Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 Ellert Eiríksson og Víglundur Þorsteinsson á fundi hjá Frama í Hafnarfirði: Fella verður Steingrím og Ólaf Ragnar af þingi Jón Baldvin verður aldrei forsætis- ráðherra í viðreisnarstjórn LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Frami í Hafnarfirði hélt nýverið almennan félagsfund, þar sem tveir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, þeir Ellert Eiríksson og Víglundur Þorsteinsson héldu framsögu. að skipin komast á fárra hendur, þar eð fáir hafa efni á að kaupa þau og í öðru lagi hefur útgerðin vegna kvótakaupa ekki efni á að greiða sjómönnum þau laun, sem hún annars gæti.“ Víglundur Þorsteinsson taldi að sjálfstæðismenn á Reykjanesi ættu Ellert ræddi m. a. um niðurstöður skoðanakannana og kosningabar- áttuna framundan. Að mati Ellerts eru þeir, sem tekið hafa afstöðu með flokknum, þeir sem sjá sterka málefnastöðu flokksins og eru því í engum vafa um stuðning sinn við flokkinn. Um hina óákveðnu sagði Eliert, að afstaða þeirra myndi ráð- ast af því hvemig formaður flokks- ins og forystumenn tækju sig út í fjölmiðlum. „Alþýðuflokkurinn hef- ur látið Jón Baldvin leika lausum hala og hann talað af miklu ábyrgð- arleysi á sama tíma og Þorsteinn Pálsson hefur verið upptekinn í flár- málaráðuneytinu." Ellert taldi að Þorsteinn yrði að vera enn meira áberandi í fjölmiðlum en verið hefði. Um hugsanlega ríkisstjóm að loknum kosningum, sagði Ellert að aðeins tveggja kosta væri völ: Ríkis- stjóm undir forsæti Þorsteins Pálssonar eða ný vinstristjóm; „ Sjálfstæðisflokkurinn mun alls ekki fara í ríkisstjóm án þess að hafa þar forystu og Jón Baldvin mun aldrei verða forsætisráðherra í slíkri ríkissstjóm. Ellert tók einnig til sérstakrar umfjöllunar þá fískveiðstefnu, sem flokkurinn yrði að taka upp og halda frammi í kosningabaráttunni. „Kvótakerfíð átti rétt á sér á sínum tíma, en eins og öll miðstýrð kerfi étur það innan úr sjálfu sér og leið- ir til spillingar. Afleiðingar kerfísins eru tvenns konar: í fyrsta lagi þær að stefna að því að koma 5 -6 mönnum á þing og fella þannig bæði Steingrím og Ólaf Ragnar Grímsson og til þess að tryggja flokknum forystu í næstu ríkis- stjóm, þyrftu þingmennimir að vera a. m. k. 26, en best væri ef þeir yrðu 28. „Öllu máli skiptir að Sjálf- stæðisflokkurinn stýri næstu ríkis- stjóm, ekki bara til þess að stýra, heldur vegna þess að stór verkefni em framundan og lítið þarf til þess að verðbólgan komist á kreik." Víglundur taldi það brýnasta verkefni komandi ríkistjómar að minnka hallann á ríkissjóði og koma Ellert Eiríksson flytur framsöguræðu sína á fundinum í Hafnar- firði, en hann skipar fjórða sætið á framboðslista Sj+alfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjördæmi. Við borðið silja Sigurður Þorleifsson, formaður Frama, sem var fundarsljóri, og Hjalti Jóhannsson, sem var fundarritari. jöfíuiði á ríkisbúskapinn. „Þetta verður ekki gert með því að auka skatta, eins og Alþýðuflokkurinn vill, heldur með því að minnka Morgunblaðið/Einar Falur Frá fundinum í í Hafnarfirði. Lengst til vinstri er Matthías A. Mathiesen, utanríkisráðherra, sem skip- ar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, og lengst til hægri er Víglundur Þorsteinsson, annar frummælenda á fundinum, en hann skipar sjötta sæti listans. ríkisútgjöldin." Tók hann sem dæmi um niðurskurðarleið að leggja niður 80 stöðugildi í Orkustofnun, sem væru bersýnilega tilgangslaus. Víglundur taldi einnig að Sjálf- stæðsflokkurinn þyrfti að stuðla að auknu frelsi í peningamálum. „Það þarf að bijóta niður landamæri pen- inganna hér á landi og heimila bæði erlenda fjárfestingu hér á landi og fjárfestingu og lántöku innlendra aðila erlendis. Við þurfum að afnema öll framsóknarhöftin í peningamálum, en setja þess í stað höft á stjómmálamennina." Víglundi varð einnig tíðrætt um þá þróun, sem virtist vera hérlendis í átt til fólksfækkunar. „Frumupp- spretta hagvaxtar í þjóðfélaginu er að fólkinu fjölgi og þess vegna þarf Sjálfstæðisflokkurinn að taka upp opinskáa umræðu um fjölskyldu- pólitík. Það er staðreynd að báðir makar vinna orðið úti og að atvinn- ulífið þarf á vinnukrafti kvenna að halda. Pólitíkin verður því að miða að því að gera fólki auðveldara að vinna úti jafnframt því að ala upp böm. Það er því tvennt, sem gera þarf: í fyrsta lagi að lengja fæðing- arorlof í eitt ár og að réttur karla og kvenna til þess sé jafn og í öðru lagi að byggja fleiri dagheimili." Akranes: Fj ölbrautaskóli Vesturlands stofnsettur í dag Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi. Morgunbiaðið/JG Akranesi. I DAG verður nafni Fjölbrauta- skólans á Akranesi breytt í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Ástæða þessarar breytingar er að sveitarfélög á Vesturlandi hafa bundist sam- tökum um að standa saman að rekstri fjölbrautaskóla ásamt ríkissjóði. Til þessa hefur Akra- nesbær eitt sveitarfélaga rekið skólann í samvinnu við ríkissjóð. Hingað til Akraness hafa hins vegar sótt margir utanabæjar- nemendur og flestir þeirra af Vesturlandi. Því hefur það þótt sanngjamt að fleiri en Akurnes- ingar einir íbúa á svæðinu tækju þátt í rekstri skólans. í stuttu samtali við Þóri Ólafsson skólameistara kom fram að fyrstu breytingamar yrðu þær að nafn skólans breyttist en síðan kæmu til fleiri þættir, einkum varðandi rekst- ur skólans því fleiri aðilar stæðu að einstökum rekstrarþáttum t.d. framhaldsdeildum og skólaakstri svo nokkuð væri nefnt. Þá breytist skólanefndin en fulltrúum í henni verður fj'ölgað úr fímm í fímmtán. Innan nefndarinnar verður fram- kvæmdastjóm skipuð fímm aðilum Þórir Ólafsson skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands. sem nefnist skólaráð. Gert er ráð fyrir að hægt sé að staðsetja fram- haldsdeildir víða í héraðinu og verður þá haft faglegt samstarf við þær. Það er því sama hvort stundað er nám í Stykkishólmi, Laugum í Dalasýslu eða í bréfaskólaformi. Öll þessi kennsla fer fram í nafni Fjölbrautaskóla Vesturlands. Mið- stöð skólans er staðsett á Akranesi en þar er aðstaða sem gerir nem- endum mögulegt að stunda þar það nám sem ekki er boðið upp á í heimabyggð. Þórir sagði að kjami þessa breyt- inga væri sá að gengið væri til samstarfs um að efla menntun í héraðinu og á næstu árum yrðu gerðar kröfur til að auka þær enn meira. Við búum við þröngan húsa- kost, bæði hvað varðar kennslurými og þjónustustofnanir. Brýnast er að byggja mötuneytisaðstöðu en mötuneyti skólans er nú í bráða- birgðahúsnæði. Byggingu heima- vistar er nú nær lokið og hýsir hún nú 64 nemendur sem er þó aðeins þriðjungur umsókna utanbæjar- nema á hverri önn. Fjölbrautaskólinn á Akranesi var stofnsettur haustið 1977 og var Ólafur Ásgeirsson núverandi þjóð- skjalavörður fyrsti skólameistari hans og gegndi hann því starfí til 1984 að Þórir Ólafsson tók við. Þegar skólinn var stofnsettur yfír- tók hann starfsemi og aðstöðu Iðnskólans og Gagnfræðaskólans á Akranesi, síðan hefur verið bætt við tveim verknámshúsum og heimavistarbyggingu sem eins og áður sagði er nú nær fullbúin. Ekki eru ráðgerðar miklar framkvæmdir á þessu ári en Þórir skólameistari kvaðst vona að þessar breytingar sem nú stæðu yfír gæfí nauðsyr.- legri uppbyggingu skólans byr undir báða vængi. Eins og áður sagði var Fjöl- brautaskólinn upphaflega stofnsett- ur haustið 1977 og á hann því 10 ára afmæli nú í haust, skólinn hef- ur útskrifað alls 672 nemendur, þar af 222 stúdenta, en fyrsti stúdent- inn útskrifaðist á haustönn 1979. Kennarar við skólann eru alls 42 að meðtöldum stundakennurum og auk þess eru nokkrir starfsmenn sem sinna ýmsum störfum við stofnunina. Þórir Ólafsson skóla- meistari var að lokum spurður um hvað honum væri efst í huga við þessj tímamót? „Ég á þá von heitasta að þessi skóli verði til þess að tengja íbúa á þessu svæði sterkum böndum og að þeir standi sameinaðir um verk- efni á einu mikilvægasta sviði þjóðlífsins sem er menntunin. Ég vona að þegar fram líða stundir verði þetta talið heillaspor," sagði Þórir og bætti við, „þó skólinn fengi þetta nýja nafn yrði engin breyting á því að skólinn væri opinn nemend- um annars staðar frá en á Vesturl- andi eins og verið hefur. Vonandi verður um alla framtíð talinn heiður fyrir skólann að taka við þeim mörgu umsóknum sem berast um skólavist víðsvegar af landinu." Stofnhátíð Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi fer fram í dag og hefst kl. 14.30 í sal skólans. Margt gesta verður viðstatt athöfn sem fram fer. Eftir helgina hefst síðan kennsla í hinum nýja skóla. JG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.