Morgunblaðið - 06.02.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRUAR 1987
37
BrSds
Arnór Ragnarsson
Bridsdeild
Sjálfsbjargar
Georg Kristjánsson og Steindór
Berg sigruðu í eins kvölds tvímenn-
ingi sem spilaður var 12. janúar sl.
Hlutu þeir félagar 126 stig.
Röð næstu para:
Hlaðgerður Snæbjömsdóttir —
Rut Pálsdóttir 124
Gísli Guðmundsson —
Meyvant Meyvantsson 118
Meðalskor 108.
Þijár umferðir eru búnar í aðal-
sveitakeppni deildarinnar en 7
sveitir taka þátt í keppninni.
Staðan:
Meyvant Meyvantsson 68
Vilborg Tryggvadóttir 65
Sigríður Sigurðardóttir 55
Hlaðgerður Snæbjömsdóttir 45
Næsta umferð verður spiluð á
mánudag kl. 19. Keppnisstjóri er
Páll Siguijónsson.
Bridshátíð 1987
— sveitakeppni
Flugleiðamótið (opin sveita-
keppni) hefst síðan kl. 13 á
sunnudeginum. Skráningu í það
mót lýkur næsta þriðjudag. Spilað
verður um gullstig i hveijum leik.
Búist er við þátttöku allt að 40
sveita.
Bridsfélag kvenna
Að loknum 8 umferðum (4 kvöld-
um) í aðalsveitakeppni félagsins,
er staða efstu sveita þessi:
Sveit Gunnþórunnar
Erlingsd. 174stig
Sveit Guðrúnar Bergs 169 stig
Sveit Öldu Hansen 151 stig
' Sveit Sigrúnar Pétursd. 138 stig
Sveit Aldísar Schram 137 stig
Sveit Guðrúnar Halldórsd. 136 stig
Sveit Höllu Ólafsd. 134stig
Sveit Gerðar ísberg 130 stig
Næstu tvær umferðir verða spil-
aðar næsta mánudag í Sigtúni.
Frá Bridssambandinu
Bridssamband íslands minnir á,
að frestur til að sækja um þátttöku
í landsliðskeppnum í kvennaflokki
og flokki yngri spilara, rennur út
þriðjudaginn 10. febrúar nk. Með
hverri umsókn skal fylgja stutt yfír-
lit yfir spilakerfi umsækjenda.
Einnig minnir Bridgesambandið
á íslandsmótið í sveitakeppni í
kvennaflokki og flokki yngri spil-
ara, sem spilað verður helgina 28.
febrúar-1. mars. Frestur til að til-
kynna þátttöku í þá keppni rennur
út miðvikudag fyrir mót. Skráð er
hjá BSÍ í s. 689360.
Undanrásum Reykja-
víkurmóts lokið
Úrslit í undanrásum Reykjavík-
urmótsins í sveitakeppni 1987 urðu:
Sveit Pólaris 408
Sveit Atlantik 367
Sveit AðalsteinsJörgensen 364
Sveit Samvinnuf./Landsýnar 360
SveitJónsHjaltasonar 355
Sveit Sigtryggs Sigurðssonar 355
Sveit Delta 354
Sveit Ólafs Lárussonar 349
Sveit Páls V aldimarssonar 334
Að auki tryggðu sveitir Sigfúsar
Árnasonar, Sigurðar Siguijónsson-
ar, Sigurðar Steingrímssonar og
Sigmundar Stefánssonar sér rétt til
þátttöku í islandsmótinu í sveita-
keppni, en Reykjavík á 12 sveitir
til íslandsmóts auk meistara fyrra
árs.
Varasveit úr Reykjavík (í 14.
sæti) varð sveit Estherar Jakobs-
dóttur.
Úrslitakeppnin um Reykjavíkur-
meistaratitilinn í sveitakeppni,
verður háð í Sigtúni um helgina.
Spiluð verður einföld umferð, allir
v/alla 16 spila leiki og gilda úrslit
í undanrásum sem fyrri hálfleikur.
í þeirri stöðu stendur sveit Pólaris
með pálmann í höndunum, en hinar
sveitimar eru með nokkuð jafna
stöðu (innbyrðis). Tveir leikir em á
dagskrá á laugardaginn (hefst kl.
13) og þrír á sunnudag (hefst einn-
ig kl. 13). Á sama tíma verða
nokkrir leikir háðir í Bikarkeppni
Reykjavíkur, en ítrekað er að slík
hliðarspilamennska er aðeins leyfð
að fengnu samþykki Ólafs Láms-
sonar.
Nv. Reykjavíkurmeistarar er
sveit Samvinnuferða/Landsýnar.
Nýi kennaraskóliim
Með þessari fyrirsögn birtist at-
hugasemd í Morgunblaðinu hinn 4.
þ.m., undirrituð af Ástu Kristjáns-
dóttur, og er tilefnið það, að leið-
rétta „misskilning" um hver hafí
verið arkitekt Kennaraskólans við
Stakkahlíð. Á.K. telur höfundinn
hafa verið Steinar Guðmundsson,
er starfaði við embætti húsameist-
ara ríkisins, en hann lézt fyrir aldur
fram á sjöunda áratugnum.
Staðreyndir em þessar: Þegar ég
tók við embætti húsameistara ríkis-
ins árið 1954, var hinn nýi Kennara-
skóli við Stakkahlíð eitt þeira
verkefna sem ég tók við af fyrir-
rennara mfnum, en húsameistara
ríkisins hafði verið falið verkið. í
minn hlut féll þannig að fullgera
mótun hússins, en Steinar Guð-
mundsson hafði haft það hlutverk
á teiknistofu embættisins, að út-
færa hönnunarstörfín, eftir að
meginlínur höfðu verið lagðar um
gerð hússins hið innra og ytra af
bygginganefnd og húsameistara.
Verkaskipting og samstarf var
sambærilegt þvf, sem tíðkast f
hönnun allra meiriháttar bygging-
arframkvæmda.
Steinar Guðmundsson leysti hlut-
verk sitt við hönnunarstöfín með
mikilli prýði, og átti vissulega sinn
þátt í mótun skólans, en arkitektinn
veir engu að sfður húsameistari
ríkisins. Hinu er svo ekki að neita,
að oftar en skyldi er því ekki við
komið að tfunduð séu nöfn allra
þeirra sem við sögu koma í vanda-
sömum og flóknum hönnunarstörf-
um, — heldur þeirra sem verkefnin
hafa verið falin, og ábyrgðina bera.
Hörður Bjarnason
fv. húsameistari ríkisins
Svæðisstjórn málefna
fatlaðra á Norðurlandi eystra:
Atelja vinnubrögð
menntamálaráðherra
í ályktun sem Svæðisstjóm mál-
efna fatlaðra á Norðurlandi
eystra hefur sent frá sér eru
vinnubrögð menntamálaráð-
herra þá er hann vísaði Sturlu
Kristjánssyni úr starfi fræðslu-
stjóra, harðlega átalin.
Bent er á að gerðir ráðherrans
gætu haft alvarlegar afleiðingar í
för með sér fyrir þann sem brottvís-
un sætir og valdið upplausn f þeim
málaflokkum sem viðkomandi aðili
veitti forstöðu. Sfðan segir: „Fyrr-
verandi fræðslustjóri átti sam-
kvæmt lögum sæti í Svæðissljóm
málefna fatlaðra og var þar dyggur
talsmaður þeirrar skólastefnu er
tryggt gæti fötluðum nemendum
nauðsynlega þjónustu innan grunn-
skólaumdæmisins. Um leið og
stjómin harmar brottvísun fræðslu-
stjórans, lýsir hún áhyggjum sínum
vegna samskipta- og samvinnu-
möguleika milli fræðsluyfírvalda í
Norðurlandskjördæmi eystra og
starfsmanna menntamálaráðuneyt-
isins. Það er von stjómarinnar að
ráðherra beiti sér fyrir því að þama
verði breyting á svo takist geti eðli-
leg samvinna milli aðila hið fyrsta."
SAGA TIL
NÆSTA
BÆJI
Odýrt til Skandinavíu
og Luxemborgar
Supef apex-fargjöld á tímabilinu 14/5—14/9
Osló ................. 10.730,-
Bergen ............... 10.730,-
Kaupmannahöfn ......... 10.950,-
Gautaborg ............. 10.950,-
Luxemborg ............. 10.950,-
Stokkhólmur ........... 10.950,-
Fargjöld þessi þarf að staðgreiða við pöntun. Þau eru bundin við ákveðin flug á ákveðnum dög-
um. Bóka þarf báðar leiðir og ekki er hægt að breyta bókun.
Þar sem um enga endurgreiðslu er að ræða á þessum fargjöldum viljum við benda fólki á að kynna
sér apex-trygginguna sem við höfum til sölu.
Föstudaga 08.00—19.00
Laugardaga 09.00—12.00
STUNDUM
Febrúar 1987
■o
í þessari auglýsingu birtast óhugnanlegar stað-
reyndir um slys í umferðinni, sem meðal annars
hafa kostað mannslíf. Fieiri slíkar munu birtast á
komandi mánuðum og bera þá vonandi vitni um
árangur í baráttunni gegn umferðarslysum.
FARARHEILL'87
<r
ATAK BIFREIDATRYGGINGAFÉLAGANNA
ÍUMFERÐ