Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 17 Starfsmenn líkja eftir indíánum og skera örvarodda úr hrafntinnu. mt Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Erna Halldórsdóttir kokkur og Viðar Zophoniasson skipstjóri á Fróða ÁR 33. Óhappið á Fróða ÁR 33: Hefðum auðveldlega náð meðalmanni af borðstokknum - segir skipstjórinn, en mikill veltingur og sjógangur gerðu erfitt um vik við björgun. Selfossi. ÓHAPPIÐ sem varð um borð í Fróða ÁR 33 mánudaginn 2. febrúar, þegar maður úr áhöfninni féll fyrir borð og var hætt kominn, hefur vakið upp spurningar varðandi öryggismál sjó- manna. Meðal annars hvort það hefði hugsanlega getað auðveldað áhöfninni að ná inn manninum ef um borð hefði verið flotbúningur. í viðtölum við þá sem lentu í sjónum kom fram að erfiðlega gekk að festa manninn sem féll fyrir borð í björgunarnetinu sem kastað var út. ,Það er erfitt að segja nokkuð sjógangsins. Þeir voru meira og um það í þessu tilviki þetta var svo einstakt," sagði Viðar Zop- honíasson skipstjóri á Fróða. „Flotbúningur hefði ef til vill hjálpað ef hægt hefði verið að athafna sig í honum. Þessir bún- ingar verða aldrei til að eyðileggja fyrir mönnum og eiga örugglega eftir að koma í bátana. Maðurinn sem fór fyrir borð róaðist mikið við að strákamir fóru útí til hans og í flotbúningi hefðu þeir sjálf- sagt þolað lengur við í sjónum. I þessu tilfelli hjá okkur voru aðstæður erfiðar, mikill sjór og veltingur á bátnum. Sjógangurinn gerði það að verkum að erfitt var að koma björgunametinu frá bátnum. En þegar svona gerist eru það mörg smáatvik sem koma upp ög erfítt að segja hvað var rétt að gera og hvað ekki, spenna augnabliksins er mikil,“ sagði Viðar. „Það er auðvitað stórt atriði í þessu tilfelli að við hefðum auð- veldlega náð meðalmanni þama af borðstokknum þar sem Ingólfur hékk. Hann er mikill vexti og þungur og við réðum ekki við hann tveir. Af einhveijum ástæð- um var erfitt að koma björgunar- netinu þannig við að hann festi fætuma í því, sennilega vegna minna í kafi strákamir þama við bátinn. Nú svo þurftum við að varast það að slasa ekki manninn en mesta mildin var að hann skyldi ekki festast í netinu sem við vorum að leggja," sagði Viðar. Hann sagðist vilja benda á það að nauðsynlegt væri að hafa ál- poka til taks um borð og undir það tók kona hans Ema Halldórs- dóttir sem var kokkur í þessari ferð. Álpokinn kom sér vel þagar þau vom að hlúa að manninum eftir að hann náðist um borð. Viðar sagði að það hefði tvímælalaust ráðið úrslitum að Helga Val Einarssyni hefði tekist að koma kaðli á handlegg Ingólfs sem gerði að verkum að það tókst að hífa hann um borð en Helgi festist sjálfur í kaðlinum og hífðist með Ingólfi inn á dekkið. „Svona atvik ýta auðvitað við mönnum en svo gleymist þetta aftur. Það væri mjög gott að nota tímann á haustin til að fara á æfingar hjá Slysavamarfélaginu. Menn þyrftu að taka sig saman um að fara á slíkar æfingar, sagði Viðar og kona hans Ema kokkur bætti við að helst þyrfti að vera hægt að skylda skips- hafnir til að fara. Sig.Jóns. Happdrætti nema 1 byggingaverkfræði að fordæmi George Washington á krá frá Campbells, sem var einn uppáhaldsstaður forsetans. Hjá Kristjönu Campbell er boðið upp á sjávarrétti eins og þeir em og vom matreiddir í Virginíufylki og verður enginn fyrir vonbrigðum er þar sest að snæðingi. Flautuleikur, búningar starfsfólks og logandi kerti í stað raflýsingar auka á stemmninguna. Ekki hef ég snætt á þriðju kránni en samkvæmt upplýsingabæklingi á að vera óvenjuleg lífsreynsla að snæða þar utandyra og jafnframt er mælt sérstaklega með velskri kanínu í hádegismat. Ótal matsölu- og gististaðir em allt í kringum sögusvæðið við Vil- hjálmsborg og engin hætta á að fólk verði hungurmorða né þurfi að sofa undir bemm himni, svo framarlega sem seðlaveskið er með í ferðinni. Ástæða er þó að kanna vel verðlag hinn ýmsu staða áður en að heiman er farið. Að gómsætri máltíð lokinni hjá frú Campell var notalegt að ganga eftir mátulega vellýstum götum Vilhjálmsborgar og anda að sér ilm- andi lykt sem nýútspmnginn vorgróður einn getur gefið frá sér. Skemmtigarður í evrópskum stíl Unnt er að fá sæmilega yfírsýn yfir sögusvæðið á tveimur dögum. Upplýsingabæklingur gerir þó ráð fyrir vikudvöl. Á fyrsta degi er mælt með heimsókn á sögusvæði Vilhjálmsborgar. Á öðmm degi er talað um heimsókn í Busch-garðana (Busch Gardens). Heimsókn þangað er nauðsynleg ef böm em með í ferðinni. Þetta er stór skemmti- garður sem býður upp á flest það sama og venjulegt Tívolí. Hann er rekinn af ölgerðinni Busch og An- heuser, en bmgghús þeirra, sem einnig er hægt að skoða, em skammt undan. Reynt er að gefa hugmynd um evrópska menningu í garðinum og kallast svæðin viðeig- andi nöfnum s.s. Ítalía, Þýskaland, Bretland o.s.frv. Island sáum við hins vegar ekki. Jamestown — Yorkstown Á þriðja degi er mælt með heim- sókn til Jamestown og Yorkstown. Bæimir standa sinn hvomm megin við Vilhjálmsborg og er ekið á milli þeirra eftir skínandi fallegri akst- ursleið, Colonial Parkway. Jamestown er sögulega merki- legur staður. Þar settust fyrstu enskumælandi landnemamir að í Ameríku árið 1607 með John Smith skipstjóra í fararbroddi. Þegar gengið er inn á svæðið er fyrst far- ið í gegnum safn, þar sem bak- gmnnur landnemanna er kynntur og því lýst við hvern kost þeir hafa búið fyrst eftir komu sína vestur um haf. Síðan er gengið inn í indí- ánaþorp er stendur fyrir utan safnið. Þar sátu ungir starfsmenn við vinnu sína, klæddir eins og indí- ánar. Þeir vom að búa til örvarodda úr hrafntinnu. Ef indíánaþorpið gefur rétta mynd af bústað inn- fæddra, hafa indíánar búið heldur vesældarlega. Frá þorpinu er stutt gönguleið inn í Jamesvirki, þar sem fyrstu landnemamir bjuggu. At- hyglisvert var að sjá lítið samfélag innan virkisins. Allt bendir til að húsin hafi verið búin til úr leir og stráum er fundist hafa í fenjum þama í kring. Kirkja og stór brann- ur hafa verið miðdepill bæjarlífsins, þar sem þau tróna í miðju virkinu. Frá aðalinngangi virkisins er útsýni yfir Jamesá og við bryggju stóðu tvö gamaldags skip. Rétt utan við virkið var kona að plægja akur til sáningar og sagðist hún myndi sá svipað og forfeðurnir eða mais- fræjum og öðm grænmeti. Er við gengum inn í skipið blasti við okkur ungur maður mjög írskur að öllu ytra útliti. Fljótt kom í ljós að hann var af írsku bergi brotinn en var hér í ársleyfi frá verkfræðinámi til að fræða almenning um forfeðuma. Blásið í gler eins og á dögnm Elízabetar I. Bretadrottningar Næst á dagskrá var heimsókn í glerverksmiðju. Þrír listamenn blésu og stungu síðan gleri í log- andi heita ofna og sýndu hvemig alls kyns glermunir verða til. Flest em listaverkin til sölu á staðnum eða um leið og þau em nægilega köld. Rétt fyrir utan verksmiðjuna er hægt að skoða leifar gömlu gler- iðjunnar, sem John Smith byggði 1608. Lítill tími var til að skoða Jórbae sem er þriðji hiekkurinn í þessari sögulegu keðju Jamestown-Will- iamsborg-Yorktown. Það var í Jórbae sem sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var rituð í blóði en ekki bleki, við uppgjöf hins enska hershöfðingja Cornwallis, þann 19. okt. 1781. í stað þess að ganga um bæinn og komast í snertingu við löngu liðna atburði ókum við fremur hratt í gegnum þennan litla en sögulega bæ. Á fjórða degi er gert ráð fyrri akstri um plantekramar og skoðuð- um við eina þeirra. Plantekra Carters varð fyrir valinu og líklega er nóg að sjá eina, því flestar líkjast hver annarri. Athyglisvert var að sjá hve vel plantekmeigandi bjó á þessum tíma og hversu viðamikla og skrautlega húsmuni þeir leyfðu sér. Á fimmta degi bendir bæklingur- inn fólki á að heimsækja söfn sem við slepptum og einnig hefur enn ekki gefist tími til þess sem bent er á að hægt sé að gera síðustu tvo daga vikunnar, en það er búðarleið- angur og sigling um höfnina í Norfolk. 200 milljón dollara verkfræðiundur Ákveðið var að breyta til og fara talsvert lengri leið til baka. Ekinn var stór hringur undir Cheasa- peake-flóa og síðan í norðurátt við austanverðan flóann. Það er vel þess virði að taka þennan krók ef fólk er ekki tímabundið. Það sem gerði heimferðina sérstaklega eftir- minnilega var akstur undir Cheas- peake-flóa. Það var sannarlega 10 dollara virði að kynnast þessu verk- fræðiundri sem tók þtjú og hálft ár að reisa og kostaði 200 milljónir dollara. Göngin em 17,6 mílur að lengd og það tekur u.þ.b. hálfa klst. að aka um þau. Þessi göng em ólík öðmm göngum, þar sem tvívegis er ekið upp úr sjónum og er maður þá staddur á eyjum, sem búnar vom til af manna höndum. Á ann- arri eyjunni er hægt að leggja bílnum og njóta útsýnisins eða fá sér kaffisopa og horfa á her-, fiski- eða skemmtiferðaskip sigla inn og út flóann. Bygging ganganna hófst 1960 og lauk í byijun ársins 1964. Fundur ráðamanna stórveldanna Þegar litið er til baka eftir heim- komuna má segja að heimsókn til Vilhjálmsborgar gnæfi yfir aðra staði ferðarinnar. Það er ekki að ástæðulausu að yfirvöld þar stæra sig af heimsóknum ótal þjóðhöfð- ingja, auk þess sem fundur ráðamanna stórveldanna var hald- inn á þessum stað í maí 1983. Ymsir staðir komu til greina í upp- hafi en Vilhjálmsborg varð að endingu valin, enda ráðamenn stað- arins ekki óvanir að skipuleggja meiriháttar móttökur, þótt þessi sé sú mesta og stærsta fram til þessa. Þeir Islendingar sem fá tækifæri til að eyða frídögum í Washington eða nágrenni ættu að nota tækifær- ið og skreppa niður til Vilhjálms- borgar og eyða þar nokkmm dögum á þessum merku söguslóðum Bandaríkjanna, sem ekki em fomar á evrópskan mælikvarða, en gefa okkur góða innsýn í lífemi og hugs- unarhátt þeirra manna sem áttu drýgstan þátt í að stofna Bandaríki Norður-Ameríku fyrir u.þ.b. 200 ámm. Höfundur var um skeið þulur hjá íslenzka sjónvarpinu, en býrnú i Bethesda / Maryiand íBanda- ríkjunum. NEMAR í byggingaverkfræði við Háskóla íslands efna til happ- drættis til að afla fjár til námsferðar. Hyggjast þeir fara til meginlands Evrópu og skoða þar áhugaverð mannvirki, m.a. í Hollandi, Þýskalandi og Sviss. Einungis verður dregið úr seld- um miðum i happdrættinu. Útgefnir vinningar em 1.000 talsins og em vinningar 22. Vinn- ingar era: (1) Citroen Axel 1987, frá Glóbus. (2-3) Laser-spilarar frá Philips. (4-6) Afmglarar frá Heimil- istækjum. (7-11) Tölvudiskilinar frá Hans Pedersen. (12-21) Áskriftir að tímaritym Sam-útgáfunnar. (22) íþróttagalli frá Henson, að eigin vali. Heildarverðmæti vinninga er kr. 393.300, og verður dregið þann 15-febrúar. Hægt er að kaupa miða í söluturninum Ármúla 20. (Úr fréttatilkynningu.) Fyrirlestur á vegum Mímis GUÐRÚN Bjartmarsdóttir cand. mag. flytur fyrirlestur á vegum Mímis, félags stúdenta í íslensk- um fræðum, laugardaginn 7. febrúar nk. Fyrirlesturinn nefnist „Huldufólk í þjóðsögum og þjóðtrú“ og hefst kl. 14.00 í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands. Aðgangur er öllum heimill. Flautuleikur og kertaljós auka á stemmninguna í Campbells-krá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.