Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 „Hver panlabl hróu 6ilcl)ncu?" vel upplýst um pólitíkina síðan ég giftist Bödda. Með morgimkafiinu Ég er að reyna að sameina hinn dæmigerða föður eins og börnin mín ímynda sér hann! Leysum fræðslustjóravandann Sú mikla umræða, sem orðið hefur um brottvikningu fræðslu- stjórans í Norðurlandsumdæmi eystra, og þau þungu orð, sem fall- ið hafa í því máli, gefa tilefni til að hugleiða nánar verksvið og nyt- semi fræðslustjóraembætta lands- hlutanna. Þegar til þeirra var stofnað, fyrir nokkrum árum, var látið í veðri vaka að verið værí að flytja verkefni frá ráðuneyti út á landsbyggðina og í því sambandi talað um valddreifingu. Af hálfu stjómvalda mun þó fræðslustjórun- um aldrei hafa verið ætlað stærra hlutverk en að annast einfaldari afgreiðslustörf fyrir ráðuneytið og létta af starfsmönnum þess kvabbi úr skólunum. Þegar í upphafi gætti tvískinnungs um verksvið fræðslu- stjóranna og staða þeirra í embætt- iskerfínu var illa skilgreind og óviss. Þeir urðu í senn fulltrúar ríkisvalds- ins gagnvart skólunum og talsmenn skólanna gegn stjómvöldum. Það er því engin furða þótt fræðslustjór- unum hafí gengið misjafnlega að halda jafnvægi á þeim þrönga stíg, sem þeim var markaður. Sumir hafa, fyrst og fremst, far- ið að líta á sig sem málsvara og kröfugerðarmenn skólanna gagn- vart ríkisvaldinu. í þeim hópi er fræðslustjórinn á Norðurlandi eystra. Aðrir hafa orðið refsinga- samir niðurskurðarmenn gagnvart skólunum. Um einn fræðslustjórann er það kunnugt, að hann hefur átt í stöðugum eijum við skólamenn í umdæmi sínu. Þær þrætur gengu jafnvel svo langt að stjóm kennara- samtaka í umdæminu auglýsti í blöðum eftir kærum á hendur hon- um. Mun einsdæmi að embættis- maður sæti slíkri meðferð. Af því, sem fram hefur komið í fjölmiðlum, má ráða, að deilur ráðu- neytis og fræðslustjórans á Norður- landi eystra hafí verið þess eðlis og gengið svo langt, að erfítt sé að ásaka ráðherra fyrir að hafa gripið í taumana. Allir hljóta að sjá hvert það leiðir ef embættismenn taka sér einhvers konar sjálfdæmi um meðferð opinbers fjár. Til um- hugsunar má það hins vegar vera fyrir stjómvöld, að á sama tíma og aðhaldsaðgerðum er beitt gegn skólunum hafa fræðslustjóraskrif- stofumar sjálfar sífellt verið að færa út kvíamar. Munu starfsmenn þeirra nú skipta nokkmm tugum og vera orðnir fleiri en starfsmenn þess ráðuneytis, sem þær heyra undir. A aðeins einni þeirra (Reykjanesi) em 19 manns á launa- skrá, samkvæmt upplýsingum, sem komnar em frá ráðuneyti. Sjálfsagt eiga þessar tölur eftir að hækka verulega á næstu ámm ef ekkert verður að gert. í ljósi feng- innar reynslu vaknar sú spuming hvort fyrra fyrirkomulag, bein stjómun ráðuneytis í skólamálum, sé ekki farsælli og kostnaðarminni. A.m.k. virðist ljóst að endurskoða þurfí núverandi fyrir komulag frá 8ru“ni- 7592-5688 Víkverji skrifar HÁSKÓLI íslands hefur ýtt úr vör tímariti í tilefni af aldar- ijórðungs afmæli sínu. Tímaritum hefur fjölgað talsvert að undan- fömu og meginstefnan þar verið sú, að sérhæfa efni hvers og eins sem mest. Þetta nýja tímarit Há- skólans gengur á móti þeim meginstraumi, enda er því ætlað að opna öllum almenningi sýn til þessarar æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. í aðfararorðum rit- stjómar tímaritsins er þetta þannig orðað, að ekkert tímarit annað hér á landi flytji svo til eingöngu fræði- legt efni úr mörgum greinum samtímis ætlað fróðleiksfúsum og upplýstum almenningi. I þessu fyrsta tölublaði Tímarits Háskóla Islands em ellefu greinar auk aðfararorða ritnefndar og kynningar háskólarektors. Þórir Kr. Þórðarson er höfundur greinar, sem heitin Frá embættismannaskóla til vísindaseturs og rekur hann þar, eins og nafnið bendir til meginat- riði úr sögu Háskólans. Heimspekideild, háskólinn og þjóðfélagið nefnist grein eftir Pál Skúlason og segist höfundur vilja með greininni reyna að skýra hlut- verk og stöðu heimspekideildar og þar með háskólans í þjóðfélaginu og skapa þar með forsendu þess að rætt sé af einhveiju viti um tengsl háskólans við atvinnuvegi landsmanna og aðra þætti íslenzks mannlífs. Páll Theódórsson rekur upphaf og þróun jarðsegulrannsókna við Háskóla íslands í grein, sem hann nefnir : Frá áttavita til örtölvu- stýrðra segulmælinga. Rannsókn á segulstefnu í bergi hófst 1952 og segulmælingastöð hefur verið rekin frá 1957. Til þessara rannsókna hafa íslenzkir vísindamenn sjálfir smíðað ýms tæki og varpar greinin nokkru ljósi á það, að þótt tækn- inni hafí fleygt fram, þá eru hugkvæmni og þrautseigja ein- stakra vísindamanna alltaf megin- forsenda þess að rannsóknir skili góðum árangri. xxx að vakti athygli á sínum tíma, þegar hjónin Ingibjörg Guð- mundsdóttir og Sverrir Sigurðsson gáfu Háskóla Islands 115 málverk til stofnunar sjálfstæðs listasafns háskólans. í grein Björns Th. Bjömssonar um Listasafn Háskóla íslands kemur m.a. fram, að nú eru í safninu 490 verk og eiga þau Ingi- björg og Sverrir þátt í þeirri aukningu. Fastar tekjur hefur safn- ið til varðveizlu, viðhalds og kaupa á listaverkum og eru þær jafnvirði 1% þeirrar fjárhæðar, sem varið er til nýbygginga á vegum háskólans. Næst listinni kemur svo grein um Ný viðhorf í Biblíurannsóknum eftir Jón Sveinbjömsson. Jón gerir m.a. grein fyrir rannsóknaraðferð- um svonefndra „lesenda-svörunar- rýnenda", sem freista þess að skilgreina hvemig frásögn flyzt frá höfundi til lesanda. Og eftir að hafa þar í gert sérstaka grein fyrir nýútkominni bók eftir R. Alan Culp- epper um Jóhannesarguðspjallið leiðir Jón lesandann til rannsóknar á 11. kafla Jóhannesarguðspjalls, þegar Lasarus er vakinn frá dauð- um. Þróun geimréttar nefnist grein Bjöms Þ. Guðmundssonar og fjallar hann um þá samninga, sem menn hafa gert um notkun geimsins. En Bjöm bendir líka á, að áhrifa geim- réttarins gæti á öndverðum stöðum, þar sem svipuð vandamál sé við að glímá varðandi hafdjúpið. Og Bjöm slær botn í grein sína með því að varpa fram þeirri spumingu hvor verði fyrr reist neðansjávarborg eða geimborg. XXX Frá formennsku til fískifræði nefnist grein Gísla Pálssonar. Hann rekur heimsmyndir og hug- myndir manna varðandi fískni. Hvað ræður afla? Skipstjórinn? Bátakosturinn? Gísli segir ímynd skipstjórans eiga enn miklu fylgi að fagna, en telur inntak hennar breytast með aukinni stjómun físk- veiða. Umræðumarum kvótakerfíð, aflakvóta og sóknarkvóta, hafí leitt í ljós ágreining um það, hvað ráði afla. Hinn vísindalegi skilningur hafí tekið völdin og sé að ýta afla- kónginum úr brúnni. Vilhjálmur G. Skúlason skrifar grein um sögu og núverandi stöðu rannsókna virkra innihaldsefna, en notkun jurta og extrakta úr þeim í lækningaskyni eða í tengslum við trúar- og félagsathafnir er senni- lega jafngömul mannkyninu. í greininni §allar Vilhjálmur um kavajurtina, sem frumbyggjar Eyjaálfu notuðu bæði í trúar- og félagslífi og til lækninga, bæði sem róandi og verkjastillandi lyf mót truflun á starfsemi taugakerfís, berklum, gigt og fleiri sjúkdómum. Komutími bamatanna og upphaf tannþroska meðal íslendinga er framlag Þórðar Eydals Magnússon- ar til þessa fyrsta tölublaðs Tímarits Háskóla íslands. Rannsóknir Þórð- ar leiða í ljós, að stúlkur eru fyrri til en drengir á bæði tannþroska- stigin, þ.e. að taka bamatennur og fullorðinstennur. Við heildarsaman- burð kemur í ljós, að við íslendingar tökum tennur um líkt leyti og Finnar, en til muna fyrr en Svíar, Bandaríkjamenn og Ungveijar. Hagkvæmasti sláturaldur eldis- físks nefnist grein Ragnars Áma- sonar, þar sem hann með hjálp líkana leiðir út líkingar fyrir því, hvenær þessum tilgangi sé náð. I greininni kemur fram, að það eru margir þættir, sem hafa þama áhrif og Ragnar er með fems konar físk- eldi í takinu: kostnaðarlaust, kostnaðarsamt, áhættusamt en kostnaðarlaust og loks kostnaðar- laust lotueldi. Fiskeldi er atvinnu- grein í uppsveiflu hér á landi og Ragnar bendir á, að það að drepa fískinn á réttum tíma getur skipt sköpum um afkomu fyrirtækisins. „Svo ótrúlegt sem það kann að virðast, kallarþað á sérstakt sköp- unarverk að Island skuli yfírleitt vera ofansjávar: hin þykka og eðlis- þunga jarðskorpa íslands er borin uppi af tiltölulega eðlisléttum mött- ulstrók undir landinu, þar sem heitt möttulefni stígur upp í súlulaga flæði af miklu dýpi.“ Þannig byijar ellefta og síðasta greinin, sem heit- ir ísland og heiti reiturinn og er Sigurður Steinþórsson höfundur hennar. Sigurður fjallar svo nánar um samleik möttulstróksins ogjarð- skorpunnar á íslandi með saman- burði við Hawai. Ifyrirhugað er að Tímarit Há- skóla íslands komi út tvisvar á ári. XXX * Iaðfararorðum ritstjómarinnar segir, að Háskóli íslands vilji með þessu tímariti opna dyr sínar meira en áður hefur verið gert. Það sem sjá má inn um gættina í þessu fyrsta tölublaði fínnst Víkveija til- efni til þess að hvetja fólk til að taka í útrétta hönd háskólamanna og gerast áskrifendur að þessu tímariti. Víkveiji bíður spenntur næsta tölublaðs og í sérstakri von um, að þar verði að finna greinar um undir- stöðu allrar menntunar okkar og atvinnuvega: íslenzka tungu, sögu okkar og bókmenntir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.