Morgunblaðið - 06.02.1987, Síða 12

Morgunblaðið - 06.02.1987, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 Ársrit Úti- vistar er komið út Ársrit Útivistar er komið út og er það hið tólfta í röðinni. Ritið er 112 siður á lengd. Efni þess er fjölbreytt og er því ætlað að höfða til hins almenna útivistar- og ferðamanns. Ritið er prýtt 50 litmyndum. í ritinu er m.a. að finna eftirfar- andi efni: Lýður Björnsson sagn- fræðingur, skrifar um útilegu- mannaslóðir í nágrenni Reykjavíkur. Jón Jónsson, jarð- fræðingur skrifar tvær greinar; er önnur jarðfræðilýsing af Stapa- svæðinu á Snæfellsnesi, en hin er framhald Eyjafjallapistla. Ingólfur S. Sveinsson, læknir, skrifar ásamt Páli Ólafssyni, bókaverði, um heilsufræði útivistar. Þá skrifar Páll pistil um ferðaútbúnað. Kristj- án M. Pálsson, starfsmaður Útivist- ar ritar um nýstárlegar ferðir í Purkey á Breiðafirði. Trausti Jóns- son, veðurfræðingur, skrifar grein um vindkælingu. Þorleifur Guð- mundsson, fararstjóri Útivistar, skrifar um fyrstu jöklaferð sína fyrir 50 árum. Sigurður Sigurðar- son, blaðamaður, skrifar grein um Núpsstaðarskóga, í tengslum við ferð sem þangað var farin á vegum Útivistar 1985. Aftast í ritinu er að finna efnis- yfírlit fyrstu tíu ársrita félagsins, auk kafla um almenn félagsmál. Ársritið fylgir greiðslu ársgjalda Útivistar 1986 sem er kr. 950, en einnig fæst ritið á skrifstofunni, Grófinni 1. (Úr fréttatilkynningu.) ^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 Leikfélag Hafnarfjarðar: Morgunblaðið/Þorkell Atriði úr sýningu Leikfélags Hafnarfjarðar á söngleiknum „Halló, litla þjóð“. Söngleikurinn „Halló, litlaþjóð“ frumsýndur LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar frumsýnir sunnudagskvöld söngleikinn „Halló, litla þjóð“ í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Höf- undar verksins eru þau Magnea J. Matthíasdóttir og Benóný Ægisson og leikstjóri er Andrés Sigurvinsson. Tónlistina sömdu Jón Steinþórsson og Hörður Bragason. Það var mikið um að vera í Bæjarbíói, húsi Leikfélagsins, þegar blaðamenn Morgunblaðsins litu þar inn á eina af síðustu æf- ingum hópsins. Við hittum þar fyrir annan höfundinn, Benóný Ægisson og spurðum hann hvem- ig gengi. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel, miðað við allt. Við ætluðum upphaflega að frumsýna 30. jan- úar en okkur seinkaði um nokkra daga þar sem tónlistin, sem tekin er upp á band í stúdíói, var ekki tilbúin í tæka tíð. Núna er unnið héma nótt og dag. Það hafa verið gerðar miklar endurbætur á saln- um og öll tækniaðstaða er orðin mjög góð.“ - Emð þið höfundamir ánægðir með uppfærsluna á söng- leiknum? „Já, það emm við. Auðvitað tekur verk alltaf breytingum í meðfömm annarra og eflaust mætti setja söngleikinn upp á allt annan hátt og það hefði kannski verið gert ef atvinnuleikhús hefði sett hann upp. En hvort það hefði verið betri eða verri uppsetning en þessi, treysti ég mér ekki til að segja um. Verkið hefur verið stytt nokkuð en inntakið hefur ekkert breyst." - Hvemig skilgreinið þið verk- ið, er þetta gamanleikur, farsi, ádeila eða hvað? „Þetta er fyrst og fremst gam- anleikur og leikstjórinn hefur spilað mikið inn á farsaeiginleika verksins. Adeila, spyrðu - verkið er auðvitað litað af okkar eigin skoðunum, og við deilum á eitt og annað en göngum ekki út frá hugmyndafræðilegum punkti. Þetta er fjölskyldusaga, saga ráð- herrans Heinreks Hans, sem í daglegu tali er kallaður H.H. Hann eignast mjög óprúttinn tengdason, smákrimmann Daníel Jóakimsson, Dalla djók. H.H. tek- ur Dalla djók undir sinn vemdar- væng og startar honum í Morgunblaðið/Bjarni Benóný Ægisson, annar höf- undur verksins. pólitíkinni sem þá fyrst kemur lit- ur á. Heimilisbragurinn er þannig að karlmenn heimilisins eru á kafi í pólitík, en kvenfólkið er mjög afskipt og leitar sér ýmist huggunar í áfengi eða kynlífi. Þessi ósköp enda svo með miklu uppgjöri bæði á milli kynjanna og á milli kynslóða. En eigum við nokkuð að fara nánar út í þá sálma?" FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Fræðslu- fundur Fræðslufundur með léttara sniði verður föstu- daginn 6. febr. nk. kl. 17.00—19.00 að Skipholti 70, 2. h. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, mun halda erindi um hlutverk stjórnandans í stórum fyrirtækjum. Léttar veiting- ar verða á boðstólum. Stjórnin Verðlaunahafar úr fjölskyldusamkeppni IKEA. Frá vinstri: Helga Sigurðardóttir, sem hlaut þriðju verð- laun, Margrét Sigurðardóttir, sem hlaut fyrstu verðlaun og sitjandi eru bræðumir Sverrir Jan Norðfjörð og Ottar Martin Norðfjörð, sem hlutu önnur verðlaun. Myndin er tekin í verðlaunabás Margrétar. Fjölskyldusamkeppni IKEA: 100 tillögnr bárust Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Válhöll Háaleitis- braut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 7. febrúar verða til viðtals Árni Sigfússon formaður félags- málaráðs og í stjórn heilbrigðisráðs og Ingólfur Sveinsson í stjórn heilbrigðisráðs og Sjúkrasamlags Reykjavíkur. FYRIR nokkru stóð IKEA versl- unin á íslandi fyrir svonefndri fjölskyldusamkeppni um út- færslu á bama- eða unglingaher- bergi. Þátttakendum var gefinn kostur á því að teikna og hanna bama- eða unglingaherbergi, 3x3,5 m að stærð, með húsögnum frá IKEA. Nota átti IKEA-vöru- listann til hliðsjónar við innrétt- inguna. I boði voru þrenn verðlaun fyrir skemmtilegustu tillögumar. ffyrstu verðlaun var gjafabréf frá IKEA að upphæð 25 þúsund krónur, en gjafabréf að upphæð 15 þúsund og 10 þúsund voru veitt sem önnur og þriðju verðlaun. Þá var tillaga sú sem hlaut fyrstu verðlaun sett upp í sérstakan sýningarbás í verslun IKEA í Kringlunni 7. IKEA-vörulistinn var sendur inn á hvert heimili á landinu um mán- aðamótin október-nóvember, en laugardaginn 29. nóvember — þeg- ar skilafresti lauk — höfðu borist um það bil 100 tillögur. Dómnefnd- inni var því vandi á höndum. Nefndin var þó á einu máli um að verðlauna skyldi þrjár tillögur. Fyrstu verðlaun hlaut Margrét Sig- urðardóttir, Skógarási 5, Reykjavík. Önnur verðlaun fengu braeðumir Sverrir Jan Norðflörð og Óttar Martin Norðflörð, Hrefnugötu 8, Reylqavík, en þriðju verflaun hlaut Helga Sigurðardóttir, Ölduslóð 16, Haftiarfírði. Dómnefndin var einnig sammála um að veita skyldi fímm aukaverðlaun, gjafabréf að verð- mæti 2 þúsund krónur hvert. Verðlaunin voru afhent í desember sl. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.