Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 39 Minning: Arnfinnur Þórð- arson frá Hlíð Amfinnur Þórðarson fæddist 6. febrúar 1903 á Hjöllum í Gufudals- sveit í Austur-Baróastrandarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Hjöllum, og kona hans, Ingibjörg Pálmadóttir frá Hraundal í Naut- eyrarhreppi. Fyrstu árin ólst hann upp á Hjöllum, en þegar hann var 9 ára gamall fluttist hann með for- eldrum sínum að Gröf í sömu sveit, og ári síðar að Hallsteinsnesi, sem var næsti bær út með Þorskafírði. Foreldrar hans bjuggu svo á Hall- steinsnesi til vorsins 1932, er þau flytjast að Hlíð í Reykhólasveit, en sá bær er hinum megin Þorskaflarð- ar, en Amfínnur hóf þar búskap með konu sinni, Kristínu Daníels- dóttur, og foreldrum sínum. Á uppvaxtarámnum mun hugur hans hafa staðið til náms, enda vel gefínn og athugull. En hér fór sem og fyrir mörgu ungmenni á þeim tima, að efnahagur fátækra for- eldra, sem framfleyta þurftu stórri fjölskyldu, leyfði ekki frekara nám en það, sem laut að fermingarundir- búningi. Ungur varð hann að hefja lífsbaráttuna við að létta undir með heimilinu eftir getu, elstur átta systkina, og faðir hans ekki heilsu- hraustur. Hann var ekki gamall, er hann hélt fyrst úr foreldrahúsum. Vorið sem hann fermdist fór hann til sjó- 'róðra hjá bóndanum á Snæfjöllum á SnæQallaströnd. Hann var síðan við sjóróðra eða í kaupavinnu á ýmsum stöðum næstu árin, en oft- ast heima tíma og tíma, einkum þó um sláttinn. Á árinu 1923 er hann háseti á 59 lesta fískiskipi frá Flatey. Þetta var seglskúta með lítilli hjálparvél og hét Amey. í sjóferðabók hans frá þessu ári gefur skipstjórinn á Amey, Einar Jóhannesson frá Stykkishólmi, honum ágætis vitnis- burð fyrir dugnað, stundvísi og hegðun. Og stýrimaðurinn, Sigurð- ur Níelsson, kvaðst engan fremur vilja hafa á vakt með sér en Am- finn, því hann væri svo fimur og öruggur við að hagræða seglum í vondum veðmm. Eftir þetta var hann á ýmsum fiskiskipum allt fram á árið 1936 og gat sér alls staðar gott orð, líka eftirsóttur til vinnu af þeim er til þekktu. Hann var mikill þrekmaður og knár, þótt lágur væri vexti, og Snæbjöm Stefánsson, skipstjóri, sagði sig oft hafa undrað þá snerpu og það harðfylgi, er ekki stærri maður bjó yfír. Þessar umsagnir um Amfínn falla vel að þeirri mynd er ég gerði mér af honum, tæplega sextugum, er ég sá hann fyrst. Að þar væri maður, sem öruggt væri að treysta, vinur vina sinan og vildi allt fyrir þá gera. Þetta fór líka svo við nán- ari kynni. Oft heyrði ég inn á óánægju hans yfir sérhlífni sumra manna, enda kunni hann ekki að hlífa sér. Heiðarleiki var hans leið- arljós 'i orði og verki. Amfínnur var glaðlyndur, spaug- samur og hafði gaman af græsku- lausri glettni, nokkuð örgeðja, en reyndi þó jafnan að stilla skapi sínu í hóf, því hann var hógvær að eðlis- fari og gæddur ríkri réttlætiskennd. Hann var því ávallt reiðubúinn að leita sátta, teldi hann sig hafa mis- gert við einhvem. Sem fyrr segir hófst búskapar- saga hans í Hlíð vorið 1932, og þar bó hann í rúm 27 ár. Um sumarið, þann 16. júlí 1932, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Daníelsdóttur frá Hvallátmm á Breiðafírði, hinni mestu ágætis- konu, er reyndist honum hinn besti lífsfömnautur, enda mat Amfinnur konu sína mikils. Fyrstu ár þeirra í Hlíð vom á ýmsa lund erfið, efnin smá, jörðin lítt ræktuð og óhæg sökum brattlendis, þótt landrými væri allmikið. Á búskaparámm þeirra gerði hann vemlegar umbæt- ur á jörðinni og reisti meðal annars heimilisrafstöð árið 1942, með þeim fyrstu þar í sveit. Hafði Jón Guð- mundsson í Teigskógi áður átt rafstöðina, og sá hann um uppsetn- ingu á henni í Hlíð. Þessi fram- kvæmd má segja að hafí orðið heimilinu mikið happ, ekki síst bömunum, og stytt hið mikla skammdegi og sólarleysi. En í Hlíð nýtur sólar ekki í um þijá mánuði, frá því í nóvember og fram í byijun febrúar. Með tímanum vænkaðist hagur heimilisins, enda lét Amfínnur ekk- ert tækifæri ónotað til að svo mætti verða, og vom hjónin samhent um að nýta vel það sem aflaðist. Bú- stofninn varð að visu aldrei stór, en fallegur, vel hirtur og skilaði góðum afurðum. Amfinnur var og mikill dýravinur, er vildi láta skepn- um sínum líða vel og þótti einkar vænt um þær, enda hændust þær líka margar að honum, svo að undr- um sætti. Á búskaparámm sínum gegndi Amfínnur ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, átti meðal annars sæti í hreppsnefnd í nokkur ár, og var forðagæslumaður um skeið. Síðustu árin sem hann bjó sá hann um viðhald og eftirlit með mæði- veikivamargirðingu milli Berafjarð- ar og Steingrímsfjarðar á móti Magnúsi Gunnlaugssyni, bónda á Ósi. Farið var daglega meðfram girðingunni meðan féð var á fyalli. Ferðin tók tvo daga fram og til baka, en svo var verið heima aðra tvo daga, meðan Magnús fór með girðingunni. Það hefur þvi orðið allúrtökusamt við heyskapinn þau ár. Haustið 1959 bmgðu hjónin búi og fluttu til Reykajvíkur. Til þess lágu ýmsar ástæður, bæði var hann þá orðinn heilsuveill og einnig varð hann að fella fjárstofn sinn vegna hættu á mæðiveiki, sem komin var í fjárhjarðir í nágrenni við Hlíð. það var honum ekki sársaukalaust að þurfa að farga öllum bústofni sínum og flytjast burt, en hann hafði ávallt tamið sér að taka því, sem að höndum bar. Er til Reykjavíkur kom réðst Amfínnur til Ólgerðar Egils Skalla- grímssonar, þar sem hann starfaði í nokkur ár. Þá vann hann hjá Timb- urversluninni Völundi um tíma, svo og hjá birgðavörslu Pósts og síma meðan kraftar leyfðu. Vorið 1963 festi hann kaup á efri hæð í húsinu Hlégerði 29 í Kópavogi, þar sem þau hjónin og Guðmundur sonur þeirra áttu síðan heima. Þar er mjög gott að koma, heimilið hlýlegt, og ekki vantar góðar móttökur, enda húsráðendur afar gestrisnir og hafa gaman af að gleðjast með vinum og vanda- mönnum. Þau Amfínnur og Kristín eignuð- ust fímm böm. Þau em: Daníel, fæddur 10. maí 1933, starfsmaður hjá SÍS, kvæntur Unni Óladóttur, búsett í Kópavogi; Guðmundur, faeddur 31. júlí 1936, fulltrúi hjá ríkissaksóknara, býr í Hlégerði 29; Gerður Ingibjörg, fædd 13. febrúar 1939, gift Kjell Frydenlund, búsett í Noregi; María Steinunn, fædd 9. ágúst 1942, gift Braga Hallgríms- syni, búsett á Héraði; Þóra Ásdís, fædd 5. október 1943, hjúkranar- kennari, búsett í Reykjavík. Bamabömin era fímmtán og eitt lítið bamabamabam. Bömin og fjölskyldur þeirra vora þeim afar kær, og gerðu þau hjónin allt þeim til aðstoðar sem þau gátu. Bamabömunum þótti líka mjög vænt um afa og ömmu og höfðu mikla ánægju af að heimsækja þau eða fá þau í heimsókn. Það þótti þeim hjónum miður, hversu langt var milli fjölskyldumeðlima, og því gátu heimsóknir ekki orðið eins tíðar og allir hefðu óskað. í nokkur ár, eftir að Amfinnur hætti störfum, dvaldist hann á heimili sínu og naut umhyggju og ástúðar eiginkonu og bama, er næst honum bjuggu, svo og ann- arra skyldmenna. En tvö síðustu æviárin urðu honum erfíð sökum sjúkleika. Og þrátt fyrir að hans nánustu veittu honum aðstoð eftir föngum varð hann, megnið af þeim tíma, að dvelja á hjúkranarheimil- inu, Hátúni lOb S Reykjavík, þar sem hann naut frábærrar umönnun- ar. Starfsfólkinu þar era hér með færðar alúðarþakkir fyrir um- hyggju og hlýju í hans garð. Amfinnur andaðist í Hátúni lOb hinn 10 maí síðastliðinn og var því á 84. aldursári er hann lést. Mér hefur orðið það tamt að minnast á þau hjón bæði svo til í sama orðinu, en það kemur til af því, hversu samrýnd þau vora og fylgdust mikið að, eftir að ég kynnt- ist þeim. Því veit ég, að söknuður þinn er mikill, Kristín, en ég veit líka, að þú trúir á, að þið eigið eftir að hitt- ast aftur, og það gerir allt léttara. Hafi kær tengdafaðir þökk fyrir allt. Far þú í friði friður Guðs þig blessi. Bragi Hallgrímsson Fræðslufundur um snjóbræðslulagnirt Hönnun snjóbræðslukerfis hef- ur mest áhrif á frostþol þess ÁTTATÍU iðnaðarmenn og hönnuðir sóttu fræðslufund um snjóbræðslulagnir, sem haldinn var í ráðstefnusal Hótels Loft-leiða sl. laugardag á vegum Lagnafélags íslands. Nýlega hafa verið hertar kröfur um snjóbræðslulagnir, sem steyptar eru inn. Slíkar lagnir skal tengja millihitara og setja skal blöndu af frostlegií pípurnar þannig að frost- sprenging sé útilokuð. Kristján Ottósson, formaður Lagnafélagsins, sagði að margir fundarmenn hefðu verið á þeirri skoðun að þörf væri á nánari upp- lýsingum um hve hratt og vel snjóbræðslukerfín bræði snjó af gangstétt og bflastæðum, þannig að kaupandi slíks kerfís vissi hvers mætti vænta af kerfinu. Fyrirlesar- ar á fundinum vora Dr. Oddur B. Bjömsson verkfræðingur, Ragnar Kristinsson tæknifræðingur, Leifur Hannesson verkfræðingur, Sigurð- ur Grétar Guðmundsson pipulagn- ingameistari og Páll Ámason efnaverkfræðingur. Oddur sagði að algengt væri að leggja pípur 80-100 mm undir yfír- borði og með 250 mm millibili. Sé pípum fækkað eða dýpi aukið minnkar varmagjöfín. Séu pípur lagðar með miklu millibili t.d. 400 mm en á 100 mm dýpi má hinsveg- ar búast við mun ójafnari hitadreif- ingu við yfirborð, varmagjöfin er þá mest yfír pípum og minnst á milli þeirra. Ragnar Kristinsson taldi áríðandi að hafa snjóbræðslukerfi umhverfís sjúkrahús, elliheimili, iðnaðarhús- næði, skólahúsnæði og umhverfis byggingar fyrir fatlaða. Fyrir venjuleg snjóbræðslukerfí áætlaði Ragnar stofnkostnað fyrir hvem fermetra 600 til 1.000 krónur auk rekstrarkostnaðar, 2 til 3 krónur á hvem fermetra, og viðhaldskostn- aðar. Leifur Hannesson rakti stuttlega sögu snjóbræðslukerfa hér á landi, en elsta kerfíð mun vera frá 1951, Hluti fundargesta Lagnafélags íslands Morgunbiaaið/ói.K.Maén. lagt í tröppur og gagnstíg að Menntaskólanum í Reykjavík. Plastpípur vora fyrst notaðar í snjó- bræðslukerfí árið 1973 og síðan hefur orðið mjög ör þróun á þessu sviði, eins og einnig á sviði jarðvegs- hitunar til ræktunar. Árið 1986 var stærð upphitaðra matjurtagarða kominn yfír 80.000 fermetra. Sigurður Grétar mun hafa verið fyr8tur til að nota plastpípur í snjó- bræðslulagnir hér á landi og hefur hann lagt stóran hluta þeirra kerfa, sem nú era í notkun. Hann brýndi það fyrir pípulagningameisturam að ganga úr skugga um að teikning- ar hafí verið lagðar inn til sam- þykktar hjá viðkomandi bygginga- fulltrúa og að tilkynna til viðkomandi hitaveitu að snjó- bræðslukerfíð hafí verið lagt og tengt. Gamanmynd í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýn- ingu á myndlnni Ferris Bueller. Leikstjóri myndarinnar er John Hughes en hann hefur komið ná- lægt myndum eins og „Sixteen Candles", „The Breakfast Club“ og „Prítiy in Pink“. Með aðal- hlutverk i myndinni fara tmgir leikarar; Matthew Broderik, Alan Ruck og Mia Sara. Mjmd þessi íjallar um Ferris Buell- er, ungan pilt, sem ætlar að skrópa einn dag í skólanum. Þetta er hættu- legt uppátæki og gæti orðið honum dýrkeypt ef upp um hann kæmist. Ferris ætlar að láta lfta út sem hann sé veikur og leika þannig á foreldra sína, kennarana og yfírleitt alla, nema stúlkuna sína Sloane og besta vininn Cameron. Þetta á að verða dagur fullur af fiöri og gríni, en við hvert fótmál leynist hættan á að allt komist upp, segir í frétt frá kvik- myndahúsinu. Loks drap Páll Ámason á nokkra eiginleika plastpípna þegar þær era notaðar til si\jóbræðslu. Um frost- þol snjóbræðslupípna sagði Páll meðal annars: „Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið hér á landi og í Þýskalandi til að mæla frostþol rö- ranna, sýna að hægt er að ganga út frá mörgum mismunandi for- sendum við mælingamar og fá mismunandi niðurstöðu. Af þessum niðurstöðum má þó draga tvær ályktanir: Sé rör að mestu leyti steypt inn en geti þanist á tiltölu- lega litlu svæði þá springur það við,_ frystingu og geti mest allt rörið þanið sig við fiystingu þá þolir það allavega að ftjósa nokkrum sinnum. Hvar mörkin liggja þama á milli veit enginn eða hvort munur sé á tegundum röra, enda skiptir það lfklega litlu máli. Það er hönnun snjóbræðslukerfísins sem hefur mest áhrif á frostþol þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.