Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 Vin í eyðimörkinni Jon Voight og JoBeth Williams i Eyðimerkurblóminu. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Eyðimerkurblóm (Desert Bloom). Sýnd i Tónabíói. Stjörnugjöf ☆☆☆. Bandarisk. Leikstjóri og handritshöfundur: Eugene Corr. Framlciðandi: Michael Hausman. Kvikmyndataka: Reynaldo Villalobos. Helstu hlutverk: Jon Voight, JoBeth Williams, Ellen Barkin og Anna- beth Gish. Það er alltof sjaldan sem okkur berast vandaðar, listrænar myndir frá Bandaríkjunum í ætt við Eyði- merkurblómið (Desert Bloom), sem nú er sýnd í Tónabíói. Þess vegna vill það stundum gleymast að það eru ekki bara framleiddar afþrey- ingarmyndir í Hollywood, gerðar í þeim eina tilgangi að græða millj- ónir dollara á. Þessar alltof sjald- séðu myndir eru ekki dýrar og hafa ekki stórstjömur metsölu- myndanna í aðalhlutverkum og þær eru ekki gerðar fyrir ungl- inga. Þær eru vel gerðar og fjalla um efni sem snerta mann og mað- ur á auðvelt með að gleyma sér á þeim. Og þær fjalla um alvöru fólk. Þær eru einskonar vin í eyðimörk- inni. Eyðimerkurblómið eftir Eugene Corr er þannig. Það er mynd um ósköp venjulegt fólk, svo venjulegt að það gæti búið í næstu götu við hvem sem er. Hún gerist í Las Vegas árið 1950; það er tími Kór- eustríðsins, Kalda stríðsins, kommúnistahættunnar og kjam- orkusprengjunnar, sem verið er að gera tilraunir með einhverstaðar langt úti í Nevada-eyðimörkinni. Þessar sögulegu og þrúgandi kringumstæður eru baksvið mynd- arinnar og þær magna upp tilfinn- ingatengsl persónanna. Jon Voight leikur stjúpföður þriggja dætra og JoBeth Williams leikur konuna hans. Það er mjög erfitt að búa með honum því hann er bitur út í iífíð, ofsafenginn og drykkfelldur og minningamar úr seinni heims- styijöldinni sækja á hann og kvelja hann. Hann hatar kommúnista og vill að Sprengjan verði notuð á óvinina í Kóreu. En þess á milli er hann hinn elskulegasti og reyn- ir að bæta fyrir það sem hann hefur gert í reiðiköstunum. JoBeth er hin þolinmóða eigin- kona. Hún reynir að stilla hann eins og hún getur, vill ekki skilja við hann og er nýbúin að fá vinnu hjá kjamorkuvísindamönnunum úti í eyðimörkinni. Systir hennar (Ellen Barkin), nýskilin og flutt inn til þeirra, eyðir deginum uppi í rúmi við að snyrta sig og fer út á lífið á kvöldin. En aðalpersóna myndarinnar er Rose (Annabeth Gish), 13 ára dótt- ir JoBeth í myndinni. Hún er sögumaður og komin á fullorðinsár þegar hún rifjar upp það sem gerð- ist þessa Kaldastríðsdaga áður en fyrsta kjamorkusprengjan var sprengd í Bandaríkjunum. Vísinda- og hermenn streyma út í eyðimörk- ina, það er talað um atómtísku og atóm þetta og atóm hitt. í skólan- um er Rose kennt hvemig hún eigi að bregðast við kjamorkuspreng- ingu. Hún fær merki með nafni og númeri til að bera um hálsinn en skilur ekki í fyrstu hvaða til- gangi það á að þjóna. Rose og stjúpi hennar eiga í sífelldum eij- um og góðverk hennar hafa þann undarlega kæk að vekja hjá honum pirring og skapvonsku. En það er hún, meira óafvitandi en hitt, sem brýtur einangrun hans og opnar leið að honum. Voight lýsir bráðvel stjúpanum hijáða með eldhvössum svipbrigð- um og vanmætti gagnvart því sem hijáir hann. Hann skilur mætavel ógnina sem stafar af honum en Ferris Bueller (Ferris Bueller’s Day Off). Sýnd í Háskólabíói. Stjörnugjöf: ☆☆☆. Bandarísk. Leikstjóri, hand- ritshöfundur og annar fram- leiðandi: John Hughes. Meðframleiðandi: Tom Jacob- son. Kvikmyndataka: Tak Fujimoto. Helstu hlutverk: Matthew Broderick, Alan Ruck, Mia Sara og Jeffrey Jon- es. John Hughes, ókrýndur kon- ungur bandarískra unglinga- mynda, heldur sínu striki í þessari nýjustu mynd sinni sem rekur á Qörur Háskólabíós undir heitinu Ferris Bueller (Ferris Bueller’s Day Off). Hún er fyndnasta mynd Hughes til þessa og að mörgu leyti hans skemmtilegasta. „Ferris Bueller" er fjórða myndin sem John Hughes (Morg- unverðarklúbburinn) hefur gert á tveimur og hálfu ári en auk þess að leikstýra myndunum sínum skrifar hann handritið að þeim sjálfur og framleiðir stundum líka eins og þessa. Hann er því af- kastamikill kvikmyndagerðar- maður og akur hans er unglingsárin, líf unglingsins og tilvera, ástir og ævintýr. Hann hefur lagt allt undir við gerð afþreyingarmynda fyrir hann getur ekki haft hemil á sér. JoBeth Williams er hin elskuleg- asta í hlutverki eiginkonunnar skilningsríku, Ellen Barkin er oft glæsileg í hlutverki systur hennar og bestu vinkonu Rose og Anna- beth Gish er mjög sannfærandi í hlutverki Rose þótt erfitt sé að trúa því að hún sé aðeins 13 ára. Eyðimerkurblóm er góð mynd, frumleg og athyglisverð, sem fjall- ar á látlausan og manneskjulegan hátt um efni sem amerískar kvik- myndir hafa ekki farið svo mjög út í hin síðari ár; Kalda stríðið og Sprengjuna. Eugene Corr tekst sérlega vel upp í handriti sínu þeg- ar hann lýsir samskiptum persón- anna enda dyggilega studdur af góðum leikurum. Hann færir okkur með saknaðartón aftur til þess tíma þegar Sprengjan var eitthvað sem fólki fannst dularfullt og æsi- legt. Og einhvem veginn er eins og það sé að reyna að láta ekki Kóreustríðið, kommmatal og kjamorku hafa nein áhrif á líf sitt. En það verður aldrei sama fólk- ið. Það hraðar sér út á verönd til unglinga og ef það er einhver sem gert hefur þær að öðru og meiru en fengitímahljóðum ástsjúkra unglinga er það hann. Hvort sem menn em með eða á móti þessum venjulegu afþreyingar-unglinga- myndum verður að viðurkennast að fáir gera þær eins vel og Hug- hes þessa stundina. Hann gjör- þekkir að því er virðist hinn sérstaka heim unglingsins og kann að ná því besta sem ungu leikaramir hans hafa upp á að að fylgjast með sprengingunni og þegar blossinn blindar það andar- tak og sveppurinn tekur að bjóða. „Ferris" er hrein og tær gam- anmynd, gædd frábæru skop- skyni og ærslagangi. Hún segir frá svolítið sérstökum degi í lífi Ferris Buellers. Þennan dag hefur hann ákveðið að taka sér frí í skólanum og lifa til tilbreytingar lífinu lifandi eins og frasinn herm- ir. Þar með er innifalið að ljúga því að foreldrum sínum að hann sé veikur svo hann þurfí ekki að fara í skólann, plata skólastjór- myndast gerir það sér grein fyrir að eitthvað hefur verið leyst úr læðingi sem aldrei átti að eiga við. ann til að gefa kærustunni frí í skólanum líka og bruna svo í bæinn á glæsilegum Ferrari, sem pabbi besta vinar hans á, og skemmta sér ærlega. En það em ýmis ljón í vegin- um, sem vilja fyrir alla muni koma upp um strákinn Tuma eins og t.d. grautfúl systir hans og hrylli- legur skólastjórinn. Myndin rambar raunar á barmi hrollvekj- unnar með ægilegri persónu skólastjórans, sem ætlar sér að negla Ferris í þetta skiptið. Matthew Broderick (War Gam- es) leikur skróparann knáa fullur af gáska og húmor og vangavelt- um um eitt og annað sem ungl- ingum við kemur. Hann ætlar sér ekki að láta lífíð þjóta hjá án þess að smakka svolítið á lysti- semdum þess og miðlar okkur áhorfendum ýmsum fróðleik með því að tala beint i myndavélina og leiðir okkur um leið milliliða- laust inn i þrælskipulagðar ráðagerðir sínar. Hann heillar mann eins auðveldlega og hann fær þunglamalega skrúðgöngu til að dansa af ijöri á nokkrum and- artökum. Aðrir leikarar eins og Alan Ruck og Mia Sara, sem leika vini Buellers, falla vel í rullumar sínar og Jeffrey Jones er kostulegur í hlutverki skólastjórans. Ungling- ar á öllum aldri ættu að geta skemmt sér dægilega á frídegi Buellers. Ferris tekur sér frí Gott gengi í mynd Regnbogans. Matthew Broderick fremstur. Minning: Steingrímur Páls son vélstjóri Fæddur 27. mars 1897 Dáinn 27. janúar 1987 Okkur systumar langar til að kveðja hann afa okkar. Hann lést á Borgarspítalanum 27. janúar sl. í björtu og fögru veðri. Hann hefði orðið níræður 27. mars nk. • Afi var fæddur á Gaddstöðum á Rangárvöllum en ólst upp á Bakka- koti í sömu sveit. Hann var sjöundi af tólf systkinum og em þijú þeirra enn á lífí. Síðan liggur leið hans suður og bjó hann eftir það að mestu í Reykjavík lengst af. Bjuggu afi og amma á Klöpp v/Suðurgötu, en nú allra siðustu árin bjuggu þau á Droplaugarstöðum v/Snorrabraut og dvelur amma okkar þar áfram en hún er nú 88 ára gömul. Afí kvæntist ömmu, Kristínu Jónsdóttur, 23. desember 1920, þau eignuðust 4 börn. Elst er móðir okkar Fjóla, gift Edvard Kristensen og eiga þau 4 böm, næstur var Jón Valur nú látinn, eftirlifandi eigin- kona hans er Þóra Þorbjamardóttir og eiga þau þijár dætur, síðan er Þorsteinn, hann er kvæntur Helgu Jóhannsdóttur og eiga þau 6 böm. Yngst er Aðalheiður, gift Hildi- mundi Sæmundssyni og eiga þau fjögur böm. Við barnabömin erum því 17 og bamabamabömin 18 eri eitt af þeim lést 1984. Við viljum með þessum orðum þakka honum fyrir góðar og ánægjulegar stundir sem við áttum saman, hvort heldur það var á heim- ili hans eða á ferðalögum um landið, sem við og foreldrar okkar og systk- ini, ásamt öðrum fjölskyldumeðlim- um fórum í. Hann var mjög söngelskur maður og hafði góða söngrödd og var mikið sungið á þessum ferðalögum, enda ann hann landi sínu mjög og leið hvergi betur en úti í náttúrunni. Hann var traustur maður til vinnu hvort heldur var til sjós eða lands, en hann var lærður vélstjóri. í mörg ár komu fjölskyldur okkar saman á Klöppinni á jólunum til afa og ömmu. Það var alltaf gengið í kringum jólatréð og sungnir jóla- sálmar, en síðan komu jólasveinar og afhentu pakkana, þessi siður hélst í mörg ár hjá afa og ömmu og hefur haldist síðan hjá fjölskyld- um okkar. Afi var frekar dulur maður en þrautgóður á raunastund. Hann var listasmiður á silfur og kopar og smíðaði hann marga fagra gripi sem prýtt hafa heimili afa og ömmu. En fyrir nokkrum árum gaf afi minjasafninu á Skógum hluta af gripum sínum. Við viljum að lokum þakka fyrir að hafa haft afa svo lengi hjá okk- ur, en hann var orðinn léiegur til heilsunnar nú allra síðustu ár en andlegri reisn hélt hann undir það síðasta. Við viljum senda elsku ömmu okkar innilegar samúðarkveðjur einnig bömum þeirra öllum og öðr- um ættingjum. Ó ljúfi faðir, lít til mín að ég megi, þótt ég deyi koma heim til þeirra og þin. (Dav. sl. 39.) Kristín, Steinunn og fjölskyldur. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.