starfsemi hundaeftirlitsins var
með svipuðum hætti og árið 1985
en kvörtunum vegna hundahalds
hefur þó fjölgað. Oftast er kvartað
vegna hunda sem ganga lausir en
öllum körtunum er sinnt jafnt að
degi sem nóttu. Tveir hundaeigend-
ur voru kærðir vegna meintra brota
á samþykkt um hundahald.
Innheimat árgjalda, sem var kr.
4.800 gekk nokkuð vel borið saman
við fyrri ár, þó höfðu ekki nema
um 50% leyfishafa greitt gjaldið
fyrir eindaga, sem var 1. apríl.
Borgarráð hefur ákveðið að árgjald
fyrir 1987 til 1988 verði kr. 5.400.
Fáskrúðsfj örður:
Góður afli
hjá bátunum
F&skrúðsfirði.
JANÚAR var hlýviðrasamur hér
eins og viða annars staðar á
landinu. Siðustu daga mánaðarins
voru einmuna stillur, en frost.
Smábátamir hafa stundað neta-
veiðar hér á fjarðarpollinum síðan
heimilt var að hefja veiðar eftir ára-
mót og hefur afli þeirra verið sérlega
góður. Tveir bátar hafa róið héðan
með línu frá því sjómannaverkfallinu
lauk og hefur afli þeirra einnig verið
mjög góður. Annar báturinn, Guð-
mundur Kristinn, siglir með hluta
aflans á erlendan markað, um 80
tonn, en heildarafli línubátanna frá
áramótum er um 100 lestir. Togarinn
Ljósafell landaði í vikunni úr sinni
fyrstu veiðiferð eftir verkfall og var
aflinn 140 tonn, einvörðungu þorsk-
ur.
- Albert.
Léttur og
spennandí
leíkur!
+