Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 31 „Ég óttast að þessi deila sé óleysanleg“ - segir Þórarinn V. Þórarinsson, um stöðuna í farmannadeilunni „Ég er farinn að óttast að þessi deÚa sé óleysanleg. Eftir finun vikna verkfall virðumst við standa í svipuðum sporum og i upphafi. Þó er kannski fyrst og fremst um það að ræða að við finnum ekki viljann eða þorið af hálfu okkar viðsemjenda til þess að höggva á hnútinn og klára málið. Það er alveg ljóst að und- irmenn á farskipum eru orðnir óvanir því að gera ábyrga kjara- samninga og það virðist vera farið að há félaginu feiknarlega mikið,“ sagði Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, eftir að upp úr samningatilraun- um milli Sjómannafélags Reykjavíkur og VSÍ slitnaði í gærdag eftir næturlangan fund, sem verkamannafélagið Dags- brún hafði meðalgöngu um. Þórarinn sagði að þeir hefðu reynt ótal leiðir til þess að fínna sameiginlega niðurstöðu í deilunni og kaupskipaútgerðin hefði teygt sig eins langt og framast var unnt til þess að leysa málið. Að lokum hefðu aðilar staðið frammi fyrir til- tekinni lausn, en samninganefnd SFR hefði ekki treyst sér þegar á reyndi til þess að semja. „Afstaða Sjómannafélagsins virðist vera sú að það treystir sér ekki til þess að semja. Tregða þess til þess að tak- ast á við vandamálin er meiri en ég hef nokkurs staðar kynnst áður og niðurstaðan í nótt varð þvi mið- ur engin," sagði Þórarinn. „Ef maður horfir til þeirra alvar- legu áhrifa sem þetta verkfall er farið að hafa og hvemig sáttatil- raunir hafa gengið, þá hvarflar að manni að stéttarfélag, sem þannig gengur fram — telur 160 manns og getur ekki samið, en getur samt lamað viðskipti til og frá landinu, stefnt atvinnuöryggi og afkomu fjölda einstaklinga og þjóðarbúsins í heild í mikla tvísýnu — að slíkt stéttarfélag rísi ekki lengur undir nafni. Það stendur ekki undir þeirri ábyrgð, sem hvílir á stéttarfélögum. Þeim hefur með lögum verið falinn tiltekinn hluti almannavalds. Þau hafa valdið til að stöðva tiltekna starfsemi og í því valdi flest einnig gríðarleg ábyrgð. Mér fínnst að SFR geri sér engan vegin grein fyrir þeirri ábjrgð, sem þessum rétti fylgir," sagði Þórarinn. „Eins og núna standa sakir sjáum við enga leið til lausnar deiluinni. Það hefur ítrekað verið reynt að fínna lausn og nú síðast gengið á milli aðila. Það komu upp ákveðnar hugmyndir að lausn, sem sýndi sig að Sjómannafélagið treysti sér ekki til þess að ganga inn á þegar á reyndi. Eg verð að segja það að mér virðist að kannski sé orðið svo langt síðan að Sjómannafélagið hafi gert ábyrgan kjarasamning, sem ekki heftir verið felldur í at- kvæðagreiðslu, að því sé ósköp einfaldlega ekki lagið að gera kjara- samninga og taka af skarið. Það má kalla þetta getuleysi í samnings- gerð. Niðurstaðan er að okkar mati sú að við. séum komnir á enda-, punkt. Víð létum teyma okkar áfram, því hagsmunir okkar af því að semja við SFR eru feykilega miklir. Við getum ekki búið við eilífðar átök við eitt af fimm stéttar- félögum á farskipaflotanum. Við getum ekki lifað við það að 160 manns stöðvi flutninga að og frá „Sáttasemjari mun hafa sam- band við okkur í fyrramálið og þá verður farið yfir stöðuna. Hvað hann gerir er auðvitað ekki gott að segja, en mér sýnist að það hljóti að vera uppi flötur á þessu máli. Stjórn- og trúnaðar- mannaráð var með fund hér í kvöld og við teljum eðlilegt að halda fast við kröfur okkar. Þó að þessir ágætu félagar okkar í samtökum vinnuveitenda hristist og skjálfi og segist vera alger- lega patt og mát í viðræðunum við okkur trúi ég ekki fyrr en ég tek á því að þetta sé síðasta orðið í þessu máli. Við verðum að semja og við ætlum okkar að halda áfram,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, í gærkveldi, eftir að upp úr slitn- aði í viðræðum þeirra við kaupskipaútgerðarnar. Guðmundur sagði að grunn- kaupstölur hefðu ekki verið alveg frágengnar. Þær hefðu þó verið í anda ASÍ samkomulagsins, en það sem hefði slitnað á hefði verið að landinu og stefni atvinnuöryggi og afkomu þúsunda manna í tvísýnu. Það er engin spurning um það að útflutningsmarkaðimar og þjóðar- búið hafa skaðast og þá er ég ekki að tala um þann beina skaða sem kaupskuipaútgerðimar hafa orðið kaupskipaútgerðin hefði vijað fá lengdan vinnutíma háseta við al- menn skipsstörf úr 8-20 eins og það væri nú í 6-22. SFR hefði boðið að vinnutíminn lengdist frá 6-20, en því hefði verið hafnað og á þessu atriði hefði slitnað. Viðsemjendumir hefðu gert þetta atriði að skilyrði fyrir að ræða grunnlaunin frekar, en SFR hefði ekki talið sig geta gengið lengra. „Einhvem tíma hefði verið sagt { samningum að þama væri farið bil beggja, en því var ekki að heilsa nú,“ sagði Guðmund- ur. Hann sagði að alls staðar {landi væri verið að minnka vinnuálag, en kaupskipaútgerðin vildi auka það á skipunum. Guðmundur sagði að talsvert hefði miðað í samkomulagsátt í við- ræðunum þrátt fyrir allt. Þannig hefði verið búið að ganga frá veru- lega breyttum vinnutíma á grund- velli óska útgerðarinnar, til þess að senda um borð i skipin til skoðunar hjá farmönnum og endanlegrar af- greiðslu, en tölulegar hliðar málsins hefðu ekki verið fullafgreiddar. „Við emm að sækja leiðréttingu á grunnlaunum, sem eru nú 23.612, fyrir, heldur skaða annarra, sem ekki eiga aðild að þessari deilu. Þeirra tjón er klárlega lang mest. Þetta er einnig farið að koma niður á framleiðslustarfseminni i einstök- um greinum. Það er farið að draga úr vinnu sums staðar og okkur þykir leitt til þess að vita að verka- menn á hafnarsvæðinu hafa dregist inn f þessa deilu. Þeirra tjón er þegar orðið mikið, þar sem þar hefur fallið niður öll yfírvinna vegna þessa verkfalls. Hafnarverkamenn eru hátt á fjórða hundrað. Þeir eru að fara í samúðaraðgerðir með SFR og það að því er virðist af takmörk- uðum eldmóði svo vægt sé til orða tekið. Það er því sama hvert litið er við höfum biýna hagsmuni af því að semja við SFR og viljum leggja okkur fram um það, en það hefur ósköp einfaldlega ekki geng- og að þau verði 27.700. Við erum réttilega að fara fram á meira- en nemur launahækkunum ASÍ samn- ingnum, en það verður að taka tillit til þess sem hefur verið að gerast í launamálum farmanna undanfarin ár, sérstaklega með tiliiti til þess sem gerðist 9. maí 1986 þegar sett voru lög á farmenn. Kjaradómur hvað sfðan upp úrskurð sinn 9. ágúst sama ár um það að farmenn ættu að fá sama og ASÍ. Á sama tíma eru aðilar, sem höfðu sam- þykkt ASÍ samkomulagið frá því í febrúar, að fá meira. Þá er verið að semja við verkamenn í físki- mjölsverksmiðjum um 25% launa- hækkun, verkamenn í steypustöðv- um um 25%, véla- og tækjamenn 35%, Dagsbrúnarmenn hjá Reykjavíkurborg um 24,7%, verka- menn í olíustöðvum 27%, verka- menn í vegagerð 22% og verkamenn hjá Mjólkusamsölunni um 15%. Á sama tíma eru farmenn bundnir af lögum um kjör sín og ekki sáum við fram á það í aprfl 1986 að þríhliða samningur yrði gerður milli ASÍ, VSÍ og ríkisvaldsins og hvað þá heldur að það þýddi að engvir ið,“ sagði Þórarinn. — Hvert var hlutverk Dags- brúnar í samningaviðræðunum í nótt? „Það er ekkert lejmdarmál að forysta Dagsbrúnar telur sig hafa brýna hagsmuni af því að leysa þessa deilu. ForystumenjsJélagsins þeir Guðmundur Jr^Guðmundsson og Þröstur Ólafsson hafa því undan- fama daga gengið á milli aðila og reynt að fínna möguleika til þess að halda viðræðum áfram. Þessi meðalganga leiddi til þess að fund- ur var ákveðinn í gærkveldi, sem stóð í alla nótt og fram yfír hádegi í dag. Það er heldur ekkert leyndar- mál að forystumenn Dagsbrúnar hafa reynt að ganga sáttarveg á milli okkar, en því miður árangurs- laust,“ sagði Þórarinn að lokum. mættu semja betur eða laga kjör sín, án nokkurs tillits til þess sem á undan var gengið. Ég hef sagt það áður, ef slíkt ástand á að ríkja, hversvegna er þá ekki samþykkt lög í landinu um þau laun sem þessir aðilar hafa komið sér saman um, svo menn séu ekkert að ómaka sig í svona kjarabaráttu," sagði Guð- mundur. Guðmundur sagði það rangt hjá vinnuveitendum að þeir hefðu gert sjómönnum gott tilboð og nefnt tölur á bilinu 90-100 þúsund, en að baki þeim launum lægu 156 stundir í yfírvinnu {mánuði umfram dagvinnu í landi. „Ég trúi því ekki að útgerðimar séu þannig þenkj- andi að þetta vinnutímamál verði gert að frágangssök og þær láti brotna á því atriði. Ef þetta er ástæða til þess að slíta kjarasamn- ing á, þá segi ég það sama og þeir hafa sagt um okkur, að þeir eru að fínna sér tylliástæðu til þess að hlaupast frá þessu máli, svo létt- vægt sem þetta mál er fyrir þá, en ekki fyrir okkur,“ sagði Guðmundur einnig. „Við verðum að semja og æthim okkur að halda áfram“ - segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.